Þjóðviljinn - 22.07.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 22.07.1981, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. júli 1981 á dagskrá Eg tel að kvennaframboð væri tímaskekkja, rétt eins og þau karlaframboð sem nú tíðkast eru tímaskekkja. En ég kýs fremur að leiðrétta eina tímaskekkju en bæta annarri við. Þorbjörn Broddason/ lektor Gripið fram 1 Ég ætla, ef ég má, aö blanda mér svolftið í samtal kvenna. Nánar tiltekiö tek ég iqip {ráöinn þar sem Helga Kress hefur svarað nöfnu sinni ólafsdóttur i Þjóðviljanum nú um þessa helgi. Helga Kress fjallar utn stjórnmálahlutverk kvenna og segii' m.a.: „Reynsluheimur kvenna, við- horf þeirra til hinna ýmsu mála, sem vegna þjóðfélagslegrar stöðu þeirra eru oft allt önnur en karl- mannanna, fá þar hvergi að koma fram. Konur eru helmingur þjóðarinnar.... og hvað er sann- gjarnara en þær fái að ráða lifi hennar og sjálfra sin sem þvi svarar?” Héreri mjög stuttumálikomið orðum að kjarnanum i rökum þeirra sem mæla fyrir stórauk- inni fhlutun kvenna i stjórnmál- um á öllum stigum. Helga höfðar til sanngimi manna i þessu efni, en þö mun henni fullkunnugl að sú kennd ein sér má sin litils i köld- um veruleika karlasamfélagsins. Mérfinnst þvfástæða tilaðleggja jafnframt áherslu á nauðsynina fyrir konur jafnt sem karla á breyttum þátttökuhlutföllum . Þetta keraur raunar fram i grein Helgu. Viö höfum hreinlega ekki efni á áframhaldandi hirðuleysi um reynslu kvenna, menningar- arf þeirra og vinnuþrek, eins og viðgengist hefur i vaxandi mæli um þriggja aldarf jórðunga skeið. Helga rekur nokkur dæmi um kúgun kvenna og kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að rökrétt svarsé kvennaframboö við fyrstu hentugleika, grundvallað á kvennapólitík og sprottiö úr kvennamenningu. Áður en ég ræði þessa niðurstöðu vil ég spyrja nokkurra handahófs- kenndra spurninga: Hvernig stendur á þvi' að ekki varð meira framhald en raun ber vitni á kvennaframboðinu 1908? Hvers vegna sundraðist Pankhurstfjöl- skyldan í allar hugmyndafræði- legar áttir? Hvers vegna er sjáanlegur árangur ekki meiri þótt konur hafi náð hreinum meirihluta á stundum i bæjar- stjórnum i nágrannalöndum okkar? Hvað olli klofningi Rauö- sokkahreyfingarinnar islensku? Hvað stendur eftir af kvenna- verkfallinu daglanga 1975, annað en ógleymanleg tilfinning þeirra sem lifðu þann dag? Svarið verður alltaf hiö sama: Brota- lamir i hugmyndafræðinni bera ætíð ofurliði vinnuþrekið og sam- starfsviljann þegar kemur til þess að sinna daglegum, hagnýt- um, áþreifanlegum þólitiskum verkefnum. Það skal þó strax viðurkenntað þetta svar erof ein- falt. Það telur dcki tillit til þess sifellda álags sem allar konur búa við vegna minnimáttarstöðu sinnar á öllum sviðum. Helga Kress segir: „Kvenna- framboð er f sjálfusér róttækt...” Þessi fullyrðing hygg ég að fái naumast staöist. Kvennaframboö getur veriö róttækt, það getur átt grundvöll f byltingarsósialisma og byggt á þeim grunni heil- steypta stjórnmálastefnu þar sem menningararfur kvenna, sögulegt hlutverk þeirra og fram- tiðarhlutskipti er sett i rökrétt samhengi. Þá væri upp risinn flokkur róttækra eða byltingar- sinnaðra kvenna (hvað sem lföur fuilyröingu um að kvennafram- boö geti aldrei verið reist á grundvelli flokkapólitfkur). Margrét Rjörnsdóttir fyrrv. for- maður Alþýðubandalagsins i Keykjavik fulltrúi i Æskulýðs- ráði. Adda Bára Sigfúsdóttir, for- maður heilbrigðisráðs, og fyrrv. formaður framkvæmdaráðs. Alfheiður Ingadóttir formaður umhverfismálaráðs. Guðrún Agústsdóttir formaður stjórnar SVR. Guðrún Helgadóttir formaður stjórnarnefndar dagvista. Sannarlega gæti slikur flokkur unnið málstað kvenna (og þar með karla) ómælt gagn. Hins vegar gæti hann ekki sameinað róttækar konur, einfaldlega vegna þess að sá f jöldi sem berst nú þegar fyrir sósialisma og kvenfrelsi á öðrum veltvangi, fyrst og fremst innan Alþýðu- bandalagsins, mun — að minu mati — ekki sjá tilefni til að söðla þannig um. Árangur framboðs róttækra kvenna gæti þvi orðið sá að veikja sinn eigin málstað. Ofansagt byggist á þvi að kvennaframboðið yrði i raun rót- tækt. Hitt þykir mér eins lfklegt, að þegar til kastanna kæmi yrði hugmyndafræðinni fórnað fyrir sem viðtækasta samstöðu og fjöldafylgi kvenna og karla. Slfkur listi gæti sem best náð nokkrum arangri, jafnvel áþreifanlegum i formi kjörinna fulltrúa (samanburðinn viö 1908 verður þó að binda ýmsum fyrir- vörum), en mér er spurn: hver væri sameiginleg hugmynda- fræðileg kjölfesta slikra fulltrúa að kosningum ldcnum? Helga segir i grein sinni: „Allir stjórnmálafldckar og öll tæki og stofnanir islensk valdastjórnar- kerfis eru karlastofnanir...” Þetta er hverju orði sannara. Greinin verður ekki skilin öðru visi en svo að Helga telji örvænt um breytingar á þessum stofnun- um innan f rá. I þvi efni er ég hins vegar ósammála henni. Ég full- yrði að ekkert geti staðið i vegi fyrir málstað kvenna i þeim eina flokki sem ég þekki að innan, ef konurnar sjálfar sameinast um þennan máistað, enda er sósial- ismi sem ekki hirðir um kven- frelsi eins og versta öfugmæla- vi'sa. Ekki er heldur úr vegi að rifja upp að þrátt fyrir að karl- veldið ríði enn húsum i Alþýðu- bandalaginu þá má finna mjög margan vott um gagnstæðar til- hneigingar. Þannig var til skamms tima kona formaður Al- þýðubandalagsfélags Reykja- vikurr Alþýðubandalagið skipaði konu formann framkvæmdaráðs Reykjavikurborgar; sama gildir um heilbrigðisráð, umhverfis- málaráö, stjórn Strætisvagna Reykjavíkur, stjórnarnefnd dag- vista; ef litið er til vinstri meiri- hlutans í heild þá bætast við félagsmálaráö, æskulýösráð og stjórn Kjarvalsstaöa þarsem for- mennska er f höndum kvenna. Fyrir þá sem ekki þekkja til sannar þetta ekki mikið um ítdi kvenna í stjórn borgarinnar, en ég hef haft góða aðstöðu lil að fylgjast með störfum alls þessa fólks og get fullyrt að ekkert væri fjær lagi en telja ofangreindar konur einhvers konar gisla i klakahöll karlamafiunnar. A hinn bóginn eru völd þeirra — og ann- arra kvenna — alls ekki slik sem þau ættu að vera. Þegar ég lit yfir það litla brot þessarar löngu bar- áttusögu sem ég hef kynnst af eigin raun, þá rifjast upp nokkrar tapaðarorrustur. En striðiðer al- deilis ekki tapað. Það verður raunar að vinnast. Ef til vill hef ég ekki rétt fyrir mér um gildi kvennaframboðs. Ég tel að það væri timaskekkja, rétt eins og þau karlaframboð sem nú tiðkast eru timaskekkja. En ég kýs frekar að leiðrétta eina tfmaskekkju en bæta annarri við. Ef menn treysta sér ekki til þess, kann tillaga Helgu að vera hin eina rétta. Garðveisla Hin7. árlega garðveisla verður haldin n.k. laugardag 25. júli kl. 14.00 að Gislholti eystra, ef veður leyfir. Fastir liðir eins og venjulega. Við sköffum súpu og limonaði en gestir komi með vinföng með sér. Sjálfboðaliðar um skemmtiatriði hafi samband sem fyrst. Allir velkomnir meðan garðpláss leyfir. Jón Hólm. Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindaliffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO), hafa i hyggju aö styrkja visindamenn sem starfa i Evrópu og tsrael. Styrkirnir eru veittir bæði til skamms tima (1 til 12 vikna) og lengri dval- ar, og er þeim ætlað að efla rannsóknasamvinnu og verk- lega framhaldsmenntun i sameindaliffræði. Skammtimastyrkjum er ætlaö að kosta dvöl manna á er- lendum rannsóknastofum við tilraunasamvinnu, einkum þegar þörf verður fyrir slikt samstarf með litlum fyrir vara. Langdvalarstyrkir eru veittir til allt aö eins árs i senn, en umsóknir um endurnýjun styrks til eins árs i við- bót eru venjulega teknar til greina, og i örfáum tilvikum er styrkur veittur þrjú ár i röð. Umsækjendur um lang- dvalarstyrki verða að hafa lokið doktorsprófi. Umsóknir um styrki til dvalar utan Evrópu og Israels koma til álita, en þær njóta minni forgangs. I báðum tilvikum eru auk dvalarstyrkja greidd fargjöld styrkþega milli landa, svo og fjölskyldna dvalarstyrkþega. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022.40, Vestur- Þýskalandi. Umsóknir um skammtimastyrki má senda hvenær sem er, og er ákvörðun um úthlutun tekin fljótlega eftir mót- töku umsókna. Langdvalarstyrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Fyrriúthlutun fer fram 13. aprilog verða umsóknir að hafa borist fyrir 15. febrúar, en siðari úthlutun fer fram 23. október, og verða umsóknir að hafa borist fyrir 15. ágúst. Menntamálaráðuneytið 15. júli 1981

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.