Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 31. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 11 íþróttir (2 íþróttir Ur eínu íannað Liðsauki til KR-inganna Einn sterkasti leikmaður Armanns-Iiðsins i körfu- boltanum, Kristján Rafnsson, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR. Er Vesturbæjarliðinu nokkur fengur að pilti. KR-ingarnir hafa æft undan- farnar vikur af krafti undir stjórn nýja þjálfarans og leik- mannsins, Stewart Johnson, og hyggjast þeir endurheimta Islandsmeistaratitilinn úr klóm Njarðvikinga. —IngH • Efnilegur strákur Viö sögðum i vikunni frá 3 tslandsmetum Húnvetningsins Bjarka Haraldssonar i stráka- fiokki (12 ára og yngri). Ekki fer á milli mála að hér er á ferð- inni mikið efni I afreksmann i frjálsum iþróttum. Til dæmis má nefna að strákur sigraði i öllum þeim greinum sem keppt var I á Vor- móti USVH fyrir skömmu, 60 m hlaupi, 800 m hlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi. Auk þess var Bjarki f sigursveit UMF Kormáks I 4x100 m boðhlaupi. Geri aðrir betur. • Mútumál enn í sviðsljósi Svo getur farið að itölsku meistararnir i fótboitanum, Juventus , leiki i 2. deild næsta vetur vegna þess að úrslitin i leik liðsins gegn Bologna (1-1) hafi verið fyrirfram ákveðin („fixuð” eins og það heitir á út- lenskum tungum). Mikil málaferli voru i gangi i fyrravetur vegna mútumála og voru m.a. hin frægu félög AC Milan og Lazio dæmd til að leika I 2. deild. Fari svo að afbrot sannist á Juventus og Bologna má allt eins gera ráð fyrir þvi að bæði félögin leiki i 2. deild næsta vetur. Fari svo sem horfir, verður irski iandsliðsmaðurinn hjá Juventus, Liam Brady, settur á sölulista þvi útlendingar mega ekki leika i 2. deildinni á Italiu. • Handbolta- skóli Hauka Haukar i Hafnarfirði starf- rækja nú i sumar svokallaðan handknattleiksskóla fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára. Kennsla hefst eftir verslunarmanna- helgina og stendur alla vikuna. Valsmenn höfðu oft ástæðu til þess aðfagna ileiknum i gærkvöldi. Hér stekkur Hilmar Sighvatsson með miklum tilþrifum (og tilheyrandi óhljóðum) i fang Þorsteins Sigurðssonar, sem skoraði 2 marka Vals. — Mynd: —gel—. jSanngjarn ] jsigur KA i ■ KA-m enn flugu með 2 stig i _ I pokanum norður, eftir fjör- 1 ■ legan leik gegn FH-ingum i ■ ■ Hafnarfirði i gærkvöldi. Var I ■ sigur þeirra norðanmanna B ■ næsta sanngjarn, 3-2. Strax á 10. min. tók KA ■ ■ forystu. Gunnar Gislason 2 | skoraði eftir sendingu frá I ■ Elmari, 1-0. FH-ingar tóku ■ ■ nú leikinn i sinar hendur og á I ■ 39. min. stakk Pálmi boltan- B I um á Óla Dan og hann skor- | I aði af stuttu færi, 1-1. ■ KA hóf seinni hálfleikinn _ | með miklum látum og skot- I - hrið. A 51. min. náði Jóhann ■ I forystu fyrir KA eftir að § B Hreggviður hafði misst bolt- ■ ■ ann frá sér, 2-1. Nokkru B ■ seinna jafnaði Pálmi eftir " ■ hornspyrnu, 2-2. Urslita- gg I markið kom siðan einnig eft- ■ ■ ir hornspyrnu en hinum ? | megin á vellinum. Hinrik | m stökk hæst, skallaði upp i ■ ■ loftið og boltinn datt lyppu- | ■ lega i' markhornið. Hlálegt B B mark, 3-2. Þar með voru Ur- ■ I slit ráðin og sigur KA manna ® J i höfn, sanngjarn. | Elmar og Jdhann voru I ■ bestir iliði KA og óli Dan og ■ I Guðmundur stóðu nokkuð | a uppúr i liði FH. ■ LmiHaHiMiiMiJ Ólafur meiddist Ólafur Magnússon, markvöröu Valsmanna, varð fyrir þvi óhappi að hljóta höfuðhögg i leiknum i gærkvöldi eftir samstuö við sóknarmann Vikinganna, og varð aðyfirgefa leikvanginn. Ekki var fullljóst i gærkvöldi hvort hann slasaðist eitthvað meira. Topplíftm sigruðu Fjórir leikir voru á dagskrá 2. deildar i gærkvöldi og urðu úrslit þeirra þessi: IBÍ-Þróttur, Nk.............3:1 Völsungur-ÍBK...............0:1 Reynir-Selfoss .............2:0 Haukar-Skallagrimur.........1:4 Valur í efsta sæti Valur skaust i efsta sæti 1 deildar fótboltans i gærkvöldi, þegar liðið lagði Viking að velli með 4 mörkum gegn 2. Þar með eru öll efstu liðin komin i hnapp á toppnum og má segja að 7 lið eigi góða möguleika á að hreppa islandsmeistaratitilinn i ár!!! Valur tók forystuna á 8. min. þegar Þorteinn kastaði sér fram og skallaði i netið af stuttu færi, 1- 0. Vikingar jöfnuðu 10 min. siðar og var þar að verki Lárus Guðmundsson af stuttu færi, 1-1 i hálfleik. Valsmenn yfirspiluðu Vikingana algjörlega i upphafi seinni hálfleiks og gerðu út um leikinn á 11 min. kafla. Á 47. min. skallaðijón Gunnar Bergs i mark af sluttu færi eftir hornspyrnu. Á 54. min. fékk Hilmar knöttinn inn- fyrir Vikingsvörnina eftir auka- spyrnu og skot hans haínaði i bláhorninu. Þorsteinn fullkomn- aði siðan verkið á 58. min. og skoraði. Hann fékk stungusend- ingu og tókst að lyfta yfir Diðrik aðþrengdur, 4-1. Heimi Karlssyni tókst að minnka muninn á 77. Unglingalandsliðið í körfuknattleik: Jón aöstoöar Einar Unglingalandsliðshópurinn i körfuknattleik var nýlega valinn og skipa hann eftirtaldir strákar: Hörður Arnason, — Armanni Valdimar Guðlaugsson, — Ármanni Axel Nikulásson, — l.B.K Jón Kr. Gislason, — l.B.K. Viðar Vignisson, — l.B.K. Hrannar Hólm, — l.B.K. Valur Ingimundarson, — U.M.F.N. Isak Tómasson, — U.M.F.N. Albert Eðvaldsson, — U.M.F.N. Hjörtur Oddsson, — I.R. Benedikt Ingþórsson, — I.K. Ragnar Torfason, — I.R. Sigurður Þórisson, — l.R. Leifur Gústafsson, — Val Björn Zoega, — Val Tómas Holton, — Val Pálmar Sigurðsson, — Haukum Hálfdán Markússon, — Haukum Eyþór Arnason, — Haukum Kristinn Kristinsson, — Haukum Kári Eiriksson, — Haukum Willum Þórsson, — K.R. Þorsteinn Gunnarsson, — K.R. Páll Kolbeinsson, — K.R. Birgir Mikaelsson, — K.R. Matthias Einarsson, — K.R. Viðar Þorkelsson, — Fram Steinn Guðjónsson, — Fram Hinn kunni körfuknattleiks- kappi úr KR, Jón Sigurðsson, var nýlega ráðinn aðstoðarþjálfari Einars Bollasonar hjá unglinga- liðinu. Næsta vetur munu strákarnir fara i keppnisferð til Evrópu eða Bretlandseyja (lið 20 ára og yngri) og liklegt er að Irar eða Skotar komi með unglingalið sitt hingað til lands eftir áramótin. — IngH min. Hann brunaði i gegnum Valsvörnina ogskoraði af öryggi. Annars leystist leikurinn hálf- partinn upp siðustu 30 minút- urnar. Bæði liðin virtust sætta sig við orðinn hlut. Vörnin var sterkari hluti Valsliðsins að þessu sinni. Þá voru framherjarnir mark- heppnir. Hinn stutti, en góði kafli i byrjun seinni hálfsleiks, dugði Valsmönnum til góðs sigurs. Þetta var ekki dagur Vik- inganna, þeir léku allir talsvert undir getu. — IngH. Staðan i I deildinni er nú þannig: Valur . . . 13 7 3 3 27: 13 17 Vikingur . .. 13 7 3 3 17: 10 17 Breiðablik ... . .. 13 4 8 1 18: 13 16 Fram ...13 5 6 2 18: 15 16 ÍA ...13 5 5 3 15: 10 15 KA ... 13 5 4 4 15: 13 14 ÍBV . .. 13 5 3 5 21: ; 17 13 Þór ... 13 1 6 6 11: :26 8 KR ... 13 1 5 7 14: 24 7 Fll ... 13 2 3 8 16: :27 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.