Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 15
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Skólahljómsveit Kópavogs Þrætumál lúðrasveitarmanna: Hver var að segja að hver hefði spilað hvar og hvenær? Föstudaginn 21. ágústsl. birt- ist i lesendadálki Þjóðviljans grein frá „reiðum lúðrasveitar- manni”. Er þar rætt um Skólahljóm- sveit Kópavogs, að hún hafi allt að þvi tranað sér fram á afmæl- isdegi Reykjavikurborgar með þvi að spila við Pylsuvagninn i Austurstræti. Eitthvað hefur „lúðrasveitarmaðurinn” látið reiðina hlaupa með sig i gönur þvi Skólahljómsveit Kópavogs spilaði þvergi þennan dag. Aftur á móti spiiaöi Hornaflokkur Kópavogs við Pylsuvagninn i Austurstræti umræddan dag, alls ekki á vegum Reykjavikur- borgar heldur á vegum Asgeirs H. Eirikssonar verslunar- manns. Forráðamenn Reykja- vikurborgar hafa liklega gleymt lúðrasveitum borgarinnar þennan dag og reiðu lúörasveit- amennirnir gleymt deginum. Varla hafa þeir boðið sig fram og verið afþakkaðir. Sem Reykvikingi og lúðra- blásara i Reykjavik þykir mér þetta léleg frammistaöa hjá báðum aðilum. Hvaðan skyldi hann annars vera þessi „reiði lúðrasveitarmaður”: tlr Reykjavik getur hann varla verið — hann veit ekkki einu sinni hvað margar lúðrasveitir eru i Reykjavik. Vonandi er maðurinn ekki úr Kópavogi. Vil ég þvi hér með upplysa um fjölda Lúðrasveita i Reykjavik en þær eru: Lúörasveit Reykjavikur, stjórnandi Oddur Björnsson, LúðrasveitinSvanur, stjórnandi Sæbjörn Jónsson, Lúðrasveit Verkalýðsins, stjórnandi Ellert Karlsson, Skólalúðrasveit Melaskóla, stjórnandi Páll P. Pálsson, Skólalúðrasveit Mela- skóla, stjórnandi Stefán Þ. Step- hensen, Skólalúðrasveit Árbæj- ar og Breiðholts, stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson, Lúðra- sveit Tónmenntaskólans, stjórnandi Sæbjörn Jónsson. Sá „reiði” segir að Lúðrasveit Reykjavikur, Svanurinn og Lúðrasveit Verkalýösins fái hver kr. 12.000 i styrk frá borg- inni þetta árið. Fá þær ekki lika rikisstyrk? Skólalúðrasveitirnar fá kr. 460.000 frá Reykjavikurborg. Við skulum ekki gleyma þvi. Hornaflokkur Kópavogs fær kr. 10.000 i styrk frá Kópavogs- bæ, ekkert frá rikinu. Hornaflokkur Kópavogs og Skólahljómsveit Kópavogs hafa aldrei spilað ókeypis á iþrótta- vellinum, en vegna undirboðá einnar ákveðinnar lúðrasveitar i Reykjavik hafa greiðslurnar alltaf verið i lægra lagi. Svona i lokin legg ég til að þessi „reiði lúðrasveitarmað- ur” hói saman hinum reiðu lúðrasveitarmönnum og spili á einhverjum góðum stað i borg- inni. Það getur vel verið að ein- hverjir komi til að hlusta. Bestu kveðjur, Björn Guðjónsson. Barnahornid Þessa fallegu mynd af löxum, sem stökkva í fossi teiknaði Maria Birna fyrir Barnahornið. Maria Birna er 7 ára. Þriðjudagur 1. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Útvarp kl. 23.00 Andbýl- ingarnir eftir Christian Hostrup Björn Th. Björnsson upplýsti Þjóðviljann um for- sögu og tilurð þessa danska gleðileiks, sem notið hefur mikilla vinsælda bæði i Danmörku og á lslandi um hartnær 140 ára skeið. Þannig var málum háttað á árunum kringum 1840 aö á Gamlagarði i Kaupmanna- höfn, þar sem bjuggu bæði danskirstúdentar og islenskir, riktu erjur nokkrar og skipuð- ust menn i tvennar fylkingar, tvenns konar stúdentafélög. Annað þótti vel róttækt en hitt skrambi Ihaldssamt og kaliaöist „Studenter Foren- ingen”. Svo kom þó að flestum stúdentanna þótti klofningur- inn meinlegur og vildu sam- eina armana tvo. Þeirra vilji varð svo ofaná og á nýársdag árið 1844 var félögunum tveimur slegið saman og ný stjórn kosin. Stúdentum þótti við hæfi að gera eitthvað vitlegt til þess að fagna þessum áfanga og ákváðu að setja upp leikrit i þessu tilefni. Christian Host- rup, sem þá var 26 ára Garð- buiogstúdent var fenginn til þess áö skrifa gleðileik stúd- Poul Reumert, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum I Andbýlingunum. enta. Leikritiö skyldi frum- sýnt á öskudaginn. Er ritsmiðinni var lokiö þótti stúdentum svo mikið til hennar koma, að þeir fóru nþess á leit við kóngafólkið i Amalieborg að fá að setja það á svið hirðleikhússins i Kristiansborgarhöllinni og var þeim Ieyft það. öllum á óvart var gleðileiknum feikna vel tekið af áhorfendum og hefur siðan farið ótal sigurfarir um hinn danska heim. Þá fræddi Bjöm Th. Þjóð- viljann á þvi, að Genboerne er þrunginn stúdentarómantik. Þar segir frá kynnum fátæka koparsmiösins og fina stú- dentsins. Þessi hljóðritun af leikritinu er einnig hin merkasta. Poul Reumert leikur þarna eitt af sinum siðustu stórhlutverk- um. t tilefni af 75 ára afmæli hans var honum boðið að velja sér hlutverk i einhverju leik- riti, sem siðan skyldi upp sett. Reumfft kaus Genboerne sem við fáum nú að heyra I útvarpinu i kvöld. iO- Sjónvarp kl. 20.45 Þjóðskör- ungar 20. aldar David Ben-Gurion (1886 - 1973) var af pólsku bergi brot- inn. Hann fæddist I borginni Plonsk, þar sem hann ólst upp og var settur til náms i rétt- trúnaðar (orthodox) skóla gyðinga. Ben-Gurion fór til Palestinu árið 1906 en þar riktu Tyrkir á þeim árum. Hann gekk i pal- estinska Verkamannaflokkinn og ritstýrði málgagni hans frá 1910. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út varð Ben-Gurion landflótta og leitaði hælis I Bandarikjunum þar sem hann stofnaði ameriskt Landsam- band gyðinga ásamt Isack Ben-Zyi og félagar úr þeim samtökum tóku virkan þátt i bardögum styrjaldarinnar i Palestinu við hlið Breta. Við striðslok urðu þessir tveir Zionistaleiðtogar eftir i Palestinu og stofnuðu nýjan verkamannaflokk, Hisdarut og varð Ben-Gurion formaður hans árið 1921. Arið 1933 lét hann af þeim störfum til þess aö helga sig málstaö og ár- róðri fyrir landnámi gyðinga i Landinu Helga. Þeim störfum gegndi hann allt til 14. mai 1948, er tsrael var lýst frjálst og fullvalda riki og hann var gerður að for- sætis- og varnarmálaráðherra hins nýja rikis. Einnig gegndi Ben-Gurion stöðu formanns Verkamannaflokksins Mapai um margra ára skeið. Efalausthafa áhrif þessa ól- seiga baráttumanns á stofnun David Ben-Gurion. ísraelrikis og á heimsút- breiöslu Zionisma um ára- tugaskeiö skipaö honum á bekk með ,,stórmennum” 20. aldarinnar, en um leiö verður aö telja hann meðal þeirra, sem mesta ábyrgð bera á þeim ógnum og eilifðar striöi sem hrjáö hafa um langan aldurog hrjá enn saklaust fólk i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Sjónvarp kl. 21.15 Ovænt endalok Siobhan McKenna tekur þátt i vitahring Óvæntra endaloka. Andleg ummyndun 1 stað umræöuþáttar um skólamál,sem vera átti á dag- skrá sjónvarpsins I kvöld verður sýndur þátturinn „Andleg ummyndun” frá BBC. 1 þættinum er greint frá hópi fólks sem fer á skyndi- námskeið I andlegri ummynd- un til þess að losna viö streitu nútima lifnaðarhátta og reyna að finna lifi si'nu nýjan farveg. Þýöandi er Jón O. Edvald. Sjónvarp kl. 21.45

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.