Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. september 1981 „Er bjartsýnn á framtíð sveitanna” Gunnar Guöbjartsson hefur nú látið af formennsku Stéttarsambands bænda. Hafði þá gegnt því starfi í 18 ár. Forysta fyrir Stéttarsambandinu er vandasamt starf og á stundum vanþakklátt. Þar þarf í senn að sýna lipurð og festu. Bændur eru ekki alltaf á einu máli um allt, fremur en fólk í öðrum stéttum. En ágreiningsmálin hefur Gunnari tekist að leiða til lykta með þeim hætti, að rétt horfir, þegar stefna hefur verið tekin. Þær raddir eru a.m.k. fágætar, séu þær þá til, sem annað herma. Gunnar hefur vaxið með störfunum. Blaöamaöur haföi tal af Gunn- ari Guöbjartssyni á Laugafundin- um. Hann var fyrst spuröur aö þvl hvenær Stéttarsambandiö heföi veriö stofnaö og um tildrög aö þvi. Stofnun Stéttarsambands- ins — Stofnfundur Stéttarsam- bands bænda var haldinn aö Laugarvatni um rnánaöamótin ágúst-sept. 1945. Ég mætti þar og var þá yngsti fulltrúinn á fundin- um. Bændastéttin átti um þessar mundir lýmsum erfiöleikum. All- valin. Sú atkvæöagreiösla fór svo fram um veturinn og formlega gengiö frá stofnun sambandsins áriö eftir. Var bráöabirgöastjórn- in þá endurkosin. Málamiölun — Og hvernig fór svo atkvæöa- greiöslan? — Þar varö nú mjótt á munun- um, en svo fór þó, aö þeir, sem vildu byggja á búnaöarfélögun- um, uröu i meiri hluta. En eöli- legt þótti þó aö fara þarna miöl- unarleiö: Horfiö skyldi frá hug- myndinni um nýjar félagsstofn- ar alltaf haft. I byrjun voru þeir meö mér I stjórnínni Einar Ólafs- son I Lækjarhvammi, Bjarni Halldórsson á Uppsölum, Vil- hjálmur Hjálmarsson á Brekku og Páll Diöriksson á Búrfelli. — Hvernig sagöi þér svo hugur um starfiö? — Eg kveiö afskaplega mikiö fyrir þvi aö takast á hendur þetta starf. Þá var nýbúiö aö mynda viöreisnarstjórnina og hún var nú ekki ýkja hliöholl bændum. En þaö var gott samstarf I Stéttar- sambandsstjórninni og alger ein- hugur. Engin pólitik komst þar aö. Ég get ekki neitaö þvi aö ég var eitthvaö tortryggöur til að byrja meö en sú tortryggni eydd- ist fljótlega. Og á samstarfiö i stjórninni hefur aldrei boriö neinn skugga. Einar mun hafa starfað lengst með mér i stjórninni. Hann var einnig I 6-mannanefndinni, sem fjallar um verölagsmál. Erfiðustu viðfangsefnin — Hvaöa mál hefur þér þótt erfiöast viö aö fást? mgh ræðir við Gunnar Guðbjartsson, fyrrverandi formann Stéttar- sambands bænda Frá aöalfundi Stéttarsambands bænda. ar aörar stéttir I þjóöfélaginu höföu þá myndaö sin samtök, þótt kannski væru þau mismunandi sterk og fyrirferöarmikil. Til- gangur slikra samtaka var og er aö sjálfsögöu sá, aö standa vörö um hagsmuni viðkomandi stétt- ar. Bændur höföu sin fagsamtök þar sem er Búnaöarfélag tslands. En eiginleg stéttarsamtök höföu þeir engin. Þvi var ákveöiö aö stofna Stéttarsambandiö. — Var eining meöal bænda um þetta áform? — Já, það var þaö. En all- snarpar deilur voru meöal bænda um formið á samtökunum. Sumir vildu að sambandiö yröi sérstök deild I Búnaöarfélaginu, en aörir aö stofnuö yröu sérstök félög bænda I hverjum hreppi og yröu þau grunneiningar Stéttarsam- bandsins. Bent var á, aö búnaöar- félög væru i hverjum hreppi og i þeim væru allir bændur. Þaö væri þvi eölilegt aö á þeim grunni, sem þarna var fyrir, byggöist Stéttar- sambandiö fremur en aö fariö yröi aö stofna önnur félög af sömu mönnum viö hliö þeirra, sem fyr- ir voru. Um þetta var hart deilt. Fyrir stofnfundinn feröuöust þeir Steingrlmur Steinþórsson og Pét- ur Ottesen um landiö og héldu fundi meö bændum. Niöurstaöa stofnfundarins varö sú, aö kosin var bráöabirgöa- stjórn og var hún skipuö mönnum frá báöum deiluaöilum. Siöan skyldu bændur skera úr þvi meö atkvæöagreiðslu hvor leiöin yröi anir en Stéttarsambandið skyldi á hinn bóginn vera óháö Búnaöar- félaginu og starfa sjálfstætt. — Og Sverrir I Hvammi var kosinn formaöur? — Já hann var þaö og þvi starfi gegndi hann i 18 ár. Hann var sex- tugur er hann tók viö formennsk- unni og þvi 78 ára oröinn er hann hætti. Sverrir var ákaflega far- sæll formaöur, hófsamur en fast- ur fyrir, margreyndur, víösýnn og traustur félagsmálafrömuður. Var það mikiö lán fyrir samband- iö aö njóta forystu Sverris á þess- um fyrstu mótunarárum. — Hvert var megin viöfangs- efni Stéttarsambandsins I upp- hafi? — Fyrstu tvö árin fóru nú eink- um I það aö fá aðild aö búvöru- verðlagningunni. Þá var hún I höndum svonefnds Búnaðarráös og voru bændur yfirleitt óánægöir meö þaö fyrirkomulag, enda áttu samtök þeirra ekki aöild aö skip- an þess. Niöurstaöan varö sú, aö lögfest var stofnun Framleiöslu- ráös og fékk þaö aöild aö verö- lagningunni, sem og Stéttarsam- bandiö. Aldrei borið skugga á sam- starfið — Og svo tókst þú viö af Sverri? — Já, þaö kom I minn hlut og þaö var engan veginn vandalaust aö taka viö af honum. En ég haföi góöa samstarfsmenn og hef raun- — Ég held aö verölagsmálin hafi nú alltaf verið vandasömust viö aö eiga. Kaup bænda skal miðast viö kaup svonefndra viö- miöunarstétta, iönaöarmanna, sjómanna og verkamanna.Stjórn- völd vilja á hinn bóginn halda niðri verölagi til þess aö hamla gegn veröbólgunni. En þess ber aö gæta, aö kaup bænda fer ekki fyrir öörum hækkunum heldur á eftir. Þaö er þvi afleiöing, ekki orsök. Þaö hefur oft veriö þungur róöur aö halda uppi hlut bænda- stéttarinnar. A hinn bóginn kom svo til þrá- láturáróöur gegn landbúnaöinum og raunar framleiöslu búvara á Islandi yfirleitt. Og þó aö sá áróö- ur hafi byggst á ósanngirni og þröngsýni, — svo maöur segi ekki beinum illvilja, — þá hefur hann haft sin áhrif. Gegn þessu hafa bændur aö sjálfsögöu snúist hart. Svo er þaö náttúrulega sölu- vandamáliö en veröbólgan hefur gert okkur illkleift aö flytja út bú- vörur fyrir viöunandi verö. Og svo er þessi afleiöing veröbólg- unnar, sem engin stétt á minni sök á en bændur, kölluö offram- ieiösla. Þaö er ekkert gamanmál, ' þegar um árabil hefur veriö aö þvi stefnt aö auka framleiösluna, aö þurfa svo skyndilega aö fara aö takmarka hana. Bændur áttu aö vonum erfitt meö aö sætta sig viö þá hugsun. Þegar ég tók viö formennskunni þurfti lítið að flytja út af búvöru. Menn bjuggust viö aö svo yröi áfram. Fyrsta áriö, sem ég var formað- ur, þurfti 21 milj. kr. I útflutnings- bætur og var þaö ekki nema brot af þeim útflutningsbótarétti, sem bændur áttu þá. En svo snerist þetta tiltölulega fljótt viö. Og viö þetta svonefnda offramleiöslu- vandamál hafa bændur veriö aö glíma aö undanförnu og beitt við þaö aögeröum, sem út litur fyrir aö nái tilgangi sinum. Víst var þetta tilvinnandi — Þaö þarf naumast aö þvl aö spyrja að þetta hefur veriö eril- samt starf, Gunnar? O-já, töluvert. Ég hef aö sjálf- sögöu mætt á miklum fjöida bændafunda þessi ár. Svo var þegar I upphafi og þó aldrei meira en sföustu árin. Arin 1978—1979 mátti heita aö ég mætti á fundum um allar helgar. Stóöu þeir stund- um 6—10 klst. Þegar söluvanda- málin voru til umræöu. Sumir áttu erfitt meö aö skilja og sætta sig viö þær ráöstafanir, sem rætt var um aö beita og slðan beitt, til takmörkunar á framleiöslunni. Og þaö skal I sjálfu sér engum láö. Fyrir kom aö manni var brigslaö um aö vera aö svlkja stéttina og var ónotalegt aö fá þann áburöúr eigin rööum. Þessu hef ég i raun og veru aldrei svar- aö þótt fyrir hafi komið aö ég hef skrifaö bréf. Og spyrja má, hvort þetta hafi veriö tilvinnandi. Já, ég sé ekki eftir þvi aö hafa eytt þessum ár- um i þetta starf. Auövitað var þaö oft erfitt vegna heimilisins en úr bætti, aö þar var fullum skilningi aö mæta. En ég hef llka kynnst ákaflega mörgum mönnum vegna þessa starfs og eignast marga vini og það er ekki hvaö sist þetta, sem gert hefur starfiö ánægjulegt. Konurnar fegra fundina — Ertu ekki bjartsýnn á fram- tiö Stéttarsambandsins? — Jú, framtíð þess er trygg og ég er bjartsýnn á framtið sveit- anna og bændastéttarinnar. Þaö er gleöileg staöreynd, aö ungt fólk vill I vaxandi mæli leita út i sveit- irnar. Ég hef aöstoöaö marga viö þaö. — Hvernig finnst þér svo þessi fundur hafa veriö? — Þetta hefur verið góður fundur. Friösamur, en annriki hefur veriö mikiö, enda mála- fjöldinn meö fádæmum. Og mér finnst aö fundirnir hafi fengið allt annan og ánægjulegri svip siöan konurnar fóru aö sækja þá. Svo óska ég eftirmanni minum farsældar I störfum og treysti honum vel til aö takast á viö þann vanda, sem óneitanlega fylgir þeim. Klúbbur NEFS : Purrkur og Þursar Klúbbur NEFS tók til starfa i Félagsstofnun stúdenta um slö- ustu helgi. Um næstu helgi veröur enn á ný tekiö til viö tónlistar- flutning, aö þessu sinni veröa Purrkur Pillnikk & Q4U á ferö- inni, þeir félagar spila á föstu- dagskvöld, en á laugardag leikur Þursaflokkurinn. Ýmsar breytingar verða geröar á tilhögun klúbbstarfsins. Húsið veröur nú opnað kl. 20, tónlistar- flutningurinn hefst kl. 21 og á aö ljúka kl. 23. Aðgangseyrir er 50 krónur aö venjulegum tónleikum, eöa þegar islenskir listamenn koma fram. Vlnveitingar eru á staönum. Handbók um stofublóm ílSOstofublóm ciakennl • ra'.kiun • umhlrða . d ■ V * , ‘ -.■**% l\ ■ Mál og menning hefur sent frá sérbókina 350stofublóm eftir Rob Herwig. Öli Valur Hansson garö- yrkjuráöunautur þýddi og staö- færöi. Þessi bók fjallar um öll helstu blóm sem ræktuð eru og unnt er aö rækta i' heimahúsum hér á landi. Fjallaö er um umhiröu plantna, staðsetningu og vaxtar- skilyröi, og slöan er hverju blómi helgaöur sérstakur kafli ásamt yfirliti um þörf þess fyrir birtu, hita, jaröveg og vatn. í bókinni er aö finna hugmyndir um hvernig koma má fyrir blómum I glugg- um, kerjum og blómaskálum, um ræktun i flöskum, vatnsrækt, gróðurvinjar á skrifstofum o.fl. Bókin er rikulega og glæsilega myndskreytt, m.a. litmyndir af öllum þeim blómum sem um er fjallaö og henni fylgir nafnaskrá, bæöi yfir islensk heiti blómanna og fræöiheiti þeirra. Oddi hf annaöist setningu og filmuvinnu, en bókin er prentuð i Hollandi. Hún er 192 bls. aö stærö. Sjáarútvegsráðuneytið Friðun fyrlr Norð austurl. Sjávarútvegsráöuneytiö hefur gefiö út reglugerö, sem tekur gildi 15. september, og varöar hún breytingar á friöaöa svæöinu fyrir Noröausturlandi. Veiöar meö botn- og flotvörpu veröa bannaöar á timabilinu 15. september til 31. janúar á svæöi, sem markast af linu dreginni 360 gráöur réttvísandi frá Rifstanga og aö austan af llnu dreginni 10 gráöur réttvisandi frá Hraun- hafnartanga og linu, sem dregin er 40 sjómilur utan viömiöunar- linu. Þá eru veiöar meö botn- og flot- vörpu bannaðar allt áriö á svæöi, sem markast af linu 10 gráöur réttvisandi frá Hraunhafnar- tanga og aö austan af linu dreg- inni 360 gráöur réttvisandi frá Langanesi og 40 sjómllur utan viö viömiöunarlinu. Sama gildir um svæöi, er markast af linu dreginni 360 gráöur réttvisandi frá Langa- nesi og aö austan af linu dreginni 81 gráöu réttvlsandi frá Langa- nesi og aö utan af linu dreginni 30 sjómllur utan viö viömiöunarllnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.