Þjóðviljinn - 05.08.1981, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 5. ágúst 1981
UOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóófrelsis
(Jtgcfandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa : Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: SigrUn Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavík, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Viðrœður við Alusuisse
• Viðræður ísiensku ríkisstjórnarinnar og Alusuisse
um súrálsmálið og önnur ágreiningsefni aðilanna hef j-
ast í dag.
• Fyrir hönd íslands veitir iðnaðarráðuneytið þessum
viðræðum forystu. I þessu skyni hefur iðnaðarráðherra
skipað sérstaka viðræðunefnd. Formaður hennar er Vil-
hjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknar-
ráðs rikisins. Þá sitja í nefndinni sérfræðingar á vegum
iðnaðarráðuneytisins auk annarra sérfróðra aðila, sem
líta má á sem fulltrúa stjórnmálaflokkanna.
• Viðræðunefnd Alusuisseer undir forystu E. Weibels
eins af núverandi aðalforstjórum Alusuisse. Nokkra at-
hygli vekur, að í þessum viðræðum íslensku ríkis-
stjórnarinnar og Alusuisse, sem Isal á ekki aðild að, hef-
ur Alusuisse kosið að setja þrjá starfsmenn (sal, auk
stjórnarformannsins, í viðræðunef ndina fyrir sína hönd.
• Viðræðurnar í dag fjalla ekki um endurskoðun
samninga Islands og Alusuisse. Samkvæmt aðalsamn-
ingi þessara aðila getur Islands ekki krafist endurskoð-
unar þessara samninga fyrr en 1994. Eins og önnur f jöl-
þjóðleg fyrirtæki er Alusuisse aðili að fjölmörgum
samningum við ríkisstjórnir og ýmsa aðra aðila víðs-
vegar um heiminn. Alusuisse hefur augljósa hagsmuni
af því að viðurkenna ekki opinberlega, að það fáist til að
taka slíka samninga til endurskoðunar fyrr en þeir eru
útrunnir.
• Á hinn bóginn eru forráðamenn Alusuisse nægilega
raunsæir til að fallast óformlega á slíka endurskoðun,
þegar það þjónar hagsmunum fyrirtækisins. Slíkar
aðstæður voru fyrir hendi, þegar samningarnir um ál-
verið í Straumsvík voru endurskoðaðir árið 1975. Þá
féllust forráðamenn Alusuisse á hækkun raforkuverðs
til Isal gegn því að skattar fyrirtækisins yrðu lækkaðir
verulega.
• Það er því forsenda þess, að komandi viðræður við
Alusuisse verði árangursríkar, að forráðamenn fyrir-
tækisins sannfærist um það, að hagsmunir Alusuisse
felist í því að ganga til heiðarlegra samninga um þau
atriði, sem íslenska ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á.
• I þessu samhengi gegna rannsóknir iðnaðarráðu-
neytisins á súrálsviðskiptum (sal og Alusuisse og fleiri
atriðum lykilhlutverki. Þessar rannsóknir hafa nú þegar
leitt að því óyggjandi rök, að Alusuisse haf i ekki staðið
við samningsbundnar skuldbindingar sínar gagnvart
íslandi.
• Þessar niðurstöður eru þó næsta veigalitlar í tog-
streitunni við Alusuisse nema því aðeins að forráða-
mönnum Alusuisse sé það Ijóst, að íslenska þjóðin sé
reiðubúin til að verja rétt sinn í málinu til hins ítrasta.
• Því ber sérstaklega að fagna þeim einhug, sem
skapaðist í ríkisstjórninni í súrálsmálinu og þeim föstu
tökum, sem hún tók það mál þegar í upphafi. Með hinni
skeleggu ályktun sinni, þegar staðreyndir málsins lágu
fyrir, skipaði þingf lokkur Alþýðuflokksins sér eindregið
í sömu fylkingu.
• Afstaða þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem lýtur
forystu Geirs Hallgrímssonar, olli hins vegar verulegum
vonbrigðum. I ályktun þessa hóps um súrálsmálið var
mestu rúmi variðtil að gagnrýna málsmeðferð iðnaðar-
ráðuneytisins. Jafnframt var reynt að gera sem minnst
úr því undirstöðuatriði í samningsstöðu (slendinga, að
Alusuisse hefði ekki staðið við samningsbundnar skuld-
bindingar sínar. Næstu daga var Morgunblaðið síðan
helgað því meginhlutverki að halda uppi málsvörn fyrir
Alusuisse á fslandi.
• Sem betur fer hefur atburðarásin orðið til þess, að
Geir Hallgrímsson og hans lið hef ur nú endurskoðað af-
stöðusína. Þessi hluti Sjálfstæðisf lokksins hefurnúfall-
istáað vera iðnaðarráðherra og hinum stjórnmálaf lokk-
unum samferða í viðræðum við Alusuisse án þess að
setja nokkur skilyrði. Þessum sinnaskiptum ber að
fagna.
• Það er verkef ni hinnar íslensku samninganef ndar á
fundinum í dag að reyna að sannfæra Alusuisse um það,
að hagsmunir fyrirtækisins felist i því að ganga til
samninga við íslensku ríkisstjórnina um meginatriði í
samstarfi þessara aðila. Þetta verk verður vafalaust
erfitt og seinunnið. Standi þjóðin hinsvegar einhuga að
þeim sanningslegu markmiðum, sem ríkisstjórnin hef ur
markað, þarf enginn að efast um það, að þau markmið
munu nást.
EKH
Vilmundur Gylfason. Vilmundur sem skóp fylgi krata áriö 1978 get-
ur sagt um Alþýöuflokkinn eins og hetja I frægri skáldsögu sagöi
þegar hún leit fránum augum á son sinn I miöjum andskotaflokki:
Þighef éggetið—-þigskal égdrepa.
Hlrippt
| Þeir fáu sem lesið hafa Al-
þýðublaðið fram að lokun i sið-
ustu viku, hafa ekki komist hjá
þvi að veita athygli maóiskum
áhrifum i pólitik blaðsins.
Maóistarhafa veriö i lausu lofti
siöan á hinstu dögum fjórmenn-
ingaklikunnar i Peking, en hér á
landi virðast þeir hafa fundið
fótfestu á ný i borgaralegum
fjölmiðli.
Vinstri sósialdemokratar um
hinn vestræna heim hafa nú
undanfarið verið að reyna að
þrýsta á flokksforystur landa
sinna um andóf gegn vigbúnaði
Nató eins og kunnugt er. Hér á
Islandi hefur allt farið eftir
gamalli kommagrýlu hægri
krata, og flokkurinn markað sér
bás með afturhaldinu i kjarn-
orkuvigbúnaði. Það á vonandi
eftir að breytast, þegar flokks-
félagar fara að skipta sér af
pólitik á ný. Hér á eftir veröur
reynt að skilgreina sameigin-
lega pólitik hægri krata og maó-
ista i afstöðinni til sovélrikj-
anna.
En áður en lagt er i hann er
rétt að geta þess aö i afstööunni
til verkalýðshreyfingarinnar
virðast linur krata og maóista
skarast einnig. í laugardags-
leiðaranum 25. júli sl. er vitnað
þannig i Ara Trausta Guð-
mundsson leiðtoga maóista á Is-
landi að Alþýðublaðið gerir
skoðanir AraTrausta að sinum.
Nú vitum við ekki hvort maóist-
ar eru að taka Alþýðuflokkinn
yfir eða hvað er eiginlega að
gerast í þessu framboðsviga-
hreiðri krata. En að hætti
gamansamra sósialista langar
okkur til að skyggnast ögn undir
yfirborðið...
Rússinn er að koma
Maóistar hafa komið sér inn á
gafl hjá krötum. Það er i sjálfu
sér býsna skondin uppákoma en
við hverju getum við ekki búist
úr þeim herbúðum. Söguleg og
pólitisk tilurð þessarar nýju
samfylkingar nokkurra krata
og örfárra maóista liggur hins
vegar á borðinu. Maóistar hafa
leynt og ljóst verið á þeirri
kinversk-amrisku hernaðarlinu,
að Nató væri þröskuldur gagn-
vart heimsyfirráðum Sovétrikj-
anna. Þvi ætti ekki að amast við
Natóog amrikönum — en einsog
kunnugt er telja þeir Sovétrikin
höfuðóvin verkalýðsins. Tii að
klekkja á erkióvininum heyri
þvi til góðri hernaðarlist sam-
kvæmt að mynda bandalag við
hvern sem er.
Hægri kratar í alþýðuflokkn-
um eru á sama meiði. Þeir telja
að ekki megi „raska valdajafn-
væginu”, ekki megi styöja ein-
hliöa yfirlýsingar um kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd og
þar fram eftir götum. Þarna eru
þvi skapaður pólitiskur grund-
völlur fyrir bandalag maóista
og hægri krata um sameigin-
lega heimsýn, úlfur, úlfur, rúss-
inn er að koma.
Hannaðir þingmenn
Alþýðuflokkurinn hefur meðal
annarra nýjunga i islenskri póli
tik komið sér upp „opnum próf-
kjörum”. Þau fara þannig fram
að fyrst er haft samband við
auglýsingastofu og hún beðin
um að hanna heppilegan fram-
bjóðanda. Það kom fram i við-
tali sem Ingólfur Margeirsson
hafði við forstjóra auglýsinga-
stofu hér i borginni fyrir nokkr-
um árum, að stofan hafði fengið
sem verkefni að búa út fram-
bjóðendur fyrir kosningar. For-
stjóri auglýsingastofunnar vildi
ekki nefna nöfn, enda þurfti ekki
frekar vitnanna við.
Eftir aö prófkjörsfarsi krat-
anna hófst hafa menn ekki tek-
ist á um annað en „vinsældir”
ogkosningar i þeim flokki. For-
ystukratarnir eiga i innbyrðis
striði hver við annan um sæti
lista i flestum kjördæmum. Þvi
vega þeir i góðsemi hver ann-
an. En um leið og hausarnir
fjúka — þá er höggvið skarð i
fylgið — en meir að segja það
gleymist þeim i íramboðsstrið-
inu. Kjartan vó Benedikt, Sig-
hvatur Karvel, Karvel Jón
Hannibalss. Einbjörn togar i
Tvibjörn, Tvibjörn i Þribjörn —
niður i pólitiska sandkallaleik-
inn og fylgishrun....
Og nú siðast hafa kratarnir
unnið það afrek að reka eina
manninn sem hefur náð að
höfða til kjörfylgis á undanförn-
um árum. Þvi auðvitað var út-
gáfubannið á Vilmundármál-
gagni ekki annaö en brott-
rekstur Vilmundar frá völdum
og áhrifum i flokknum. Von
menn spyrji hver sé næstur. Vil-
mundur sjálfur hefur ekki látið
sitt eftir liggja i þessum gráa
gamanleik flokksins. Og nú
stendur hanneinn uppi vinalaus
og áhrifalaus i flokknum, þvi
það hafa fleiri „svikið” en Héð-
inn um árið. Þá er að minnast á
hápunkt gamanleiksins þegar
öxin var látin vaöa i siðustu
viku.
Verkalýösmálin
Alþýðuflokkurinn hefur ekki
verið til á undanförnum árum,
nema sem framboðsflokkur.
Það er sama hversu mikils
maður væntir af sögunni og
sósialdemókratiskum uppruna
flokksins. Verkalýðsflokkur er
það ekki. Bæði er það að flokk-
urinn datt upp fyrir i verkalýðs-
sögunni þegar Alþýðubandalag-
ið varð til sem flokkur sósial-
ista, sóslaldemókrata og
kommúnista og svo hitt að Al-
þýðuflokkurinn valdi sér þá leið
til glötunar sem sist skyldi
verða, áratuga pólitiskt vændi
------------og
með borgarastéttinni með til-
heyrandi fjandskap við sósialisk
verkalýðsöfl i þessu þjóðfélagi. ■
Þeir uppskera eins og til hefur
verið sáð. Fyrir einhvern sögu-
legan misskilning hafa hinsveg-
ar nokkrir verkalýðssinnar orð- •
ið eftir á þessum hripleka bát I
vonleysisins. Aumingja Alþýðu-
blaðið hafði siðustu vikurnar ,
bölvað eins og naut i ílagi (i ■
bókstaflegri merkingu) út af
lýðræðinu i verkalýðshreyí-
ingunni. I sjálfu sér mesta t
þarfamál, að styrkja verkalýðs- ■
hreyfinguna og halda sér vak-
andi i verkalýðsmálum, að efla
lýðræðið i vérkalýðshreyfing- t
unni, að halda áfram að reyna .
virkja sem flesta i hreyfingunni.
Þetta hafa allir vitað og flestir
verkalýðsleiðtogar eru að fást t
við þetta verkefni. Alþýðublaðið
tók hins vegar á málinu eins og
hér væri um þátt i innanflokks-
farsa Alþýðuflokksins að ræða,
— og engu var likara en verka- .
lýðshreyfingin ætti að taka sér
„lýðræðið” i Alþýðuflokknum til
fyrirmyndar. Vilmundurkynntist J
þvi i verki i sl. viku og almenn- ,
ingur i landinu hefur fylgst með
þvi úr fjarlægð; hvernig væri ef
verkalýðshreyfingin tæki nú
sama háttinn upp að auglýs- ,
ingastofur hönnuðu verkalýðs-
leiðtoga, að prófkjörin yrðu að
veruleika i verkalýðshreyfing- J
unni, — þá yrði skammt að biða
innreiðar auðvaldíins i verka-
lýðshreyfinguna. Eða verka- I
lýöshreyfingin yrði svipuðum
örlögum að bráð og Alþýðu- ,
flokkurinn. Forði þvi allar góð-
ar rauðar vættir. Og fólkið i
verkalýðshreyfingunni. —óg J
skorrið