Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.07.1981, Blaðsíða 16
16SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18.—19. júli 1981 Hér berst Gisli einn við ofurefiið myndavélar, tugi litra af blóði, axir og skildi. Það er heldur ekki fyrir hvern sem er að róa um Breiðafjörð daglangt eins og Arnar Jónsson þurfti að gera. Þótt islensk náttúra sé kannski okkar mesti fjársjóður þegar kvikmyndagerð er annars vegar, getur hún lika verið hrikalega erfið fyrir þá sem að kvikmynd vinna. Enda leyndi sér ekki að þreyta hafði safnast i skrokkinn hjá þessu vaska liði sem var um það bil að ljúka upptökum á þess- ari liklega viðamestu kvikmynd tslendinga til þessa. Þegar það svo bætist ofan á erfiðið við myndatökurnar, baráttuna við veðurfar og hrjóstrugt land, að myndina þarf að taka að verulegu leyti i afskekktum fjöröum, á sjó eða óbyggðum eyjum, er ljóst, áð aðbúnaöur að mannskapnum verður ekki beinlinis eins og á lúxushóteli. Flestir lágu i tjöldum eða bjuggu i hálfbyggðum húsum, liggjandi á flatsæng á gólfinu. Og kaffið i mannskapinn þurfti að keyra alla leið frá Birkimel (þar sem hópurinn hafði samastað þessa daga) inn i Vatnsdal, sem er aillöng leið. Það vill til að i Vatnsdal „drýpur smjör af hverju strái ” eins og eínn úr fylgdarliði Flóka Vil- gerðarsonar orðaði það, þegar fyrstkomu menn að þessu fallega dal. Og veðrið hefur verið með eindæmum gott stundum jafnvel of gott og einn daginn sem ég fylgdist með varð að hætta vegna „grenjandi sólskins”. Þá voru hinir vösku menn Eyjólfs Gráa búnir að koma á Gisla „sárum nokkrum með spjótalögum, en hann verst með mikilli hreysti og drengskap” og „enginn var ósár, sá er að honum sótti”. Talsvert blóð hafði þegar flotið, enda flutti hinn breski brellu- meistari, Alan Wlnbley, sem er tæknilegur ráðunautur i' vigum og manndrápum nærri 100 litra af blóði frá Bretlandi, (auk að- skiljanlegra likamshluta) til að úthella i Vatnsfirðinum. Þetta blóðhefuralla kostiekta blóðs, en enga lesti, þvi það flæðir, og storknar sem mannsblóð en þvæst úr fötum og náttúru með einni vatnsgusu. Ef einhver þyk- ist sjá óeðlilegt blóð á meðlimum Ribbaldaþjónustunnar, (sem hetjurnar kölluðu sig) þegar þeir birtast á tjaldinu kann það að vera vegna þess að þar fljóti ekta blóð, sem stundum spratt fram i hita leiksins undan þungum slög- um. Og auðvitað voru fleiri hetjur á ferð en bardagamennirnir, og ein þeirra var Sólveig Halldórsdóttir, sem leikur Guðríði ambátt Auðar konu Gísla. Hún er pynduð til að segja til Gi'sla á þann hátt, að henni er dýft ofan i iskaldan hyl og haldið þar niðri dágóða stund. Ýmsar kempur höfðu þegar lent i hylnum, en jafnan klæddar froskamannabdningi undir forn- klæðunum, en Sólveig lét föður- landið duga og skellti sér i iskald- an hylinn en jSigurður Sverrir kvikmyndatökumaður stóð i klof- stigvélum með myndavélina i miðri ánni. Það getur verið gott að hafa langa fætur þegar kvik- mynda þarf drekkingar, pynt- ingar og annan vatnsslag. Þegar ég náði tali af Agústi Guðmundssyni, höfundi og leik- stjóra myndarinnar eftir erfiðan ,Enginn var ósár, sá er að honum sóttí’ dag yfir ágætri kjötkássu á Birki- mel, sagði hann mér að hann von- aðist til að unnt yrði að ljúka myndinni strax i nóvember. „Þetta hefur satt að segja gengið mjög vel. Við höfum hald- ið áætlun og verið mjög heppin með veður. „Er þetta miklu meiri vinna en t.d. við Land og Syni?” Við þessa spurningu lítur Agúst upp úr kássunni með bros á vör. „Meiri vinna? Já — þetta er miklu meiri vinna. Mér finnst núna að „Land og synir” hafi ver- ið smámynd. Þetta er svo allt önnuraðstaða á allan hátt, og það Ragnheiður Steindórsdóttir þung á brún i klofstigvélum með hafur- task sitt á leið yfir ána. hefur reynt mjög á þrek allra sem vinna við myndina. Við erum mjög fegin hvað þetta hefur þó gengið vel og að þetta er nú að verða búið.” sagði Agúst. Við látum svo myndirnar hér tala si'nu máli, en rétt er að geta nokkurra helstu aðstandenda Út- lagans. Auk SigurðarSverris Pálssonar eru kvikmyndatökumenn þeir Jón Axel Egilsson, Guðlaugur Bergmundsson og Jóhannes Jónsson. Hljóðmenn eru Oddur Gústafs- son og Hannes Jóhannesson. Um förðun sér Ragnheiður Harvey, Ingibjörg Briem er aðstoðarmaður leikstjóra, Jón Þórisson gerir leikmynd og bún- inga, Kristin Guðjónsdóttir sér um búningana. Alan Whibley ásamt tveimur öðrum Bretum sér um „kjöt og blóð”, en hann hefur séð um „special effects” I ýmsum stór- myndum. Amar Jónsson leikur Gisla, Auði konu hans leikur Ragnheið- ur Steindórsdóttir og af öðrum sem voru i lokabardaganum má nefnda Helga Skúlason sem leik- ur Eyjólf Gráa, Bjarna Stein- gri'msson sem leikur Njósnar- Helga, Sólveigu Hallddrsdóttur sem leikur Guðriði, en i Ribb- aldaþjónustunni eru m .a. læknar, garðyrkjumenn og gullsmiðir: Birgir Guðjónsson (sérfræðing- ur i meltingarsjúkdómum) , Hjörtur Már Benediktsson, garð- yrkjumaður og Bergþór Sigurðs- son, gullsmiður. Aðra má nefna: Jón Friðrik Benónýsson sem leikið hefur með leikfélagi Húsavikur, Jón Atla Ofanl hylinn skal hún — og uppúr — og slðan I ullarteppið. Sólveig Halldórsdóttir leikur Guðrlði, en þeir Kristján Viggósson og Bergþór Sigurðsson þá sem pynda hana tll sagna. Sigurður Sverrir og Jóhannes Jónsson standa úti vatninu, en á miðmyndinni sést inn Hannes Jóhannsson og Heiga Skúlason sem leikur Eyjólf Gráa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.