Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.07.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. júli 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vi«alið ,,Skrúfaðu upp rúðurnar svo að lyktin haldist inni”. Þaö er eins og ég hefi alltaf sagt: dagblaöalestur vikkar sjóndeildarhringinn. Rætt við Jóhannes Gunnarsson mjólkurfræðing TUlögumar mjög I tO bóta Neytendasamtökin beittu sér af alefli fyrir aðgeröum i mjólkurmálinu svokallaða, sem undanfarnar vikur hefur fyllt siður dagblaðanna. Eins og menn muna bar mikið á skemmdri mjólk á timabili, sem rakin var til bilana, mannlegra mistaka og þess að of gamalli mjóik hefði verið blandað við nýja. t kjöifar mikilla kvartana og krafa, m.a. frá Neytenda- samtökunum var skipuð nefnd til að kanna máliö og hefur þegar verið sagt frá niðurstöð- um hennar hér i blaðinu. Jóhannes Gunnarsson mjólkurfræðingur og stjórnar- maður í Neytendasamtökunum var tekinn tali til að kanna álit hans á niöurstööum nefndar- innar og hvað þær hefðu að segja fyrir okkur saklausa neyt- endur. Jóhannes sagði aö i skýrslu • nefndarinnar væri tekið undir sjónarmið og gagnrýni Neyt- endasamtakanna. Á sinum tima sendu samtökin frá sér bréf þar sem úrbóta var krafist. Meginatriðið sem kvartað var yfir var það að mjólkin sem kæmi á markaö væri ekki nógu góð, hún væri sótt of sjaldan og neyslumjólkin væri stimpluð of langt fram I timann. „Nefndin staöfestir þetta allt I skýrslunni og tekur undir, og fellst i reynd á þær kröfur sem Neytendasamtökin gerðu. Með þaö erum við auðvitað mjög ánægð”, sagði Jóhannes. — Hvað um þær úrbætur sem nefndin bendir á? Þær eru að mestu I samræmi við það sem við fórum fram á. Það er lagt til að undanþágur um dagstimplun verði afnumdar og reyndar hefur það þegar verið ákveðiö. Þá er það atriði að ekki megi blanda saman gamalli og nýrri mjólk sem er mjög veigamikið. Það er gengið út frá þvi að mjólkin megi ekki vera meira en tveggja sólarhringa gömul þegar hún fer I vinnslu. Ég tel að heilbrigöisyfirvöld og ráð- herra hafi tekiö fullt tillit til sjónarmiða neytenda og þvi fögnum viö. Ég er viss um að tillögurnar verða mjög til bóta verði þær framkvæmdar. — Er eitthvaö i skýrslunni sem kom þér á óvart? Nei ekki get ég sagt það. Ég vann við mjólkuriðnað i átta ár og þekki þessa framleiðslu mjög vel. Hins vegar kemur ýmislegt fram i skýrslunni sem ekki hefur heyrst opinberlega, vegna þess að það hefur bara verið hvislað um það. Það sem er auðvitað alvarlegast er það að 3/4 af þeirri mjólk sem fram- leidd er á svæði Mjólkursamsöl- unnar stenst ekki þær gæða- kröfursem gerðar eru i Noregi. Það er alvarlegt mál. En nú verður tekið af skarið, vonum við, og það skiptir ekki sist máli að auka rannsóknir, eins og bent er á i skýrslu nefndarinnar. Við i Neytendasamtökunum mun- um fylgjast grannt með þvi að tillögum nefndarinnar verði fylgt eftir af heilbrigöisyfirvöld- um. —ká Blóðhefnd? Lýðræðið i Alþýöuflokknum er oröið svo háþróað aö það verður . að loka Alþýðublaðinu dag eftir dag. Banamanns föðursins hefnt! (Timinn 30/7). Ekki bara fyrstir með Evrópu- kommúnismann! ,,....Þvi verður hins vegar ekki neitað, að mikið verk er aö vinna fyrir nýjan biskup — sem tekur viö stjórn kirkjunnar á þúsund alda afmæli kristniboðs I landinu”. (Tima- og söguskyn Svarthöfða, Visi i fyrrad.) — Nú þegar viö höfum talað um, (syndina og hina eilifu glötun, komum viö að alvarlegri hlut- um, eða söfnun Hjálparstofn- unarinnar. (Fréttabréf biskupsstofu) Hver rær knálegast í þvottabala? Þórbergur kvartaði einu sinni yfir þvi, að aldrei gætu menn keppt I einhverjum nytsömum iþróttum eins og til dæmis þeirri að hoppa á öðrum fæti, sem væri gott að kunna ef menn fót- brotnuðu á viöavangi. Nema hvaö: ekki vitum við hvort kvörtun meistarans hefur borist til Japan — vist er aö þar hefur verið efnt til kappróðurs á þvottabölum á Matsúkavafljóti — eins og myndin sýnir. Má vera að þvottabalar séu ,,eöli- legri” farkostir en örmjóir sér- hannaðir róðrabátar, sem aldrei mundu notaðir til að bjarga manni úr háska? n < Q O PL, E ' j Li í*3o\ <0 , Min? Hún er sameign min °g þessarar ómyndugu persónu!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.