Þjóðviljinn - 22.07.1981, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Síða 1
DJuÐVILJINN Miðvikudagur 22, júli 1981 —163. tbl. 46. árg. Aiusuisse neitaöi um upplýsingar. Bandamenn eriendra hagsmuna i gær var mikil veisla á vegum Vinnuskólans i Kópavogi meö pylsugrilli og leikjum og annarri skenunt- un^Hér er barist með koddum. Ujósm. gel) Kvenuaframboð var ákveðið á Akureyri Allar likur benda til þess að kvennaframboð verði að raun- veruleika á Akureyri i bæjar- stjórnarkosningum að ári. Á fundi sem haldinn var i fyrra- kvöld að Möðt'uvöllum i Mennta- skólanum á Akureyri var sam- þykkt að stefna að kvennaiista. Á næstu vikum verður unnið í hóp- um að undirbúningi og skiptu fundarmenn sér niður eftir áhugasviðum. Að sögn Hólmfriðar Jónsdóttur mættu milli 50 og 60 manns á fundinum þar af nálægt 10 karl- menn. Fundurinn samþykkti eft- irfarandi ályktun: „Fundur hald- inn á Akureyri 20. júli 1981 telur réttað bjóða fram kvennalista við bæjarstjórnarkosningar á næsta ári. Teljum við nauðsynlegt að auka þátttöku kvenna i stjórnun bæjarfélagsins, til að jafnrétti nái fyrr fram að ganga i reynd. Einn- ig álitum við að i stjórnun bæ jar- ins hafi viðhorf og reynsla kvenna, ekki komið nægilega fram.” Hólmfriður sagði að stefnt yrði a? hreinu kvennaframboði og að undirbúningurinn næði til allra bæjarmála allt frá - rafveitu og hilaveitu til dagvistar- og félags- mála. „Okkur kemur allt við” sagði Hólmfriður. En hvaða rök liggja að baki kvennaframboðs? Hólmfriður svaraði að á Akur- eyri væri 11 manna bæjarstjórn, þar af aðeins einkona. Það væri vilji þeirra er að framboði stefna að koma fleiri konum inn i bæjar- stjórnina og komakonum á fram- færi. önnur rök, eða hvernig unn- ið verður að málum er enn á um- ræðustigi og það liggur ekkert fyrir um það hvaða konur taka sæti a listanum. Listinn verður óbundinn pólitiskum flokkum, en það gefur auga leið að konurnar á Akureyri telja að flokkarnir séu ekki rétti staðurinn til að hasla sér völl á. Hólmfriður tók fram vegna blaðaskrifa um Soffiu Guðmunds- dóttur og afstöðu hennar til kvennaframboðs, að Soffia hefði ekki gefið neina yfirlýsingu, hún hefði verið á fundinum og tekið til máls. Þær framboðskonur myndu senda frá sér fréttatilkynningu i samráði við Soffiu vegna blaða- skrifanna. Stefnt er að næsta fundi i september, en fram lil þess tima starfa hópar og einnig voru konur kosnar til trúnaðarstarfa fyrir hópinn. Svava Aradóttir og Val- gerður Sveinsdóttir eru fjármála- stjórar. Gunnhildur Bragadóttir er húsnæðisfulltrúi, Ragnheiður Benediktsdóttir og Þórlaug Bald- ursdóttir sjá um samskipti við þá sem vilja slást i hópinn og Ragn- hildur Bragadótlir verður yfir hópnum. Auk þess sjá Dóra Ingólfsdóttir og Rósa Júliusdóttir um fjölmiðlamál. —ká r ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i i ■ L II. hluti skýrslu Inga R. í dag 50% regla í Astralni „Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um að sækjast eftir erlendu fjarmagni, þá var sú megin- stefna mörkuð á þingi í Astraliu 1973, þegar stjórn Verkamanna- flokksins var við völd, að inn- lendir aðilar skyldu eiga að minnsta kosti 50% i öllum meiriháttar a tvinnufyrir- tækjum i Ástraliu. Þessi laga- stefna cr enn formlega við lýöi og liafa tilraunir til að breyta henni ekki tekist, en þó má vikja frá henni þegar sérstaklega stendur á og fyrir liggur að ekki reynist unnt að ná saman ást- rölsku fjármagni.” Þannigsegir Ingi R. Helgason m.a. frá i'skýrslu sinni um ferð til Astralíu og Englands i nóv- ember 1980, sem Þjóðviljinn helduráfram aðbirta i dag. 1II. hluta fjallar Ingi R. Helgason um Astraliu og súrálsfram- leiöslu þar, og umsvif Alusuisse iAstraliu. —ekfc Sjá síðu 7 I i ■ I ■ I ■ B i ■ I ■ J segir Hjörleifur Guttormsson um afstöðu Geirsarms Sjálfstæðis- flokksins til súrálsmálsins • „Með þessu gerist Geirsarm- urinn bandamaður og málsvari hinna erlendu hagsmuna þegar á mestu vcltur að heilsteypt sam- staða geti tekist um málið hér heima fyrir" segir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra um ályktun þingflokks Sjálf- stæðisflokksins i súrálsmálinu, sem gerð var án þátttöku ráð- hcrranna Gunnars, Pálma og Friðjóns, og einnig án Albcrts Guðmundssonar. • Tilboði rikisstjórnarinnar um samráð við stjórnarandstöðuna i málinu er svarað af Geirsliðinu með svo skilyrtum hætti að það jafngildir að stjórnarandstaðan sé að dæma sig úr leik i frekari mcðferö málsins. • Alusuisse hefur skuldbundið sig til að sjá isal fyrir súráli, ckki aðeins mcð armslength kjörum heldur með bestu fáanlegum kjörum skv. aðstoðarsamningi. Verðlagning á súráli verður ein út af fyrir sig að standast þetta próf, eins og aðrir þættir aöfanga. • Það strandar á öðrum en is- lenskum stjórnvöldum að gera alhliða athugun og fara ofan i saumana á rekstri ísal og við- skiptum þcss og móðurfyrir- tækisins Alusuisse. Nægir i þvi sambandi að minna á ncitun for- ráöamanna Isal að veita iðnaðar- ráðuneytinu umbeðnar upplýsingar um kaupsamninga og sölusamninga fyrirtækisins — og neitun Alusuisse gagnvart Coopcrs & Lybrand að fá aðgang að fruingögnum varðandi við- skiptin við tsal. Sjá baksíðu Cargolux: Hlutafé aukíð um þriðjung A aðalfundi Cargolux, sem haldinn var i Gautaborg fyrir tæpum hálfum mánuði var hluta- fé félagsins aukið um þriðjung. Að sögn Björns Theódórssonar hjá Flugleiðum bættist þá inn nýr eignaaöili, arabiskt fyrirtæki, skráð i Luxemburg. Eru þá eignaraðilar orðnir fjórir og á hver þeirra 25% hlutafjár. „Reksturinn hefur verið erfiður, nánast staðiö i járnum”, sagði Björn, ,,og það er verið að reyna að bæta úr þvl með að auka eigiö fjármagn fyrirtækisins með þessum hætti”. Eins og áður segir er um arabiskt fjármagn að ræöa i aukningunni, þótt fyrirtækið sé skráð i Luxemburg. —j. n Opnunartími sölubúða: Borgin að brjóta il lög? Jón G. Tómasson, borgar- lögmaður, hefur mælt mcð þvi að borgary firvötd taki til endurskoðunar nýjar reglur sem borgarstjórn setti i vetur um laugardagslokun verslana en reglurnar hafa verið mjög umdeildar undanfarið. Segir I bréfi borgarlögmanns að með þvi að banna laugardagsverslun i þrja inánuði á ári og setja eftirmiðdagsverslun á laugardögum aðra mánuði mjög þröngar skoröur ,,sé óncitanlega gengið nærri rétti inanna til atvinúu- frelsis” og heimild sveitar- stjórnar tii setningar slikra reglna „verði tæplega sótt til vinnuverndarsjónarmiða cingöngu.” 7. júni s.l. óskaði Verslunarráö Islands eftir þvi við borgarráð að reglu- gerð um aígreiðslutima verslana i Reykjavik, sem staðfest var 26. janúar i ár, yrði endurskoðuð. Var i bréfi Verslunarráðs bent á að borgarstjórn hefði ekki laga- heimild til að takmarka af- greiðslutima á virkum dögum nema að næturlagi og að bann við verslun á laugar- dögum takmarkaði atvinnu- frelsi manna. Þessu erindi var visað til umsagnar Jóns G. Tómassonar og var fyrr- greind niðurstaða hans til umræðu iborgarráði i gær. 1 umsogninni rekur Jón G. Tómasson aðdragandann að þvi að lög voru sett um lokunartima sölubúða i kaupstöðum árib 1917. i þeim er ákvæði sem heimila bæjarstjórnum að setja sam- þykktir um lokunartima hver á sinu svæði. Fyrsta reglugerðin var staðfest i Reykjavik áriö 1918, en þá var lokunartimi ákveöinn kl. 19 virka daga en þó kl. 16. á'laugardögum á timabilinu 20. júli til 31. ágúst. Allar breytingar sem siðan hafa verið geröar á reglugerðinni hafa verið til þrengingar. Bendir borgar- lögmaður á að allt frá fyrstu tið hafi verslun á laugar- dögum verið settar þrengri skorðuryfirsumartimann og sé þvi viss hefð komin á þaö enda i samræmi við breyt- ingar sem orðið hafa á al- mennum dagvinnutima samkvæmt kjarasamn- ingum. Hins vegar virðist honum erfitt að rökstyðja heimildir borgarstjórnar til að banna alfarið almenna verslun á laugardögum til- tekinn tima á ári. Borgarráð tók ekki i gær afstöðu til óska Verslunar- ráðs og tillögu borgarlög- manns en samþykkti hins vegar ósk verslunarinnar „tsullar” um laugardags- opnun og hefur áður sam- þykkt aö minjagripaversl- anir mættu vera opnar.—AI La: 'j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.