Þjóðviljinn - 01.09.1981, Síða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. september 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍð Samvinnustarfsmenn: Garðyrkjan og jarð- fræðin vinsælastar Bjarni Þórðarson. Ritstýrði öllum blöðum hreyfingarinnar. I sumar var þess minnst aö Hamragarðar, félagsheimili samvinnumanna i Reykjavik var 10 ára gamalt en fyrirferöa- mest i starfsemi heimilisins hafa veriö námskeiö af ýmsu tagi. A siöasta ári voru t.d. haldin 23 námskeiö af ýmsu tagi og þátttakendur voru 221 tals- ins. En hvaö skyldi þaö vera sem helst vekur áhuga sam- vinnustarfsmanna? Garöyrkja er i efsta sæti, þvi næst jarö- og steinafræði, slökun, náttúru- fræði og i fimmta sæti er snyrt- ing, slysahjálp og postulinsmál- un en á 10 ára afmæli Hamra- garöa var einmitt haldin sýning á 200 postulinsmunum sem mál- aðir hafa veriö á námskeiöun- um. Rætt við Bjarna Þórðarson í tilefni þrjátíu ára afmælis Austurlands Frá Uppreisn til Austur- lands Austurlaml málgagn Alþýðu- banda lagsi ns á Austurlandi varð þritugt i gær 31. ágúst. Af þvi tilefni höföum við samband við Bjarna Þórðarson, fyrrver- andi bæjarstjóra i Neskaupstað, og ritstjóra Austurlands lengst af. Gáfuð þið Austfiröingar út einhver málgögn áður en Utgáfa Austurlands hófst. — Við gáfum eiginlega mest út fjölrituð blöð. Kommúnista- flokkurinn byrjaði á þvi' 1932 að gefaútblað sem hét Uppreisn. Siðar gáfum við út blað sem Lýður hét. Og frá 1938 tii 1952 gáfum við út blað sem Arblik hét og kom út seiniístu árin mjög reglulega, i hverri viku. Svo gáfum við einnig út óreglu- lega blað, sem einnig hét Aust- urland. En það var ekki lengi. Hefur þú verið ritstjóri margra þessara blaða hreyfing- arinnar? — Ég mátti nú ekki vera ábyrgöarmaður Uppreisnar fyrir æsku sakir, en ég var rit- stjóri engu að siður. Ég held ég hafi verið ritstjóri alira hinna blaðanna nema Austurlands 1979 og 1980, en Ólöf Þorvalds- dóttir ritstýrði þá blaðinu. Hvernig hefur útgáfan gengið á Austurlandi? — Útgáfan hefur gengiö betur en flestra annarra blaða flokks- ins, þvi það hefur ekki verið betluð ein einasta króna öll þessi ár. Er „tónninn” i pólitikinni i Austurlandi jafn harður nú og var i upphafi? — Orðbragðið er miklu prúð- ara. Hvaða óskir áttu til handa af- mælisbarninu á þessum degi? — Að blaðið verði sem lang- h'fast og standi sig sem best i baráttunni. — óg Norsk farandsýning: Líf og kjörkvenna við sjávarsíðuna á millistríðsárunum Margir kallaðir Akureyringar eru strax farnir að velta þvi fyrir sér hver verði eftirmaður sr. Péturs Sigur- geirssonar, sóknarprests. Segir i Degi að eflaust renni margir prestar hýru auga til brauðsins sem talið er með þeim betri á landinu. Þeir sem blaðið nefnir eru Bolli L. Gústafsson i Lauf- ási, Pétur Þórarinsson, Hálsi, Hjálmar Jónsson, Sauðárkróki, Pálmi Matthiasson, Hvamms- tanga, Þórhallur Höskuldsson, Möðruvöllum,og Jón A. Bald- vinsson, Staðarfelli. Astin sigrar allt, — nema hjóna- bandiö!______ w—mam—mmmmmm i nýjasta tölublaði Sjómanna- blaðsins Vikings er frá þvi greint að Menningar- og fræðslusamband alþýðu i Nor- egi (Arbeidernes Opplysnings- forbund) hafi i tilefni af 50 ára afmæli sinu efnt til farandsýn- ingar um líf og kjör kvenna við sjávarsiðuna á árunum 1920— 1940. Hér er um athyglisveröa hugmynd að ræða sem ein- hverjir aðilar hér á landi gætu notfært sér. Sýningin nefnist „Kvinner langs kysten 1920—1940” og er henni komið fyrir um borð i skóiaskipinu Sörlandet sem á að flytja hana með ströndum Nor- egs nú i haust. 1 sambandi við sýninguna verður gefin út bók um sama efni. A millistriösár- unum, rétt eins og i dag, kom það i hlut sjómannskvenna að annast einar börn og bú meðan eiginmennirnir voru á ver- tiöum. Sjávarskaðar voru al- Spakmæli Lög deyja, en aldrei bækur. Richelieu Varastu mann einnar bókar. Isac D-Israeli gengir og máttu þessar konur horfa á eftir feðrum sinum, eiginmönnum og sonum i greipar hafsins, en verkefni sýningarinnar er einmitt að lýsa lifi þeirra og kjörum. Þá ætlar norska Menningar- og fræðslusambandið að setja á fót leshringi undir kjöroröinu „Grav sjöl” eöa Leitaöu sjálfur og miðar hann að þvi að safna sögulegu efni frá sjávarpláss- um. Einn hópanna mun fást við efnið: Aðstæöur kvenna fyrr og nú, — hvernig leysa má að- steðjandi vandamál. Til viöbótar sýningu, bók og starfshópum verður gefið út tónband með textum og lögum um sama efni. Einnig munu ýmsir listamenn halda sam- komur þar sem Sörlandet hefur viðkomu i sjávarbyggðum. Skólaskipið Sörlandet fer með sýninguna meö ströndum Noregs nú I haust. Hvað ertu að gera við simann? Ég er E1 Cordobés! E1 Cordobés?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.