Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 9
Helgin 25. — 26. júlí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Um böð, lækningar og blóðtökur r Þættir úr sögu lækninga á Islandi: „Jeg hef i mörg ár veriö veik- ur af óþægindum fyrir brjóst- inu, klýju og uppgangi á morgn- ana og eptir langvarandi til- raunir til að lækna þennan sjúk- dóm gat ég enga bót fengiö á honum. Þá kom mjer til hugar aö reyna Brama-lifs-elixir Mansfeld-Bullner & Lassens og fór jeg aö brúka hann á hverjum morgni, en eptir einn mánuö var jeg oröinn svo góöur aö jeg kenndi sjúkdómsins eigi fram- ar. Þetta finn jeg mjer skylt aö láta yöur vita og þakka yöur af alúö þá vöndun, er þjer sýniö i tilbúningi á „bitter” yöar, þvi ekkert lyf hefur reynst mjer eins heilnæmt og gott sem þetta. Jeg vil þvi óska og vona aö hvert heimili á Islandi heföi þennan „bitter” á reiöum höndum viö sjúkdóma sem upp kunna aö koma þvi þaö er min sannfæring aö þaö sé þaö besta og heilsu- samlegasta meðal. Reykjavlk, 16. júli 1890 Kr. Ó. Þorgrimsson bóksali Þetta merka plagg er svo vottaö af þeim Jóni Borgfiröingi og Asmundi Sveinssyni, en eins og menn sjá er hér um aö ræöa meömæli meö Bramalifselixir, sem framleiddur var i Kaup- mannahöfn frá árinu 1871 og þótti hið ágætasta meðal. Upplýsingar um þetta og margt fleira er aö finna á sýn- ingu þeirri sem i sumar verð- ur i Þjóðminjasafninu og er opin almenningi, en hún lýsir sögu lækninga á Islandi frá upp- hafi. Sýning þessi var opnuð af tilefni VIII Nordiske medicin- historiska kongressen i Reykja- vik i júli, en Jón Steffensen hef- ur haft veg og vanda af henni. Ekki er allt á sömu lund og lesning sú sem aö framan getur. Þarna eru hin merkustu tól og tæki frá læknum fyrri tima og er ekki laust viö aö hrollur fari um nútimamannverur þær sem berja þessi tól augum. Aflimun- arhnifar, brennslujárn og hol- stingir eru ekki þau tæki sem viö eigum aö venjast hjá lækn- um nútimans og hugsi einhver með meöallagi hlýjum huga til læknastéttarinnar ætti hann að fara og lita á þessi tæki til aö sannfærast um þær gifurlegu framfarir sem oröiö hafa i læknisfræðinni. Ekki er þó aö efa aö þessi tól hafa mörg bjargaö mannsllfum á sinum tima, þótt ekki myndi maður beinlinis óska aö fá þau i skrokkinn. Aö öllu gamni slepptu er hér um aö ræöa mjög merka sýn- ingu, sem vekur athygli á þess- um lítt plægöa akri og ætti sýn- ingin jafnframt aö hvetja til betri hirðu þessara muna. Stofn sýningarinnar er úr svokölluöu Nesstofusafni og er þaö von Félags áhugamanna um sögu læknisfræöinnar, sem safnaö hefur i Nesstofusafnið aö slikar sýningar megi sem fyrst hljóta varanlegan samastað i Nes- stofu. Sýningin hefur veriö mjög fjölsótt aö sögn Ingibjargar Guðmundsdóttur gæslukonu og hafa jafnt íslendingar sem er- lendir gestir skoðaö griþina. þs Aflimunarhnifar og brennslujárn frá fyrri hluta 19. aldar. Ljósm — gel — ý 'í , ' ' ' UEKNAD&LD Séð yfir salinn i Þjóðminjasafninu, þar sem sýningin stendur. ' Sogdælur og brennsiutæki sem notuö voru viö tæmingu sulla. Aftast sést uppblásinn sullur. tJr safni læknadeildar. jWWt'iS <’< tsfeoi . >MÍ >’-♦ '->" , t ' 1 vtfi V«\»'<V<> «>\»'\<vw i feiyíU H<><>\\«t‘. i Mj«hó<k>i A» t>OíinVi«tOn fl (SS/ -■ 1 ■ b<l*i A þessari mynd sjást gömul blóöhorn, stólpipa og fyrsta bókin sem prentuð er á tslandi sem fjallar um „böö, lækningar og bióðtökur”. Hún er þrykkt I Hólum i Hjaltadal anno 1671.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.