Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.09.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. september 1981 Sjáfboðaliðar Okkur bráðvantar sjálfboðaliða til ýmissa starfa. Þeir sem mögulega geta séð af tima hafi samband við okkur i sima 17966 milli 8 og 16 eða liti við á Skólavörðu- stig 1 A 2. hæð. Samtök herstöðvaandstæðinga. Auglýst er eftir þátttöku í Skólamót Knattspyrnusambands ís- lands. Þátttökutilkynningar sendist Knattspyrnusambandi Islands, tþrótta- miðstöðinni Laugardal, box 1011 124 Reykjavik, fyrir 25. september, merkt „Skólamót”. Þátttökugjald kr. 500.- sendist með til- kynningunni. K.S.Í. Laus staða Staða kennslustjóra í félagsráðgjöf við félagsvisindadeild Háskóla lslands er laus til umsóknar. Um er aö ræða timabundna ráðningu til allt aö eins árs. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 29. september nk. Menntamálaráðuneytið 14. september 1981. HÚSGÖGN Tilboð óskast i eftirtalin húsgögn fyrir Siglingamálastofnun rikisins: Skrifborð — Vélritunarborð Skrifborðsstóla — Fundarstóla Lágborð (sófa) — Gestastóla Kaffistofuborð — Kaffistofustóla Skermveggi — Blómagrindur Skápa — Hillur Heimilt er að bjóða i einstaka liði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn kr. 500,- skilatryggingu, föstudaginn 18. sept. n.k. og siðar. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudag- inn 28. sept. n.k., kl. 11:00 f.h. • Blikkiðjan Asgarði 7. Garöabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö. SIMI 53468 isafjörður. Þar er miðstöð Fjóröungssambands Vestfirðinga. Fjórðungsþing Vestfirðinga: Aðkeypt vinna er Vestfirðingum dýr A Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var að Laugarhóli i Strandasýslu dagana 29. og 30. ágúst flutti Jóhann T. Bjarnason framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins athyglisvert erindi er nefndist Atvinnusköpun á Vestfjörðum. Þar fjallaði hann um könnun, sem stjórn Fjórö- ungssambandsins hefur látið gera samkvæmt samþykkt frá 1979. Könnunin náði til tekna far- andverkafólks úr öðrum kjör- dæmum, svo og greiöslna til verktaka utan Vestfjarða frá sveitarstjórnum og opinberum stofnunum ásamt sérfræðiþjón- ustu. Þessi athugun Fjórðungs- sambandsins var miðuð við árið 1979 og þvl allar upphæðir i göml- um krónum. Reynt var að ná upplýsingum frá sem flestum þéttbýlisstöðum, en það tókst ekki, svo að töflur eru miðaðar við 6 stærstu staðina. Mikill fjöldi talna og taflna fylgir með erindinu og skal bent á örfá- ar þeirra. A þessum 6 stöðum nam að- keypt vinnuafl 273 mannárum 1979. Þar af voru 46,5 mannár unnin af Vestfirðingum búsettum utan þessara tilteknu staða, 159,5 Nokkrar athuganir hafa farið fram á þvi hvort möguleikar muni vera á sölu dilkakjöts á Bandarikjamarkað. Er það engan veginn talið dtilokað. En Bandarikjamenn kligjar ekkert viö fitunni. Þeir vilja hafa skrokkana stóra og feita, þetta frá 16—25 kg. Otflutningur dilkakjöts hefur heldur minnkað. Arið 1979 nam hann 5046 tonnum en á sl. ári 4261 tonni. Mest af kjötinu er ftutt til Noregs en horfur eru nú á þvi, að útflutningurinn þangað muni minnka og liggja til þess ýmsar ástæður. Svo kynni auk þess aö fara, að kjötmarkaður okkar i EBE-löndunum lokaðist vegna krafna um, aö haus sláturfjár verði fleginn meö skrokk kindar- innar áður en kjötið er metið og stimplaö heilbrigðisstimpli. Reynt hefur verið að fá undan- unnin af öðrum Islendingum og 67 af útlendingum. Ef reiknað er með, samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmda- stofnun, að 2,21 íbúar séu bak við hvert mannár á Vestfjörðum og 38 þjónustustörf bak við hver 100 störf i frumvinnslu og úrvinnslu- greinum, þá myndi vera grund- völlur fyrir umtalsverðri ibúa- fjölgun. Ef hið aðkeypta vinnuafl væri búsett á viðkomandi stöðum myndi fjölgunin nema 826 ibúum. I prósentum næmi það fjölgun frá 6 til 31,6 eftir stöðum. Þá kemur fram i könnuninni, að launagreiðslur til farandverka- manna námu á þessum stöðum gk. 1.182.950.077. Sé miðað við 12,1% álagningu útsvars hafa við- komandi sveitarféiög á Vestfjörð- um misst af útsvarstekjum, sem nemur gkr. 143.137,080. Þessi upphæð nemur að meðaltali 7,5% af álögðum útsvörum i þessum sveitarfélögum I könnun þessari kemur einnig mjög greiniiega fram, þegar gluggaö er i töflur, að greiðslur fyrir aðkeypta verktakaþjónustu á Vestfjörðum reynast vera all- miklu hærri en þær sem renna til sams konar þjónustu I fjórðungn- þágu frá þessu á þeirri forsendu að sjúkdómur sá, sem veldur þvi aö þessi skilyrði eru sett, er óþekktur á tslandi. Ósennilegt er þó talið að sú undanþága fáist og þar með yrðum við af sviðunum. Mundi margur Islendingurinn sakna þar vinar i stað. Af þessum sökum, m.a., er það meira enæskilegtað takast mætti að finna viðunandi markaö fyrir dilkakjöt i Bandaríkjunum. En á meðan dckur er sagt, að dýrafita geti verið lifshættuleg og margir Islendingar skilja fituna eftir á diskabörmunum, liklega til þess að lengja lifið, þá vilja Banda- rikjamenn fá stærri skrokka og feitari en algengaster að þeir séu hér. Þeir vilja hafa skrokkana 16—25 kg. Þeir óttast nú fituna ekki meira en það. Vænstu dilkar okkar koma f sláturhúsin á Hólmavik og Kópaskeri. Ef að um sjálfum. Svo er einnig um að- keypta verktakastarfsemi. Fyrir aðkeypta fagþekkingu greiða Vestfirðingar 50 sinnum hærri upphæð en fyrir sama i hér- aði. Þannig er augljóst aö Vest- firöingar missa allstórar fúlgur burt úr fjóröungnum á ári hverju. Það er þvi ekki nema von að sveitarstjórnarmenn þar vestra reyni að finna leiðir til að rétta þá slagsiöu, sem þarna greinilega er. Meðal annars i þvi skyni voru þingmenn kjördæmisins fengnir til að flytja þar ræöur, þar sem þeir gerðu grein fyrir viðhorfum - sinum til eflingar byggðarinnar á Vestfjörðum. 1 máli þeirra kom fram, að i flestum þeim þáttum, sem mestu varða til tryggingar vaxandi búsetu, er ástand lakara vestra en viðast annars staðar á landinu. Nefndu þeir þar til mála- flokka eins og samgöngur, félags- lega þjónustu og aðstööu, einhæft atvinnulif, menntunaraöstööu og heilbrigðismál, vöru- og raforku- verð, húsnæðismál og kyndingar- kostnað. Virtist þingmannasveit- in mjög á einu máli um ástandið, þó lausnarorðin væru nokkuö mismunandi. — Svkr. kjötsölu yrði til Bandarikjanna þyrfti trúlega að gera þau slátur- hús þannig úr garði, að þau gætu verkað dilkakjöt fyrir þann markað. — mhg Dilkakjöt til Bandaríkjanna: Kanar óttast ekki fituna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.