Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 3
Helgin 25. — 26. Júli 1981 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 Japanskur listamaður sýnir í Listmunahúsinu Vef meðal annars úr íslensku ullinni Þennan vefstól sem TaeKo Mori flutti meö sér til lslands, smiöaöi franskur vinur hennar, sem er fiöiusmiöur og harmónikuleikari i Paris, og á hann vefur hún verk sin. ,,Ég erfædd íborginni Shizuoka i Japan, sem er skammt fyrir ut- an Tokyo. Ég lauk myndlista- skólanámii Tokyo og fór siöan til Parisar i sérnám. Þar var ég i fjögur ár i École Nationale Supérieure des Beaux Arts og lauk námi meö teikningu sem sérsviö. Ég hef búiö i Paris siöan og fariö æ meira Ut i vefnaö. Nú siöast óf ég tvö verk úr islenskri ull, sem ég keypti hér i fyrra, þegar ég heimsótti Island i fyrsta sinn og eru þau bæöi hér á sýning- unni,” sagöi Taeko Mori, japanskur vefari og teiknari, sem idag, laugardag, opnar sýningu á myndverkum og vefnaöi i List- munahúsinu, Lækjargötu 2. Taeko Mori er gift Islendingi, Halldóri Stefánssyni en hann fékk nýlega styrk til framhaldsnáms i Japan og hyggjast þau dveljast þar i 1 1/2 og flytjast siöan til ís- lands. Við spuröum hvernig Takeo litíst á að fara aftur til Japan? „Mjög vel. Eftir að ég flutti til Parisar kynntist ég svo mörgu úr japanskri lAenningu, sem var i raun vinsælla þar en i Japan. Þaö veröur þvi mjög gaman aö koma aftur til Japan og endurlifa jap- anska menningu.” Og hvemig list henni svo á aö flytjast til íslands? „Vel, en ég vil hafa möguleika á aö fara heim af og til. Ég held aö þaö sé hægt að lifahér góöu og kyrrlátu iifi og fólkiö viröist gest- risið og alUðlegt viö útlendinga. Ég held aö þaö veröi gott aö búa hér.” Taeko hefur haldiö sýningar viöa um heim, en sýningin hér, sem er sölusýning, verður opin framimiðjanágúst. — ÞS Kynnist eigin londi Við bjóðum upp á 12 daga sumarleyfisferðir ASKJA SPKEHGISANDUK LANDMAHHALAUGAK ELDGJÁ Fæði framreitt úr eldhúsbíl. Kunnugur bifreiðarstjóri og leiðsögumaður. Þægileg og skemmtileg ferð Drottforir 6. ágúst, 13. ágúst og 20. ágúst. Verð: 120 þúsund Fæði, tjaldgisting og leiðsögn innifalin. Allar nánari upplýsingar veitir: Ferðoskrifstofo GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Dorgortúni 34 — Reykjovík Sími 31366 ! Ævintýraleg skemmtisigling um Miðjarðarhafið BROTTFÖR 1. SEPTEMBER. Nú bjóðum viö skemmtisiglingu með lúxus-skipinu Mikhail Lermontov frá London tii Miðjaröarhafs- ins. Komið verður við í Malaga á Spáni, Ajaccio á Korsíku, Civitauecchia (Róm) og Napólí á ítalíu, La Gaulette í Túnis og Corunna á Spáni. Flogið veröur til London aö morgni 1. september og siglt af staö kl. 19.00 sama dag. Komiö er til baka til London þann 16. september og flogið heim þann 17. september. Mikhail Lermontov er 20.000 tonna skip og tekur 650 farþega. Um borö er allur sá lúxus, sem hugsast getur, s.s. barir, setustofur, veitingasalur, kvikmyndasalur, verslanir, hárgreiðslustofur, gufubað, leikfimisalur og sundlaug. Og að sjálfsögöu mikið og rúmgott dekk, sem sagt allt sem þarf til gleöi og skemmtunar, vellíðanar og afslöppunar. Komið á skrifstofu okkar og fáið nánari upplýsingar. SÉRHÆFÐ FERÐAÞJÓNUSTA ÁNÆGJA OG ÖRYGGI í FERÐ MEÐ (ITCTMTIK FERÐASKRIFSTOFA — lönaöarmannahúsinu — Hallveigarstíg 1. Símar: 28388—25850.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.