Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. september 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍð Copynghf 1981 The Regnter <^nd Tribune Syndicote, Inc Pabbi segir að einn góðan veðurdag muni mér finnast gott að kyssa stelpurnar en núna finnst mér bara gaman að hárreyta þær. Myndspilari í stað vídeós? Ekki voru menn fyrr búnir aö fjárfesta í myndsegulbandi en þaö apparat var oröið úrelt. Nú er aö koma á markaöinn mynd- plata sem spiluö er á mynd- plötuspilara, sem hægt er aö tengja viö hvaöa sjónvarpstæki sem er. Myndplötuspilarinn, sem myndin sýnir, sem kemur frá Siemens, vinnur þannig, að laserpfpa fer yfir miljaröi „púnkta”, sem skrá bæði mynd og hljöö á plötuna. Þegar platan snýst veröur til úr „punktun- um” hárfint spor gert úr örsmá- um myndum (hver mynd er 0.4 þúsundasti úr millimetra á breidd). Leikin kvikmynd sem tekur eina stund að spila er sett saman úr 90.000 slikra einstakra mynda. Þaö á aö vera hægt aö snúa plötunni til baka og finna þá staöi sem menn vilja ítreka. Lasergeislinn sem sjónvarps- myndina les, kemur ekki viö plötuna, og skemmist hún þvi ekki. Þessi tæki eiga aö koma á markaöi i Evrópu innan árs. Rætt við Margréti Guðjónsdóttur húsfreyju í Dalsmynni T æknin er þetta betri í ár Þjóðviljinn hafði samband við Margréti Guðjónsdóttur hús- freyju í Dalsmynni á Snæfellsnesi og spurði hana tiðinda úr sveit- um á sunnanverðu nesinu. — Hvernig hcfur heyskapur- inn gengiö i sumar? Heyskapur er nú að verða búinn víöast hvar, menn eiga eftireitthvaö smávegis. Það var nú hræöilegt tiöarfar i ágúst, miklar rigningar. Túnin voru svo blaut, að ekki var hægt aö komast um þau meö vélar þó menn vildu heyja i vothey. Nú siðustu dagana hefur þó veriö skaplegra tiöarfar oghægt hefur veriö að bjarga miklu inn i hús. Viöa er fariö aö heyja mikiö i vothey en þar sem treyst er á þurrkun eru hey slæm og hrakin. — Eru hey þá ekki minni en i fyrra? Jú, þaö var nii mikið kal i túnum hér um slóðir þannig aö uppskeran varö minni lika fyrir þá sök. Svo gerði mjög slæmt veður hér um daginn, það fennti niður i miöjar hli'ðar. Svo geröi mikiö rok. þannig aö mikiö af Dalsmynni lausu hey fauk út i buskann. Sum tún hreinsuðust alveg. — Veröur þá ekki aö fækka fé, eöa kaupa menn hey? „Sjálfsagt veröur einhver fækkun, en auövitaö veröur reynt að bjarga málunum með fóðurbæti”. — Nú eru vegir á Snæfellsnesi ekki þeir bestu er um getur i landinu. Hefur cröiö einhver breyting á þeim? „Vegageröin hefur i sumar veriö aö lagfæra verstu kaflana hér um slóbir, þannig aö nú er hægt að komast á milli bæja. Af- leggjarinn að Laugargerðis- skóla hefur t.d. lagast mikiö. — Fer ekki aö líöa aö réttum? „Réttirnar veröa núna á mánudaginn. Þeir eru byrjaöir á sumarslátrun hér i nágrenn- inu. Ekki veit ég um þyngd á sláturfénu”. — Attu ekki i pokahorninu ný- kveðnar visur, Margrét? ,,Þeir voru aö segja i blöö- unum i fyrra, aö ólafur Ragnar væri farinn aö gera gagn i flokknum sinum. Þá setti ég saman þessa: Ólafs Ragnars ræöumagn rekka hefur plagaö Flokknum sinum gerir gagn geti hann alveg þagaö. Eftir að ég las grein eftir Flosa Ólafsson um japanska listamanninn i fyrra svo og vegna frétta af nýlistamönnum upp á siðkastið varö þessi til: Nýlist vor er nýt og hittin nokkuö betri en japanskt fár. Nú þurfa þeir ekki traf um titt- inn tæknin er þetta betri i ár. SvKr. / I rósagarðinum Hin sanna fórnfýsi Viö hinir ætlum aö halda áfram að horfa á Dallas meðan oss endist lif og heilsa. óskar Magnússon i Visi Sælir eru hógværir Greinin er uppfull af alls kon- ar sleggjudómum, fullyrðingum og beinlinis fölsunum á stað- reyndum svo engu er likara en heilabúiö, sem að baki býr, sé galtómt eða einn hrærigrautur. Karvel Pálmason i Visi. Nevtrónusprengjan eyöileggur ekki mikið af fasteignum, hins- vegar er ekki ráölegt aö hafa mikiö af seðlum á sér þegar maöur veröur fyrir henni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.