Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.09.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. september 1981 ÞJÓÐVÍLJINN — StÐA ll íþróttír íþróttir g] íþróttir odtda^^i Jml Kf' m< B FiJ ' íaP ,2 t m nr® ri ' lf m , "v ■ í. ■"* \ Hér sjáum viö sigurlið Vestmannaeyinga. Lengst tii vinstri er Kjartan Másson þjálfari liösins, en hann hefur unniö mjög gott starf fyrir Eyjamenn. tBV varö nú Bikarmeistari I þriöja sinn, og enn hafa þeir veika von um sigur 11. deildinni I ár. Mynd —gel— ÍBV sigraði FRAM 3-2 í úrslitum Bikarsins Bikarinn fór til Eyja Eyjamenn tryggöu sér Bikar- inn i þriöja skiptiö á Laugardals- veilinum á sunnudag er þeir sigr- uðu Fram 3:2. t hálfleik var staö- an 1:0 fyrir Fram. Nokkuö góö stemmning var meðal áhorfenda, og sérstaklega létu Eyjamenn i sérheyra þegar tBV komst á blaö iseinni hálfleik. tjrslitin verða aö teljast nokkuö sanngjörn, en Framarar skoruöu siöara mark sittaðeins 1 minútu fyrir leikslok. Þeir bræöur, Kári og Sieurlás_ voru Frömurum erfiöir, en tækú færi tBV voru ekki ýkja mörg, en þeir nýttu þau vel. Siöast uröu- Vestmannaéying ar Bikarmeist- arar 1972.Höföu áöur unniö hann 1968. Frömurum tókstsem sagt ekki aö veröa Bikarmeistarar þriöja áriö iröö, og vissulega voru þeir undir meiri pressu en Eyjamenn, sem höföu allt aö vinna. Ekki var leikurinn nema 9 min- útna gamall er Marteinn Geirs- son skoraði fyrir Fram. Þá tók Pétur Ormslev hornspyrnu. Eyjamenn skölluöu frá, en beint til Marteins, sem afgreiddi knött- inn i netið 1:0. Skot Marteins var aö visu nokkuö fast, en engu aö slöur heföi Páll markvörður átt aö geta varið skotiö. ,,Ég hélt aö ég heföi örugglega boltann, og ég varði nákvæmlega eins og skot frá Marteini i siöari hálfleik. Markið skrifast á mig”, sagöi Páll Pálmason markvörður IBV eftir leikinn. Framarar voru mun friskari framan af i fyrri hálfleiknum, þó þeir sköpuðu sér ekki mörg marktækifæri. A 16. minútu tók ómar Jóhannsson góða hornspyrnu fyr- ir Frammarkið. Þar við fjær- stöngina skallaöi Sigurlás á markiö, en boltinn fór i stöng, og þaðan til Kára bróöur, en skot hans frá markteig fór yfir. Guömundur Steinsson var nálægt þvi 4 minútum siöar aö bæta viö marki fyrir Fram, en Páll markvörður bætti fyrir mis- tök sin áöur, og varöi skot Guö- mundar af stuttu færi. Nokkur harka færöist i leikinn er á leiö, en prýöilegur dómari leiksins, Hreiöar Jónsson hélt mönnum niðri, meö röggsamri dómgæslu. Einu verulegu mistök dómara- tríósins voru þegar Kári fékk boltann inn fyrir vörn Fran\ rangstæöur. Ekkert dæmt, og Kári fékk aö fara meö boltann óáreittur upp að markinu, en á undraveröan hátt tókst honum aö skjóta framhjá markinu. Þarna sluppu Framarar og dómarinn vel. Siöasta orðið I leiknum átti Óm- ar Jóhannsson á 40. min en þá varöi Guömundur Baldursson skot Ómars af stuttu færi. Þannig lauk þvi fyrri hálfleik, og ekkert haföi gerst, er gaf til kynna hvaö yröi uppi á teningnum i seinni hálfleik. Siðari hálfleikur var ósköp daufur framan af, og þaö var ekki fyrr en Eyjamenn jöfnuöu, aö lifna tók yfir leiknum. Jöfnunar- markiö kom á 14. min. hálfleiks- ins. Framarar skölluöu frá horn- spyrnu Sigurláss, en beint á Þórö Hallgrimsson sem var staösettur á vitapunkti. Kappinn er ekkert aö tvinóna viö hlutina, og þrumu- skot hans þenur út Frammarkiö. „Ég skora aöeins þegar mikiö liggurviö. Þetta var draumabolti og ekki hægt annaö aö skora”, sagöi Þórður eftir leikinn. Ekki var nóg með aö Framarar leggöu boltann fyrir Þórö, heldur stóöu þeir sem gaddfreönir viö jöröina, og reyndu ekki aö hindra Þórö viö skotiö. 1:1. Fóru Eyjamenn rní allir að hressast, bæði leikmenn og áhorfendur. Ekki þurfti aö biöa i nema sex minútur eftir næsta marki IBV. ÁttiKári mestan heiöurinn af þvi, þó svo stóri bróðir hafi séö um aö renna knettinum inn fyrir mark- linuna. Kári einlék meöboltann nokkra metra, og á vitateigsiinu skaut hann á markið. Jaröarbolti staö- settur (aö sjálfsögöu), og hann þurfti ekki annaö en aö renna knettinum i netiö. 2:1 fyrir IBV. Nokkru siöar slapp Hafþór Guðjónsson nokkuö vel aö fá ein- ungisgultspjald, en ekki rautt, er hann ýtti Þóröi Hallgrimssyni eftir aö dæmd haföi veriö auka- spyrna á IBV. Þóröur var fljótur að hugsa og henti sér i jöröina, nokkuö vel leikið, en Hreiðar dómari sá I gegnum leikaraskap- inn, og tók upp gula spjaldið. Eft- ir þetta var Kjartan Másson, þjálfari IBV nokkuö tiður gestur inni á leikvellinum, þvi leikmenn hans lágu oft á jöröinni meiddir, eða etv. aðeins þreyttir. En áfram með smjöriö. Litlu munaði aö Marteinn bætti viðmarki og jafnaöi á 31. min siö- ari hálfleiks, en þá varði Páll skallabolta hans, eftir laglega sendingu Péturs. 14mi'nútum fyrir leikslok gerðu Eyjamenn út um leikinn, og enn voru Þorleifssynir á ferð. Hlut- verk þeirra hin sömu og áöur. Kári lék með knöttinn inn i' vita- teiginn hægra megin, gaf á Sigur- lás, sem lék á Guðmund mark- vörö, og rétt áöur en knötturinn fór yfir endalinuna tókst Lása aö stýra knettinum i markið. 3:1. Framarar reyndu árangurs- laust aö minnka muninn næstu minútumar, en án árangurs þar til á næst siöustu minútu leiksins. Pétri Ormslevvar þá brugöiö inn á vitateig, og Marteinn skoraöi af miklu öryggi úr vitaspyrnunni. 3:2. Þrátt fyrir mikinn hamagang og læti tókst Frömurum ekki aö jafna metin, og Eyjamenn fögn- uöu gifurlega þegar flautaö var til leiksloka, ekki sist Sigurlás fyrir- liði, sem lTkist helst manni, sem hefur fengiö stóra vinninginn.Ekki voru fagnaöarlæti áhorfenda frá Eyjum minni, og tilaö tryggja aö allir kæmust heim til Eyja voru skipulagöar rútuferöir beint frá vellinum til Þorlákshafnar i Herjólf en ekki gaf tilflugs frekar en fyrri daginn. Ekki er aö efa aö fjörugt hefur veriö I Herjólfi. Full ástæöa er til aö óska Eyja- mönnum til hamingju meö leik þennan og sigurinn. Þó ekki blési byrlega i byrjun, gáfust þeir ekki upp, og uppskáru samkvæmt þvi. Þeirfengu dcki mörg færi, en þeir bræöur nýttu þau vel. Má aö sönnu segja aö þeir hafi afgreitt Framarana aö þessu sinni. Voru þeir aö öðrum ólöstuöum bestu menn liösins. Aörir leikmenn liös- ins stóöu fyrir sinu, og sumir vel þaö. Auðvitað hafa Framarar ekki veriö ánægöir meö þennan leik. Ekkisist eftiraö hafahaft örugga forystu hálfan leikinn, og betri tök á leiknum á þeim Hma. Framarar hafa leikiö betur, og ekki er þaö oft sem Framvörnin lætur afgreiöa sig eins og geröist þrisvar i'leiknum. Fyrir utan þaö stóð vörnin sig vel. Trausti virtist idaufara lagi, og maöur saknaöi hinna frægu, „skorpna” hans með knöttinn upp allann völlinn (overlap) Slikt sást ekki til hans. Kannski ekki búinn aö jafna sig eftir meiöslin. PéturOrmslev var að vanda góöur, og sama er um Martein aö segja. Guömundur veröur ekki sakaöur um mörkin, ogaöra leikmenn virtist skorta þá einbeitni, sem til þarf I svona leiki. Þorsteinn Einarsson fyrrum iþróttafulltrúi rikisins afhenti sigurvegurunum Bikarinn áö leikslokum, en hann var heiðurs- gestur á leiknum. Hreiöar Jóns- son var sem fyrr segir dómari, og var leitun aö mönnum, sem stóöu sig betur en hann i starfi inni á leikvcllinum. Naut hann góörar aöstoöar linuvaröa sinna, þeirra Óla P. Ölsen, og Sævars Sigurös- sonar. Til hamingju Vestmannaeying- ar. Framarar voru mun ákveönari I byrjun ieiksins og voru þá stundum nokkuö aögangsharöir viö mark IBV. Hér er Guömundur Steinsson kominn i gott færi, en Páll markvöröur og Snorri Rútsson eru til varnar, og inn vildi boltinn ekki aö þessu sinni. Mynd —gel—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.