Þjóðviljinn - 25.07.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júlí 1981
stjórnmál á sunnudegi
Engilbert Guðmundsson
skrifar
Enn einu sinni hefur
Geirsarmur Sjálfstæðis-
flokksins tekið að sér að
gerast málsvari erlendra
hagsmuna í íslensku efna-
hagslífi. Þessi eilífi
Trjójuhestur i íslenskum
stjórnmálum virðist nú
ætla að gerást „hinn
pólitíski armur Alusuisse"/
svo notað sé orðalag komið
•frá mætum íhaldsmanni.
Með afstöðu sinni i súrálsmál-
inu veröur ekki betur séð en að
Sjálfstæðisflokkurinn stefni að
álika einangrun frá stuðnings-
mönnum sinum og i landhelgis-
deilunni, þegar haröir flokks-
menn afsögðu stefnu flokksins og
þá undirlægju gagnvart erlendum
hagsmunum er þar kom fram.
Vist er að ekki verður afstaöa
Geirsarmsins i sú'álsmálinu til
að styrkja pólitiska stöðu hans og
etv. veröur súrálsmálið siðasti
naglinri f pölitiska likkistu Geirs
þegar til landsfundar kemur.
gjafi fjölmargra rikisstjórna og
alþjóðastofnana. Einnig má
nefna Carlos Varsavsky, fyrrum
forstjóra álbræðslu i Argentinu,
sem nú er tengdur þeirri stofnun
Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar'
um fjölþjóða fyrirtæki.
Þá leitaöi iðnaðarráðuneytið
einnig álits breska lögfræðifirm-
ans D.J. Freeman & Co um samn-
ingslegar skuldbindingar Alu-
suisse. Einnig störfuðu menn hér
innanlands að könnun málsins.
Má þar nefna 5 manna starfshóp
iðnaðarráðuneytisins, en i honum
voru: Halldór V. Sigurðsson,
rikisendurskoðandi, Stefán
Svavarsson, endurskoðandi,
Finnbogi Jónsson, deildarstjóri i
iðnaðarráðuneytinu, Ragnar
Arnason, lektor, Ragnar Aðal-
steinsson, hrl. Pétur G. Thor-
steinsson, lögfræðingur i iðnaðar-
ráðuneytinu og Ingi R. Helgason,
lögfræðingur.
Þannig sameinaðist i rannsókn
málsins bæði alþjóðleg og islensk
sérfræðiþekking i viðskiptum,
tækniefnum og lagalegum efnum.
Og þegar allt er saman tekiö er
útkoman harla traust fyrir það
mat iðnaðarráðherra að Alu-
suisse hafi ekki staðið við gerða
samninga og hlunnfarið okkur i
viöskiptum.
Reyndar hefur einn af dálka-
höfundum Visis, Magnús Bjarn-
freðsson, kallað vinnubrögð
iðnaðarráðherra við könnun
málsins „snilldarverk”.
Hækkun í hafi og
armslengdarverð
En hver er svo niöurstaðan af
þessari viðtæku úttekt, innan-
lands og utan? Varöandi súráls-
viðskiptin þá er hún tviþætt. Ann-
ars vegar þykir sýnt að eftir að
tekið hefur verið tillit til fjöl-
margra athugasemda frá Alu-
suisse þá er hækkun i hafi á súráli
frá Astraliu upp á 22—25 miljónir
dollara frá þvi 1974 til 1980, en það
jafngildir 160—190 miljónum ný-
króna. Þetta er sú upphæð sem
Alusuisse hefur látið Isal borga of _
mikið fyrir súrál, ef mið er tekið *
af þvi samningsákvæði álsamn-
ingsins að Alusuisse skuli útvega
Isal aðföng á „bestum fáanlegum
kjörum”. En fyrir að útvega tsal
aðföng á bestu fáanlegum kjör-
um, og að selja afurðir álversins
á besta fáanlega veröi tekur Alu-
suisse 2.2% af heildarsöluverð-
mæti álversins i Straumsvik.
Alusuisse hefur þannig tekið
umboðslaun af isal fyrir að láta
isal borga of mikið fyrir hrácfnið.
Hreint ótrúlegir viðskiptahættir.
Samkvæmt öðrum greinum i
álsamningnum ber Alusuisse að
verðleggja aðföng til tsal eins og i
viöskiptum óskyldra aðila. Þetta
nefnist á ensku arms-length
prices, og er stundum nefnt hér
armslengdarverð. Coopers & Ly-
brand reiknuðu út meðaltal
.armslengdar og komust að þeirri
niðurstöðu að Alusuisse hefði
verðlagt súrálið of hátt sem nem-
ur rúmum 16 miljónum dollara.
Aðrir sérfræðingar m.a.
Varsavsky sem könnuðu arms-
lengdarverð töldu þetta of lágt, og
mátu mismuninn upp á 20 miljón-
ir dollara.
En hvort er nú réttara að tala
um hækkun i hafi upp á 25 miljón-
ir dollara, eða of hátt armslengd-
arverð upp á 16 miljónir dollara?
1 fyrsta lagi má segja sem svo að
auðvitað eigi tslendingar að gera
sinar kröfur á grundvelli hærri
tölunnar, og i öðru lagi getum við
rökstutt þetta með tilvisun til að-
stoðarsamningsins, sem skuld-
bindur Alusuisse til að útvega að-
föng á bestu fáanlegum kjörum.
Varðandi samspil aðstoðar-
samnings, sem tiltekur „bestu fá-
anlegu kjör” og aðalsamnings
sem tiltekur „armslengdarverð”
er hin lögfræðilega útlegging hins
breska lögfræöifirma á þann veg
að Alusuisse beri að útvega ísal
súrál á bestu fáanlegum kjörum,
en þó aldrei verri kjörum en
armslengdarverði.
í þessu tiltekna máli er Ijóst að
bestu fáanleg kjör hafa verið aII-
miklu betri en armslengdarverð.
Þess vegna er fáránlegt að
byggja kröfur á hendur Alusuisse
á öðru en þvi að þeir hafi snuðað
Alusuisse
að verki
Enda er athyglisvert að sjá að Al-
bert Guðmundsson hefur kosið að
standa utan við samþykkt þing-
flokks Sjálfstæöisflokksins i súr-
álsmálinu, hvort sem það er af
sannfæringu eða af pólitiskum
hyggindum. Likast til er um
blöndu beggja að ræða.
Enginn vafi leikur á þvi að al-
mennir fylgismenn Sjálfstæðis-
flokksins eru orðnir hundleiðir á
þvi að láta stórbisnesskiíkuna i
kringum Geir Hallgrimsson móta
afstöðu flokksins i flestum mál-
um, en þingforseti á þessu
„alþingi hlutafjárins” i Sjálf-
stæðisflokknum er einmitt stjórn-
arformaður ísal, Halldór H. Jóns-
son, sem jafnt i pólitik sem
bisness stendur mjög nálægt
Geir Hallgrimssyni.
Könnun súrálsmálsins
Það var i desember á siðasta
ári að Hjörleifur Guttormsson
varpaði sprengju inn i hina
pólitisku umræöu. Þá gerði hann
þaö opinbert, að iönaðarráðu-
neytið hefði gögn i höndum sem
bentu til þess að Alusuisse hefði
hlunnfarið íslendinga i viöskipt-
um (umfram þaö sem þeir mega
hlunnfara okkur skv. rafmagns-
sölusamningi) og að þeir heföu
platað okkur með þvi að hækka
aöalhráefni álversins i Straums-
vik, súrál um tugmiljónir doll-
ara„ i hafi” eins og það var kall-
að. En i þvi fólst að veröi þvi sem
þeir gáfu upp frá Astraliu til.
árstralskra yfirvalda bar ekki
saman viö það verö sem gefið var
upp til islenskra stjórnvalda. Súr-
álið hækkaði semsé, um stórar
upphæðir á leiðinni milli Islands
og Ástraliu, og það burtséð frá
flutningskostnaði.
Forstjóri Isal brást auðvitaö
reiður viö, og sagði þetta barasta
pólitiskar ofsóknir á hendur Isal.
Stjórnarandstaðan var varkárari
en forstjórinn i afstöðu sinni, en
skammaði þó iðnaöarráðherra
mjög fyrir að gera vafasama við-
skiptahætti hins svissneska auð-
hrings opinbera. I ræðum þusuðu
talsmenn stjórnarandstöðunnar
um „vindhögg” og fleira i þeim
dúr. Alls staðar skein i gegn sú
von að iðnaöarráðherra tækist
ekki að sanna mál sitt, þannig aö
þeir gætu tekið hann á beinið að
leikslokum.
Rannsókn súrálsmálsins var
falin hinu kunna breska endur-
skoðunarfyrirtæki Coopers & Ly-
brand, sem jafnframt hefur ann-
ast endurskoðun á reikningum
ísals, þegar rikisstjórnir hafa
farið fram á slikt.
Jafnframt fékk iðnaðarráðu-
neytið til liðs við sig ýmsa sér-
fræðinga á heimsmælikvaröa,
menn með sérþekkingu á ál-
iðnaði. Þar má t.d. nefna Samúel
Moment sem var ráðgjafi
Astraliustjórnar i álsamningum
viö Alusuisse, og hefur verið ráö-
Alverið I Straumsvík er enginn baggi á Alusuisse, eins og Ragnar Halldórsson lætur I veðri vaka.
okkur, um það sem hækkun i hafi
nemur, eða 22—25 miljónum doll-
ara.
Undanbrögð
Alusuisse
En hver hafa svo viðbrögð Alu-
suisse við skýrslum Coopers &
Lybrand og annarra sérfræðinga
verið? Eftir margra daga þögn
lét Weibel aðstoöarforstjóri i ljós
athugasemdir Alusuisse við
skýrslu Coopers & Lybrand. Ekki
reyndist þar á ferðinni markvert
innlegg i umræðuna, heldur
gamlar upplýsingar, sem Alu-
suisse hafði fyrir löngu komið á
framfæri við Coopers & Lybrand,
sem höfðu vegiö þessi rök og
fundiö þau léttvæg.
Það sem herra Weibel tindi til
var að Alusuisse hefði beint og
óbeint lagt Isal til 26 miljónir doll-
ara i formi yfirverðs sem þeir
hefðu getað selt framleiöslu Isal
á, og i formi beinna styrkja. Af
þessum 26 miljónum vorutæpar 14
miljónir að mati Alusuisse vegna
hærra verðs en skráð meðalverð,
og vildu þeir að þetta kæmi á móti
of háu súrálsverði. Sérfræðingar
iðnaðarráðuneytisiris höfðu þó at-
hugað verð á áli frá álverinu og
komist aö þeirri niðurstöðu að
það væri eðlilegt. Það er selt á
u.þ.b. 3% hærra verði en skráð
meðalverð, en það helgast af þvi
að álið frá Straumsvik er i háum
gæöaflokki. Auk þess fær Alu-
suisse prósentur af heildarsölu-
verði áls frá Straumsvik einmitt
fyrir að selja það á góðu verði.
Eða um 1.5% af söluverði.
Hitt megin atriðið sem herra
Weibel tindi til er að Alusuisse
hafi greitt Isal 10.5 miljón dollara
styrk árið 1976. Hið sanna er að
þessi $ 10 m. voru einfaldlega
bætur fyrir að Alusuisse lét Isal
selja ál á undirverði i Bretlandi
áriö 1975. Þetta staðfesti stjórn-
arformaður Alusuisse Emanuel
Meyer á aðalfundi Alusuisse árið
1977.
Það er þvi ljóst aö þær skýring-
ar sem Alusuisse leggur fram i
málinu eru þeim til mjög litilla
málsbóta. Undanbrögð þeirra
önnur i málinu varpa einnig ljósi
á það hve veik staða hins
svissneska auðhrings er. Þannig
liggur það fyrir skjalfest að Isal
hefur neitað iðnaöarráðuneytinu
um aðgang að gögnum um kaup-
og sölusamninga fyrirtækisins.
Jafnframt neitaöi Alusuisse
Coopers & Lybrand um frumskjöl
um þessi viðskipti.
Ennfremur kom i ljós og var
tekiö til greina varöandi hækkun i
hafi, aö Isal hafði gefið upp rang-
ar tölur um flutningskostnað til
Islenskra stjórnvalda. Skýringar
Alusuisse á þessu voru einfald-
lega þær að Isal hafi ekki vitað
•betur. Enda stýrir móðurfyrir-