Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. jlili 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 ÞEIR FJÖLMÖRGU ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTIR SEM VANIR ERU AÐ DREKKA EGILS ÖL OG GOSDRYKKIOG VILJA GERA ÞAÐ Á ÞJÓÐHÁTÍÐINNIMUNU EKKIEIGA ÞESS KOST AÐ KAUPA EGILS VÖRURINNI í DAL VEGNA ALL SÉRSTÆÐRA VIÐSKIPTAHÁTTA SEM NÚ FÆRAST í VÖXT. ÞESS VEGNA ER ÖLLUM ÞEIM SEM VILJA ÁKVEÐA SJÁLFIR HVAÐA TEGUND ÖLS OG GOSDRYKKJA ÞEIR DREKKA HÉR MEÐ BENT Á AÐ KIPPA MEÐ SÉR DRYKKJARFÖNGUM NEDAN ÚR BÆ ÁÐUR EN HALDIÐ ER í HERJÓLFSDAL. GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ. HE ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. • • • Sunnudagurinn 2. ágúst. Þórskabarett og Galdrakarlar sjá um barnaskemmtun síð- , degis og skemmtun um kvöldið. Dansað á palli við undirleik Galdrakarla og plötu- tekið DEVO verður í tjaldi. Sætaferðir eru frá Umferðamiðstöðinni. • • • Hræðsla við ,,smitun” frá Póllandi: Réttarhöld í Tékkó? Tékknesk yfirvöld hafa siöan i vor staðið i ströngu við undirokun andófshópa i landinu. í maimánuði náði ofsóknarbylgjan há- marki með handtöku um 30 þekktra andófsmanna og kæru á hendur fjölda annarra. Þarámeðal var Jiri Hajek, fyrrv. utan- rikisráðherra Dubcek- stjórnarinnar á Pragvorinu 1968. Þessir atburðir kom- ust mjög i hámæli þá vegna samhliða hand- töku tveggja Frakka, sem siðar var sleppt vegna þrýs ti ngs franskra stjórnvalda. Vestur-þýska stjórnin annars- vegar og Willy Brandt, höf- uðsmaður alþjóðasambands krata hinsvegar, létu i vikunni i ljós áhyggjur sinar við tékka- stjórn vegna nýrrar handtöku- bylgju. Búist er við einhverskon- ar réttarhöldumyfirhinum kærðu og handteknu seinna i sumar, jafnvel i ágúst, sem er helsti sumarleyfismánuður i ýmsum Vestur-Evrópurikjum, ogtalið að sa timi verði valinn til að at- burðirnir veki sem allra minnsta athygli utan landamæranna. Samtökin Amnesty Inter- national sendu nýverið frá sér skýrslu um ásigkomulag mannréttinda i Tékkóslóvakiu, þarsem aðfarir tékkneskra yfir- valda að ýmisskonar andófs- mönnum eru harölega gagn- rýndar og rakin einstök iUalykt- andi dæmi um handtökur, yfir- heyrslur, vinnumissi, likamsárásir og jafnvel morð- tilraunir. Hin viðurkenndu alþjóðlegu samtök telja athæfi stjórnar og lögreglu brot á Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna og Helsinkisáttmálan- um. Tékknesk stjórnvöld svara þvi að þeir sem fyrir vestan eru kallaðir andófsmain séu glæpa- menn að tékkneskum lögum. Samkvæmt nýlegri reglugerð við hegningarlög er nú dæmt i eins til fimm ára fangelsi fyrir „neðanjarðarstarf gegn sósialismanum og hinu sósialíska riki, landsvæði þess og varnar- kerfi, sjálfstæði þess og alþjóðlegum hagsmunum ”, og er túlkun yfirvalda á þessu ákvæði ákaflega víð. Handtöku- og ofsóknarbylgjan i vor og sumar er sú umfangs- mesta i áratug, og beinist aðal- lega að fólki tengdu mannréttindaskránni Carta.o 77 og fanganefndinni VONS, en at- hygli hefur vakið, að i þetta sinn er ráðist fyrst og fremst að fólki sem grunaö er um innflutning bóka eða annarra upplýsinga erlendis frá. Sú staðreynd kemur heim við þær skýringar tékkneskra andófsmanna og erlendra athug- enda, að höfuðtilgangur þessarar ofsóknarbylgju sé að koma i veg fyrir „smitun af pólsku sýkinni”, hindra upplýsingastreymi að vestan um þróunina i Póllandi. Landamærum Tékkóslóvakíu og Póllands er nú jafnharðlæst og vesturlandamærunum, en ásamt austurþýskum haf a tékknesk blöð verið æstust austurpressunnar, gegn umbreytingaraðiljum i Póllandi. Það þykir enn styðja þessa skýringu, að undanfarið hefur verið mjög hljótt um tékkneska andófsmenn, og starf þeirra virst vera ílægð. Þeim hefur ekki tek- ist að ná hljómgrunni utan tiltölu- lega þröngs hóps menntamanna, og þvier yfirvöldum létt verk að halda þeim niðri. Þessar aðgerðir hljóta þvi að byggjast á öðrum rökum en inn- lendum. Annar handleggur er svo að Tékkóslóvakía býr nú við kreppu- kost i efnahagslifi sinu. Það er langt frá þvi að framleiðslu- áætlun siðustu fimmáraáætlunar sé uppfyllt, og i nýrri fimmára- áætlun, samþykktri á 16. flokksþinginu i vetur, er gert ráð • fyrir min:nkandi hagvexti og Föstudagskvöldið 31. júlí. Plötutekið DEVO. mjög dregið úr áætlunum um einkaneyslu, sem hingað til hefur verið helstur biti austantjaldsfor- kólfa uppi' vansæla alþýðu. Bágborið ástand heimafyrir gæti þviinnan skamms skapað þá púðurtunnu, að pólskur neisti kæmi sér vægast sagt illa fyrir flokksbroddana sem við tóku undir sovéskri hervernd eftir vorið i Prag 1968. (Inf.,SD, Guardian) BINDINDIS- MÓTIÐ í GALTALÆK um verslunarmanna- helgina Laugardaginn 1. ágúst. Galdrakarlar leika fyrir dansi á palli og plötutekið DEVO' verður í tjaldi. Itusak landsfaðir hylltur á 16. flokksþinginu. Allt i volli i efnahagsmálum.... bending tíl þeirr gils öl og gosdry a þjöðhá kkí f ram itíðargesta sem t yfir aðrar tegun mgm *1 mBBI a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.