Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA íi íþróttirg iþróttirfS íþróttir Sigurmark Fram staöreynd.Guömundur Steinsson hefur spyrnt og boltinn siglir framhjá markveröi og varnarmanni Dunkalk. Ljósm. — gel. UEFA keppnín: Fram vann Dundalk 2:1 í gærkvöldi Góður síðari hálfleikur gaf tvö mörk Fram vann nokkuð óvæntan en verðskuldaðan sigur yfir irsku bikarhöf- unum# Dunkalk. úrslit leiksins urðu 2:1 eftir að irarnir höfðu leitt leikinn í hálfleik 1:0. Það var góður leikur Fram í seinni hálf- leik sem skóp sigurinn fyrst og fremst. Fyrri hálfleikur var hinsvegar með eindæmum daufur, jafnvel svo, að þegar menn fengu sér hressingu í leik- hléi var ekki þann mann að fyrirfinna, sem spáði þvi að Fram næði að jafna metin, hvað þá að vinna leikinn. Þaö virtust vera tvö áþekk knattspyrnufélög sem hófu þenn- an leik á Laugardalsvellinum i gær. Fátt geröist markvert i byrj- un, hlaup og litil kaup var vöru- merki leiksins fyrstu minúturnar þó svo aö Framarar héldu iviö meira i boltann. Tækifærin voru sárafá og skotin að marki grút- máttlaus. Hættulegasta tækifæriö kom um miöjan fyrri hálfleik þegar Halldóri Arasyni tókst meö miklu haröfylgi aö brjótast i gegnum vörn irska liösins, en markvöröur tranna náöi aö bjarga meö góöu úthlaupi. Eftir þvi sem leiö á hálfleikinn fóru Irarnir aö ná betri tökum á leiknum og vörn Fram geröi sig oft seka um herfilegar yfirsjónir. A 37. min. kom fyrsta markiö. Heilmikiö klúöur i vitateig Fram og miöherjinn Fairlough slapp laus og skoraöi örugglega, þó i þröngu færi væri. Stuttu siöar munaöi engu aö Marteinn Geirs- son hreinlega gæfi Irum leikinn. Hann sendi gáleysislega bolta á Guömund markvörö einn tranna komst á milli skaut framhjá og þegar boltinn var á beinustu leiö i netiö náöi Agúst Hauksson aö hreinsa frá, bókstaflega alveg á marklinunni. Þannig gaf fyrri hálfleikur ekki góö fyrirheit. En I þeim siöari brá þannig viö, aö Framarar gáfu alit i botn Leikur liösins var oft ljómandi skemmtilegur og i staö lognmoll- unnar sem rikti i fyrri hálfleik var komin fersk spenna á pall- ana. Jöfnunarmarkiö lét þó biöa eftir sér i heilar 20 minútur. Pétur Ormslev fékk boltann á vinstri kantinum, sendi góöan vel fyrir og Guömundur Torfason stökk allra manna hæst og skallaöi glæsilega i netiö, 1:1! Orstuttu siöar fengu Irarnir sitt besta tækifæri i hálfleiknum er Guömundur Baldursson varöi meitaralega þrumuskot. Sigur- markiö kom þegar rúmar 10 minútur voru til leiksloka. Há fyrirgjöf kom fyrir mark Iranna, Viöar Þorkelsson skallaöi fast i átt aö marki og Guömundur Steinsson, nýkominn inná, potaöi i netiö. Hann hefur ekki veriö sá markheppnasti i sumar, en skor- aöi nú eitt mikilvægasta mark Fram á keppnistlmabilinu. Stuttu siöar varö Marteinn aö fara út af vegna meiösla, en ekki kom þaö aö sök. Fram hélt fyllilega sinu f þaö sem eftir liföi leiks. Hjá Fram áttu þeir Pétur Ormslev og Halldór Arason góöan dag. Halldör er e.t.v. ekki knatt- leiknin uppmáluö og á stundum viröist hann satt aö segja á góöri leiö meö aö taka einu skrefi of mikiö. Baráttukraft og seiglu hef- ur hann hinsvegar i stórum skömmtum og mættu margir leikmenn taka hann sér til fyrir- myndar i þeim efnum. Pétur var léttur og lipur á miöjunni og i framlinunni og geröi marga góöa hluti. 1 markinu stóö Guömundur Baldursson sig meö prýöi. Minna hefur komiö út úr Marteini Geirs- syni undanfariö, en oft áöur og vist er aö margir Framarar óska þess heitt þessa dagana, aö hann láti af þeim leiöa siö aö leggja upp nokkur af bestu marktækifærum mótstööumannanna meö óná- kvæmum sendingum á mark- vöröinn. Irarnir virtust ekki eiga neinn leikmann umkominn til aö taka af skariö þegar á lá. Þeir eiga heimaleik ti) góöa og þar getur allt gerst. Ahorfendur voru alltof fáir, eitthvaö innan viö 2 þúsund. — hól Evrópukeppni meistaraliða: Aston Villa - Valur 5:0 V alsmenn yflrspilaðir Frá Lúövik Geirssyni i Birming- ham: Valsmenn áttu aldrei neina möguleika i leik sinum viö ensku meistarana, Aston Villa. Leikur- inn fór fram á Villa Park i Birm- ingham fyrir 20 þús. áhorfendum og var frá fyrstu minútum um al- gera einstefnu Englandsmeistar- anna aö ræöa.. Hvaö eftir annaö voru Valsmenn leiknir sundur og saman á vellinum og raunar mesta furöa aö mörkin skyldu ekki hafa oröiö fleiri. Þaö var helsti fyrri hálfleik, aö Valsmenn náöu góöum skyndiupphlaupum, en i þeim siöari voru þau skipti teljandi er liöiö komst fram fyrir miöju. Leikmenn Villa byrjuöu meö látum og eftir aöeins sex minútur lá boltinn i netinu. Tony Morley spyrnti úr óbeinni aukaspyrnu rakleiöis I netiö framhjá Siguröi Haraldssyni. Eftir markiö, náöu Valsmenn sinum besta leikkafla og áttu m.a. tvö hættuleg tæki- færi. Þorvaldur Þorvaldsson komst i gott færi en Rimmer varöi vel. Stuttu siöar reif, Guömundur Þorbjörnsson sig lausan og þrumuskot hans varöi Rimmer meistaralega. Annaö mark Villa skoraöi svo Peter Withe meö skalla frá mark- teig og stuttu siöar bætti Donovan viö þriöja markinu, hann fékk boltann eftir aukaspyrnu og skoraöi meö föstu skoti. Staöan i hléi var 3:0. Seinni hálfleikur byrjaöi fremur rólega, en smátt og smátt sigu leikmenn Villa á og voru haldnar heilu ráöstefnurnar inni i vitateig Vals. Á 68 minútu skoraöi Withe eftir sendingu frá Bremner og einni minútu siöar skorar Donovan siöasta mark leiksins eftir skemmtilega fyrirgjöf Moriey. Lokatölur uröu þvi 5:0. Valsmenn mættu algerum of jörlum sinum i þessum leik og máttu sin eölilega Htils. Guömundur Þorbjörnsson var langbesti maöur liösins og Hilmar Sighvatsson átti einnig góöan leik. Af liöi Aston Villa er þaö aö segja aö leikur þess staö- festi þaö djúp sem skilur á milli heimsins bestu atvinnumanna og áhugamanna I greininni. Lg/hól. V íkingur - Bordeaux i dag kl. 17.30 hefst á Laugardalsvellinum leik- ur Víkings og franska liðsins Bordeaux. Leikur- inn er liður í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu. Lið Brodeaux er talið það sterkasta í Frakklandi og víst er að nýbakaðir islandsmeist- arar fá verðuga andstæð- inga. Meðfylgjandi mynd tók gel., Ijósmyndari Þjóðviljans á æfingu Frakkanna i Laugardal í gær. Sá til vinstri á myndinni er frægasti leikmaður Bordaeux, Jean Tigana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.