Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. september 1981 þjöÐVILJINN — SIÐA 7 Sauðárkrókur: Atvinnuástand gott í sumar ,,Nú er sá timi aö hefjast, þegar mest er aö gera, sagöi Jón Karls- son formaöur verkalýösféiagsins Fram á Sauöárkrókii samtali viö Þjóöviljann. „Sláturtiðin er að hefjast, það kallar alltaf á margt fólk, svo eru menn náttúrlega að ljúka ýmsum Jón Karlsson verkum i sambandi við byggingar fyrir veturinn”. llvernig hefur atvinnuástand aimenn verið i sumar? „Astandið hefur verið gott. Það er engin spenna hér á atvinnu- markaðnum, Við búum við til- tölulega fjölbreytt atvinnulif miðað við stærð bæjarins. Fisk- veiðar og fiskvinnsla er ekki stór þáttur i atvinnunni hérna. Þess vegna er nokkuð jafnt ástand og ekki þær sveiflur, sem einkenna sjávarplássin.” Þiö stundiö þá kannski mest þjónustu viö sveitirnar? „Það má segja að Skagafjörður sé orðinn atvinnuleg heild. Menn fara héðan um sveitir og stunda byggingavinnu o.þh. fólk kemur hingað i vinnu. Þetta tryggir jafnt ástand i atvinnumálum. Annars eru laun ekki há hér, engir hápunktar, eins og viða annars staðar. Það eru engar yfir- borganir tiðkaðar hér og ekki mikil yfirvinna, kannski vottur á haustin”. Þú minnist á byggingavinnu. Hvaö er frétta af slikum fram- kvæmdum? „Það er talsvert verið að byggja ibúðir hér og svo eru opin- berar byggingaframkvæmdir. Við erum að byggja nýtt hús * * -O c v* ♦ O Nýtt í DOMUS Mikiö úrval af fatnaði úr indverskri bómull. r Samfestingar kr. 420.- Kjólar — 360.- Pils — 269.- Mussur — 165.- Piis og blússa — 495.- Pils, blússa og vesti — 540.- V ) MUNIÐ 10% AFSLÁTTARKORTIN NÝIR FÉLAGSMENN FÁ AFSLÁTTARKORT fQ)) KAUPFELAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Frá Sauöarkróki. undir Fjölbrautarskólann og einnig heimavist, sem við vonumst til að geta tekið i notkun á næsta ári. Það er mjög mikil- vægt að það takist, þvi hingað sækja nemendur úr öllu kjör- dæminu, enda skólinn ætlaður þeim. Þá er verið að byggja heilsugæslustöð, en heilsugæslan hefur verið til húsa i gamla spitalanum við þröngan kost. Nú, svo eiga að hefjast framkvæmdir við dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra alveg næstu daga. Svo ætliö þiö aö byggja stein- ullarverksmiöju? „Já, við biðum reyndar eftir ákvörðun rikisstjórnarinnar um það. Við erum bjartsýnir að það leyfi fáist. Sú verksmiðja á að gefa 60—70 störf. Svo á að stofn- setja hér vatnspökkunarverk- smiðju, og flytja vatnið til Banda- rikjanna.” Fjölgar fólki á Sauöárkróki? „Já, hér fjölgar stöðugt. Frá 1. des 1979 til 1. des. 1980f jölgaöi hér þeim.semáttu lögheimilium 4%. Fjölgunin er eflaust meiri, þvi fólk skráir sig ekki allt á fyrsta ári,” sagði Jón að lokum. Svkr. Missögn leiðrétt: Ekki ráðu- neytið sem 1 frétt Þjóðviljans i gær um setningu Fjölbrautarskólans á Selfossi, varð sú missögn, að Kristinn Kristmundsson skóla- meistari á Laugarvatni hafi minnt á „hve menntamálaráðu- neytið hefði tafið fjölbrautaskóla á Suðurlandi”. 1 viðtali við Þjóð- viljann kvað Kristinn þetta hvorki rétt né hefði hann sagt þetta. Kristinn rifjaði i ræðu sinni upp þingsályktunartillögu tveggja þingmanna Suðurlandskjördæm- is 1971 um stofnun menntaskóla á Selfossi, en henni visaði alþingi til rikisstjórnar sem litið aðhafðist i þvi máli. Siðan sagði Kristinn orörétt: „Mun hafa verið litið svo á, — ég man að ég heyrði m.a. ráðu- neytisstjóra menntamálaráöu- neytisins taka svo til orða, — að fásinna væri að hafa tvo mennta- skóla i Arnessýslu, nánast sinn á hvorum bakka ölfusár. Enda munu þingmennirnir alls ekki hafa haft venjulega menntaskóla i huga, þótt það orð væri notað. Megurinn málsins var sá, að þeirri kröfu jókst fylgi si og æ, að samfélaginu væri skylt aö sjá flestum, helst öllum unglingum á aldrinum 16—19 ára fyrir skóla- göngu og menntun, hverjum við sitt hæfi. Til þess þyrfti sist af öllu að fjölga menntaskólum, heldur þyrfti að koma til ný skólagerö.” Fimmtudagar: Allar deildir verslunarinnar eru opnar til kl. 10 á fimmtudögum. Föstudagar: Matvörumarkaðurinn og rafdeildin eru opnar til kl. 10 á föstudögum. JIS Jón Loftsson hf. ÆTím - - Hringbraut 121 Sími 10600 Opið til kl. 8, föstudag Opið til hádegis, laugardag j© Vörumarkaðurínn hí. | Armúla 1Æ sími 86111.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.