Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 15
Helgin 25.- 26. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Námskeið í kenningum W. Reich Breski geðiæknirinn David Boadella mun halda 7 daga nám- skeið i' liforkulækningum (Bioen- ergetic Therapy) i Reykjavlk vikuna 3.—9. ágúst n.k. Boadella hefur að baki tuttugu ára revnslu I geðlækningaaðferðum Wilhelm Reich og byggir uámskeið þetta á kenningum hans og geðlækninga- kerfi. Námskeiðið er einkum ætlað geðlæknum, sálfræöingum, hjúkrunarfólki og öllum þeim er áhuga hafa á sálarfræði og geð- verndarmálum almennt. Skilyröi erað þátttakendur hafináð 18ára aldri og fólki sem á við alvarleg geöræn vandamál að striöa eða er undir umsjón geðlæknis eða sál- fræðings, er ráðið frá þvi að taka þátt i námskeiðinu nema með skriflegu samþykki læknis sins. Námskeiði er samtals 40 klst. og stendur yfirfrá kl. 17—22. Þá mun Boadella halda fyrirlestur i Norræna hUsinu þann 5. ágUst, og er hann opinn almenningi. 1 námskeiðinu mun David Boa- della gera helstu aðferðum úr geðlækningakerfi Wilhelm Reich skil, sem notaðar eru til að losa spennta vöðva, leiðrétta röskun á hrynbundinni öndun, bæta tjáningaraðferðir og auka almenna likamlega velliðaT). Jafnframt verður fjallað um hvernig greina má skapgerðina Ut frá stellingum og hreyfingum likamans og spennu eða slapp- leika i vöðvum. Farið verður yfir æfingakerfi sem Alexander Lowen, einn af nemendum Reich, þróaði til að losa um vöðva- spennu, auka næmi iðkenda fyrir tilfinningastraumum innan lik- ama sinna og hvernig megi stuöla að Utrás innbyrgðra tilfinninga. Námskeiðiðættiað geta stuulaS að næmi fyrir eigin likama og tilfinningum, en slik þekking veitir innsýn i' liðan annars fólks og er mikilvægt fyrir fólk i heil- brigisstéttunum. Þó hentar nám- skeiðið ekki einungis geðlæknum og sálfræðingum, heldur öllum sem áhuga hafa á bættri likam- legri og andlegri velliðan. Dr. Wilhelm Reich var einn helsti frömuður nútimasálfræði á þessari öld, en á sinum yngri árum var hann samstarfsmaður Sigmund Freud. Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um námskeiðið eru beðnir að hafa samband i si'ma 75495 frá kl. 20—23 virka daga. Styrkir til framhalds- náms fyrir Vestfirðinga 1 ágiist verða veittir styrkir úr mcnningarsjóöi vestfirskrar æsku, til vestfirskra ungmenna. Styrkimir eru ætlaðir til fram- haldsnáms sem ekki er hægt aö stunda i' heimabyggö. Forgang hafa þeir sem misst hafa fyrirvinnu sína, fööur eða móður og einstæðar mæður, einn- ig konur, meðan ekki rlkir fullt launajafnrétti segir I frétt frá Vestfirðingafélaginu. Berist ekki umsóknir frá Vest- firðingum hafa aðrir rétt til styrks. Umsóknir þurfa aö berast fyrir lok jUlí og skulu meömæli fylgja með. Umsóknir skal senda til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku c/o Sigríöur Valdemars- dóttir, Birkimel 8B, Reykjavik. Ásíðasta ári voru veittar 750 þús. kr. Ur sjóðnum. í stjórn og vara- stjórn Vestfirðingafélagsins eru Sigríöur Valdemarsdóttir, Aðal- steinn Eiríksson, Þorlákur Jóns- son, Þóröur Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Haukur Hanni- balsson, Ami örnólfsson, Salvör Veturliðadóttir og Þórunn Sigurðardóttir. eildsöludreifing. Símar 85742 og 85055. sfcoin or hf Ekki er nema taept ár síðan Bubbi Morthens ruddi sér leiö inn í íslenskan tónlistarheim ásamt Utangarðsmönnum. Áhrifin og framhaldiö þekkja allir, enda ummerkin víöast enn sjáanleg. Plágan, önnur sólóplata Bubba Morthens, er nú loksins komin út og víst er, aö hún á eftir aö valda umtali, undrun og ánægju á næstu vikum og mánuðum. Jafnframt leyfum viö okkur aö fullyrða, aö er fram líöa tímar veröur „Plágan“ talin ein af merkustu og bestu plötum íslenskrar hljómplötu- útgáfu. KYNNING Á .... tiskufatnaði (tískusýning), skartgripum og listmunum úr leir. „ VEISLUBORÐ í Fiskréttir og fiöldi rétta úr islenskum ! landbúnaðarafurðum. Úrval osta. 1 DANSAÐ TIL KL. 3 o Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og diskótek < - þægileg tónlist fyrir alla. VERIÐ MEÐ Á NÓTUNUM Bjóðið islenskum sem erlendum vinum ykkar á Sögunótt i Súlnasal. Kynningaraðilar eru: Samband islenskra samvinnufélaga Stéttarsamband bænda Sláturfélag Suðurlands Rammagerðin Glit hf. Jens Guðjónsson Mjólkursamsalan Osta og smjörsalan Álafoss § SÖGUNÆTUR í SÚLNASAL ALLA FÖSTUDAGA, í JÚLl OG ÁGÚST, FRÁ KL. 20-03.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.