Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1981, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 5. ágústl981. —169. tbl. 46 árg. Ófremdarástandið aðeins tnnabundið Verkalýðshreyfingin getur ráðið úrslitumhúsnæðismála „Við erum nálægt þvi að leysa aðalvandann i húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Það ófremdar- ás't’and scm nú rikir er aðeins timabundið”, segir ólafur Jónsson, formaður Húsnæðismálastjórnar, i viðtali viðblaðið. ,,En sveitarfélögin verða að sýna meiri lit, og ekki siður verkalýðshreyfingin, sem nú eins og áður er úrslitaaðilinn i þessum málum.” Viðtal viö Ólaf Jónsson stjórnarformann Húsnæöisstofnunar ríkisins Sjá opnu Álviðræðurnar hefjast í dag tslenska viðræðunefndin frá v. Þóroddur Th. Sigurðsson (frá Sjáifstæðismönnum i rikisstjórn), Haildór V. Sigurðsson, rikisendurskoðandi, Guðmundur G. Þórarinsson, (frá Framsóknarflokki), Pétur G. Thorsteinsson ritari ncfndarinnar, Vilhjálmur Lúðviksson formaður, Páll Flygenring ráðuneytisstjóri, Ingi K. Helgason (frá Alþýðubandalagi), Hjörtur Torfason (frá Sjáifstæðisflokki), og Sigþór Jóhanncs- son (frá Alþýðuflokki). A myndina vantar Stefán Svavarsson löggiltan endurskoðanda og Ragnar Aðal- stcinsson lögmann. V iðræðunefndin hittist í gær Weibel og Wolfsberger koma frá Sviss i dag klukkan tiu árdegis hefj- ast i Ráðherrabústabnum við Tjarnargötu viðræður milli full- trúa Alusuisse og islenskra stjórnvalda um súrálsmálið og skoðanaágreining aðila. Gert er ráð fyrir að f jallað verði um þessi atriði og um næstu skref i fram- vindu málsins. Ibnaðarráðherra opnar viðræðurnar i dag en Páll Flygenring ráðuneytisstjóri situr fundinn að öðru leyti fyrir hans hönd. Viðræðurnar fara fram á vegum iðnaðarráðuneytisins og er Vilhjálmur Lúðviksson for- maður islensku viðræðunefndar- innar. 1 islensku viðræðunefndinni eru þrir skipaðir af aðilum rikis- stjórnarinnar, tveir af hálfu stjórnarandstöbunnar og fjórir tilnefndir af iðnaðarráðherra. Is- lenska viðræðunefndin kom saman til undirbúningsfundar i gær i bankarábsherbergi Alþýðu- bankans. 1 viðræðunefnd Alusuisse eru tveir sem koma frá aðalstöðvum auðhringsins i Sviss, Edwin Weibel, einn af aðalforstjórum Alusuisse og Wolfsberger, fjár- málastjóri áldeildar Alusuisse. Með þeim við samningaborðið sitja fjórir fulltrúar Alusuisse hér á Islandi, þeir Kagnar Halldórs- son forstjóri Isal, Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður, Dr. Franke tæknilegur framkvæmda- stjóri ISAL og Bjarnar Ingimars- son. —ekh Norski iðnaðarráðherrann Finn Kristensen og Hjörleifur Guttorms- íon iðnaðarráðherra á blaðamannafundinum i gær. (ljósmynd Ari) Heimsókn iðnaðarráðherra Noregs Norsk-íslensk sam- yinna til umræðu Meðal annars fjallað um hráefnis- öflun, markað og úrvinnslu úr áli I tilefni af opinberri heimsókn Finn Kristensen iðnaðar- rábherra Noregs hingað til landsvar bobað til blaðamanna- fundar i gær. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra og norski kollegi hans haía átt fundi saman til ab ræða sam- vinnu landanna i orku- og iðnaðarmálum. Auk ráðherranna hafa tekið þátt i viðræðunum embættis- menn úr ráðuneytum beggja landanna. Heimsókn Finn Kristensen er i boði Hjörleifs Guttormssonar en hann var i opinberri heimsókn i Noregi i janúar sl. Ráðherrarnir voru sammála um að efla og halda áfram samvinnu á sviði iðnaðar og orkumála. Hala þeir þá i huga orkufrekan iðnað: hráefni til iðnaðar, markaðsmál, gagn- Framhald á blaðsiðu 14. Norðurlanda- mótínu lokið Skákþingi Norðurlanda lauk nú um helgina. Sigurvegari i úr- valsflokki varð Norðmaðurinn Knut Helmers sem hlaut 7 1/2 vinning af 11. Sigurvegari i kvennaflokki varð Sigurlaug Friðþjófsdóttir Sjá síðu 12 senj fékk 5 1/2 vinning af 6 mögulegum. Unglingameistari Norður- landa varð Jóhannes Gisli Jóns- son cn hann varð efstur ung- linga innan 20 ára i meistara- flokki. Arnór Björnsson, sem er að- eins >1 ára, vann það fáheyrða afrek að sigra alla andstæðinga sina niu aðtölu i opna.flokknum. Hart í bak á ný? Alþýðublaðið ekki út í dag Alþýðublaðið kemur ekki út i dag, og var óvitað um ástæður þegar siðast fréttist. Eins og kunnugt er var útgáfa þess stöðvuð siðasta mibvikudag, en blaðið barst þó fregnþyrstum les- endum á laugardaginn og fylgdi þá með hið umdeilda miðviku- dagsblað. Haft var eftir Vilmundi Gylfa- syni ritstjóra blaðsins i tiu frétt- um útvarps i gær, að „þetta væri ekki hans mál, heldur mál flokks- forystunnar”. —m Opinberum starfsmanni neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.