Þjóðviljinn - 01.09.1981, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. september 1981 Til þess aö ná fram markmiðum námskrár veröur að opna menntunina og aliar aöstæöur hennar, segir Haukur Viggósson i þessari grein. Myndin er úr Seljaskóla I fyrra. Krafan um lífrænan skóla er staðreynd öllum opinberum stofnunum eru settar skoröur, sem markast af lögum og reglugeröum og opin- berum plöggum, þar sem kveöiö er á um stjórnunarhætti, hlutverk og markmiö. Aö þessu leyti er grunnskólinn ekki frábrugöinn öörum opinberum stofnunum. Þau plögg sem kveöa á um stjórnunarhætti, hlutverk og markmiö hans eru lög um grunn- skóla, erindisbréf ýmiskonar fyr- ir starfsfólk svo og námskrár, en þær hafa n.k. reglugeröarígildi. Reglugeröir eru frekari skýring, útfærsla og túlkun iaga. t nám- skrám koma ljóst fram hug- myndir menntamálayfirvalda um hvernig haga beri skólastarf- inu svo þaö megi best þjóna markmiðum grunnskólans. Skýr- astar eru þessar hugmyndir i Al- mennum hluta Aöalnámskrár. En þar er bent á leiöir til aö veröa viö þeim kröfum sem stafa af breytt- um viöhorfum til kennslu og upp- eldismála. Þar stendur m.a. eft- irfarandi: „Hlutverk grunnskólans er aö búa nemendur undir lif og starf I lýöræöisþjóöfélagi sem tekur örum breytingum. Skólinn leitast viö aö leysa þetta hlutverk meö þvi aö koma á fjölbreyttum námssamskiptum milli nemenda og kennara, nemenda og viöfangsefnis og milli nemenda innbyröis. Margir hafa litiö svo á aö hlut- verk kennarans sé fyrst og fremst aö miöla þekkingu, hafa eftirlit meö heimavinnu og stjórna verki i sumum greinum. Þess vegna hefur samskiptum nemenda sin á milli og viö breytileg viöfangsefni I daglegu skólastarfi veriö minni gaumur gefinn en skyldi. Námssamskipti hafa fram til þessa einkum veriö fólgin i bekkjarkennslu sem yfirleitt hef- ur veriöi fastmótuöu formi I sam- ræmi viö félagslegar aöstæöur og tiöaranda áöur fyrr. Skipan á skólastofunni minnir oft á fyrir- lestrarsal, kennaraboröiö fremst. Oft upphækkað andspænis nemendaboröunum I beinum rööum, þar sem hver nemandi á sitt fasta sæti og er ekki ætlast til teljandi samskipta þeirra á milli..... Skipting nemenda í bekkjar- deildir og stundatafla meö skýrt afmarkaöri námsgreinaskiptingu hefur stuölaö aö því aö skóla- starfiö hefur oröiö lftt sveigjan- legt.... Litiö úrval verkefna, einhæfar vinnuaöferöir og fábreytt hjálpargögn hafa takmarkaö raunhæf námstækifæri nemenda. Afleiöingin hefur veriö sú aö hvorki hefur veriö hægt aö koma nægilega til móts viö mismunandi þroska og áhugasviö nemenda, glæöa námslöngun einstakra nemenda né vekja áhuga eöa for- vitni þeirra á nýjum viöfangs- efnum. Of litiö hefur veriö um samstarf kennara viö aö koma á umbótum og leysa I sameiningu vandamál i skólastarfinu. Allt þetta hefur átt sinn þátt I aö skapa venjur og heföir i námi og kennslu, þar sem meira hefur boriö á kennaranum I samskipt- um en minna á nemandanum og vinnubrögöum hans i náminu. Nemandinn hefur um of veriö hlutlaus viötakandi þess sem boriö hefur veriö á borö fyrir hann i staö þess aö vera áhuga- samur leitandi og þátttakandi I þvi sem fram fer. Mikil áhersla hefur veriö lögö á heimanám. Þaö hefur oft verið fólgiö i þvi annaöhvort aö læra I námsbókum minnisatriöi sem hlýtt er yfir i skólanum eöa leysa skrifleg verkefni sem leiörétt eru i kennslustundum. Litlum tima hefur veriö variö i aö fjalla um annaö en efni námsbókanna. Verkefni i náminu hafa oft á tiðum veriö of einhæf og of bók- stafskennd. Námiö hefur fyrst og fremst beinst aö þvi aö læra reglur, lög- mál og staöreyndir fremur en aö leita þeirra eöa beita þeim i hag- nýtu samhengi. Innri námshvatn- ing hefur veriö vanrækt en ytri hvatningu beitt, námiö hefur höföaö meira til skyldurækni nemenda en áhuga þeirra á aö glíma viö verkefni, leita svara viö spurningum eöa komast aö eigin niöurstööu.” Hér kemur fram aö formleg gerö skólans einkennist af skýrt afmörkuöum hlutverkum nem- enda og kennara, lóöréttu valda- kerfi innan skólastofu, litlu sam- starfi kennara og fastmótuöu, litt sveigjanlegu skipulagi. Kröfur námsskrár Meginboöskapur hins almenna hluta námskrár fjallar um hinar nýju og breyttu kröfur sem gerö- ar eru til skólans og stafa af breyttum viöhorfum I þjóðfélag- inu. Markmiöin eru enn þau sömu, en túlkun þeirra og leiöir til aö ná þeim hafa breyst. Gert er ráö fyrir aö hinum hefö- bundna skilningi á hlutverki skól- ans verði varpaö fyrir borö og starf hans skuli ætiö vera i stöö- ugri þróun og endurskoöun. Er þessum breytingum lýst á bls. 4 I almennum hluta námskrár. Þar segir: „Kennarar eiga aö vinna saman aö skipulagningu og einnig aö framkvæmd námsstarfs mis- stórra og mismunandi hópa. Þaö á aö samþætta hefö- bundnar námsgreinar i ákveðnum viöfangsefnum og foröast aö gera mun á mikilvægi einstakra námsgreina. Þaö á aö koma starfinu þannig fyrir aö ákveönir hópar nemenda og kennara starfi ekki of lengi saman og reyni heldur aö láta eölileg skil viöfangsefna ráöa. Reyna ætti innan ákveöinna marka að hafa nemendur á mis- munandi aldursstigum saman i hópum. Stærö hópa nemenda og kennara á aö vera mismunandi og ráöast af aöstæöum og viö- fangsefnum hverju sinni.” Hér koma fram helstu einkenni þeirrar stjórnskipunar grunn- skólans sem yfirvöld boöa, þ.e. gert er ráö fyrir aö dregiö veröi úr verkaskiptingu meö samvinnu sem miöist viö hæfileika einstak- lingsins og aö samþætta beri hinar einstöku greinar a.m.k. aö vissu marki. Einnig er lögö rik áhersla á hreyfanleika einstak- linganna innan hópa þannig aö samvinna og tjáskiptanet ein- staklinganna vfkkar. Þessi hreyfanleiki miðast einnig viö þaö aö fella burt i einhverjum mæli skil milli árganga. Af þessu má sjá aö hin boöaöa stefna er I anda svokallaðrar lff- rænnar stjórnskipunar. ' Hugsjónin og kerfið Starfshættir þeir sem hér eru taldir fram eru mjög erfiöir f framkvæmd, þar sem þeir hafa ekki fest i sessi og áunnið sér hefö innan skólakerfisins. Ómæld vinna hlýtur þvi aö hvila á herðum þeirra kennara sem ryöja brautina og safna reynslu fyrir ókomnar kynslóöir. Einnig hlýtur öllum brautryðjendum aö mæta nokkurt mótlæti, sem ekki einvöröungu stafar af breyttu vinnulagi, heldur einnig af þeirri heföartryggö, sem rikir I is- lenskum skólum og vegna eigin uppeldis. Þar á ofan bætist þaö aö fram- lag rikisins til þessara mála markast af tviskinnungi og „nauösynlegri” tvöfeldni. Hér er viö þaö átt aö flestir Islenskir skólar starfa á heföbundinn hátt, bæði i kennslu og stjórnun, eöa eru skammt á veg komnir i til- raunum sinum til breytingat áö kennarar nútfmans ólust upp viö heföbundinskólakerfi og aö rikis- valdiö leggur ekki fram þaö fé sem nauösynlegt er og þaö einnig aö rikiö þarf aö þjóna, hvaö námsgögn varöar, mismunandi geröum skóla, en getur ekki ein- vöröungu snúiö sér aö verkefna- gerð sem beinlínis er ætluö opn- um menntunaraöstæöum. Afleiö- ingar þessa veröa þær aö kennar- ar þeir sem áhuga hafa á aö vinna viö aöstæöur sem eru I anda nám- skrár (Almenna hlutans), verða aö gefa vinnu sina aö miklum hluta og vinna sitt verk sem hug- sjónafólk. Til aö ná fram markmiðum námskrár veröur aö opna mennt- unina og allar aöstæöur hennar. Þetta þýöir einfaldlega miklu flóknari samskipti einstakling- anna sem vinna innan skólans, eins og námskrá gerir ráö fyrir. Þetta gildir bæöi um nemendur ogkennara. Auk þessa veröur allt stjórnunarkerfiö mun flóknara og óljósara a.m.k. hvaö stööur - starfsfólks snertir. Og sú yfirsýn sem skólastjóri og yfirkennari hafa aö jafnaöi I hefðbundnum skólum veröur mun ótryggari viö þessar nýju aöstæöur, þegar um námsefni og yfirferö er aö ræöa, en hin mannlegu samskipti veröa mun ríkari sé rétt á málum haldiö. Þetta stafar af meiri þörf þeirra á aö hafa samband viö starfsfólkiö. Þar af leiöandi veröur þaö grundvallaratriöi aö starfsliöiö veröi samhentur hópur þvi á þeim byggist raunverulegt stjórnunarform opins skóla, eöa opinnar menntunar. Hér er átt viö aö stjórn skólans I öllum fag- legum efnum sé meira og minna á hendi hópa kennara og sameigin- legra funda þeirra og yfirstjórnar skólans (skólastj. og yfirkenn.). Einnig má gera ráö fyrir að niöurstööur séu opinberlega séö ekki jafn afdráttarlausar og i hinu heföbundna kerfi, enda er I opinni menntun gert ráö fyrir fleiri sviöum menntunar en þeim sem brugðiö veröur mælistiku á. Lífrænt stjórnarform Rétt er aö gera nokkra grein fyrir þeim áhrifum, sem telja má aö séu eölilegar afleiöingar þessa lifræna stórnunarforms, á starfs- skilyröi starfsfólksins innan skólans. Sérfræöingar af ýmsu tagi leysa vandamál kennslu og stjórnunar sameiginlega, sem þýddi aö skil milli greina og sér- fræöinga þeirra yröu óljósari en viö hefðbundiö kerfi, þar sem markmiö þeirra stefna I sömu átt. Litið væri á námiö sem heild, en ekki sundurgreinda þætti hvern meö sjálfstætt markmiö. Og á þennan hátt myndu ólikt mennt- aöir sérfræöingar meö mis- munandi hlutverk deila meö sér ábyrgö i staö þess aö bera hana hver I sinu lagi, hver fyrir slna grein. Þetta ætti aö hjálpa til viö aö jafna viröingu greina en á slíkt hefur mjög skort, sem kemur m.a. fram i stundatöflugerð og Haukur Viggósson kennari skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.