Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981 bókmenntir Vésteinn Lúðvíksson hefur á undanförnum árum komið við bók- menntasögu með eftir- minnilegum hætti. Hann prófaði að reisa við hefð- bundna skáldsögu til að koma vandamálum á dag- skrá eins og Brandes kvað. Hann leitaði að Stalín karl- inum hér og þar. Og nú tekur hann sig til og smíðar barnabók sem kom út hjá Iðunni fyrir skömmu. Barnabókin heitir Sólar- blíðan. Sólarbliöan er stelpa sem á rika foreldra, sem gefa sér litinn tima til að skipta sér af henni Hún er fyrirsina parta „erfitt barn” sem gerir það sem henni sýnist best og hlýðir ekki fyrirmælum. Foreldr- arnir leggja á flótta og ráða „yfirstjóra” til að kúga Sólarblið- una til hlýðni. Hann er sterkur og þrjóskur og sjálfumglaður, enda tákn og imynd Valdsins. Sólar- bliðan ásérekkimargra kosta völ gegn ofureflinu. En eins og i svo mörgum islenskum skáldsögum á hún hauk i horni i gömlum manni i Garðshorni og vinkonu hans, sem höfundur hefur eins og ýmsir aðrir, gefiö nóg af mannkærleika og Taó. Þessi gamli maður leitar svo sem titt er i islenskum ósk- hýggjusögum aftur i fortið þjóðarinnar að einhverju þvi sem er ungviöi til halds og trausts og kemur upp með galdra. Galdur- inn fer að visu ekki alveg eftir áætlun, verður hremmilegri en til stóð. Til dæmis er ekki hárið galdrað af Yfirstjóranum heldur hverfur af honum tippið. Er það reyndar stærst mála i bókinni að tippi á valdhöfum fara á tvist og bast. Nema hvað: þessi tippa- rugiingur er nógu skelfilegur til aö valdhafarnir gefast upp og Sólarbliðan mun fá að stjórna sér upp frá þvi. Þetta er lipurlega skrifuö bók og ýmsar uppákomur eru vel til fundnar. Fullorðinn lesari verður þó var við ýmsa erfiðleika á þvi aö læða göldrunum inn i sögu- ramma úr samtimanum svo vel smelli saman — það er eins og eitthvað skorti á i skopvisi til að svo verði. Fljúga í Ijósinu, passa blómin Forvitnilegast er að skoða Sólarbliöuna sjálfa og þann boð- skap sem henni fylgir. Við sjáum stelpuna i einu heiftarlegu Neii: aldrei skal hún láta tugta sig til að vera þæg, sitja kyrr, ganga i finum fötum og leika sér að dúkkulisum! Yfirstjórinn ætlar svo að brjóta þessa þvermóðsku á Árni Bergmann skrifar bak aftur. Þvi miður nær sagan ekki mikið lengra en að bregða upp þessum einföldu andstæðum. Það verður ansi litil saga af Sólarbliðunni: hún stendur á hleri, hún fylgist með afleiöingum galdurs sem er framinn að sögu- baki. En hún þarf aldrei að prófa á sjálfri sér nein vandræöi frelsis- kröfunnar miklu. Til dæmis i þá veru, aö hennar vilji rækist á vilja og þarfir annarra, sem eru ekki fyrirfram fordæmdar sálir eins og Yfirstjórinn, lögreglustjórinn og borgarstjórinn. Undir lokin iiður Sólarbliðunni afskaplega vel. „Nú gæti hún gert hvað sem hún vildi”. „Hún yrði hún sjálf alla ævi”. Þetta hljómar afskaplega vel. Mann langar til aö skrifa undir slikan hamingjuvixil hikstalaust. En vandinn er sá, að þegar stórum staðhæfingum er fram slengt, þá fara á kreik ýmsir púkar og viija gera sinar meinfýsnu athuga- semdir. Hver er hún sjálf? Eru menn fæddir með kippu af góðum eiginleikum, sem fá þvi aðeins að þroskast að enginn skipti sér af þeim? Tja, hvað segir Vésteinn Lúðviksson? Hann gefur nánari skýringu á sæluástandinu utan valdsins: „Hún gat gert næstum allt sem húr. vildi. Hlustað á fuglana og talað við blómin, sungið fyrir trén og byggt hús i moldinni, hlustað á sögurnar hans Dána og sofið þegar hún var þreytt, borðað, þegar hún var svöng og gengið i skitugum fötum þegar henni fannst það þægilegt”. Semsagt: i þessari óskmynd höfundar er upp vakinn aldin- garðurinn Eden, hinn göfugi villi- Nú verðum við vinir, sagði yfirstjórinn. Myndirnar teiknaði Malin Orlygsdóttir. maður laus við andskotans sið- menninguna og annað fólk sem flækist fyrir gæfu okkar, af þvi að það hefur komist nokkur regla á samskipti við það. Auðvitað er þetta táknræn stór- ýkjusaga og allt það. En tökum eina smástund alvarlega þessa ágætu dægradvöl: að hlusta á fuglana og tala við blómin. Þvi miður minna svona formúlur fyrir sælunni meira á háðslega lýsingu Halldórs Laxness á miðilsfundi en á tilveruvanda þeirra sem veröa táningar eftir fimm ár og fullorðnir eftir tiu ár. (A miðilsfundi i Sviðnisvik kom drengur að handan og tilkynnti móður sinni að hann væri alltaf að „fljúga i ljósinu, passa blómin”). Þvi miður lendir Sólarbliðan aldrei i stærri vanda en að segja þvert nei viö Uppeldið og biða eftir að þjóðleg galdraviska tryggi að hún komist upp með það. Það reynir aldrei á neinn eiginleika hennar nema þrjósk- una. En þvi miður er ekki á það að treysta að allir Yfirstjórar séu jafnmiklir fáráðlingar og sá sem hún á i höggi við. Ef að Yfirstjór- inn hefði átt til ögn af kænsku, þá hefði hann náttúrlega ekki byrjað á þvi að taka Sólarbliðuna i bóndabeygju — heldur hvatt hana meö öllum ráðum til að gera hvað sem hún vildi, já endilega hreint. Sara Lidman um rithöfundastarfið: Þær stundir þegar maður þvælist ekki sjálfur fyrir Söru Lidman finnst sjálft orðið afþreying móðgun við fólk. Það þýði að freista manneskj- unnar til að taka aldrei nokkurn hlut alvarlegum tökum. Þetta sagði Sara Lidman i viðtali viö sænska timaritið ETC. Hún er að vinna að þriðja hluta skáidsagnaflokksins um heimabyggð sina i Norður-Svi- þjóð — fyrir annan hlutann fékk hún bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs i fyrra. Og henni finnst enn þaö vera einn merkilegastur hvati á það að vinna verkið, áð reyna að koma til skila þvi kraftaverki að hægt var að nema svo harðbýlt land og erfitt við þær aðstæður sem hún lýsir. Innblástur Sara Lidman sagði ýmislegt fróðlegt I viðtalinu um rithöf- undarstarf sitt. Hún er ekki með þeim mörgu sem lita „innblástur” smáum augum og halda að það sem máli skiptir sé að fara snemma á fætur og taka til óspilltra mála — það séu bara letingj- arnir sem biöa eftir innblæstri. Þaö held ég ekki, segir Sara. En ég held ekki að innblásturinn sé náðargjöf, sem fæst fyrir ekki neitt. Menn verða aö vinna mikið undirbúningsstarf, menn verða aðhenda reiðurá þúsund smáatriðum, sem mörg þarf að sannprófa. En svo kemur hins- vegar að þvi, að manni finnst á stundum sem það sé eiginlega ekki maður sjálfur sem skrifar, heldur efniviðurinn sjálfur. Að orðin komi eins og sjálfsögð og maður er frjáls undan sjálfum sér. Maður er ekki að þvælast fyrir, hvorki með tilætlun sina, metnað eða hégómaskap, sem er vist meira en ærinn. Heldur er það sem efnið sjálft fái að njóta sin og sækja til allra möguleika. En þetta reyna menn sjaldan... Rósaflúr og smámunir Ein sú versta synd i stil er að vefja hann rósaflúri, sukka i myndum, smyrja þykkt á með lýsingarorðum og ýkjum... Best er að halda sig fast við efnið. Reyna að hlusta eftir þvi hvað það er sem maöur vill segja. Svo fylgir þaö kunnáttu- sémi að vissa hluti þarf maður ekki að segja þvi við höfum svo mikiö af textum sem segja frá þviað „hanngekk um reykjandi og hann klæddist”.. Söru Lidman finnst fátt verra en að láta undan hvunndags- leikanum í skáldskap — um leið og hún minnir á aö hið hvers- daglega hefur lika „sál”, sem hægt sé og nauðsynlegt að draga Sara Lidman: afþreyingin gerir allt flatt... fram. Og, seg’ir hún, viö skulum sleppa þvi sem gerir tilveruna flata, leiðinlega og meiningar- lausa. Afþreyingarbók- menntirnar eru einmitt i þess- um punkti jafn skelfilegar og raun ber vitni. Þær geta verið spennandi „út á við”, en i þær vantar aila innri spennu. Þær eru án spennu i þeim skilningi, að hvert augnablik getur verið engu likt, þótt grámugga sé allt um kring. Aðeins ef menn höndla sálina i augnablikinu. Leitin Sara Lidman kveðst ekki gera nákvæmar áætlanir fyrirfram. Þótt hún hafi gert sér beina- grind að skáldsögu er ekki farið eftir henni — Maður veit aldrei, segir hún, frá hverju maður ætlar að segja fyrr en maöur er byrjaður á þvi. Ef maður vissi það, þá ætti sá hinn sami að gera eitthvað annað. Þá gæti maður farið i pólitiskan flokk, eða boðið sig fram til þings, eöa messaö á torgum eða skrifað greinar, ef maður væri svo viss um hvað maöur vildi segja. Þannig verður það aö skrifa einskonar aðferð til að leita sannleikans. Sara Lidman kveðst ekki lita oft i sinar fyrri bækur. En þegar hún gerir það finnur hún alltaf eitthvað sem vantar I þær. Og það er kannski viss örvun til þess að halda áfram. Henni fannst afskaplega gaman að fá Norðurlandaráðs- verðlaun. En hún hefði tekið þeim tiðindum af meiri alvöru hefði hún verið yngri. „Þegar maður er orðinn eldri er það að- eins eitt sem manni finnst sjálf- um vera dálltiö merkilegt'— og það eru þessar stuttu stundir þegar maöur getur skrifaö, þegar maður finnur að textinn villbað...”_____(Endursagt)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.