Þjóðviljinn - 22.07.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Side 2
2 SÍÐ A — ÞJÓÐVIL.IINN Miövikudagur 22. júli 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalid „Viltu koma og snýta mér, mamma" Maöur veröur lika þreyttur á búöarápinu á Akureyri.— Ljósm. — gel — Sagan sýknuð Franska skáldkonan Francois Sagan hefur veriö dæmd sak- laus af því aö hafa stoliö hug- mynd Jean Hougron i smásögu, sem hann skrifaöi og notaö sem uppistööu I skáldsögu sina „Hundurinn liggjandi”. Var Sagan dregin fyrir lög og dóm vegna þessa máls en sýknuö. Sagan hefur samt sem áöur ekki fariö dult með aö hún hafi vissu- lega oröiö fyrir áhrifum af herra Hougron. Rætt við Kolbrúnu Oddsdóttur nema í landslagsarkitektúr Hlaðið úr torfi að Hólum Þeim fækkar óðum hér á iandi sem kunna að hlaða veggi úr torfi. Löngum var torf og grjót eina byggingarefnið sem iands- menn höfðu aðgang að, ásamt rekaviði, ef heppnin var með. Það var list að kunna að hiaða veggi svo að þeir entust vel og lengi. i siðustu viku var unnið að viðgerðum á gamla bænum að Hólum i'Hjaltadal og þangað fór i læri Kolbrún Oddsdóttir sem stundar nám i landslags- arkitektur. Sá scm stjórnaði verkinu var Stefán Stefánsson, annar þeirra er vann að bygg- ingu Sögualdarbæ jarins I Þjórsárdal. — Einu sinni var talaö um sautján hundruö og súrkál. Framvegis verður þaö nitján hundruö og súrál! — Hvers vegna fórstu að kynna þér torfhleðslu Kolbrún? Ég vildi kynna mér hvernig torfið hefur verið notað um aid- ir, það er aldrei að vita nema sú þekking komi aö gagni i faginu. — Hvernig er farið að því að hlaða úr torfi? Fyrst þarf að velja efnið, leita aðheppilegum myrum, þar sem jarðvegurinn er hæfilega þéttur og hæfilega blautur. Það getur tekið allt að heilum degi að finna heppilega mýri, vegna þess að alls staðar er verið að ræsa fram og mýrarnar eru að hverfa. Þegar efnið er undið þarf að sneiða og þurrka, en það er gert með þvi að láta vindinn leika um torfið. Þegar unnið var að Sögualdaarbænum var torfið þurrkað i' heilt dr, en það sem við notuðum við gamla bæinn á Hólum var skoriði vor. Það þarf kunnáttu til að vinna verkið vel, átta sig á þvi' hvað er gott efni og meðhöndla svo að útkoman verði sem best. — Hvernig á að hlaða? Torfið er tvenns konar, klömbruhnausar og sneiðar. Það má að vissu leyti likja hleðslunni við að búa til tertu eins og randalin, Hnausarnir eru eins og botnarnir, sneiðarnar einsog sultan. Það kemur.fram munstur i veggjunum eins og sjá má i gömlu torfbæjunum. Þarna er á ferðinni islenskt handverk sem hefur þróast hér i samræmi viö það efni sem menn höfðu i höndunum. — llvað eru bæjarhúsin á Hól- um gömul? Bærinn er reistur fyrir um 150 árum. Ef torfhleðsla tekst vel, á hún að endast i 40 ár, og á þvi má sjá að bær eins og þessi hef- ur oft þurft hressingar við. — Nú ert þú viö nám i Dan- mörku i landslagsarkitektur hvað er framundan hjá þér? Ég held utan með haustinu og ætla þá að kynna mér jarðlista- deildina við Listaakademiuna i Kaupmannahöfn. Mér finnst spennandi að kynnast þeim hug- myndum sem listamennirnir fást þar við, til að kanna hvort hægt er að nýta þær i faginu við skipulagningu á landsvæðum. —ká Breskur teiknari hefur þetta hér fram aö færa um óeiröirnar í breskum borgum aö undanförnu: hann kallar mynd sína: Markaösöflin hennar Möggu Thatcher takast á.... Málshátturinn „Einn heimskingi spyr meira en 10 vitringar fá svarað". Orðskviðir Salómons. < Q O PL,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.