Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 28
MÖÐVIUINN Helgin 11. — 12. júli 1981 nafn vikunnar Hjörleifur Guttormsson, iðnaöarráðherra „Hjörleifur meö pálmann i höndunum”, var fyrsti upp- slátturinn i þvi máli sem yf- irgnæft hefur alla aðra fréttaviðburöi vikunnar. Nafn vikunnar er þvi Hjör- leifur Guttormsson, iðnaöar- ráðherra, sem stendur með pálmann i höndunum, eftir að Ijóst er að erlendir og inn- lendir sérfræðingar hafa staðfest það sem hann hefur áður sagt um yfirverð AIu- suisse á súráli til isal; Þjv. spurði Hjörleif I gær hvort rannsókn málsins væri lokið. Hjörl.: „Henni er lokið varðandi súrálið, meö niöur- stöðum sem kynntar hafa verið, einkum i skýrslu Coopers & Lybrand, þó niðurstöður annarra sér- fræöinga sýni hærri tölur en C&L. Hvað varðar umtal um aö leita ætti frekari skýringa frá Alusuisse er nauðsynlegt að allir átti sig á þvi að Alu- suisse gafst kostur á að koma fram með allar skýr- ingar varðandi hækkun i hafi og súrálsverö. Þessar skýr- ingar bárust rlkisstjórninni i feb. og voru afhentar endur- skoöunarfyrirtækinu. Og siðar átti Alusuisse Itrekað viðræður og kom á framfæri viðb.-skýringum viö C&L. Hinir bresku endurskoðend- ur hafa þvi vegiö og metiö „málsbætur” Alusuisse og niöurstaða þeirra liggur fyr- ir meö fullri hliösjón af viðhorfum Alusuisse”. ÞJV.: Hvað með mótbárur Alusuisse? Hjörl.: „Þær koma kunnuglega fyrir sjónir. E. Weibel klifar á sömu atriðum og við heyröum frá honum fyrst munnlega i des. sl. og fengum siðan nánar útfært i ofangr. skýrslum. Þar er rætt um ýmiskonar „styrki” Alusuisse til lsal. öll þessi atriöi sem tind eru til i Mbl. og viðtali útvarpsins hafa áður komið fram gagnvart C&L, sem ekki hafa talið efnisleg rök til að taka þau til greina — þau hafa þvi verið vegin og léttvæg fundin”. ÞJV.: Hver verða næstu skref i málinu? Hjörl.: „I dag hefur ráðuneytiö komiö á fram- færi við Alusuisse á telex þeim hluta úr samþykkt rikisstjórnarinnar frá I gær, sem birt hefur verið, þar sem m.a. er óskað viöræðna um endurskoöun. Ég hef einnig i samræmi við þessa samþykkt, skrifað forystumönnum stjórnar- andstöðuflokkanna og þing- flókksformönnum þeirra og kynnt þeim alla samþykkt rikisstjórnarinnar. Ég vænti þess að geta átt viöræöur við þá fljótlega vegna endur- skoöunar samninga við Alu- suise og vihorf þeirra i þvi samhengi. ” __eng. Aðalsfmi Þjóbviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tfma er hsgt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greibslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Ýmisleg efni eru sett i vatn bleikjunnar I rörinu, og allar hreyfingar hennar mældar með elektróðunni, sem Logi Jónsson, lfffræðingur bendir hér á... I erfiðleikum með P V f X • f I að fa goðan sjo! Rætt viö Loga Jónsson líffræðing — Það þykir kannski furðulegt á þessari eyju í Atlantshafinu miðju, en við höfum átt í erfiðleik- um með að fá góðan sjó, sagði Logi Jónsson, iíf f ræðingur, sem nú vinnur að rannsóknum á skynfærum fiska. Líf- fræðistofnun Háskóla Is- lands fékk nýlega 80 þús. kr. úr Vísindasjóði til tækjakaupa fyrir þessar rannsóknir, og Þjóð- viljanum þótti ráð að kanna málið. — Það er mikil mengun hér i nágrenni Reykjavikur, og verður að taka sjóinn á tölu- veröu dýpi. Til þess þyrfti þá dælubúnaö, og þá koma upp vandamál vegna brims og sjávargangs. Þeir hafa leyst þetta meö þvi að bora frá landi skáhallt I sjóinn, og það gæti reynst lausnin hér fyrir okkur. Þetta veldur þvi að ég vinn bara meðferksvatnsfiska, bleikju, og nota tiltölulega litið vatn, ekki nema um 10 litra á minútu. Ég er að fara úti rannsóknir á ...og hægt að lesa þær af strimli úr þessari maskfnu, jafnvel öndunar- hreyfingar og hjartslátt. Hér eru á ferðinni atferlisrannsóknir, en tækin sem kaupa skal eiga að segja til um skynfæraviðbrögð. Logi fullvissaöi okkur um að bleikjan hefði það bara gott. — Ljósm.: — eik — sjávarfiskum, en þarf til þess að búa til sjó hér á Grensásvegin- um, sem er auðvitaö hálfgerð neyðarráðstöfun. Þennan vanda þyrfti að leysa ef hér á að rann- saka sjávarfiska að gagni, að ég tali nú ekki um ef upp yrði kom- ið safni, sem rekið væri i tengsl- um við slikar rannsóknir. En þessi tæki sem við erum að kaupa eru ekki til að útvega sjó, heldur eru þetta raf":r.úatæki, sem skrá spennubreytingar I taugum, á yfirboröi heila, eða i lyktarvefjum i nefi fiskanna, og magnar þær upp, þetta er svona ekki ólikt og hljómflutningstæki vinna. Þannig er hægt að verða nokkru fróðari um „skynjun” fiskanna, og hægt að finna út til dæmis hvaða efni erta fiskinn, sem getur haft beina þýðingu fyrir veiðarnar. — Meiningin er að finna þau efni sem laöa að sér fiskinn, og þvi þarf atferlisrannsóknir við hlið þessara, til að kanna „sálarlíf” þeirra, og að þeim er ég nú aö vinna. Hvað er það til dæmis i loðnunni sem þorsk- urinn sækist eftir? Að þvi væri ef til vill hægt að komast á þennan hátt, og þá meö þvi að „matreiða” ofani þorskinn hina ýmsu loönuhluta. — Þetta gæti orðið þýðingar- mikið fyrir linuveiöar, en sú veiöiaðferð er að ýmsu leyti minna þróuð en til dæmis troll- ið, sem fer ef til vill að missa vinsældir sinar á þessum roku- kreppu- og umhverfisverndar- timum. — Það má vel hugsa sér ein- hverskonar gervibeitu á linunni ef svona rannsóknir ganga vel, og væri þá beitt þeim efnum sem laða fiskinn að úr fjarlægð. Tilgátan er sú, að fiskurinn beiti aöallega þessum efna- skynfærum við fæðuöflun, aö minnsta kosti á dýpi, þar sem ætið sést varla. Slik gervibeita mundi auka mikilvægi linu- veiðanna, minnka þann mannafla, sem nú er nauðsyn- legur við beitingu og annað, auk þess sem það hráefni, sem nú er haft I beitu gæti nýst ööruvisi. — En hér þarf að ýmsu aö hyggja. og þessi tækjakaup eru aðeins einn liðurinn I umfangs- meiri rannsóknum, sagði Logi að lokum. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.