Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 16
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I áfgreiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 Innflutningur notaðra skipa óæskilegur og orkar tvímælis Gott, betra, best! Vesturlandsvegur um Kollafjörð norðanverðan er lagður sérlega skemmtilega: sker ekki beina línu i landið/ heldur fer eftir landslagi. Frá- gangur vegarins er til fyrirmyndar, grjótvörn sjávarmegin falleg, og vegurinn nýtur góðs af til- komumiklu útsýni yfir höfuðborgina frá hæsta punkti. Vesturlandsvegur um Kollafjörö. — Ljósm. —gel— Þessi vegarlagning mætti veröa hvati aö auknu tilliti viö sérstæöa landsþætti, segir ma. i fréttatil- kynningu frá Lifi og landi, lands- samtökum um umhverfisvernd Starfshópur á vegum samtak- anna hefur birt niöurstööur úr könnun um „umhverfis- og menn- ingarsviö”, og vill vekja athygli á þvi sem vel er gert á ýmsum sviðum umhverfismála. Kollaf jarðarvegurinn fær hæstu einkunn i deildinni mann- virki á viðavangi;i strjálbýli er bent á Mosfellskirkju i Grims- nesi, en i þéttbýli á einbýlishúsið Bakkaflöt 1 i Garöabæ. Undir liðnum „bætt mannlif”, er vakin athygii á Skiöaskólanum i Kerlingarfjöllum, en sumartón- leikarnir i Skálholti teljast já- kvæöast menningarframlaga. Skrifstofa samtakanna Lifs og lands er að Vatnsstig 4, Reykja- vik. Vantar stefnu Lífsnauðsyn fyrir skipasmíðaiðnaðinn að tryggja framtíð raðsmíðaverkefnisins, segir Hjörleifur Guttormsson „Ég vænti þess að innan rikisstjórnarinnar takist á næstu mánuðum samstaða um stefnu sem tryggir inn- lendum skipasmíðaiðnaði sem skýrastan ramma um vöxt og viðgang þessarar þýðingarmiklu iðngreinar, og þá til nokkurra ára i senn. Þetta er lífsnauðsyn fyrir skipasmiðaiðnað- inn", sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra í samtali við blaðið i gær. Tilefniö var forsiöufrásögn Timans i gær um innflutning á fjórum 250 lesta togskipum frá Bretlandi7 -8 ára gömlum. I frétt Timans sagöi aö rikisstjórnin heföi lagt blessun sina yfir skipa- kaupin, en skipin eru sögö eiga aö fara til Dalvikur, Garösins, Akra- ness og Hafnarfjaröar. Hiö rétta er aö þessi mál hafa ekki komiö formlega fyrir rikisstjórn, enda eru þau I höndum sjávarútvegs og viöskiptaráöherra. Hinsvegar var sett niöur þriggja manna ráö- herranefnd, Steingrimur, Hjör- leifur, Friöjón, fyrir nokkru siðan til þess að ræöa hugmyndir sjávarútvegsráðherra um ný- smiöi og innflutning fiskiskipa. Þá hefur verið starfandi sérstök nefnd meö aöild sjávarútvegs- ráöuneytis og félagsmálaráöu- neytis um staöbundin vandamál vegna ónógrar hráefnisöflunar. „Þaö liggur fyrir aö geysilegur þrýstingur hefur veriö á þaö nú sem löngum áöur aö flutt yröu inn fiskiskip til landsins, og þá ekki sist notuð skip I seinni tiö. Þetta gerist á sama tima og i undirbún- ingi hefur verið sérstakt raö- smiöaverkefni hjá skipasmiöa- stöövum meö hagkvæma endur- nýjun bátaflotans aö markmiöi. Undirbúningi er nú aö ljúka og Fiskveiðasjóöur hefur lánaö til smiöi tveggja báta samkvæmt raðsmiöaáætluninni á þessu ári. Þá hefur einn bátur veriö sam- þykktur til smiöi hjá Stálvik og annar hjá Þorgeiri og Ellert á næsta ári. Þannig er þetta verk- efni aö komast á rekspöl”, sagöi Hjörleifur Guttormsson i gær. Hinsvegar hefur legiö fyrir staöbundinn vandi á nokkrum stööum, og þaö er meö lausn á honum sem sjávarútvegsráöhera hyggst nú heimila innflutning bresku bátanna. „Frá sjónarhóli innlends skipa- smiöaiönaöar er slikur innflutn- ingur vissulega óæskilegur og orkar aö minu mati mjög tvlmæl- Hjörleifur: Ekki um aö ræöa samþykkt rikisstjórnarinnar. is, ekki sist þegar um svo gömul skip er aö ræöa,” sagöi iðnaöar- ráöherra „Ráöherranefndin sem ég gat um kom saman I dag og i viðræöum viö sjávarútvegsráö- herra hef ég lagt rika áherslu á aö áframhald veröi ekki á þessari stefnu og átak veröi gert til aö tryggja framgang á raösmiöa- verkefninu hér innanlands. Ég tel aö góöur skilningur sé hjá sjávarútvegsráöhera aö taka undir þau sjónarmiö og reisa skoröur viö frekari innflutningi af þessu tagi. Við höfum rætt um aö rikisstjórnin mðti á næstunni áætlun um raösmiöi báta hér inn- anlands, sem tryggi eölileg ný- smíðaverkefni og endurnýjun bátaflotans til nokkurra ára. Ég tel ekki óeðlilegt aö sett veröi viss mörk á þaö hvaö inn- lend nýsmiöi megi kosta, og sé hún ekki sambæriieg viö erlenda þá komi hugsanlega aðstoð af op- inberri hálfu eins og tiökast i grannlöndum okkar svo sem I Noregi og Bretlandi. Þá höfum viö sjávarútvegsráöherra rætt um aö nefnd óvilhallra aöila veröi sett á stofn til þess að meta kostn- aö og samanburö viö erlenda smiöi. Það er nauðysnlegt svo aö menn séu ekki aö byggja á órök- studdum staðhæfingum eöa ein- hliöa upplýsingum, þar sem hagsmunir milliliöa geta vegið þungt,” sagöi Hjörleifur Gutt- ormsson aö lokum. — ekh íslenskur piltur fangi í Marokkó Tvítugur piltur úr íteykjavik hefur nú setiö I jrjár vikur i fangelsi i Vlarokkó, grunaöur um brot á likniefnalöggjöf iandsins. Pilturinn sendi skeyti til oreldra sinna fyrir hálfum nánuðiogóskaði þá m.a. eftir járhagsstuöningi. Aðstand- indur höfðu þá samband við itanrikisráðuneytið, sem hef- ir unniö að þvi að kanna málið iðan, og mun útvega piltinum ögfræðing auk þess sem danski konsúllinn i Rabat i Marokkó fylgist með piltinum fyrir ráðuneytið. Reykvikingurinn situr i fangelsi i bænum Chechauen, um 80 km. suður af hafnar- borginni Ceuta sem stendur andspænis Gibraltar. Enn er allt óljóst um þær sakir sem bornar eru piltin- um, en dómsmálaráðuneytið hefursent fyrirspurn til Inter- pol um þau efnj,en engin svör hafa enn borist. Kj artan Jóhanns- son formaður Al- þýðuflokksins: Sammála stöðvun blaðslns Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins sagði í samtali við blaðið i gær að hann hefði verið sammála þeirri ákvörðun að stöðva útgáfu „grinblaðs” Alþýöu- blaðsins, sem út átti að koma sl. miðvikudag, en var stöðvað að ritstjóranum óafvitandi, eftir að prentun var hafin. Samtalið fer hér á eftir: Hvaða þátt áttir þú I að stöðva útgáfu Aiþýðublaðsins: „Ég er sammála þeirri ákvöröun blaðstjórnar að hætta útgáfu þessa ákveöna blaðs (grinblaðið frá þvi á miövikudag).” Hefur þú verið ánægður með skrif Alþýðublaðsins upp á siðkastið? „Það er ekki hægt að svara þessu svona...” Vilt þú að Viimundur hætti sem ritstjóri? „Það er ekki hægt að svara þessu.” Hvaða afleiðingar telur þú að þessi einangrun Vilmundar hafi fyrir Alþýöuflokkinn, — þá einnig með tilliti til kjörfylgis? „Ég lit ekki á þetta mál sem JVilmundur Gylfa- | son ritstjóri: i „Ég skil j ekki hlut j Kjartans” „Ég geri mér ennþá vonir 1 um aö Alþýðublaöið komi út á I iaugardaginn”, sagði I Vilmundur Gylfason, ritstjóri I Aiþýðublaðsins við Þjv. 1 gær. • Og áfram: „Ég byggi þá von á I þvi, að flokksforystan sjái að I sér. Hér er veriö aö brjóta I sjáifa 72. grein stjórnarskrár- • innar. Réttur þeirra er að reka I mig, en réttur minn er aö I sitja.” I Hverjir eru það sem stjórna 1 aöförinni að Alþýöublaðinu? I „Ég veit það ekki. Ég skil I ekki hlut Kjartans Jó- | hannssonar að þessu máli”. Hvaö olli þessu útgáfubanni, » Vilmundur? I „Það munu hafa veriö | skrifin um verkalýðsmálin og | atvinnulýðræöi. Allir vita aö á « bak við V.R.- (Verslunar- I mannafélag Reykjavikur) | skrifin, var verið að meina | ýmis: önnur félög.” • Hvert er næsta skref þitt i I þessu máii? Kjartan: Svona löguðu er ekki hægt að svara. Vilmundur: Ég bara blð. stjórnmálalegan ágreining.” Hverjir syðja Vilmund i for- ystu flokksins? „Ég er búinn að segja þér það sem ég vil segja um þetta mál.” Þá sagði Kjartan það rangt i fréttatilkynningu Vilmundar og blaðamanna að stuðnings- tillögunni hefði verið visað frá. Það hefði verið búið að ákveða að taka hana fyrir undir liðnum önnur mál, þvi undirbúningur þingmála hefðu verið á fyrirfram ákveöinni dagskrá. Þetta hefði verið gert samkvæmt uppástungu formanns þing- flokksins, Sighvats Björgvinssonar. — óg. „Ég bara bið. Um leið og kemur grænt ljós á áfram- haldandi útgáfu, er ég til reiðu. Enég vil benda á að hér er ekki bara um mig að ræða, heldur einnig atvinnuöryggi blaðamannanna Heiga Más Arthúrssonar og Garðars Sverrissonar.” — óg. Kvennaframboð í Reykjavík: Opinn fundur í haust Fyrir hönd umræðuhóps um kvennaframboð til borgar- stjórnarkosninga i Reykjavik hafa þær Helga Kress, Sigriður Kristmundsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir sent frá sér eftir- farandi tilkynningu: Þar sem orðrómur um sérstakt kvennaframboö til borgar- stjórnarkosninganna 1 Reykjavik næsta vor hefur verið á kreiki i ifjölmiölum aö undanförnu þykir okkur rétt aö taka fram eftirfar- andi: A siöastliönum vikum hafa nokkrar konur i Reykjavik rætt óformlega sin á milli um for- sendur sliks framboðs. Engin ákvöröun hefur veriö tekin i þessum efnum, en ráögert er aö boöa til opins fundar i haust, þar sem umræðum veröur haldiö áfram og áhugi á sliku framboöi verður kannaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.