Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 15
|\^/1 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka I/. \l daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendunt Hús Framkvæmdastofnunar rfkisins — ióöafrágangur til fyrirmyndar — Ljósm. —gel— Ríkið mesta druslan Þaö hefur lengi veriö stefna borgaryfirvalda aö hvetja fólk til aö hafa snyrtilegt i kringum sig, ganga vel frá lóöum og um- hverfi húsa. Verðlaun eru veitt fyrir fegurstu göturnar og svo framvegis. Ekki veröur annaö sagt en að miklar framfarir hafi oröiö i borginni, enda eru menn nokkuö sammála um þaö aö Heykjavik sé meö snyrtilegri borgum. Viða er pottur brotinn samt sem áður og þarf ekki langt aö fara til aö rekast á hauga af drasli, til aö mynda get ég varla hugsað mér andstyggilegra um- hverfi en uppi á Artúnshöfö- anum þar sem drasliö blasir viö. En þaö var reyndar ekki þaö sem ég ætlaöi aö ræöa hér, heldur að benda á hver er mesta druslan i bænum. Það er þetta fyrirbæri sem viö köllum rikiö. Lóöir umhverfis byggingar rikisins eru margar hverjarófrá- gengnar og hafa verið þaö ára- tugum saman. Umhverfis skóla, fangelsiö i Siöumúla svo eitt- hvaö sé nefnt, blasa viö klappir og nokkur villuráfandi strá sem berjast fyrir lifi sinu ein og yfir- gefin. Þó verð ég aö nefna þaö sem vel er gert og til fyrir- myndar, en þaö er lóöir. um- hverfis Framkvæmdastofnun rikisins viö Rauöarárstig. Þaö hefur veriö vel aö verki staöiö, en er þaö ekki dæmigert að þegar stofnun sem hýsir hag- fræöinga og valdamenn er býggö, þá er gengið frá öllu, en þegar börnin eiga i hlut, þá mega lóðirnar vera ófrá- gengnar svo árum skiptir, i mesta lagi fá þau kalt, hart og tilbreytingalaust malbik til aö leika sér á i friminútum'! Nei, rikið þarf aö taka sig á og gera öllum jafn hátt undir höföi. Fallegar lóbir og góö um- gengni er borgarprýöi, það er kominn timi til aö þessi arfur hirðuleysis hverfi. Ingibjörg Kunnið þið stafrófið krakkar? A þessari mynd gildir það að vita í hvaða röð staf irnir koma. Þið byrjið á a, svo b, við segjum ekki meira. Reynið að spreyta ykkur á myndinni, litið hana og spyrjið pabba og mömmu hvað svona lagað heitir. Spjallað við pabba og mömmu Sigga: Pabbi, þú mátt alls ekki segja mömmu frá þvi en ég held að hún kunni ekkert aö ala upp krakka. Pabbi: Af hverju segiröu þaö? Sigga: Af þvi aö hún skipar mér aö fara aö sofa þegar ég er glaö- vakandi, en segir mér aö fara á fætur þegar ég er grútsyfjuð! Pabbi, hvar fæddist þú? 1 Hafnarfirði. En, hvar fæddist mamma? A Sauðárkróki. Hvar fæddist ég? A Egilsstöbum. Er það ekki skritið aö viö þrjú skyldum hittast? Magga: Mamma, ef ég gifti mig þegar ég verö stór, helduröu aö ég eignist mann eins og pabba? Mamma: Já áreiöanlega Magga: En ef ég gifti mig ekki, verö ég þá piparmey eins og Jó- hanna frænka? Mamma: Já vina min. Magga: Mamma er heimurinn ekki harður viö okkur konur? Barnahornið Fimmtudagur 17. september 1981 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 15 #(Jtvarp Islenskar þjóðsögur í sögulegu samhengi Or sýningu Þjóöleikhússins á „Mótmælum”. Rúrik Haraldsson og Erlingur Gislason sem rithöfundarnir Stanek og Vanek. Leikrit vikunnar T ékkneskir andófsmenn 1 kvöld kl. 20.30 veröur flutt leikritið „Mótmæli” eftir Vác- lav Havel i þýöingu Jóns Gunnarssonar. Þetta leikrit var flutt á litla sviöi Þjóöleik- hússins sl. vetur og vakti þá töluveröa athygli vegna þeirr- ar umræöu sem þar á sér staö. Leikurinn segir frá þvi er tveir rithöfundar Stanek og Vanek hittast. Annar hefur lent i útistöðum viö stjórnvöld, hann tilheyrir hópi þeirra sem heldur uppi andófi og reynir aö hafa áhrif á stjórnvöld til aukins frelsis og til að hjálpa þeim sem lenda innan fjög- urra veggja fangelsanna. Hann gengur á fund þekkts rithöfundar til aö reyna aö fá undirskrift hans undir mót- mælaplagg, og siöan leiöir eitt af öðru, við kynnumst klemmu þessara manna, spurningunni um aö sigla milli skers og báru, aö sætta sig viö kúgun, eöa að vera samvisku sinni trúr. Václav Havel fæddist i Prag Václav Havel. 1936. Honum var bannaö aö leggja stund á listnám vegna þess að foreldrar hans voru i andstööu viö stjórnvöld. Havel gerðist sviösmaöur i þekktu leikhúsi vann sig þar upp og varö aö lokum leiklistarráðu- nautur. Eftir innrás Varsjár- bandalagsrikjanna i Tékkó- slóvakiu 1968 komst hann á svartan lista og leikrit hans voru bönnuö i heimalandi hans. Fyrsta leikrit Havels „Garðveislan” birtist 1963 og var sýnt i mörgum löndum viö miklar vinsældir. t hiutverkum rithöfundanna i „Mótmælum” eru þeir Er- lingur Gislason og Rúrik Har- aldsson, en leikstjóri er Helgi Skúlason. Útvarp %/!# kl. 20.30 i kvöld tnun Hallfreður örn Eiriksson flytja erindi um samhengiö milli þjóðfrelsis- hreyfiriga og þjóðsagnasöfn- unar og takmarka umfjöllun sina viö ákveöinn hluta úr sögu 19. aldarinnar. Hallfreður sagöi i viötali viö Þjóbviljann, að þó hann fjall- aöi eitthvaö um þaö hvaða þátt þjóðfrelsishreyfingar i ýmsum löndum Evrópu heföu átt i þvi aö efla slika söfnun, þá snérist þetta erindi einkum um þaö er geröist á tslandi um og upp úr miðri siðustu öld. Reynt yröi aö skýra samspilið á milli sjálfstæöisbaráttu Is- lendinga á þeim árum og þess áhuga er vaknar um söfnun þjóösagna er leiðir til þess aö Jón Arnason og Magnús Grimsson hefja söfnunarstarf sitt. Þetta timabil er reyndar ekki nema tuttugu ára langt, eöa frá þvi 1845 og þar til Þjóö- sögurnar taka aö birtast al- menningi 1862 - 1864. Hallfreöur örn Eirlksson Segja má aö I hnotskurn þá fjalli þessi útvarpsþáttur um það hvernig hræringar i fé- lagslifi og stjórnmálum geta birst sem róttækt endurmat á þjóölegum menningararfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.