Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. september 1981 p............. Yfir 400 gestir fögnuöu nýrri og glæsilegri mjólkurstöö Mjólkur- samlags Borgfiröinga i lok stö- ustu viku. Stööin sem er rúmir 5000 ferm. aö gólfmáli stendur skammtfyrir utan aöalbyggöina i Borgarnesi. Framkvæmdir viö nýju mjólk- urstööina hófust voriö 1976 og fyrsta mjólkin var vegin inn I stööina 15. mai s.l. Ekki iiggja enn fyrir endanlegar kostnaöar- tölur. en til byggingarinnar hefur þegar veriö variö 23 miljónum. öllum, sem leggja samlaginu til mjtílk, starfsfólki stöövarinn- ar, forystumönnum bændastétt- arinnar, alþingismönnum kjör- dæmisins og öðrum gestum var boöiö til vigslunnar s.l. föstudag. Daniel Kristjánsson bóndi og formaöur stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga, eiganda mjólkur- samlagsins, bauö gesti velkomna, og sagöi aö gamall draumur þeirra Borgfirðinga heföi nú ræst. Nýttog glæsilegt mjólkurbú væri risið af grunni. Þvi næst tók ólafur Sverrisson kaupfélagsst jóri Kaupfélags Borgfiröinga til máls og lýsti þró- unarsögu m jólkuriönaðar i Borg- arfiröi og undirbúningi fram- kvæmda viö nýbygginguna. Siguröur Guöbrandsson sem var mjólkurbústjóri Mjólkursam- lags Borgfiröinga i 43 ár lagöisið- an hornstein að nýju bygging- unni. 14 miljón ltr. mjólkur í nýju mjólkurstööinni er aö- staöa tilaötakaá móti I4miljón lítrum af mjólk á ári, aö sögn Indriöa Albertssonar mjólkur- bússtjóra, en mest hefur veriö vegiö inn af mjólk, áriö 1979, rúmir 11 miljón litrar. Mjólkursamlag Borgfirðinga hóf starfsemi sina i febrúar 1932 og voru þá vegnir inn tæpir 474 þús. litrar. Framleiöslusvæöiö nær nU yfir 17hreppa, þ.e. allt frá Andarkils- hreppi til Breiöavikurhrepps og þeirsem lögðu inn mjólk á siðasta ári voru 236. Vegna þess, hve Mjólkursam- lagið liggur nærri stærsta mark- aöi landsins, höfuöborgarsvæö- inu, hefur meginhluti mjólkurinn- ar — eöa um 70% — veriö seldur þangaö sem neyslumjólk. í nýja bUinu er áætlaö aö leggja mikla áherslu á ostagerö, en á siöasta ári voru framleidd rúm 194 tonn af osti hjá mjólkursam- laginu. Mjólkurstööin, skiptist i aðal- byggingu og tvær áfastar við- byggingar, þar sem er móttaka og afgreiösla. Aöalbyggingin er á tveimur hæðum og er kaffistofa, fundaherbergi og loftræsti- og hitabúnaöurá efri hæö, en á neöri hæöinni er aðalvinnslusvæöið. I vélasal eru tvær gerilsneyö- ingarlinur fyrir mjólk og ein fyrir rjóma. önnur mjólkurlinan er fyrir ostamjólk og undanrennu i skyrgerö, afkastageta er 10.000 ltr. á klst. Hin er fyrir neyslu- mjólk og undanrennu til neyslu, afkastageta er 7.000 ltr. á klst. S Ahersla á ostagerð I ostagerö eru tveir 10.000 ltr. Danfel Kristjánsson bóndi og formaður stjórnar Kaupfélags Borgfiröinga setti hátiðina og bauö gesti velkomna. Ný mjólkurstöð Mjólkur- samlags Borgfirðinga formlega tekin í notkun Baulumjólk átöppuö I gamla samlaginu. G j örbreytt aðstaða Alfa-Laval OST III ostatankar. Annar búnaöur i ostagerö er m.a. 30.000 itr. geymslutankur fyrir ostamjólk, tveir geymar 400 ltr. og 1000 ltr. til framleiöslu á súr- mjólk fyrir ostageröina, Tabel forpressukar og Perfora osta- pressur, sem keyptar voru notað- ar frá Sviþjóö. Ostapökkun, söltun og ostaiag- er eru i nærri 500 fm. húsnæöi en til kælingar og pökkunar á ostin- um er notaö Gadan saltpækils- kerfi. 1 smjörgerö er strokkurinn frá Silkeborg og hægt er aö strokka 1.800 ltr. af rjóma i einu. Tveir tankar 10.000 ltr. og 8.500 ltr. eru til framleiðslu á skyri en eingöngu er framleitt pokaskyr. Rannsdinarstofa er i nýju sam- lagsbyggingunni og fara þar fram gerlarannsóknir og fitumælingar. Ekki er um tölvustýringu aö ræöa á neinu stigi framleiöslunn- ar, en auövelt er aö koma slfkum búnaöi fyrir þegar timabært þyk- ir. Flestar vélar i mjólkurbúinu eru keyptar frá Alfa Laval i Svi- þjóð og unnu sænskir ráögjafar meö islenskum fagmönnum aö skipulagningu samlagsins og niö- ursetningu véla. Teiknistofa Sambandsins sá um gerö teikninga en byggingar- meistari og aöalverktaki var Þor- steinn Theodórsson. Yfir 400 gestir voru viöstaddir þegar mjólkurstööin var formlega tekin I notkun, þar á meöal flestir ef ekki allir mjólkurinnleggjendur samlagsins. Borgfiröingar leggja sem fyrrum áherslu á pokaskyriö, enda þykir þaö ljúffengt. Þessi mynd er tekin I nýju mjólkurstööinni. Myndir: — Ari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.