Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júlí 1981 | Sjötugur. Smámyndasýning í Gailerí Djúpiö Dagana 15. ágúst til 2. sept. 1981 býöur Gallerí Djúpiö myndlistamönnum aö taka þátt í fyrirhugaðri smámynda- sýningu. Þeir myndlistamenn sem vilja taka þátt í sýningunni eru beönir aö senda 1—4 verk fyrir þann 10. ágúst til Gallerí Djúpiö Hafnarstræti 15. Hámarksstærö verka með ramma er ca. 30x25 cm. Gallerí Djúpið telur þaö sjálfsagt aö borga dagleigu fyrir verkin á meðan sýningu stendur. Nánari upplýsingar veitir Ríkharöur Valtingojer í síma 27683. Gallery Djúpið HAFNARSTRÆTI 15 — REYKJAVÍK Könnun fer nú fram á þörf á byggingu verkamannabústaða á Akranesi. Eyðublöð liggja nú frammi á bæjar- skrifstofunni, fyrir þá sem eru i húsnæðis- hraki og hafa rétt til kaupa á ibúð i verka- mannabústað, en skilyrðin eru: a. Eiga lögheimili i sveitarfélaginu. b. Eiga ekki ibúð fyrir eða ófullnægjandi ibúð. c. Hafa haft i meðaltekjur s.l. 3 ár kr. 59.520 og kr. 5.260 fyrir hvert barn á fram- færi innan við 16 ára aldur. Byggingarsjóði verkamanna er heimilt að lána allt að 90% af kostnaðarverði og eru þau lán að íullu verðtryggð. Skilafrestur er til 10. ágúst 1981. Stjórn verkamannabústaða, Akranesi Starfsmaður óskast Samtök herstöðvaandstæðinga óska eftir að ráða starfsmann frá 1. ágúst n.k., til að annast rekstur skrifstofu samtakanna að Skólavörðustig la i Reykjavik. Æskileg er reynsla af skrifstofustörfum. Gert er ráð fyrir hálfs dags starfi og laun- um skv. samningum Verslunarmannafé- lags Reykjavikur, þó kemur lengri vinnu- timi til greina. Umsóknum skal skila til samtaka her- stöðvaandstæðinga, pósthólf 314, 121 Reykjavik fyrir n.k. mánaðarmót. Nánari upplýsingar veita Erling Ólafsson i sima 26428 og Jón Á. Sigurðsson i sima 29604, á kvöldin og um helgar. Samtök Herstöðvaandstæðinga. Frá Fjórðimgssjúkrahúsinu Neskaupstað Sjúkraþjálfara vantar að Fjórðungs- sjúkrahúsinu Neskaupstað. Upplýsingar gefur forstöðumaður i sim- um 7402 og 7565. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. Akranes r Arni Ingimundarson Þegar nú Árni Ingimundarson vinur minn og gamall fræðari hefir lifað þennan mikla dag, sem sigurvegari i sjötiu ára striði, óska ég honum til hamingju með það sem eftir og sem flest megi verða honum til yndis. bað kæmi mér mjög á óvart ef Árni væri alveg hættur að hugsa um þjóðmálin; þvi vil ég i leiðinni óska honum til hamingju meö dugmikla og þjóðholla rikisstjórn sem tekist hefir að hrinda slyðru- orði fyrri rikisstjórna af þjóðinni, en af þvi að Arni er alþekkt góð- menni þá veit ég að hann finnur til með stjórnarandstöðunni þegar hann hlustar á utburðarvæl hennar, sem flestir eru nú orðnir leiðir á, hvar i flokki sem standa. Sennilega hefir engin rikisstjórn fyrr eða siðar verið jafn heppin með stjórnarandstöðu sem þessi. — Ég bið að heilsa i bæinn hamingjuóskum minum. Halldór Þorsteinsson. Ég hef æma ástæðu til að stinga niður penna við þennan merka áfanga i' lifi félaga okkar, Arna Ingimundarsonar. Hann verður sjötugur sunnudaginn, 26. júli. ' Þegar ég frétti um afmælið, hrdguðust upp minningar liðinna fjörutiuára, alltfrá þvi ég kynnt- isthonum. Ég er Áma þakklátur fyrir þau kynni þvi frá þeim á ég Wýjar minningar. Þar sem Ámi var — var góður félagi. Arni er baráttumaður litil- magnans — umhugað um jöfn skipti milli þegna — sem sagt, félagshyggjumaður i raun. Vinur í raun þcim er volaður er og á verði gegn þrælkun frá kúgarans hendi. Hann er heill þeirri stétt sem heimtar sinn rétt meðan harðsnúin stendur örlaga- glima. Hann er vakandi afl hinni vinnandi stétt, voraldar maður hins nýja tlma. Eitthvað Iþessa veru voru áhrif Arna á mig er við störfuðum saman að félagsmálum. Alltaf sá hann það góða if ari hvers og eins, jafnt i smáu sem stóru. Eitt sinn hringdi ég I Arna og sagði að nú væri það orðið ljótt i RUsslandi, Stalin væri að hreinsa til i herforingjaráðinu. ,,Ha, það er gott”, svaraði Ami að bragði. „Hvað áttu við? ” spurði ég sem átti von á bölvi og ragni. „Ja, sjáðu til. Hann lætur þá verkalýðinn i friði á meðan!”. Hógværð Árna er viðbrugðið. Ég man til dæmis er við vorum eitt sinn saman á ferðalagi i lang- ferðabil. Þar voru menn að kast- ast á stökum. begar kom að Áma að henda fram visu svaraði hann á þessa leið: Það er ekki flóa friður fyrir skáldum bilnum i. Ég get ekki ort, þvi miður. A því löglegt fri. Árni er sáttfUs I meira lagi. 1 minningahrUgu minni fann ég eftirfarandi atvik sem sýnir á hve sérstakan hátt Ami leysti slik mál. Ég hafði að hans mati verið fulldómharður svo hann benti mér á að sá ætti ekki að kasta steini er byggi I glerhUsi. Arni sá þó strax hvað mér leið og til að bæta hugarástand mitt spurði hann mig litlu siðar hvort ég hefði nokkurn tima hugleitt það hvað mikið gler hefði brotnað I siðustu heimsstyrjöld. Við slikan saman- burð varð eitt glerhús milli vina ósköp li'tið. Hér er enn eitt blað Ur hrUgu minninganna og nýr eiginleiki kemur í ljós, sá að gefa góð ráð. Mörg sótti ég til hans. Á þessu blaði segir frá þvi er ég lagði fyrir hann ekki ómerkilegri spurningu en þá hvernig ég gæti Úfað far- sælu lífi. Svarið kom eftir að Árni hafði krosslagt hendur á maga og sönglað litið eitt: „Þú átt að gera ölhim lifsförunautum þinum greiða.þérað kostnaðarlausu (ef þú getur)”. Aðsjálfsögðu vildi ég fá nánari skýringar. Þær urðu eitthvað í likingu við þetta: Ágirnd manna, auður, völd, orsök alls hins illa. Hofmetnaður og hræsni köld hjartalagi spilla. Þvl seinna á llfsleiðinni: Þegar gullsins dásemd dvln og dagur tekur að hallast, opnast flestum fallcg sýn, er félagshyggja kallast. „En eru dtki laun heimsins vanþakklæti?” spyr ég. „Skiptir ekki máli”, svarar hann, þvi: Ljúft til baka Htur þú I leit að þlnum manni. Hvað er raun og hvað er trú og hver er þá hinn sanni? Bölsýni á Árni ekki til. t bjartsýni sá hann betri tið böli mannkyns létta. Frið á jörðu og fordæmd strið og frjálsa þegna metta. NU sé ég að ég hef hlaupið yfir annað hvert blað I hrUginni góðu. Þau blöð eru um Lilju, konu Arna. Ég má til að minnast á mál sem flestir þekkja, settu marki sumir ná en sjálfan sig þar blekkja. Því aldrei stendur stafur einn ef stöku á að skilja og stöngull verður betur beinn, beri hann nafnið, LILJA. Ég hætti nU að fletta þessum minningablöðum þvi þar er allt á sama veg: Aldrci baktal, aldrei brigsl, ber í minninguna. AUtaf aldð og elska á vixl, alla kynninguna. Og að lokum, Arni: Þvl er mér það efst I sinni eftir hart nær hálfa öld að eignist þú fyrir ágæt kynni indælt ævikvöld. Halldór Backman. 1* Árni heitir maður ágætur. Hann nam land á Akranesi, ungur að árum. Gerðist hann umsvifa maður mikill. — Þótti hann hinn vitrasti maður i þvi plássi, þótt heiðinn væri. Af honum eru Árn- verjar komnir. — Gerðist hann brátt fyrirliði i sósialistafélagi Akraness og skip- aði sæti i flestum meiriháttar nefndum bæjarins og i bæjar- stjórn, sem fulltrúi sósiaiista- félagsins, með kenningar Lenins að leiðarljósi. Ég sem þessar linur rita, átti þvi láni að fagna að kynnast náið Árna þessum, strax og ég kom á Skagann, og mér til mikillar furðu, en andlegrar uppbygg- ingar. Sjaldan henti það mig, að taka afstöðu til nokkurs máls opinberlega, án þess að ráðfæra mig áður við Arna: brygðist það, varð ég mér jafnan til skammar. Hann var hugsuður flokks- deildarinnar og þó sérstaklega um utanrikismál, og sjaldan mun hans álit hafa brugðist sem betur fór, þvi flokkslega var okkur skylt að hlita hans dómi. Arni þessi lagði gjörva hönd á margt. Rak um árabil umfangs- mikið skreðaraverkstæði; en hafði mér sinnast við hann og væri hann ekki viðstaddur, kall- aðiég hann bara „Árna skradd”, Þá gerði hann út á sildveiðar; ókunnugt er mér samt um ár- angur. Þá sneri hann sér að iðn- aðinum og hefir nú i fleiri ár stundað húsa- og skipasmiði með góðum árangri, þvi völundur til flestra verka. Sennilega á RUssagrýla ihalds- ins sér helsta hliðstæðu við galdrafár miðalda. Jafn blindu ofstæki sértrúarmanna hefur islensk alþýða naumast mætt i samanlagðri sögu sinni. Á öllum betri bæjum var til skamms tima ekki tiltækilegt svæsnara skammaryrði en nafngiftin kommúnisti. Gegn slikum vágesti yrðu „lýðræðisöflin” svonefnd að hervæðast. Frelsið og vestræn samvinna voru i stórri hættu. KommUnistar voru að leggja undir sig gjörvallt stjórnkerfi landsins og stefndu þjóðarhag i voða. Þeir sem hér fyrr á öldinni gengu undir merkjum sósial- ismans máttu daglega hlýða á þennan söng. Þá þurfti breitt bak og þolgóða lund til að mæta hreggviðrum finnagaldurs og öðrum pólitfskum ofsóknum ihaldsins. Við sem yngri erum að árum mættum ýmislegt læra af þeim hetjum hversdagsins, er slikt galdrafár stóðu af sér. Vegna baráttu þeirra og þraut- seigju hefur rUssagrýla Moggans nU týnt tönnum sinum og skelf- ingarmætti I vitund allrar upp- lýstrar alþýðu. Ofstækisskrif hins sundraða ihalds og helstu ajatolla Alþýðuflokksins nú um stundir I garð fslenskra sósialista hafa engan hljómgrunn lengur. Blekk- ingin er of auðsæ. Þvi er þetta rifjað upp hér, að I dag — þann 26. dag júllmánaðar — verður sjötugur einn þeirra, sem hviklaust hefur staðið af sér ágjafir og árásir íhaldsins gegnum hið siðara galdraskeið sögu vorrar. Slikum manni vott- um við djUpa virðingu. — Arni Ingimundarson var um fjölda- mörg ár I framvarðarsveit sósial- iskrar hreyfingar á Akranesi og gegndi fleiri trúnaðarstörfum i þeimfélagsskap sem og nefndum og stjóm bæjarfélagsins en hér verður reynt að tiunda. Fáir mmu hafa skilað hreyfingu okkar jafn drjUgu og óeigingjörnu starfi og þau heiðurshjónin Árni Ingi- mundarson og Lilja Ingimars- dóttir. Þeirra framlag verður seint fullþakkað. A þessum merkisdegi þinum, félagi Arni, vil ég fyrir hönd Alþýðubandalagsins á Akranesi flytja þér og þinum bestu árnaðaróskir með þökkum fyrir ómetanlegt starf i þágu sam- eiginlegra hugsjóna. Um leið viljum við mega vænta þess, að félag okkar fái notið styrks ykkar ágætu hjóna um langan aldur enn. Gunnlaugur Haraldsson O'"", steypustodin íií /#*ii Sími: 33 600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.