Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Sadat óttast samsæri — en þó enn meir múhameðskar andófshreyfingar Sadat Egyptalandsfor- seti hefur rekið heim sovéska sérfræðinga og diplómata og sakað þá um aðild að samsæri gegn sér. Fyrr f mánuðinum hafði hann bannað blöð, hand- tekið um 1500 manns, lýst trúarleg samtök í bann, sett af yfirmann Kopta- kirkjunnar í Egyptalandi og sett það sem fram fer í moskum Múhameðskra undir strangt eftirlit ríkis- ins. Þýða þessar hreinsan- ir að Sadat sé valtur í sessi og óttist bæði þá rót- tæklinga sem hafa sam- band við Sovétríkin og svo klerkaveldið? Hér er um aö ræöa mestu hreinsanir sem Sadat hefur staöiö fyrir allar götur siöan 1971, þegar hann átti i valdatafli viö Ali Sabri varaforseta og stuöningsmenn hans, sem þóttu mjög hallir undir Sovétmenn. Þaö var um svipaö leyti og Sadat tök upp þá nánu samvinnu viö Bandarikin, sem leiddi siöan til sérfriöar Egypta viö Israel i Camp David. Lakari staða Sadat mun væntanlega fá lof i vestrænum fjölmiölum fyrir aö reka siöustu sovésku sérfræöing- ana heim. En aöför hans gegn blaöamönnum, sem og kristnum og múhameöskum klerkum getur veikt stööu hans á sama vett- vangi. Sadat hefur reynt aö skapa þá mynd af Egyptalandi aö þar væri traust stjórn og stefndi til aukinna lýöréttinda —og ætti þar meö skiliö aö vera atkvæðamest- ur samstarfsaöili Bandarikjanna i Austurlöndum nær. Hreinsan- irnar munu hinsvegar koma að haldi þeim aöilum i ísrael, sem vilja sifellt minna valdamenn i Washington á aö Israel sé eina rikiö á svæðinu sem þeir geti Sadat og Begin: sérfriöurinn viö lsrael er þaö sem sameinar andstööu- hópana. fyllilega treyst. Þar fyrir utan fá andstæöingar Sadats og sérfriö- arstefnu hans i öðrum Arabalönd- um kærkomiö tækifæri til aö saka Egyptalandsforseta um niðings- skap viö trúna. Barist í Kaíró Þegar Sadat geröi grein fyrir „hreinsuninni” fyrst i mánubin- um, nefndi hann til sem beina ástæðu, átök i júnimánuöi milli múhameöskra og kristinna Kopta i fátækrahvérfum Kairó — kost- uöu þau um 60 manns lifið og nokkur hundruð særöust. Kvaöst Sadat vilja kveöa niður „ofstæki og agaleysi” — en heittrúarmenn hafa haft tilhneigingu til að gera hinn kristna minnihluta aö blórabögglum fyrir margt sem miöur fer i samfélaginu. Um leið og Sadat greip til lögregluað- geröa gegn heiftúðugum trú- bræðrum sinum þurfti hann einn- ig aö bera fram ásakanir á hend- ur Koptum , sem eru 3—6 miljónir i Egyptalandi. Annars heföi for- setinn verið sakaöur um aö draga þeirrataum, og þar með „annar- legra” áhrifa. Aöurhöföu pólitisk samtök Kopta veriö bönnuö, sem höföu ekki sist barist fyrir jafn- rétti þeirra viö aöra egypska þegna — m.a. til embætta. Og nú setti Sadat páfa Koptanna, Sjenúda þribja, frá embætti. Andstaðan En þetta er fyrst og fremst þaö sem upp á yfirborðib kemur. Fréttaskýrendur leggja áherslu á aö þaö sem mestu máli skipti sé þaö, aö fyrrnefndar óeiröir sýndu vaxandi áhrif múðham- eðskra andstööuhópa meðal al- mennings. Bæöi þeirra sem breiða út boöskap um islamskt lýðveldi, sem tekur miö af Kóran- inum i sem flestum greinum, og svo veraldiegra hópa. Samnefnari andstööuhópanna, sem Sadat óttast, er sérfriður hans viö tsrael. Hinir strangtrú- uöu lita á þann frið sem uppgjöf fyrir óvinum Islams, sem hafa hertekið þá helgu borg Jerúsal- em, þeir sem hugsa meir á ver- aldlega visu lita á friðargeröina sem svik viö hinn arabiska heim. Og einnig auðmýkingu fyrir Egypta i þeim skilningi, aö riki þeirra, hiö fjölmennasta og öflug- asta i arabiskum heimi, heföi átt að fá eitthvaö meira og fram- bærilegra i sinn hlut en þaö sem samið var um undir fundarstjórn Carters i Camp David. Svo hugsa einnig þeir, sem hafa kannski ekki sérlega samúö meö Palestinuaröbum. Spillingin En andófiö er einnig tengt inn- anlandsástandinu. Múhameöska bræöralagiö, einnig Gamaat Islamija, sem hafa náö mikilli út- breiðslu i háskólum og fleiri sam tök eru kannski ihaldssöm á mörgum sviöum, en þau láta sig engu aö siður dreyma um eins- konar velferðarriki á trúarlegum grundvelli. Og prékikarar sem þetta fólk vill gjarna hlýða á, eins og sjeik Kisjk, blindur prédikari, flytja eldheitar fordæmingarræö- ur gegn siðleysi og bilifi valdhaf- anna og vestrænni spillingu. Ræö- ur um þessi efni hafa um skeið fengist á spólum i blaösöluturn- um i Kairó — og þær leiða hugann aö Iran, það var meb útbreiðslu sliks boðskapar aö bylting Khomeinis hófst. Allt þetta óttast Sadat, og ekki bætir þaö stööu hans, aö andófs- samtökin hafa framkvæmt vel- feröarhugmyndir sinar i eigin hjáiparsamtökum, sem vinna miklu betur og heiöarlegar en opinberar stofnanir. A Vestur- löndum eru þaö einatt vinstri- sinnar sem skirskota til siðferðis- vitundar og siöferöilegrar for- dæmingar. En i þróunarlandi, þar sem hin nýrika yfirstétt, sem Sadat hefur komiö sér upp, herm- ir meö mjög áberandi hætti eftir ýmsum lökustu hlibum vestrænn- ar neyslumenningar, getur siö- ferðileg fordæming einnig náö tökum á þeim þjóöfélagshópum, sem Evrópumenn gætu búist viö aö finna til vinstri. Þegar Sadat vill koma i veg fyrir aö fjallaö sé um stjórnmál I guðshúsum er hann aö skrúfa fyrir hugsanlega gagnrýni á lifnaöarhætti yfir- stétta sem og þá efnahagsstefnu, sem hefur gert hina rikari rikari i landi mikillar örbirgöar. áb tók saman. öreigar stórborganna hafa áöur látiö i Ijós óánægju sina meö Kairó. efnahagsástandiö — frá götuátökum i EGYPTALAND FRETTASKÝRING Hvað er á bak við hremsanimai? Heimsmeistari kvenna 1 sextán ár: Konur hafa jafnmikl- ar skákgáfur og karlar Ég held að konur hafi að minnsta kosti jafn- mikla hæfileika til að tef la vel og karlar, að því er varðar greindar- bundna eiginleika eins og imyndunaraf I, fléttu- hæfni og þessháttar. En það eru sögulegar og félagslegar hefðir sem hafa staðið þeim fyrir þrif um. Svo mælir I nýlegu viötali frægasta skákkona heims, Nona Gaprindasjvili frá Grúsiu i Sovétrikjunum, en hún var heimsmeisari kvenna i skák á árunum 1962-78 — þá tapaöi hún fyrir ungri grúsiskri stúlku, Maju Tsjibúrdanidse. Nona bætir við: I skák er spurt um fleiri eigin- leika en þá sem ég nefni — til dæmis um tlma. Menn komast ekki i flokk hinna bestu I heimi ef menn eiga að gæta barna eða hafa skyldum heimilsstörfum aö gegna. En ég held aö breyt- ingar á kynhlutverkum, ekki sist i sósialiskum rikjum, muni hafa það i för meö sér aö kon- urnar muni draga á það forskot sem karlar hafa — enda þótt það geti gengið hægt. Nona leggur og áherslu á aö skákkeppni fylgi gifurlegt álag á taugakerfið og verði skák- menn aö hafa hestaheilsu. Hún glotti hinsvegar viö tönn þegar hún rifjaði upp glósur Pauls heitins Keresar stórmeistara um að konur geti ekki náö veru- legum árangri i skák af þvi að þær eigi svo erfitt meö aö halda sér saman i fimm tima sam- fleytt! Gósenlandið Grúsia Sovéskar konur hafa verið nær einráöar i heimsmeistara- keppni kvenna: sex sterkustu skákkonur i heimi eru sovéskar. En fjórar þeirra, og þá bæöi Nona og hinn nýi heims- meistari, eru frá Grúsiu, hinu fagra og frjósama fjallalandi suður I Kákasus. I viðtali þvi, sem hér er rakið og tekið var i Danmörku, var spurt hvernig stæöi á þessari sérstööu Grúsiu? Nona Gaprindasjvili teflir fjöltefli i Kaupmannahöfn. Nona svaraði á þá leið, aö gamansamir menn vildu láta sem þaö væri hreinu fjallalofti og góöum þrúguvinum Grúsiu aö þakka. En þaö skipti mestu, aö skák væri mjög vinsæl i Grúsiu og aö stórmeistarar landsins hefðu lagt sig mjög fram um skákuppeldi ogþá ekki undanskiliö stúlkur. Skák hefur, sagði Nona Gaprindasjvili, svipaða stööu og knattspyrna viöa annarsstaöar — og án þess aö ég sé aö upphefja sjálfa mig þá held ég, að þarna skipti veru- legu máli sú staöreynd aö um tveggja áratuga skeiö hefur heimsmeistari kvenna i skák verið frá Grúsiu. Nona var spurö aö þvi, hvor mundi vinna i næsta heims- meistaraeinvigi,Tsjibúrdanidse eða Alexandria. Þaö veit ég ekki, sagöi hún. Eitt er vist og það er, aö titillinn veröur áfram heima I Grúsíu. (Endursagt, Information).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.