Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Móbirin og börnin I Sterkari en Superman, sem frumsýndur verður f Alþýöuleikhúsinu f Hafnarbfói á laugardag. A myndinni eru þau Margrét ólafsdóttir, Sigfús Már Pétursson og Guðlaug Maria Bjarnadóttir i hlutverkum sínum. Ljósm.:eik. Alþýduleikhúsid frumsýnir á laugardag: Leikstjórar og leikamr fastráðmr ífyrsta sinn Alþýðuleikhúsið hefur nú á ný sest að i Hafnarbiói og um helg- ina hefst vetrarstarfið með frumsýningu á ieikritinu „Sterkari en Superman” eftir Roy Kift. Ensk leikrit munu setja svip á veturinn, þvi auk Supermans verður sett á svið „Illur fengur” eftir Roy Orton og Don Quijote eftir James Saunders sem báðir eru frá Englandi. Af öðrum verkefnum má nefna „Elskaðu mig” eftir dönsku skáldkonuna Vita Andersen, „Hvorki fugl né fisk- ur” eftir Kroetz hinn þýska, „Þjóðhátið” eftir Guðmund Steinsson og nýtt verk eftir Ólaf Hauk Simonarson. Alþýðuleikarar bobuöu blaöa- menn á sinn fund i gær til að kynna starfið i vetur. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á Hafnarbiói, og nú ganga leik- húsgestir á rauðum teppum inn i salinn og búiö er að fjarlægja tvær sætaraðir i miðjum salnum þar sem hægt er að koma fyrir 10 hjólastólum. Alþýðuleikhúsið býöur nú upp á sérstök afslátt- arkort sem gilda eitt ár i senn, er fyrir tvo og veitir 50% afslátt, en gildir þó ekki á barna- og unglingasýningar, sem eru niö- urgreiddar. 1 vetur verða i fyrsta sinn fastráðnir leikarar og leikstjór- ar, auk þess sem nokkrir eru lausráðnir i sérstök verkefni. Leikstjórarnir Þórhildur Þor- leifsdóttir og Thomas Ahrens verða fastráöin svo og leikar- arnir Arnar Jónsson, Bjarni Ingvarsson, Borgar Garöars- son, Guðmundur Ólafsson, Guð- laug Maria Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir, Margrét ólafsdóttir, Sigfús Már Pétursson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Lausráöin eru Viöar Eggertsson, Björn Karls- son, Jórunn Sigurðardóttir, og Sigrún Valbergsdóttir en þær tvær slðast töldu eru leikhús- stjórar hússins. Þá verða leik- myndagerðarmennirnir Grétar Reynisson og Messiana Tómas- dóttir lausráöin. Leikararnir skipta sér i tvo hópa, annar mun aö mestu sjá um leikrit fyrir börn og ung- linga, en hinn fyrir fulloröna. Svo betur sé vikiö aö verkefn- um vetrarins þá verður „Sterk- ari en Superman” frumsýnt á laugardag kl. 17. Eins og les- endum Þjóðviljans er eflaust kunnugt fjallar leikurinn um fjölskyldu, konu með tvö börn, annað lamað og I hjólastól. Þau eru nýflutt og verkið segir frá þvi hvernig þeim er tekið i nýju umhverfi. Strákurinn sem er i hjólastól á sér hetju, sjálfan Supermann og vill verða eins og hann, enþegar allt kemur til alls er það móðirin, sú sem heldur öllu saman, sem er sterkari en figúran Superman. Það eru þau Thomas Ahrens og Jórunn Sig- urðardóttir sem leikstýra, en leikarar eru Björn Karlsson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Margrét ólafsdóttir, Sigfús Már Pétursson, Thomas Ahrens og Viðar Eggertsson. Grétar Reynisson gerir leikmynd og Ólafur Haukur Simonarson semur tónlist. „Elskaðu mig” eftir Vitu Andersen verður frumsýnt 18. október. Það er Sigrún Val- bergsdóttir sem leikstýrir en þau Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir eru i hlutverk- um karlsins og konunnar sem leikritið fjallar um. Þarna er á ferðinni ungt fólk i leit aö ham- ingju, ást og lifsfyllingu, en for- saga þeirra skiptir miklu i verk- inu. „Illur Fengur” eftir Joe Ort- on, er þeirrar tegundar sem kölluö hefur verið svört kóme- dia, napurt verk og fyndið, sem segir frá hrikalegum atburðum sem gerast i venjulegu ensku miöstéttarumhverfi. Frumsýn- ing veröur i nóv. „Don Quijote” eftir James Saunders verður sett upp af Þórhildi Þorleifsdóttur og er áætlaö að frumsýna i janúar. önnur verk eru á samninga- stigi, eða rétt að streyma úr penna höfundar og veröur sagt frá þeim siðar. Þvi er svo við að bæta að i október hefjast miðnætursýn- ingar á „Stjórnleysingi ferst af slysförum”, þar sem Þráinn Karlsson er i stóru og miklu hlutverki, en leikurinn er að sjálfsögðu eftir Dario Fo. Alþýðuleikararnir sem tóku sér stutta hvild frá æfingum og tiltektum meðan blaðamenn stöldruðu við, lögðu áherslu á að nú fyrst sköpuðust aðstæöur til þess að skapa leikhúsinu stil, þegar fastráöið fólk getur unnið saman og hefur til þess húsnæöi, sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til leikhúss. — ká Laxveiðar í sjó: Ognun við laxarækt? Vmsir hafa látið í Ijós áhyggjur yfir auknum lax- veiðum í sjó að undanförnu og ekki að ástæðulausu. óttast bændur að með þessum veiðum kunni að vera höggvið nærri hags- munum þeirra. Nú hefur landbúnaðarráðherra skipað nefnd/ undir forystu Þorsteins Þor- steinssonar, formanns Landsambands veiði- félaga, og er henni ætlað að athuga, svo sem f rekast er kostur, í hve miklum mæli íslenska laxastofns- ins gætir. i þessum veiðum. I ályktun, sem aðalfundur Stéttarsambandsins samþykkti um þessi mál segir að fundurinn lýsi „þungum áhyggjum yfir auknum laxveiðum i sjó I land- helgi nálægra landa og á út- hafinu á norðaustanverðu Atlantshafi. Enginn veit hvort eða hve mikið þessar veiðar kunna að skaða hagsmuni islenskra bænda, en mögulegt er að þær eyðileggi laxarækt sem búgrein i vissum landshlutum. Fundurinn skorar þvi á land- búnaðarráðherra og rikisstjórn íslands að gera allt sem mögulegt er til að vernda þá islensku hags- muni, sem hér kunna að vera i hættu. Jafnframt fagnar fundurinn þvi að landbúnaðarráðherra hefur nú skipað nefnd undir forystu Þorsteins Þorsteinssonar, form. Landsamb. veiðifélaga, til að „leita færra leiöa til könnunar á hlutdeild islenska laxastofnsins i afla þeirra þjóöa, sem laxveiðar stunda á norðaustanveröu Atl- antshafi.” —mhg j Fötluðbörnj i heimsækja j ■ Hornaf jörð • Næstkomandi sunnudag I mun Kristinn Guðmundsson, J . sem vinnur i Þjóbleikhúsinu, . fara með hóp fatlaöra barna I austur að Höfn i Hornafirði. I | Hópurinn leggur af stað frá [ Reykjavfk kl: 10 og er dvaliö ■ þar i 5 tima. Veröur börn- I unum boðib i rútuferð upp að I * jökli og siðan i mat i Fisk- * 1 vinnslustöðinni. Kaupfélagið ! I býöur. Þá mun sr. Gylfi I Jónsson boða til messu I I ferðalangana, en siðan verö- * ■ ur flogiö aftur heim til j | Reykjavikur. Kristinn Guðmundsson I sagði að þetta væri sjötta J J ferðin sem hann skipulegöi ] | og stýrði fyrir fötluö börn. Þátttakendur i þessari ferð I eru Ur sérdeildinni i Hliða- J skóla og greiða foreldrar ■ fararkostnaðinn. Svkr. I Álagningu á að ljúka félög Stefnt er að þvi að álagningu opinberra gjalda á félög ljúki fyrir októberbyrjun að þvi er Gestur Steinþórsson, skattstjóri i Reykjavik tjáði Þjóðviljanum I gær. Er álagningin mánuði siöar á ferðinni en i fyrra, en þess ber að gæta að lögin sem skattframtöl og álagning byggir á, komu þremur vikum siöar frá aiþingi i vor en i fyrra. Meðan ekki hefur verið lagt á félög, ber þeim aðeins aö greiöa sama hlutfall mánaðarlega og þau gerðu á siðasta ári. Sagði Guðmundur Vignir Jósepsson, gjaldheimtustjóri, aö af þessum sökum væri ekki hægt að bera saman gang innheimtu opinberra gjalda t.d. viö siöasta ár. Það veröur I fyrsta lagi hægt i októ- berlok ef álagning á félög kemur i lok þessa mánaöar. Innheimta fasteignagjalda er hins vegar skráð sér og sagði Guðmundur Vignir aö útlit væri fyrir að inn- heimta á þeim væri ekki minni en ásamatimaifyrra. —AI Kynning Kennarasambandsins: Hvemlg er vinmi staður bamanna? Kennarasamband islands er nú aö hefja herferð til kynningar á skólastarfinu I landinu og þeim aðbúnaði sem nemendur búa viö. Ætlunin er að koma af stað um- ræðum um skólamál með það markmið I huga aö bæta vinnu- stað barna. Nýlega var kynnt könnun sem Félag skólastjóra og yfirkennara lét gera á aðbúnaði í skólum. Könnunin leiddi I ljós aö viöa eru þrengsli mikil, aðstööu vantar til verkmennta- og listakennslu, bókasöfn eru af skornum skammti, það gilda lög um grunnskólann sem ekki er hægt að framfylgja vegna aðstöðuleys- is. Kennarasamtökin benda eink- um á það hver mörg börn eru i bekkjunum og telja aö ekki sé hægt að beita nútima kennsluaö- feröum i svo stórum bekkjum, og ekki hægt að ná fullnægjandi árangri i blönduðum bekkjum. Herferð Kennarasamtakanna veröur meö þeim hætti aö bækl- ingi veröur dreift til foreldra 6 og 7 ára skólabarna. 1 ritlingnum er spurt 12 spurninga, sem eiga aö vekja foreldra til umhugsunar. Spurt er að þvi m.a. hvort reynt sé aö skapa jákvætt viöhorf til skólans á heimilinu, hvort börnin fái aö standa fyrir máli sinu, hvort foreldrar viti hvernig börn- unum liöur á þeirra vinnustaö (skólanum), hvort börnunum sé sinnt sem einstaklingum i skólan- um og um samfelldan skóladag svo dæmi séu nefnd. Þá verður næst dreift plakati þar sem vakin er athygli á þvi hve bekkjardeild- ir eru f jölmennar og spurt, veröur þitt barn útundan? A næstunni beita kennarar sér fyrir greinar- skrifum i blöö, auglýsingar veröa i sjónvarpinu og samtökin hafa framhald á slðu 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.