Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, flytur eina af upphafs- ræðum ráðstefnunnar. Hún mælti fyrir munn margra þróunarþjóða: Áherslan á nýjar orkuleiðir er ekki afsökun fyrir að dreifa athyglinni frá vandanum um jafna skiptingu hefðbundinnar orku. Illuti islensku sendinefndarinnar. F. v. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Tómas Tómasson fastafull- trúi hjá SÞ, Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkumáiaráðherra. Auk þeirra sátu á ráðstefnunni af islands hálfu Guðmundur Pálmason forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar og Andrés Svan- björnsson frkv. stjóri Virkis h/f. Norðurlandamenn reyndu sam- ciginlega að miðla málum milli iðnrikja og þróunarþjóða á Nai- robi-ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um nýjarog endurnýjanleg- ar orkulindir sem lauk fyrir hálf- um mánuði tæpum. Þeir geta þvi verið sæmilega ánægðir með nið- urstöður ráðstefnunnar, þó að kröfum þróunarþjóða um sér- staka stofnun á vegum SÞ til að sinna þcssum efnum væri hrundift af fulltrúum iftnrlkja, er tryggt aft eitthvert framhald verður á störf- um ráðstefnunnar og sérstök. skrifstofa settá stofn undirbeinnii stjórn aðalframkvæmdastjóra SÞ, Kurt Waldheim. Starfsmönnum þessarar skrif- stofu er ætlað að kanna mögu- leika á samvinnu hinna ýmsu nú- starfandi SÞ-stofnana um þessi mál, en ágreiningsefni Nairobi- ráðstefnunnar hefur verið komið til sérstakrar nefndar sem á að koma tillögum til allsherjarþings SÞ árið 1982. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi iðnaðar- ráðherra um Nairobi-ráðstefnuna og þátttöku islendinga i henni. Þrátt fyrir að niðurstöður ráð- stefnunnar séu mjög i lausu lofti Niðurstöðurnar þunnur þrettándi, en N air obi-ráðstefnan var jákvætt skref auknum mæli stöðu Nýting jarðhita helsta skrautfjöður íslendinga hafa fréttaskýrendur og stjórn- málamenn talið það stórt skref framávið að ráðstefnan skyldi þó fara fram. Til þess varð þó vegna mikillar viðkvæmni um orkumál og endurnýjanlegar orkulindir, sem þýðir meðal ann- ars að ekkert var fjallað um kjarnorku, kol og oh'u. Á ráðstefnunni var fjallað um aðrar orkuleiðir, sumar gamal- kunnar islendingum, aðrar ný- stárlegri. Rætt var um leiðir til nýtingar sólarorku, um vindmyllur, orku úrhafi, en þar er um ýmsar leiðir að velja: bylgjuorku, orku frá sjávarföllum og orku vegna hita- mismunar i sjó. Vatnsorka var til umræðu, og kemur islendingum varla spánskt fyrir sjóir, orka Ur mó, og má geta þess, að nú er jarðkönnunardeild Orkustofnun- ar að kanna mómagn hér á landi með framtiðarnýtingu I huga. Enn aðrar leiðir má nefn, lifrænt gas, metanolvinnslu, orkuvinnslu úr tjörusandi og jafnvel orku úr alkóhóh. Að ógleymdum jarðhita. Hinar endurnýjanlegu orku- lindir sem rætt var um i Nairobi hafa allra áhuga á timum oliu- kreppu og auðlindaþurrðar. En að auki er framþróun þeirra sér- stakt áhugamál þriðjaheims- rikja. Þau ráða ekki við þær orku- leiðir sem krefjast kostnaðar- sams tæknibúnaðar og mikillar þekkingar, og neita þessutan i' si- Úr ræðu Hjörleifs Her fer á eftir sá kafli úr ræðu iðnaðarmáia- ráðherra stefnunni i lýtur að íslendinga á orkuráð- Nairobi sem orkubúskap og stjórnar- stefnu i orkumálum. Herra forseti. Sú aðlögun að breyttum aðstæðum i orkumálum sem nauösynleg er og sem þessari ráðstefnu er ætlað að létta undir, verðurað gerast með átaki innan hvers lands, svæðisbundnu sam- starfi og alþjóðasamvinnu. Þar skiptir upplýsing og ör miðlun á reynslu milli landa afar miklu máli. Leyfiðmér þviaðgreina frá örfáum atriðum, er varða mark- mið og þróun orkumála i heima- landi minu, Islandi. Sem eyja i Norður-Atlantshaíi fast upp við heimsskautsbaug hefur Island um margt sérstöðu i orkumálum. Ibúar eru tæplega fjórðungur úr miljón (230 þúsund) og byggð aðallega við ströndina og i dölum upp frá henni, landið annars með fjöllum og jöklum og yfir 100 virkum eldstöðvum. Gos- belti Mið-Atlantshafshryggjarins, sem eyjan er vaxin upp af, iiggja um landið þvert frá suð- vestri til norðurs og á þeim er áð finna 20—30 háhitasvæði og til hliðar við þau fjölda lághita- svæða. Landið er þannig rikt af jarðvarma, og innan við 1% af áætluðu magni hans hefur verið hagnýtt, fyrst og fremst til hús- hitunar, en i nokkrum mæli i gróðurhúsaræktun og iðnaði og smávegis til raforkuframleiðslu. Til viðbótar við jarðvarmann er vatnsafl verðmæt orkulind á lslandi með áætlaða framleiðslu- getu á bilinu 30-60 kWh/ári og þar af hafa aðeins 5—10% þegar verið hagnýtt. Raforkunotkun á ibúa er þegar með þvi mesta sem gerist i heiminum, þ.e. 13712 kWh/ári (1980),ognæröli heimiliálandinu hafa verið tengd landskerfi sem sér þeim fyrir rafmagni, aö lang- mestu leyti f rá vatnsaflsstöðvum. Ört vaxandi hlutur innlendrar orku Þrátt fyrir þessar rikulegu inn- lendu og endurnýjanlegu orkulind er lsland enn mjög háð innflutn- ingi á orku i formi oliu. Fyrir 10 árum voru rúmlega 60% af orku- notkun landsmanna innflutt i formi oliuafurða, en siðan hefur tekist að lækka hlutfall inn- fluttrar orku niður i um 40% af heildarorkunotkun með þvi að taka innlendaorkugjafa i gagnið i stað oliu og með orkusparnaði hin siðustu ár. Þetta hefur einkum gerst með þvi að minnka hlut oliu i húshitun, sem vegur hlutfalls- lega langþyngst i orkunotkun i okkar norðlæga landi meö um 45% af heildarorkunotkuninni, en næst kemur iðnaður með um 28% að orkufrekum iðnaði með- töldum. Mikið átak stendur yfir til að koma innlendri orku i gagnið i húshitun og innan 5 ára verður olia að mestu úr sögunni á þessu sviði. Þá njóta um 80% landsmanna upphitunar með jarðvarma (um 70% 1980) og um 20% með beinni rafhitun. Með nýtingu innlendra orku- gjafa i staö oliu i iðnaöi, og með oliusparnaði i iðnaði, fiskveiðum og samgöngum, er þess vænst, að unnt verði að halda oliunotkun landsmanna nokkurn veginn óbreyttri til aldamóta. Þetta táknar, að öll auking i orkunotkun þjóðarinnar á þessu timahili kemur frá endurnýjanlegum orkulindum. Þetta er taiinn mjög mikilvægur árangur, og sjald- gæfur i alþjóðlegu samhengi. En jafnvel er hugsanlegt að draga beinlinis úr notkun á innfluttu endsneyti frá þvi sem hún er nú, eftir 10—20 ár, með framleiðslu innanlands á tilbúnu eldsneyti. Þar hafa menn i huga methanol eða tilbúið bensin unnið úr vetni með rafgreiningu og mó eöa út- blæstri kolefnisoxiða írá iðnaði sem kolefnisgjafa. Hagkvæmni slikrar framleiðslu er enn óvissu háð, en öryggi og gjaldeyris- sparnaður koma einnig með inn i myndina. Jafnvægi i orkubúskap Islenska rikisstjórnin litur á það sem fremsta markmiö innan- lands i orkumálum að draga úr oliunotkun og lækka oliureikning- inn, sem undaniarin tvör ár hefur tekið nær 20% af gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar, sem er mjög háð utanrikisviðskiptum. Öháð þvi hvað verður um framleiðslu á tilbúnu eldsneyti hafa islensk stjórnvöld sett sér það markmið að jafna orkureining landsmanna fyrir árið 2000, þ.e. að flytja út orkufrekar afurðir frá innlendum orkugjöfum a.m.k. til jafns við innflutta oliu. Þetta markmið ásamt þvi átaki sem nú stendur yfir i húshilun kaiiar á mikla áframhaldandi fjárl'estingu til að beisla og nýta innlendar orku- lindir. 1 það er nú varið um 6% af vergri þjóðarframleiðslu og yíir 20% af fjármunamyndun i land- inu. Af fjárveitingum til rann- sókna er einnig varið liltölulega mestu til orkumála og nauðsyn- legt er að verja mjög auknu fjár- magni til rannsókna i orkunýt- ingu á næstu árum og til orku- sparandi aðgerða. Ástæða er til að nefna, að oliu- verðhækkanir á siðasta áratug snerta mjög afkomu fiskveiða sem undirstöðuatvinnugreinar á Islandi. Fiskveiðiflotinn er alger- lega háður innflutningi orku, og olia er orðinn verulegur hluti út- gerðarkostnaðar. Islensk stjórn- völd munu þvi leggja sérstaka áherslu á orkusparnað á þessu sviði, með upplýsingum og áróðri og með hvetjandi aðgerðum til að valdar séu hagkvæmustu véla- stærðir, gerðir veiðiskipa og veiðiaðferðir og að skipulag veið- anna sé eins hagkvæmt og vió verður komið. Lögð er einni aukin áhersla á hagkvæma orkunýtingu og orku- sparnað á öðrum sviöum, ekki sist i húshitun og iðnaði, og i þeim efnum bera Norðurlönd saman reynsiu, hvort frá sinu landi, með skipulegum hætti. Skynsamlegur og markviss orkusparnaöur á sem flestum sviðum, hvort sem um er að ræða iifrænt eldsneyti eða endurnýjnlegar orkulindir, er að mati islensku rikisstjórnar- innar mikilvægur liður i orku- sparnaði nú og i framtiðinni. auknum mæli stöðu þiggjenda i þessum efnum og vilja veröa sjálfráð i orkumálum. En brýn- asti vandinn liggur þó ef til vill I sivaxandieyðingu skógiendis í heiminum. t mörgum þriöja- heimslöndum er um og yfir 90% orkuneyslu fólgin i eldiviðar- brennslu,og rányrkju á skóglendi hefur leitttil að þessi orkulind er i hættu. Það er þvi mörgu brýnna að tryggja nýjar orkuleiðir þeim fjölda sem enn eldar mat sinn og yljar sér við skógareld. tslensku sendinefndarmennirn- ir töldu að ráðstefnan hefði verið mjög gagnleg, sérstaklega sú upplýsingamiðlun sem þar fór fram, en sendinefndir rikjanna lögðu allar fram gögn um fram- lag þjóða sinna til þessara mála. tslendingar höfðu þar ýmislegt til að leggja, og einkum um nýtingu, og má minna á jarðhitadeild há- skóla SÞ, sem hér er rekin. Is- lendingar áttu sæti i þeirri undir- búningsnefnd ráðstefnunnar sem fjallaði um jarðhitamál, og fólst hið islenska framlag ma. iyfirliti um nýtingu lághitajarðvarma i heiminum, sem Orkustofnun tók saman að beiðni þessarar nefnd- ar. Orkustofnun sá einnig um ljósmyndasýningu frá nýtingu jarðvarma á Islandi, sem settvar upp í ráðstefnubyggingunni. Á ráðstefnunni var ma. leitað til islendinganna af hálfu Bur- undistjórnar um þekkingarmiðl- un og aðra hjálp á þessu sviði, en islendingar hafa áður komið við jarðhitasögu erlendis, ma. f Ken- ya og í Mið-Ameriku. I tengslum við ráðstefnuna i Narobi var haldin mikil Utisýning þarsem framfarir i nýtingu end- urnýjanlegra orkulinda voru kynntar á vegum rikjanna og ein- stakra fyrirtækja. Höfðu sumir gagnrýnni athugenda á orði, að ráðstefnan væri öðrum þræði hugsuð sem kaupstefna af hálfu iðnrikjanna, þau væru reiðubúin að vinna sér markað i þróunar- rikjunum fyrir tækninýjungar á þessu sviði, en allnokkurrar tregðu gætti af þeirra hálfu að veita þróunarþjóðum færi á að þróa með sér þá tækni sem leitt gæti til sjálfsþurftarbúskapar i orkumálum. Þessar gagnrýnis- raddir komu ma. fram á hliðar- ráðstefnu aðila ótengdra rikis- stjórnum, en slikar hliðarráö- stefnur eru nánast orðin hefð við ráðstefnuhald á vegum SÞ. A þessari hliðarráðstefnu var auk annars rædd nauðsyn þess að verð á vatnsorku yrði hækkað verulega, og það taliö eitt bjarg- ráða þróunarþjóða i viðskiftum þeirra við erlend stórfyrirtæki. . Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.