Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. september 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Úlöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Sprengjuliöiö • Sprengja, sprengja, hefur verið kjörorð þingkrat- anna allt f rá kosningasigri þeirra vorið 1978. Þann sigur unnu þeir í kjölf ar náins samstarfs við sósíalista í verka- lýðssamtökunum í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar. Björn Jónsson forseti ASí var sérstakur for- göngumaður þessa samstarfs, enda var eining í verka- lýðshreyfingunni forsenda þess, að hægt var að brjóta kaupránshlekki Geirsstjórnarinnar. • Alþýða íslands batt miklar vonir við vinstri stjórnina sem mynduð var á haustdögum 1978. Góður hugur alþýðu um land allt í garð stjórnarinnar entist henni samt skammt sem aflgjafi. Hinn nýi þingflokkur kratanna reyndist ekki í anda Björns Jónssonar og annarra þeirra sem leiða vildu alþýðuna til öndvegis í íslenskum þjóð- málum. Þar voru mættir til leiks þingkratar, sem líta á stjórnmál sem bófahasar og setu á þingi og í ráðherra- stólum sem lið í persónulegu valdapoti. Þeir menn í þessu þingliði kratanna, sem hvað ákafast kyrja nú sönginn um kjör láglaunafólksins, höfðu það helst til úr- lausnar efnahagsmálunum, að leggja til á sínum ríkis- stjórnarferli að skerða kjör verkafólks. • Því miður tóku ýmsir foringjar Framsóknar undir þennan kjaraskerðingarsöng kratanna og var þar fremstur í fylkingu Tómas Árnason foringi hægri arms flokksins. í ársbyrjun 1979 myndaðist sérstakt bandalag kratanna og Framsóknarráðherranna, sem m.a. knúði fram ólafslögin, vísitöluskerðingu launa, og aðgerðir í vaxta- og peningamálum, sem bæði rýrðu kjör al- mennings og virkuðu sem olía á verðbólgubálið. • Samt fannst sprengjuliðinu í Alþýðuf lokknum ekki nóg að gert. Kjör verkafólks skyldu skert enn frekar. Þegar þeir fengu þeim vilja sínum ekki framgengt haustið 1979, sprengdu þeir rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar í þeim tilgangi að taka að kosningum loknum saman við leiftursóknarlið Geirs Hallgrímssonar. Þessu fylgdu svo hástemmdar yfirlýsingar um að þeir myndu sprengja allt samstarf sem þeir tækju þátt í þar til hug- sjónir þeirra um kauplækkanir væru komnar til fram- kvæmda. • Til Guðs lukku varð pólitísk f ramvinda í landinu með öðrum og ánægjulegri hætti en kratarnir ætluðust til. Frjálslyndir umbótamenn í röðum Sjálfstæðismanna tóku höndum saman við Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag um myndun ríkisstjórnar undir forystu Gunn- ars Thoroddsen. Sú stjórn tók upp önnur og betri vinnu- brögð. Við stjórn efnahagsmála var beitt úrræðum í þeim anda sem Alþýðubandalagið boðaði. Árangur þeirrar stefnu hefur birst m.a. í minnkandi verðbólgu, mikilli atvinnu, stóref Idri félagslegri þjónustu og traust- um rikisf jármálum án þess að skattheimta á almenning hafi aukist. • En þingkratarpir eru samir við sig. Helstu liðsoddar í verkalýðshreyfingunni, þeir Karvel og Karl Steinar, eru svoógæfusamir að sitja í þingliði Alþýðuf lokksins. Á þingi Alþýðusambands íslands fyrir tæpu ári voru þeir svo gegnsýrðir af sprengihugsunarhætti þingf lokksins að þeir kusu að rjúfa allt eðlilegt samstarf við aðra í Alþýðusambandinu til þess að setjast sjálf ir í sæti for- seta ASí. Að vísu deildu þeir hart innbyrðis um hvor skyldi hljóta hnossið, eins og tíska er í Alþýðuf lokknum á tímum hins nýja stíls, en ASf-þingið hafnaði sprengju- forsetaefninu á eftirminnilegan hátt. • Nú í sumar hefur svo íslenska þjóðin mátt horfa uppá það fyrir opnum tjöldum hvernig þessi sprengi- þingflokkur kratanna iðkar sín stjórnmálastörf. í Ijósi þess þarf engum að koma á óvart hversu illa gekk að eiga samstarf við þá á þingi og í vinstri stjórn Ólafs Jó- hannessonar. Við skulum vona að þjóðin beri gæf u til að hafna slíkum mönnum og afneita hugmyndum þeirra um lýðræði sem eru fólgnar í því að sprengja samtök og stofnanir flokka og félagshreyfinga, niða sína eigin félaga og reka rýting í bak nánustu samstarfsmanna undir yfirskini vináttunnar. Bó klippt Ekkiiþriðja I sinn * 1 Helgarpóstinum siöasta er I langt viötal viö Halldór Her- I mannsson formann Bylgjunnar ■ á Vestfjöröum. Hann er stuön- ■ ingsmaöur rikisstjórnarinnar, I herstöövaandstæöingur og I NATÓ-sinni, ómyrkur i máli, og I telur að það sé pólitisk fóbía ef ' Sjálfstæöismenn geta ekki j hugsaö sér samstarf viö Al- | þýöubandalagiö eins og aöra I flokka. Ýmislegt fróölegt hefur ' Dóri Hermanns aö segja um I innanflokksástandiö í Sjálf- | stæöisflokknum og skal nú ! gripiö niður í valda kafla ; Spurt * er hvort tvö framboö veröi á I Vestfjörðum nái Geir Hall- | grimsson kjöri sem formaöur á | landsfundi: ■ , ,Ég er nú ekki þeirrar skoö- I unar, þóttGeir veröi kosinn for- | maöur i haust, sem gæti nú vel | hugsast. Hann sækir þetta nú ■ ákaflega stíft maöurinn, þó aö | ég skilji þaö nú bara ekki, en | þaö yröi okkur stjómarsinnum i I Sjálfstæöisflokknum sársauka- ■ litiö. Þetta yröi status quo. Þaö | er bara biöstaða en ég tel sára- | litla von til þess, að Sjálfstæðis- I flokkurinn veröi sigurstrang- * legur undir merki Geirs Hall- | grímssonar. | Ég held þaö veröi ansi m argir ■ sjálfstæöismenn sem kjósa ekki * aö fara i þriöja sinn til þess að | reyna aö berjast upp fjallið með | Geir Hallgrimssyni, ég held þaö ■ verði æöi margir sem horfi bara * á hann klifra”. I Mikill flótti? | Halldór spáir semsagt basli | hjá Sjálfstæöisflokknum i næstu I kosningum undir forystu Geirs. ' Og hvert fer fylgið er spurt. Og | Halldór svarar: „Þaö getur eitthvaö rambað > yfirá Alþýöuflokkinn um tima, ' en Sjálfstæðisflokkurinn hefur | svo sterk itöki þjóöinní, aö hann | er þarna. Þó hann flakki dálitiö, * þáerhann fljótur aö hlaupa yfir ' aftur aö þvi tilskildu, aö þeir | spámenn sem hér hafa veriö aö | innleiða ihaldsflokkakenningu > úrEvrópu.náiekkiyfirhöndinni ' meö eiiiiverjum Thatcherisma | og fieiru sli'ku. Ef þeir ætla að | fara að búa til einhverja nýja I fyrirmynd aö ihaldsflokki, sem ' þeir ætla að kalla Sjálfstæðis- | flokkinn, þá brestur mikill flótti | i liö sjálfstæöismanna. Leiftur- I sóknin er enn i fersku minni”. * Og hugmyndafræöingar | hennar ekki af baki dottnir | mætti hér bæta við. Höggið geigaði „Þegar högg er hátt of reitt, hættir þvi við aö geiga” segir i fyrirsögn litillar greinar eftir Asgerði Jónsdóttir á 37 siöu Morgunblaösins sl. laugardag. Þar segir frá viöbrögöum eins lesenda blaðsins er hún fletti fjallháum bunka af Morgun- blööum: „Þegar ég, fyrir skömmu siðan, kom heim úr sumarleyfi, lá f jallhá hrúga af Mogganum minum fyrir dyrum inni. Ég pækii samviskusamlega gegn- um beðjuna, las allt sem máli skipti meöal annars um súráls- máliö, sem mér hefur þtítt mjög athyglisvert frá upphafi. Það varð langur lestur og ógeö- felldur, því fátt eða ekkert veldur mér jafn mikilli ógleði og aö sjá réttlætinu misboöiö og þaö jafn heiftarlega eins og I þessum súrálsskrifum Morgun- blaösins I siðastliönum júli- mánuði. Maöur er nefndur Hjörleifur Guttormsson og er iönaöarráö- herra á Islandi þessa stundina. Hann hefur gerst svo djarfur aö sýna árvekni og skyldurækni i starfi. Hann hefur gerst svo djarfur aö rasa ekki um ráö fram i orkumálum, heldur kveða menn til ráöuneytis, um- ræöu og undirbúnings um sem flesta hugsanlega þætti mála áöur en ráöister i framkvæmdir og firra þær þannig alkunnum eftirmálum eftir föngum. Dirfska Hjörleifs Hann hefur gerst svo djarfur aö amast viö þvi aö útlent auð- félag hlunnfari Islendinga og gangi á geröa samninga við þá. Hann hefur gerst svo djarfur að geipa ekki um þaö mál i tima og ótima, þrátt fyrir hóflausan ágang fréttamanna, heldur leita kunnáttu um allt er varöar þetta tiltekna málefni nálega um allan heim og aldrei látið af hendi rakna aörar upplýsingar en þær, sem fengnar eru af stað- reyndum. Hann hefur gerst svo djarfur að sýna hinu erlenda auöfélagi tillitssemi i hvivetna. Hann til dæmis sakfelldi þaö ekki að órannsökuðu máli held- ur talaði um „meinta” sök („meinta hækkun i hafi”) að minnsta kosti þangaö til skýrsla Lybrands & Co. leiddi stað- reyndir i ljós og taldi sjálfsagt að taka tillit til leyndarmála þess hvernig sem islenskir fréttamenn hömuöust af þvi til- efni.Hann hefur gerst svo djarf- ur að ræða súrálsmáliö hlut- drægnislaust og ópersónulega og af þeirri kurteisi og háttvisi, aö enginn einstaklingur hefur hlotiö svo mikiö sem skeinu af hans völdum. Úr vitrœnum ham Fyrir þessar „sakir” hafa súrálsskriffinnar Morgunblaðs- ins, nafngreindir og ónafn- greindir, keppst við að reita ær- una af Hjörleifi Guttormssyni. Fyrir þær skal hann vera óal- andi og óferjandi og þvi hvergi hafandi nærri, þar sem rætt er viö erlenda súrálsherra. Mér viröast þeir vera gengnir svo mjög úr vitrænum ham aö þeir séu farnir aö vega aö sjálf- um sér. Þaö hefur ekki hingað til þótt ljóöur á ráöi manns aö gera skyldu sina við rikiog þjóö, — aö mæla ekki fleira en hann veit meö vissu, — aö sýna öör- um, án undirlægjuháttar, sömu háttsemi i oröi og verki, sem hann æskir sjálfum sér til handa. En ef þessi atriði teljast nú mannoröslýti þá veit ég ekki lengur hvað gott mannorð er og lýsi eftir merkingu þess hjá pennaglöðum skriffinnum Morgunblaösins. 15. ág. 1981 Asgerður Jónsdóttir.” — ekh. i og skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.