Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 9
ÞriOjudagur 1. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Útitaflið komið 1 notkun útitaflið umtalaða var vigt með viðhöfn á laugardaginn að við- stöddu fjölmenni. Borgarstjórinn i Reykjavik, Egill Skúli Ingi- bergsson flutti ávarp, sem og formaður Taflfélags Reykja- vikur, Friðþjófur Max Karlsson. Að þvi búnu vigðu tveir skák- meistarar af yngri kynslóöinni, Tómas Björnsson og Þröstur Þór- hallsson taflið meö kappskák sem endaði með jafntefli. Að skák þeirra lokinni hófst hverfakeppni iskák og fóruleikar þannigaö lið Vesturbæjar og Kópavogs urðu jöfn,2 1/2 : 2 1/2, en Vesturbær vann á stigum. Seltjarnarnes vannMiöbæ,3 1/2:1 l/2,Breiðholt vannFossvog—Bústaöi41/2: 1/2, og Alftamýri-Hliöar vann Arbæ- Langholt 4:1. Keppnin er útsláttarkeppni og leiöa sigur- vegararnir saman hesta sina á laugardaginn kemur ef veðurguð- irnir verða skákmönnunum hliö- hollir. Friðþjófur Max Karlsson for- maður Taflfélagsins sagði i gær við blaðamenn Þjóðviljans að allt hefði farið mjög ánægjulega fram og væri greinilegt að Reykvik- ingar hefðu eignast nýtt Utivistar svæði i miðbænum sem byöiupp á fjölbreytta möguleika. Skákmenn væru auðvitað mjög ánægðir með að þetta svæði skuli tengjast skáklistinni á þennan hátt, en þeir litu alls ekki á svæðið sem sitt eigiö. Uppákomur og sýningar af margs konar tagi hafi þarna eignast skemmtilega aðstöðu. Fjölmenni fylgdist með vigsluskákinni. Múgur og margmenni við vígsluna '3?iösiur $údjallJSoa SJjölasyáljmeislan ÍRayíjjariijur 'Jomas £)jornssaa. ’lasfa/fmcis/arS Jj/ands Davið fjórir. Borgarstjórinn leikur fyrsta leikinn á útitaflinu. Ljósm Vfgsiuskákin aö hefjast. Einbeitingin leynir sér ekki i svip meistaranna Minning Einar B. Júlíusson F. 12.2.1927 — D. 22.8.1981 Það er samstillt og samhent liö sem starfar við Hrauneyjafoss- virkjun hjá Rafafl/Stálafl. Og eins og gjarnan verður á slikum vinnustaö, þar sem dvalið er saman i viku úthöldum, þá tengj- ast menn nánari vináttuböndum en almennt gerist milli vinnufé - laga.Einn Ur þessum samstillta hópi hefur nú fallið frá. Okkur fé- lögum hans voru færðar þær sorgarfréttir nú i lok siðustu fri- helgi, að hann Eibi, eins og við kölluöum hann dags daglega, hefði látist af slysförum. Einar haföi ætlað aö nota frihelgi sfna, nú sem oft áður, og heimsækja dóttur sina vestur i Dali. Þangað komsthann þó aldrei, billinn hans fór út af meö fyrrgreindum af- leiðingum. Sætið hans i rUtunni var lika auttá mánudagskvöldið, þegar viö vinnufélagarnir fórum aftur til starfa og við finnum það svo glöggt, að það er stórt skarð i félagahópnum. Flestir okkar kynntust Eiba fyrst þegar hann kom til starfa hjá Rafafl/Stálafl i ársbyrjun 1980, þegar vinna hófst við upp- setningu og suðu á spiralnum i fyrstu aflvélina i Hrauneyjar- fossi. Þar startaði hann við erf- iðar aðstæður, i vandasamri suðuvinnu. Hann var i flokki með miklu yngri mönnum og við vit- um vel að hann var oft orðinn lú- inná kvöldin, þegar hann gekk frá verkfærum sinum niður i botni stöðvarhússins, eftir langan og strangan vinnudag. Oft vorum við jafnvelhræddirum aðhann gengi ofnærrisér iþessari erfiðu vinnu. En Eibi stóð sig eins og hetja og eftir aö vinnu lauk við fyrstu vél- ina fór hann yfir i aðra og siðan þá þriðju. Nú siöustu vikurnar hafði veriö nokkurt hlé á suöu- vinnunniog fór þá Eibitilstarfa á uppsetningu háspennu gastengi- virkis stöövarinnar, en sú vinna krefst mikillar natni og ná- kvæmni. í vinnuhópnum var Eibi fremstur i flokki. Eölislæg vand- virkni hans og aögæsla naut sin þar til fulls. En Eibi var ekki ein- ungis úrvals suðumaður og laginn vélamaður, hann var einnig haf- sjór af fróðleik um alltþaö sem aö starfi hans laut og reyndar hafði hann tækniþekkingu á miklu við- ara sviöi. Þannig var hann vel heima i' rafmagnsfræði, jafnvel svo að hann fylgdist með þvi nýj- asta sem þar var að gerast. Enda kom það oft fyrir, að liti maður inn i herbergið til hans á kvöldin þá var hann að rýna i blöö og bækur um slik efm. Þaö styttist núóðumi að fyrsta vélasamstæðan viö Hrauneyja- fossvirkjun verði gangsett. Hann Eibi getur þvi miður ekki verið með okkur félögum til að fagna á þeirri stundu. Hann sem hefði glaðst svo m jög að finna járnið og vélamar, sem hann hafði glimt við á annaö ár, stynja undan átökunum, þegar vatninu er hleypt á og allt fer I gang. Enginn okkar sem nú kveðjum Eiba átti von á þvi að leiöir skildu svo fljótt, sist af öllu eftirað hann haföi tekið þá ákvöröun fyrir stuttu að ganga sem félagi inn i framleiðslusamvinnufélagið okkar, en inntökubeiönin var ein- mitt borin upp og samþykkt á aðalfundi félagsins laugardaginn 22. ágústsl., eða hinn afdrifarika dag. Við vinnufélagar Einars við Hrauneyjafossvirkjun og allir félagarnir i samvinnufélaginu sendum honum hinstu kveðju og þökkum fyrir samverustundirnar um leið og við færum ættingjum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Farðu i friði. Vinnufélagar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.