Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 16
DWDVIUINN Þriðjudagur 1. september 1981 Kartöflur í soðið Jóhann Löve vann aukaverð- laun i áskrifendaþrautinni i sið- ustu viku. Verðlaunin voru nýjar kartöfl- ur i soðið og vonum við að honum verði þær að góðu. Athygli er vakin á aö septem- berverðlaunin i áskrifendaþraut- inni (sem birtist um siðast liöna helgi) verða ferð til Edinborgar. Dregið veröur 11. sept. n.k. Aðalverðlaunin, hljómflutn- ingstæki, verða dregin út 25. sept. Búvöruverðið ekki tilbúið: Kemur varla í þessari viku segir ritari sex manna nefndarinnar Enn bólar ekkert á nýju bú- vöruverði, sem taka á gildi I dag 1. september. Sex manna nefndin var á fundi i gærkvöldi, en ritari hennar, Guðmundur Sigþórsson sagðist ekki eiga von á nýja verð- inu fyrr en eftir næstu helgi. Astæðan er sú aðútreikningar eru skammt á veg komnir og á fimmtudag verður fundahlé hjá nefndinni vegna stéttarsam- bandsfundar, sem þá hefst. Guömundur sagöi það oft hafa dregist fram yfir tilskilinn tima að búvöruverð lægi fyrir. Helstu ástæðumar nú sagði hann þær að framtöl bænda og bUreikningar hefðu legið seinna fyrir vegna nýrra skattalaga, en sex manna nefndin styöst mjög viö þessi gögn i Utreikningum sinum. — AI Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i áfgreiöslu blaösins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími 81333 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Geir Haarde formaður SUS Geirs menn eflast En stjórnarliðar telja sig eiga lítið erindi á flokkssamkomur „Geir verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er af- greitt mál”, þetta var sá boð- skapur sem fulltrúar á þingi Sambands ungra Sjálfstæöis- manna fengu frá þeim meirihluta sem þegar I upphafi þingsins á tsafirði um helgina lét i það skfna að niöurstaöa þess væri einnig af- greitt mál. Hinsvegar var engin stuðningsyfirlýsing samþykkt við formanninn og kröfur itrekaðar um nauösyn breytinga á forystu flokksins. óhemju srnölun átti sér stað fyrirfundinn og lá ljöst fyrir aðneyttyrði aflsmunar gagnvart stuðningsmönnum rikisstjórnar- innar ef þeir hefði sig I frammi á þinginu, að þvi er Gunnarsmaður i SUS tjáði blaðinu. 1 stjórnmálaályktun SUS-þings er lögð áhersla á andstöðu við nú- verandi rikisstjórn og þeir þing- menn Sjálfstæðisflokksins sem að henni standa hvattir til þess að binda enda d stjórnarsamstarfið. Jón Magnússon fráfarandi for- maður gagnrýndi það i ræðu á fundinum að Samband ungra Sjálfstæðismanna skyldi nú kú- venda frá þeirri stefnu sinni um árabil að framboðsmál og samstarf á vegum flokksins væru isem frjálsustu formi. Þráttfyrir mótmæli fráfarandi formanns var samþykkt tillaga til lands- fundar Sjálfstæöisflokksins, þar sem mælst er til þess að gerðar verði breytingar á skipulagsregl- um flokksins, þannig að þing- menn séu ótvirætt bundnir af vilja þingflokksins, og brot á samstarfsákvörðunum hans verði skoðaö sem úrsögn viðkomandi úr f lokknum. Enn fremur að þeir Sjálfstæðismenn sem byðu sig fram á móti listum flokksins, teldust sjálfkrafa gengnir úr hon- Jóhann Löve, Bræðratungu 16, Kópavogi, fékk kartöflur i verðlaun i áskrifendaþrautinni. Uppeldismálaþing í Reykjavík: Framkvæmd grunnskóla- laganna gengur of hægt Gtír H. Haarde hagfræðingur var sjálfkjörinn formaður en all- margir þingfulltrúar munu hafa fariö óánægðir frá samkomunni og veriö í þeim uppgjafartónn. „Ég er hættur þessu”, var viö- kvæöið sem stjórnarliði kvaðst hafa heyrt æði oft i þinglok. Þó munu einhverjir andstæðingar núverandi flokksforystu hafa náð kosningu i Sambandsstjórn. Margir ,,stjórnarliðar” i Sjálf- stæðisftokknum munu vera hættir aö sækja ftokssamkomur, og telja sig eiga þar lltið erindi, þvi öllu sé fyrirfram stýrt af flokksskrif- stofu Geirs-armsins i Sjálfstæöis- flokknum. — ekh Uppeldismálaþing var haldiö í Reykjavík dagana 28.—29. ágúst eins og fram hefur komiö hér á síöum Þjóðviljans. Höfuöviöfangsefni þingsins var að safna sam- an upplýsingum og fræðast' um þau vandamál, sem tengd eru blöndun í bekk jardeildir eins og Grunnskólalögin mæla fyrir. Á þinginu héldu ófáir sérfræðingar á sviöi skóla- mála ræður og erindi og svöruöu spurningum þing- gesta um framkvæmdir Grunnskólalaganna. Rósa Þorbjarnardóttir endur- menntunarstjóri hélt erindi og ræddi meðal annars um mennt- unarmál kennara viö Kennarahá- skóla Islands, Ingvar Sigurgeirs- son námsstjóri kynnti bók sína Skólastofuna og Sigurður Helga- son deildarstjóri i Menntamála- ráöuneytinu ræddi um fram- kvæmdir Grunnskólalaganna. Þjóðviljinn hafði samband viö Kristinu H. Tryggvadóttur, sem var stjórnandi þingsins, og spuröi hana hvernig til hefði tekist. Kristin sagði að ráöstefnan heföi tekist mjög vel og áhugi manna hefði veriö mikill. Þátttökugestir voru 10-sinnum fjölmennari en siöast er svipuð ráðstefna var haldin. Kristin sagði ennfremur: „Flestir þátttakendur þingsins voru sammála um, að fram- kvæmd Grunnskólalaganna hefði aö mörgu leyti brugðist. Þar ræð- ur mestu, aö breytingin frá gamla fyrirkomulaginu til hins nýja hef- ur gengiö of hægt fyrir sig. Það kom greinilega fram i máli. Wolfgangs Edelstein, sérstaks ráðunautar Skólarannsóknar-' deildar. Aöalvandamálin eru skortur á námsgögnum, sem henta blönduöum bekkjardeild- um, of margir nemendur i hverri bekkjardeild og endurbætur á kennslunni, sem fram fer við Kennaraháskólann.” Hanna Kristin Stefánsdóttir, sem einnig vann aö undirbúningi og framkvæmdum Uppeldis- málaþingsins ásamt Kristinu og Sylviu Guömundsdóttur, sagði i viötali við Þjóðviðjann, að hug- myndin að baki þess hefði verið sú, aö kominn hefði verið timi til þess að safna saman upplýsing- um um hvernig kennarar bregð- ast við nýjum kröfum vegna blöndunar I bekki. Markmiðið var að safna saman upplýsingum og fá fræðimenn til þess aö skýra stöðuna. Hanna Kristin sagði ennfrem- ur, að vonir stæöu til þess að hægt yrði að dreifa þeim upplýsingum, sem fram komu á þinginu, prenta eða dreifa i einu eða öðru, formi þeim ræðum sem haldnar voru þannig að þær geti komið kennur- um að notum I hagnýtu starfi. Hanna Kristin benti lika á aö Námsgagnastofnun er haldið i þviliku fjársvelti að i óefni er komið. Það mun vera óhemju kostnaðarsamt og timafrekt fyrir kennara á Grunnskólastiginu að búa til sjálfir þau námsgögn, sem verða að teljast ómissandi. Hanna Kristin taldi að lokum aö Uppeldismálaþingið hefði verið mjög gagnlegt og hefði hvetjandi áhrif á umræðu um og frekari framkvæmdir á Grunnskólalög- unum. hst Skólameistari Framhalds- skólans í Neskaupstað Gerður G. óskarsdóttir hefur verið sett skólameistari Fram- haldsskólans i Neskaupstað. Geröur tekur við starfinu um ára- mót en hún stundar nú nám viö námsiráðgjöf við háskóla i Boston i Bandarikjunum. 1 fjarveru Gerðar mun Ólafur Sigurðsson fyrrum skólastjóri Gagnfræðaskólans I Neskaupstað I gegna starfi skólameistara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.