Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 10
10 StÐÁ — ÞJÓDVILJINN Föstuíáagur 31. júli 1981 A Heimilishjálp Okkur vantar strax fólk til aðstoðar á heimilum, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á félagsmálastofnun Kópa- vogs, Digranesvegi 12, simi 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs Hjúkrunarfræðmgar Sjúkrahúsið i Húsavik óskar að ráða, hjúkrunardeildarstjóra og hjúkrunar- fræðinga, i fastar stöður nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, i sima 96 - 41333 heimasimi 96 - 41774. Sjúkrahúsið i Húsavik s.f. AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98 gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1981 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki 2. tl. þeirrar greinar, og á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1981 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að sóknargjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum hefur verið til- kynnt um með álagningarseðli 1981 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðs- manni hans innan 30 daga frá og með dag- setningu þessarar auglýsingar. 31. júli 1981 Skattstjórinni i Reykjavik, Gestur Steinþórsson. Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiriksson. Skattstjórinn i Vestfjarðaumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi eystra, Hallur Sigurbjörnsson. Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn i Vestmannaeyjum, IngiT. Björnsson. Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi, Sveinn Þórðarson. BORGARNESHREPPUR Auglýsing um íbúðir í verkamannabústöðum í Borgarnesi Til sölu eru tvær ibúðir i verkamanna- bústöðum við Kveldúlfsgötu 18 i Borgar- nesi. Umsóknir um ibúðimar þurfa að berast skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 15. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu hreppsins. Borgarnesi 28. júli 1981 Stjórn verkamannabústaða i Borgarnesi. Minning Gfsli skipstjóri Guðmundsson Súgandafírði Fæddur 14. janúar 1901 - dáinn 22. júli 1981 Gisli skipstjóri Guðmundsson, hefur lokið lifi og störfum, áttræður að aldri. Hann var Breiðfirðingur að ættog uppruna, fæddur 14. janúar 1901 að Vatna- búðum i Grundarfirði, sonur hjónanna Sesselju Sigurrósar Gisladóttur og Guðmundar Aþanfussonar. Hann byrjaöi ungur sjómennsku við Breiða- fjörð, en fluttist rúmlega tvitugur að aldri til Suðureyrar i Súganda- firði, sem þá var vaxandi veiði- stöð með tuttugu vélbátum fyrir landi. Gi'sli Ilentist á Suðureyri og dvaldist þar til æviloka, nær sextiu ár. Ævi hans var viðburða- rik og stórbrotin. Hann stundaöi sjóinn þar vestra i rúmlega þrjá- tiu ár, fyrst sem háseti, en siðan skipstjórnarmaöur. A yngri árum sinum syðra lenti Gislifimm sinnum i sjávarháska eða féll i sjóinn, og bjargaðist stundum naumlega. Á Suðureyri tók hann fljótlega formennsku á vélbátum .Og árið 1930 tók hann á Isafirði 60tonna skipstjómarpróf. Hann var i' fyrstu tólf árin á út- vegi Friðberts Guðmundssonar skipstjóra og stýröi Gamminum 12 lesta bát i þrjú ár, siðan Freyju, um 30 lesta skipi i niu ár. Eftir að Gisli sleppti Freyju, var hann skipstjóri á Geir, 58 tonna skipi frá Siglufirði, bæði á vetrar- vertið og sild, siðan á Erni og Fram frá Háfnarfirði. Seinast var hann skipstjóri á Súgfirðingi, 40 tonna skipi, sem gert var út frá Suöureyri. Gísli reyndist góður og farsæll sjómaöur. Hann var sjó- sóknarmaður mikill og aflasæll og vareinkar viss og ábyggilegur stjórnandi. Hinn 12. janúar 1955, er Súgfirð- ingur var að veiðum út af Vest- fjörðum, sigldi enskur togari á fullri ferð á hann. Veður var ekki slæmt, en hörkufrost. Súgfirð- ingur sökk á svipstundu og skipsverjarnirfimm fóru i sjóinn. Drukknuðu tveir þeirra, en þremur var bjargað. Gisli slasað- ist við þetta áfall, fór úr axlarlið og brákaðist, og þurfti skömmu siðar að fara til Reykjavikur til lækninga. Hann varð aldreisami maður eftir þetta slys og fór ekki aftur á sjó. Þetta gerðist tveimur dögum fyrirfimmtiu og fimm ára afmælisdag Gfsla. Eftir þetta vann Gisli i landi, einkum við smíðar, svo sem aö viðgerðum húsa. — Með fótinn annan fór ég á burt, fáirmunu eftir leika, er sagt I orðastað hellismannsins, sem fór á handahlaupum undan byggðamönnum og komst á jökulinn. Gisli gekk ekki heill til skógar eftir slysið, en fáir munu eftir leika þau störf, sem hann innti af hendi eftir þetta. Hann gerðist vigtarmaður alls afla, sem kom til verkunar á land á Suðureyri. Þetta var mikið starf i hinni kunnu veiðistöð, þar sem fjöldi báta var fyrir landi. Hann hafði yfirlit með öllum aflabrögð- um I veiðistöðinni, skrifaði fisk- t'ígundir og aflamagn hvers skips. Siðan reiknaði hann út verðmæti þess, sem hver bátur bar að landi. Og enn var það að hann reiknaði út hlutskipverja og var þá á undan útgerðinni. Var hann svo nákvæmur i þessu hlut- verki að engu munaði við skipti útgerðar eða þá mjög litlu. Eftirað hann fékk talstöð, hafði hann lifandi samband við skip á hafi úti.Gat hann tíðum látið fólk i landi fá fregnir af skipum i sjó- ferðum. Þetta var mikilsvert, þegar sjóveður voru vond og tvi- sýnt þótti um skip. Fregnir af þessu starfi Gísla bárust viða og fólk i nálægum plássum leitaði tiðum til hans og bað hann að grennslast eftir bátum á hafi úti. Vinnudagur Gisla við þessi störfvar langur, en hann hugsaði hvorki um nótt né dag i þessu sambandi. Þettu var að mestu áhugastarf, sem hélt honum árvökum og glöðum. Jafnframt þessum störfum varð hann þjóökunnur, eftir að hann gerðist fréttamaður Þjóð- viljans. Hann skrifaði á annan áratug fregnir úr héraðinu og ná- grenni og var svo greinargóður, að margir aðrir viöa um land vildu gera slikthið sama. Það var fljött auðfundið að þetta gerði enginn meðalmaður i hugsun og starfi. Hinn 20. nóvember 1927 kvænt- ist GIsli Þorbjörgu, dóttur Elínar Þorbjamardóttur og Friðberts Guðmundssonar útgerðarmanns. Þorbjörg er elst sex systkina. Hún er mikilhæf kona, stjómsöm og forsjál. Þau hjón eignuðust fimm börn: 1. Friðbert Eli, er varð skip- stjóri, kvæntur Lilju Eiriks- dóttur. Hanu er látinn. 2. Jóhannes húsgagnasmiður, kvæntur Guðrúnu Erlu Skúla- dóttur. 3. Gisli Páll, var sjómaður, ókvæntur. Hann dmkknaði. 4. Karl Helgi skipstjóri, kvæntur Erlu Kristjánsdóttur Hann er látinn. 5. Sesselja Sigurrós. Hún er gift Viggó Vilbogasyni rafeinda- fræðingi. Það er ánægjulegt að geta kvatt þennan merka samtiðarmann meö þakklátum huga fyrir störf hans i hvivetna. Gunnar M.Magnúss. Þjóðviljamenn minnast dug- mikils og skemmtilegs fréttarit- ara með þakklæti og senda að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Ritstj. Leikárí L.R. lokið Aldrei fleiri sýn- ingar á einu ári Ofvitinn og Rommí áfram 3. leikárið í haust Leikári Leikfélags Reykja- víkur lauk I júnflok, en sumar- Ieikferö meö leikritiö ROMMt lykur um næstu mánaöamót. Sýningar á vegum félagsins uröu alls 315 á leikárinu og hafa aldrei oröiö fleiri á einu leikári. Áhorfendafjöldinn var einnig meiri en áöur, en alls sáu 71,100 manns sýningar L.R. I Iönó, Austurbæjarbiói, skólum og á leikferö um landiö. 211 sýning- anna voru I Iönó, en 40% áhorfenda sóttu sýningar félagsins annarsstaöar. Atta leikrit voru sýnd á leik- árinu, þar af tvö frá fyrra leik- ari, Ofvitinn eftir Þórberg Þórö- arson og Kjartan Ragnarsson og Rommi eftir D.L. Coburn. Bæöi þessi leikrit voru sýnd i Iðnó I allan vetur og fram á sumar, og Rommi einnig á leik- ferð um Norðurland. Þau veröa bæöi sýnd áfram I Iönó næsta haust. Barnaleikrit var sýnt I fýrsta skipti i nokkur ár, Hlynur og svanurinn á Heljarfljóti eftir Christina Andersson. Leikritið var sýnt 45 sinnum i grunnskól- um á höfuðborgarsvæðinu fyrir rúmlega sjö þúsund áhorfendur. Þá kynnti leikfélagið tvo er- lenda nútimahöfunda þýska leikritaskáldið Franz Xaver Kroetz með verkinu Að sjá til þin, maður! og bandariska leik- ritahöfundinn Sam Shepard með leikritinu Barn i garðinum, sem verður sýnt áfram i haust. Jólasýning leikhússins var Ötemjan eftir William Shakespeare I nýrri þýöingu Helga Hálfdanarsonar, en sú sýning var frumflutningur verksins á islensku leiksviði. Tvö ný islensk verk voru frum- flutt á leikárinu, söngleikurinn Grettir eftir Egil ólafsson, Olaf Hauk Simonarson og Þórarinn Eldjárn og revian Skornir skammtar eftir Jón Hjartarson og Þórarinn Eldjárn. Söngleik- urinn var sýndur I útibúi Leik- félagsins i Austurbæjarbiói, og var viðamesta sýning, sem félagið hefur ráöist i um árabil, sýningar urðu 28 og áhorfendur 14,500. Revian var sýnd 30 sinn- um I vor fyrir fullu húsi, og komust færri að en vildu. Verð- ur hún þvi flutt inn i Austurbæj- arbió I haust, aukin og endur- bætt. I lok leikársins voru tvær for- sýningar á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson, sem nefnist Jói. Höfundurinn er leik- stjóri, Steinþór Sigurðsson gerir leikmyndina, og með stærstu hlutverk fara þau Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Karlsson og Jóhann Sigurðsson. Jói verð- ur fyrsta verkefni Leikfélagsins á næsta leikári, sem verður 85. starfsár félagsins. Nýir leikhússtjórar tóku til starfa hjá félaginu, þeir Stefán Baldursson og Þorsteinn Framhald á blaðsiöu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.