Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 9
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. júll 1981 Föstudagur 31. júll 1981 ' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Heyrist hljóð úr homi þegar vinsældlr aukast Þjóöviljinn haföi samband viö Sól hf., en þaö er fyrirtæki i sam- krulli viö Smjörliki hf. á vegum Daviös Schevings Thorsteinsson- ar. Þaö er sól hf. sem flytur inn og framleiöir hiö nýja gosglundur sem nú er aö ryöjast inn á gos- drykkjamarkaöinn. Þaö var Arni Ferdinandsson sölumaöur sem var i fyrirsvari fyrir Soda-Stream-drukkinn: — Soda Stream er breskt aö upp- runa en aöalumboö fyrir fram- leiðsluna á Noröurlöndum er i Danmörku og þaöan flytjum viö inn hráefnin. Við sjóðum hér i okkar verksmiöju sykurefni og bragðefniö og töppum á flöskur. Það er töluverð vinna viö þetta fyrir nokkrar manneskjur. Syk- urmagniö veröur hlutfallslega þaö sama og i gosdrykkjum. Viö völdum sjálfir bragöefni, — okkur þóttu bragðefnin frá Soda Stream i Danmörku ekki nógu góö. Ann- ars stefnum viö á aö framleiöa sykursnautt og meö fleiri bragð- efnum. Hvernig eru undirtektirnar á markaðinum? — Þær eru mjög góöar. Þetta þýöir jú byltingu. Nú getur fólk losnaö viö alls konar flöskustúss. Veröiö er ekki meira en 1/3 hluti verös á gosdrykkjum. Eigiö þiö þá ekki von á aö gos- drykk jaframleiöendur séu óánægöir með þessa samkeppni? — Ég býst viö að heyrist hljóð úr horni þegar vinsældir Soda Streams fara aö segja til sin. Viö erum óneitanlega i samkeppni. Þess má geta aö i Danmörku eru um 35% heimila meö svona tæki svo þaö gæti ýmislegt gerst hér. Er ekki gifurlegur auglýsinga- kostnaöur hjá ykkur og hver borgar hann? — Jibþað er mikill auglýsinga- kostnaöur viö aö koma svona nýrri framleiöslu á markaðinn. Þær eru á okkar vegum og er- lenda fyrirtækiö tekur engan þátt i kostnaöi. Við erum til dæmis með fjórtán stúlkur sem fara út i búöirnar og gefa fólki aö smakka og kynna gosdrykkinn. Þannig náum við beinu sambandi viö markaðinn. Ég hef engar tölur um auglýsinga- og kynningar- kostnaö^en hann er verulegur. — óg um lögmæti Þvi er ekki aö leyna aö ýmsar efasemdir hafa gert vart viö sig um lögmæti hins nýja innflutn- ingsdrykkjar Daviös Schevings. Heilbrigöiseftirlit rikisins kannast ekki viö aö hafa fengið nýja mjööinn til umsagnar, en I regiugerð nr. 250 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu-og nauösynjavara stendur þetta I þriöja kafla, 9. gr. 4. liö: „Þegar um samsettar neyslu- vörur er aö ræöa, sem seldar eru I luktum umbúðum eða hylkjum, ákveður Heilbrigöiseftirlit rikis- ins að hve miklu teyti skýring skuli fylgja á samsetningu vörunnar áður en hún er seld. Heilbrigðiseftirlit rikisins getur einnig ákveöið að magn aðal- efnanna sé gefið upp fyrir einstakar vörutegundir.” Við fáum ekki betur séð en Soda Stream falli undir þetta ákvæði reglugerðarinnar og heföi þvi átt að fá umfjöllun Heilbrigðiseftir- litsins. Þá stendur einnig i þessari reglugerð (2. kafli, 8. gr. 2. liður): „Ef boðin er til sölu aukaefna- blanda skal telja fram efni á umbúðum i lækkandi röð eftir magni meö þeim merkingum, sem notaðar eru á aukaefnalista, sem i gildi er hverju sinni. Ef hámarksákvæöi gilda um einstök efni blöndunnar, samkv. auka- efnalistum, skal þaö auökennt i hundraðshlutum af heildarþyngd vörunnar.” En utan á Soda Stream flöskunum stendur ein- göngu þetta: „Innihald Bragð- og rotvarnarefni, sitrónusýra, sykur og vatn. Geymsluþol: Minnst 3 mánuöir viö stofuhita. Þolir ekki sólarljós”. Þá er spurning hvort ekki eigi lögum samkvæmt aö geta pökkunardags og siöasta söludags. — óg. Ekkert eftirlit Með innflutningi á matvælum „Þaö er ekkert eftirlit meö inn- flutningi á matvælum”, sagöi Oddur R. Hjartarson hjá Heilbrigöiseftirliti rlkisins, þegar Þjóöviljinn haföi samband viö hann I gær, út af Soda Stream málinu. — Þvi miöur er ekki krafist umsagnar heilbrigöiseftirlits viö innflutning matvæla. Þaö er ein- göngu krafist umsagnar heilbrigöiseftirlits viökomandi sveitastjórna, þegar framleiösla á matvælum hefst á hverjum staö. Það er fyrst eftir aö varan er komin á markaö, aö viö getum rannsakaö og fjallaö um hana og þá eftir aö eitthvert tilefni hefur gefist til þess, kæra eða efasemd- ir, sagöi Oddur Rúnar. Aö lokum sagöi Oddur að fram- leiöendum og seljendum matvæla bæri að fara eftir reglugerö nr. 250 frá 1976 meö breytingu um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauösynja- vara. — óg. Núna hrópa þeir úlfur, úlfur! — segir forstjóri Sanitas „Mér finnst hlægilegt þegar þeir tala um einokun. Þeir hafa sjálfir haft algjöra einokun á markaöinum” sagöi Ragnar Birgisson framkvæmdastjóri Sanitas, þegar blaöiö innti hann eftir áliti á kæru Vlfiifells og ÖI- gerðarinnar vegna samninga þjóöhátiöarnefndar og Sanitas. „Þegar litla fyrirtækiö sem alltaf hefur veriö hornreka á markaðinum reynir aö ná hlut- deild I honum hrópa þeir úlfur, úlfur! Svona er ekki frjáls sam- keppni. Kók hefur veriö meö ein- okunaraöstööu á kóladrykkjum fram að þessu og ölgerö Egils Skallagrimssonar meö ein- okunaraöstööu á sölu maltsins. Kók og ölgeröin hafa skipt mark- aöinum á milli sin. Nú er þetta aö breytast fyrir okkar tilverknaö”. Ertu ekkert smeykur viö nýja samkeppnisdrykkinn frá Daviö |Scheving? i ,,Ég er óhræddur viö frjálsa samkeppni. Ef þetta gengur vel hjá Daviö, þá sættum viö okkur viö þaö og bjóöum hann velkom- inn i samkeppnina”. En heldur þú aö Soda Stream taki ekkert frá gosdrykkjaselj- endum þannig aö þiö þurfiö aö draga saman seglin? „Nei, það held ég ekki. Þeir geta ekki náð sömu gæðum og viö. Kostnaöurinn við þetta er lika mikill og gosdrykkir eru hræ- ódýrir á Islandi”. Nú hefur verið minnst á þaö I Frjálsri verslun aö Pepsi Cola sem Sanitas hefur umboö fyrir og Coc Cola (Vifilfell) standi i sam- keppni viös vegar um heiminn og átökin hér séu angi af þvi markaösstriði? „Pepsi Cola hefur meö hug- myndaauögi sinni náð undir sig ýmsum markaðssvæðum, — annarser Kók viða sterkari. Þið á Þjóðviljanum eruð jú á móti al- þjóðlegum auðhringjum. En ég get fullvissað ykkur um þaö, að sú samkeppni sem við stöndum i hér á Islandi stendur i engu sambandi við þaö sem er að gerast er- lendis”, sagöi Ragnar Birgisson hjá Sanitas að lokum. — óg Björn í Iðju: ✓ ^«1 stuðningur við iðnaðinn Björn Bjarnason hjá Iöju félagi erksmiöjufólks hló við, þegar 'jv. leitaöi álits hans á hinni nýju -amleiöslu Daviös Schevings á osglundri. Þaö mætti spyrja, agöi Björn, hvort þetta ætti að era stuðningur viö gosdrykkja- Inaöinn i landinu? — ói Davíð keypti ölið í Daviö keypti mjöðinn i Danmörku. Þaöan höfum við séð umfjöllun dansks neytendablaðs (R5d og resultater) um Soda Stream. Blaðið bendir á að „sparnaðurinn” er dáli'tið tvi- eggjaður, þvi.staðreyndin sé sú að fólk drekki mun meir af gos- glundri en það ella hefði gert ef það slysist til að kaupa maskinuna. Ségluggað nákvæmlega i málið þá sé næringargildið ekkertog of- notkun bæri dýr og heilsunni skaðleg. Sitrónusýran i drykkn- um sé skaðleg glerjungi tanna, en á umbúðum Soda Stream i Danmörku upplýsi neytendur á merkimiöum að sterkar blöndur geti verð hættulegar tönnum. Slikar upplýsingar eru ekki á merkimiðanum hér. Blaöið segir einnig aö Soda Stream i Danmörku gefi upp „benzeo- sýru”sem rotvarnarefni, en þess er heldur ekki getiö á íslensku söluvörunni. Þess má og geta aö verö maskínunnar I Danmörku er 250 til 300 krónur, á meöan hún kostar úr búð á Islandi 895 krónur. Varaö er sérstaklega við aö smábörn drekki mikiö af þessu; þannig mega börn 4—5 ára ekki drekka meira en 4 dl. á dag og eldri börn mega ekki drekka meira en 3/4 litra á dae. —óg. ÖLSTRÍÐIÐ í ALGLEYMINGI Hvergi banginn segir Örn hjá Agli örn Hjaltalin framkvæmda- stjóri ölgeröarinnar Egill Skalla- grimsson, sagöist hvergi vera banginn viö þessa samkeppni frá Daviö Scheving. Sagöi örn „aö samkeppni væri alltaf góö”. örn taldi að þessi framleiðsla þýddi ekki minnkaða framleiöslu hjá gosdrykkjafram- leiðendum. „Enn fremur”, bætti hann við „eigum viö til ávaxta- safa, sem við getum selt fólki i þessi appiröt”. Þá taldi örn, að hátt verð á blöndunartækinu fældi fólk frá kaupum á þvi. Loks gat örn þess, aö meöan heilbrigð samkeppni réði ferðinni i þessu máli, væri annaö upp á teningnum i málinu gegn Sanitas, þar sem einokunarsamningar giltu milli Þjóöhátiöarnefndar i Vestmannaeyjum og Sanitas. „Við sendum ekki tilboð til Þjóðhátiðarnefndar, þvi við viljum ekki taka þátt i einokunar- samningum”, sagði örn Hjaltalin að lokum. — óg. AUtof dýrt segir Kristján í Kók Kristján G. Kjartansson for- stjóri Vifilfells hefur ekki trú á þessu nýja tæki frá Davlð. „Þetta er alltof dýrt tæki til aö geta orðið einhver samkeppni viö okkur. Þetta gæti orðiö eitthvert leikfang smá tima, en svo fer nýjabrumið af þvi”. Aöspuröur um þaö hvort hann teldi aö Daviö færi út i svona framleiöslu og auglýsingaherferö án þess að hann ætti einhverja markaðsvon, sagöi Kristján að hann reiknaði meö þvi aö Daviö Scheving heföi „businessvit”. — Hins vegar heföi ég aidrei fariö út á þennan markaö, sagöi Kristján. Um einkaleyfi Sanitas á sölu gosdrykkja á þjóöhátiöinni i Eyj- um sagði Kristján: „Ef Sanitas getur gefið betri þjónustu en við — verðum við aö sætta okkur viö þaö. Hins vegar efast ég um aö þeir geti þaö”. — óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.