Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 1
Innanflokksfarsinn í Alþýðuflokknum UÚDVIUINN Föstudagur 31. júli 1981 —165. tbl. 46. árg. ti. TxtfctWt'fcM'S'WUMlMK >í W..»<(»>■ ' 5 Vi. Txtxt*.«<yn !S K»*OM«StT>» C»'v3 lA^;^ friðar- gönguplakat í Evrópu Island komið á blað Árangur af kynningu og starfi A Iþýö ubandalagsins, Þjóðviljans og Sam- taka herstöðvaand- stæðinga i sumar Um þessar mundir er friðar- gangan i Kaupmanna- höfn—Paris 1981 farin að nálg- ast frönsku höfuðborgina en þar lýkur henni með miklum fundarhöldum 9. ágúst. Þann sama dag efna herstöðvaand- stæðingar á Austurlandi til friðargöngu Stokksnes-Höfn til þess að vekja athygli á tengsl- um herstöðvarinnar þar við kjarnorkuvopnakerfi Banda- rikjamanna á Norður-Atlants- hafi. Hér á ritstjörnina barst i gær . plakat sem norrænu friðar- hreyfingarinnar og aðstand- endur friðargöngunnar til Parisar i Finnlandi, Noregi, Sviþjóð og Danmörku hafa gefið út og dreift viða i Evrópu. Þetta er önnur útgáfa plakatsins og kom hún út i byrjun júli. Fyrri útgáfa plakatsins var innkölluð THE PEACE MARCH 1981 - PRELIMINARY MARCH ROUTE og eyðilögð, eftir að ábendingar höfðu komið frá Alþýöubanda- laginu og Samtöku herstöðva- andstæðinga, að óeðlilegt væri að Island skyldi ekki vera tekið með i kröfuna um kjarnorku- vopnalausa Evrópu. Aðstand- endur friðargöngunnar tóku tillit til þessarar gagnrýni, breyttu plakatinu með þvi að setja Island inn á kortið og bæta „friðargöngu” við hlið sömu orða á dönsku (fredsmarsjen) finnsku (rauhanmarssi), þýsku (friedensmarsch), frönsku (la marsch pour la paix), hollensku • (vredesmars) og ensku (the peace march). Hér hefur þvi þegar orðið nokkur árangur af friðargöngu herstöðvaandstæðinga i júni, málflutningi forystumanna Al- þýðubandalagsins á norrænum vettvangi og skrifum Þjóðvilj- ans. Island er komiö á blað hjá evrópsku friðarhreyfingunni. — ekh Kvikmyndahátíðin í Taormina á Sikiley: LAND OG SYNIR fékk silfurverðlaunin Kvikmyndin Land og synir fer vi'ða og nú siöast fékk hdn silfur- verölaun a' kvikmyndahátiöinni i Taormina á Sikiley. Fyrstu verö- iaun fékk ensk-kanadisk mynd sem heitír Ticket to Heaven. Aö sögn framleiöendanna i Isfilm er ckkert vitað hvaö felst i silfrinu, hvort þar er einhvers konar stytta á ferðinni eða hvaö. Land ogsynirhefur verið sýnd í Bandarikjunum, Bretlandi, Dan- mörku og Noregi, auk Astraliu, en á næstunni fer hún til sýninga i Sviþjóð og Finnlandi. Þá heldur hún enn lengra út i þann stóra heimi'ferð meö kvikmyndum frá Norðurlöndunum, alla leið til Japan, og Shrilanka. 1 Þýska- landi verður hún brátt sýnd með þýsku tali eins og tiðkast með all- ar myndir þar I landi. Isfilm er um þessar mundir að vinna aö gerö „Utlagans” mynd- arinnar um Gisla kappann . Súrs- son. Tökum er lokiö og fram- undan er klipping og hljóðsetning. Að sögn Isfilmsmanna verður frumsýnt 15. nóvember. —ká Stríð út af grmblaðínu „Andstæðingar stefnu Alþýðu- flokksins reyna að koma á ritskoðun”, segir Vilmundur Gylfason Enn logar allt í deilum i Alþýðuf lokknum. Ekkert útlit er fyrir að Alþýðu- blaðið komi út á næstunni. Framkvæmdastjórn flokksins setur það að skil- yrði að //grínblaðið" með heimatilbúnum viðtölum eigi ekki erindi til lesenda, en Vilmundur og blaða- menn hans sitja fastir við sinn keip og hvika hvergi frá þeirri kröfu að ,/grin- blaðið" komi með næsta blaði. Vilmundur Gylfason hefur opinberlega greint frá þeirri skoðun sinni að andstæðingar stefnu Alþýðuflokksins séu að reyna að koma fram ritskoðun. Andstæðingarnir stefnunnar eru þvi væntanlega þingflokkur Al- þýðuflokksins sem i gærdag felldi stuöningstillögu við Vilmund, sem hann sjálfur bar upp á miðj- um þingflokksfundi, er önnur mál voru á dagskrá. Benedikt Gröndal og Arni Gunnarsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en aðrir þingmenn flokksins fylku liði um frávisúnartillögu, þar á meðal lagsbróðir Vilmundar Sig- hvatur Björgvinsson formaður þingflokksins og áhugamaður um lýðræði i verkalýðshreyfingunni. Vilmundur stóð einn likt og Héð- inn forðum, og veik af fundi þegar eftir þessi úrslit. Vilmundur og blaðamenn hans sendu frá sér fréttatilkynningu i gær, þar sem m.a. er frá þvi skýrt að stuöningstillagan hafi ekki einu sinni fengist rædd á þing- Agúst Guömundsson: Höfundur handrits og texta Lands og sona. Kjartan Vilmundur flokksfundinum. Bjarni P. Magnússon formaður framkvæmdastjórnar mun árangurslaust hafa reynt að miðla málum. Blaðamenn Al- þýðublaðsins tveir styðja Vil- mund, og fleiri stuðningsmenn mun hann eiga i flokknum. Sagt er að Vilmundur Gylfason telji sig ekki aðeins hafa verið ráðinn sumarritstjóra Alþýðu- blaðsins heldur ritstjóra með ótimabundnu umboði. Jón Baldvin Hannibalsson ritstjðri Alþýðublaðsins er væntanlegur heim frá útlöndum eftir versl- unarmannahelgi. Er þess þá að vænta að nýr kapituli hefjist i innanflokksfarsa Alþýðuflokksins. — ekh Mjólkurmálið: Engar undan- þágur „Viö lýsum yfir ánægju okkar með niöurstööur mjólkurnefndarinnar” sagöi Jóhannes Gunnarsson mjólkurfræðingur og stjórn- armaður I Neytendasamtök- unum í samtali viö Þjóövilj- ann i gær. 1 blaðinu i gær var sagt ýt- arlega frá niðurstöðum nefndar þeirrar sem kannaði ástand mjólkurmála og lagði 'tillögur til úrbóta fyrir heil- brigðisráðherra. ; 1 skýrslunni kemur margt athyglisvert fram, eins og það, að i fyrsta sinn beinast spjótin að bændum og skorti á hreinlæti á öllum stigum framleiðslunnar. Þá kom einnig fram að reglugerðum hefur ekki verið fylgt hvað varðar dagstimplun og for- hitun mjólkur. Nú hefur ver- ið ákveðið að nema ör gildi allar undanþágur um dag- stimplun og ættu neytendur þviað vera sæmilega örugg- ir. — ká Sjá viðtal við lóhannes Gunnarsson bls. 2 Slegist um gosmarkaðinn Þaö er mikiö um aö vera hjá gosdrykkjaframleiöendum um þessar mundir. Vifilfell og ölgerö Egils Skallagrfmssonar hafa kært til „Samkeppnis- nefndar aö Sanitas hefur fengiö einkaleyfi hjá Þjóöhátíöarnefnd i Eyjum til aö selja gosdrykki á hátíöinni nú um helgina. Þetta er enn eitt birtingarform innbyrðis samkeppni gos- dry kkjafra mleiöenda þessa dagana. Auk þess hefur gosdrykkja- framleiðendum borist sam- keppni úr hörðustu átt, frá sjálfum Davið Scheving Thor- steinssyni, forystumanni iðn- rekenda. Hann hefur nú hafið innflutning einhvers konar goss, sem á að fara i samkeppni á gosdrykkjamarkaðinum. Þetta gerir fyrirtækið Sól hf. með miklu auglýsingabrambolti þessa dagana. Gosdrykkjaframleiðendurnir eru kokhraustir gagnvart þessari tilraun Daviðs til að komast inn á markaðinn, þó þröngin viröist vera næg fyrir. Þeir telja hér um jákvæðan þátt i „frjálsri samkeppni” að ræða — og hver man nú „aðför rikis- valdsins” að gosdrykkjaiðn- aðinum sl. vetur? Sjá nánar i opnu blaösins i dag. — óg. Sjá OPNU Vfnniislys um borð í Goðafossí Vinnuslys varö um borö I Goöa- fossi I gær. Tveir menn sem voru á leið niöur stiga ofan i lestina, féllu niöur tæpa 3 metra er stiginn rann til. Annar maöurinn brákaöist og nefbrotnaði, en hinn slapp aö mestu ómeiddur. — ká.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.