Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981 Frásögn Inga R. Helgasonar af ferö til Englands og Ástralíu dagana 11. - 20. nóv. 1980 • • 64. Égsethérfram niðurstöður minar og árangur ferða- lagsins til London og Canberra ásamt athugasemdum minum og ábendingum um áframhaldandi rannsókn málsins: Vörureikningar verði sýndir A 65. Niðurstaðan er fyrst og fremst sú, að fyrir liggur óvéfengjanlega, að Alusuisse kaupir súrál af tveimur aðilum i Ástraliu og selur það siðan Isal og að mismunur kaup- og söluverðs er á timabilinu frá 1975 til miðs árs 1980 47.500.000dollarar (US). Þessi mismunur byggist á tölum, uppgefnum af útflytjendum súrálsins, til yfirvalda i Astraliu, og tölum uppgefnum af innflytjenda súrálsins til yfirvalda á tsiandi. 66. Ekki liggja fyrir vörureikningar fyrir súrálinu frá útflytjendum og er fræðilegur möguleiki, að þær tölur komi ekki alfarið heim við hagskýrslutölurnar. Sérstak- lega þarf að krefjast þess af Alusuisse, að vörureikn ingarnir verði sýndir og framlagðir. 67. Vörureikningar um innflutninginn liggja hins vegar fyrir og var þvi hvorki gerður útreikningur né stuðst við islenskar hagskýrslur, heldur alfarið byggt á fob-verði, sem tsal sjálft gaf upp á aðflutningsskýrslum sinum til islenskra stjórnvalda hverju sinni. 68. Lagter til, að Alusuisse verði krafiö skýringa á þess- um mismun, sem kallaður er hækkun i hafi þar sem verðhækkunin nær ekki skattlagningu, hvorki i Astraliu né á tslandi. Undanskot skatttekna snúr að íslendingum B 69. t öðru lagier niðurstaða ferðarinnar sú, að upplýst er, að Alusuisse geröi samning við áströlsku rikisstjórnina 1968 um kaup á súráli i 20 ár á arm’s length pricesog sá samningur hefur lagagildi þar i landi á sama hátt og fyrir liggur, að Alusuisse gerði samning við islensku rikis- stjórnina 1966, sem einnig hefur lagagildi hér um rekstur álvers á Islandi, sem hefur að geyma skuldbindingar um aðsjá tsalfyrirsúráli.einnigá arm’s length prices. 70. Augljóst er, að ákvæðin i Nabalco-samningnum og aðalsamningnum eru lögfest til að vera grundvöllur skatt- lagningar i hvoru landinu íyrir sig. Þegar i báðum löndun- um er notuð sama skýrgreiningin arm's length prices hlýtur allur mismunur úi úr Ástraliu og inn til tslands að vera afleiðing ákvörðunar um að leyna skattstofni i öðru hvoru eða báðum löndunum. 71. Þar sem fyrir liggur, að ástralska rikisstjórnin virði þá sölusamninga á súráli sem byggja á Nabalco- samningnum og sættir sig við þau útflutningsverð, þá snýr undanskot skattteknanna, sem fólgið er i hækkun i hafi aðeins að íslendingum meðan kaupsamningar Alusuisse eru I gildi (1968—1988). 72. Lagt er til, að endurskoðendur verði fengnir til að reikna út, þegar Alusuisse hefur lagt fram skýringar sinar, hver hækkun i hafi hafi raunverulega orðið allt timabilið og hvaða áhrif hún hefur á arðsemi og skatt- greiðslur tsals. ,,Ekki er vitað til þess, að Alusuisse hafi leitað fyrir sér að afla ISAL forskauta (rafskautaanóða — ) annarsstaðar á betra verði en i Hoilandi, sbr. aðstoðarsamninginn 2.03 (c) eða hafi haft uppi áætlanir um að framleiða forskautin hér viðstöðvarvegg I Straumsvík, sem alls staðar annarsstað- ar er gert i heiminum (ncma hjá Alusuisse.) IVIér býður i grun, að hér sé hækkun I hafi miklu alvarlegri en f súrálinu.” þessu efni, skv. ákvæðum aðstoðarsamninsins 2.03 (c) með sérstöku tilliti til samhengisins við 27.03 i aðalsamn- ingi. Einnig verði höfð hliösjón af réttindum Alusuisse til súrálskaupa i Astraliu i þessu sambandi. Rafskautamálið í sviðsljósið D 76. t f jórða lagikemur i ljós við rannsókn súralsverðsins (þótt ég geti þess ekki i þessari skýrslu minni), að for- skautin (anóður), sem ísal notar við álbræðsluna eru keypt af dótturfyrirtæki Alusuisse i Hollandi. Forskautin nýtast upp að 80%. Það sem eftir verður (um 20%) er flutt til Hollands og notað i framleiðsluna þar aftur og kemur siðan til íslands yfir hafið i nýjum forskautum. Mikið ó- hagræði og kostnaðarauki er að þessari framkvæmd. 77. Ekki er vitað til þess að Alusuisse hafi leitað fyrir sér um að afla tsal forskauta annars staðar á betra verði en i Hollandi, sbr. aðstoðarsamninginn 2.03 (c) eða hafi haft uppi áætlanir um að framleiöa skautin hér við stöðvar- vegg i Straumsvik, sem allsstaðar annars staðar er gert i heiminum (nema hjá Alusuisse). Mér býður I grun, að hér sé hækkun i hafi miklu alvarlegri en í súrálinu. 78. Lagt er til, að erlendur iðnaðarráðgjafi verði fenginn til að gefa ráðuneytinu verðsamanburð á forskautum og umsögn um hagkvæmnisatriði i þessu efni. Samuel Moment og Bestu kjör í aðstoðarsamningi Coopers og Lybrand C 73. í þriðja lagi kemur til skjalanna við rannsókn mátsins nýtt samningsákvæði sem menn hafa til þessa litið fram hjá, en hefur að geyma mjög rika skuldbindinu Alusuisse i þá veru að sjá Isal fyrir hráefnum (súrál og anóður eru um 90% hráefnanna) á langtimagrundvelli á bestu fáan- legum verðum og kjörum. Þetta er ákveðið i aðstoðar- samningi ísals og Alusuisse, grein 2.03 (c). 74. Þrátt fyrir að lsal greiði Alusuisse þóknum (2.2% af heildarveltu) fyrir þessa umboðsmennsku, verður ekki séð, að Alusuisse hafi nokkru sinni sinnt þessari samn- ingsskyldu sinni með þvi að leita eftir langtimasamning- um um súrál á góðu verði. Þó er vitað um mjög góða samninga, sem gerðir hafa verið á þessu timabili milli óskyldra aðila, einmitt frá Astraliu. í staðinn gerir Alu- suisse súrálssamningana við Isal, þar sem verðið er ein- hliða ákveðið i raun. 75. Lagt er til, að erler.du lögfræðifirma verði falið að gefa lögfræðilega álitsgerð um skuldbindingar Alusuisse í E 79. i fimmta lagier ljóst, að ákvæðin i 27.03 i aðalsamn- ingi byggja á verði milli óskyldra aðila (arm’s length prices), þegar arður Isals er reiknaður til skattlagningar. Fræðilega séð þarf þvi kostnaðarverð á súráli eða hækkun verðsins i hafi ekki að skipta máli við útreikning á arði og sköttum Isals, svo framariega sem súrálsverðið til tsals er i takt við verð milli óskyidra aðila á súráli (eða arm’s length prices). 80. Hér skiptir þó mjög miklu hvernig túlka beri samn- ingsskyldur Alusuisse skv. aðstoðarsamningnum, 2.03 (c), um að tryggja ísal aðföng á besta verði með hliðsjón af ákvæðum 27.03 i aðalsamningi svo sem rætt er i 75. hér að framan. 81. Að sjálfsögðu er þvi nauðsynlegt að fá hlutlægan samanburð á súrálsverði Isals og verði i langtimasamn- ingum milli óskyldra aðila á þessu timabili og legg ég til, að hinn virti ráðgjafi Samuei Moment verði fenginn til þess, og Coopers & Lybrand verði látnir reikna út saman- burðartölurnar með hliðsjón af arði og sköttum Isals. ritstjornargrem Ef Alusuisse greiddi Evrópu- markaðsverð fyrir raforkuna Einar Karl Eftir skeytasendingar milli rikisstjórnar og aðalstjórnar Alusuisse hafa Svisslendingar fallið frá neitun sinni og dregist á að hefja viöræöur um súráls- máliö. Vonandi þýöir þessi stefnubreyting að auðhringur- inn hafi séð sér þann kost vænst- an að skipta um bylgjulengd i samskiptum við islensk stjórn- völd. Morgunblaðið hefur gert ákaflega máttleysislega til- raun til þess aö gera litiö úr súr- álsmálinu. Meginrök þess hafa verið að sé tekið mark á niður- stöðum Coopers og Lybrand muni það fé sem Alusuisse hefur snuðaö islenska rikið um i skatt- greiðslum „aðeins” nema um 15 miljónum króna. Þetta gæti haft þau áhrif aö skattinneign ISALS hjá rikinu lækkaði úr 37 miljón- um islenskra króna i 22 miljón- ir. Afhverju þá allan þennan hávaða út af smámunum? Af þvi að súrálsmálið og end- anlegar niðurstöður þess er að- eins prófsteinn á heildarvið- skipti islenska rikisins við Alusuisse. Fram hefur komiö að rafskautamálið kann að vera jafn mikið eða meira umfangs. Þá gætu grunsamlegar lána- hreyfingar út og inn i reikning- um ISALS verið leiö til þess að færa gróða úr landi. Mergurinn málsinsersá,aðenda þótt tSAL og álverið i Straumsvik hafi ekki sýnt gróða fyrstu tiu ár starfsemi sinnar þá eru yfir- gnæfandi likur á þvi að Alus- uisse hafi allan þennan tima haft bullandi gróða af álfram- leiðslu sinni á Islandi án þess að telja hann fram hér, eins og áskilið er í samningum við rikiö. Þrefalt hærra verð Þessi bókhaldslega rekstrar- afkoma álversins hefur að sjálf- sögðu haft gifurleg áhrif á al- mennt mat manna á þessum at- vinnurekstri. Tökum dæmi af raforkuverðinu með sérstakri hliðsjón af ummælum Ragnars Halldórssonar, forstjóra ISAL, i dreifibréfi framkvæmdastjórn- ar til starfsmanna álversins i Straumsvik. Onnur megin nið- urstaða Ragnars er þessi: ,,A árunum 1975—1980 hefur ISAL greitt eðlilegt Evrópu- markaösverö fyrirsúrál.” Enda þótt þetta sé fráleit viðmiðun virðist ISAL-forstjórinn geta sætt sig viö hana þegar rætt er um verð á aðföngum til álfram- leiðslu. Með sömu rökfræði og sannfæringarkrafti ætti hann Ragnar Halldórsson forstjóri ISAL telur eðlilegt að álveriö i Straumsvfk greiöi Evrópu- markaðsverð fyrir aðföng til ál- vinnslu. Þaö yrði stórkostleg kjarabót fyrir almenning I land- inu ef álverið greiddi eðlilegt Evrópumarkaösverð fyrir raf- orkuna. þvi að geta sagt: „A árunum 1975 til 1980 hefði verið sann- gjarnt að tsal greiddi eðlilegt Evrópumarkaösverð fyrir raf- orku.” Litum á hvernig þetta hefði komiö út árið 1980. t nýútkom- inni skýrslu Landsvirkjunar fyrir það ár kemur i ljós að þetta orkuvinnslufyrirtæki, sem aflar 82% af allri raforku, sem framleidd er I landinu, var rekið með 1.4 miljarða gkr. halla. Ef Alusuisse hefði greitt Lands- virkjun eðlilegt Evrópumark- aðsverð fyrir raforkuna til álversins i Straumsvik hefði tapiöá Landsvirkjun 1980snúist upp i rúmlega 6 miljarða gam- alla króna gróða. t ársskýrslu Landsvirkjunnar segir: „Hefur Landsvirkjun orðið að taka lán vegnahalla áranna 1978, 1979 og 1980, sem hlaða á sig vöxtum, i stað þess, að fé átti að fást úr rekstri til byggingar Hrauneyj- arfossvirkjunar.” 60% lækkun? Og hvað gerir Landsvirkjun i þessum vandræðum sinum. Stjórn fyrirtækisins sækir að sjálfsögðu um hækkun á heild- söluverði til almenningsveitna Haraldsson skrifar og þar með um hækkun á raf- orkuverði til almennings i land- inu. Ef hinsvegar Alusuisse hefði greitt eðlilegt Evrópu- markaðsverð fyrir raforkuna hefði Landsvirkjun getað lækk- aö söluverð raforkunnar til al- menningsveitna um hvorki meira né minna en 60%, eða átt 6 miljarða gkr. til þess að skella i Hrauneyjarfossvirkjun. Það eru landsmenn sem bera kostnaðinn af of lágu raforku- verði til álversins. Og þvi ekki að taka Ragnar Halldórsson forstjóra ÍSAL á orðinu og setja fram kröfu um að raforkuvecð skuli hið minnsta miðað við Evrópumarkaðsverð. Það er nú riflega þrefalt hærra en ísal greiðir til Landsvirkjunar. Og Alusuisse lætur sig hafa það að greiða þrefalt til fjórfalt hærra verð i Þýskalandi fyrir raforku til nýlegs álvers á þeirra vegum þar I landi. Fimmfalt ISAL-verð til Landsvirkjunar þekkist i samningum sem auöhringar hafa orðið að sætta sig við. Réttmætar kröfur Hér er hagur alls almennings i veði, og niðurstöður súráls- málsins um að Alusuisse hafi dulið og flutt úr landi gróða af álverinu, eru til þess fallnar að styrkja stöðu Islendinga er þeir knýja Alusuisse til heildarend- Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.