Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 7
i v’ V 't ’ ?t’i íi?i{ ít > vix. r« •» Föstudagur 31. jdli 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIDA 7 „Þetta er besta laugin i bænum, það er enginn vafi á þvi”, sagöi einn Breiðhyltingur þegar sund- laugin þar efra barst i tal, og greinilega eru margir á sama máli því algengt er að fólk úr öðr- um borgarhverfum leggi leið sina i Breiðholtið til að fara I sund. — En hvað er það sem gerir laugina betri en hinar tvær, Sund- laug Vesturbæjar og Laugardals- laugina? ,,í fyrsta lagi eru báðir heitu pottarnir stærri en i hinum laug- unum,” sagði viðmælandi okkar, ,,og barnapotturinn er miklu stærri, sem er mikill kostur. Hon- um er lika vel fyrir komið viö laugina þannig að maður getur synt og séð til krakkanna á með- an. Þá eru sturturnar sérlega góðar og öll aöstaða þar rúmbetri en i hinum laugunum. Fyrir nú utan að laugin er sérlega falleg og vel til hennar vandað.” Eftir þessa einkunnagjöf lögð- um við leið okkar i þessa rómuðu laug; veðrið var gott og margt fólk i lauginni þótt miður dagur væri. Hallgrimur Jónsson sund- laugarstjóri, sagði aösóknina vissulega misjafna eftir veöri rétt eins og á öðrum sundstöðum en á góðum dögum kæmu 700 - 1000 manns. 1 sumar hefur verið meira af fullorðnu fólki i lauginni en börnum. Hallgrimur sagði að fyrst eftir að laugin var opnuð hefði barnaskarinn verið gifur- lega mikill og margir hefðu kom- ið langt aö. Nú væri éins og nýja- brumið væri farið af og fullorðna fólkið væri farið að átta sig á til- vist laugarinnar. Hallgrimur sagöist telja að allur þorri laug- argesta væri ánægður meö að- búnað i lauginni, hún þætti falleg og þægileg. Um 15 manns vinna við laugina en eru ekki allir i fullu starfi. — AI Besta laugin í bænum MW Barnapotturinn vinsæli er i hring i kringum eftirlitsturninn og'þar flytja sóldýrkendur sig eftir sólarganginum. A hinum myndunum sjást nokkrir laugargestir njóta lifsins. Ljósm. — gel. Sýslufundur Norður-Múlasýslu 73 erindi afgreidd Kaffiskemmdir Ekki er óliklegt aö’ frostin, sem gengið hafa yfir Brasiliu að und- anförnu, komi til með að hafa áhrif á kaffiuppskeruna þar, og þá jafnframt kaffiverðið nú hin næstu misseri. Samkvæmt skeytum, sem Inn- flutningsdeild SIS hefur fengið frá Santos-skrifstofu NAF, hafa skemmdir af völdum frosta orðið verulegar. Er jafnvel talið að eyðilagst hafi sem svarar 5-10 milj. sekkjum. Og ekki er enn fyr- ir endann séð þvi ennþá eru frost i Brasiliu. Hins er svo að gæta, að offram- leiðsla hefur verið á kaffi i Bras- iliu undanfariö og þvi óvist að skortur verði á kaffi af þessum sökum. — mhg 73 erindi voru afgreidd og fimm nefndir störfuðu á sýslufundi Norður-Múlasýslu, sem haldinn var dagana 12. og 13 júni. Urðu umræður bæði itarlegar og fjör- ugar að þvi er segir i frétt frá fundinum. Meðal mála sem af- greidd voru eru þessi: Fjárhagsáætlun fyrir sýslu- vegasjóð að fjárhæð kr. 1.577.740 og f járhagsáætlun fyrir sýslusjóð Norður-Múlasýslu að fjdrhæð kr. 264.000. Þar af til menntamála er varið kr. 72.500.- og er þar stærsti gjaldaliður héraðsskjalasafn Austfjarða kr. 53.000,- Til heil- brigðismála er varið kr. 61.000.- og þar af var varið til elliheimilis að Egilsstöðum fyrir kr. 15.000.- og til elliheimilis að Vopnafirði kr. 14.000.-. Til atvinnumdla var varið kr. 30.300,- og I önnur út- gjöld kr. 60.000.- Þá var samþykkt tillaga sýslu- nefndar um nafngift á þéttbýlið norðan LagarfljótsbrUar og skal það heita Fellabær. Einnig var skorað á vegagerð rikisins að láta rannsaka framtiðarvegarstæði milli Vopnafjarðar og Héraðs og skorað á dómsmálaráðherra að hann skipi bifreiðaeftirlitsmann fyrir Norður-Múlasýslu og hafi hann aösetur í Fellahreppi. Þá kom til umræðu skipan sýslu- marka á Austurlandi og var sam- þykkt að fela oddvita sýslu- nefndar aö senda öll gögn varð- andi málið til sveitarstjórna I sýslunni. Er þeim ætlað að fjalla um máliö og skila áliti til næsta aðalfundar. Sigurður Helgason, sýslu- máður, er oddviti sýslunefndar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.