Þjóðviljinn - 29.09.1981, Page 7
Þriðjudagur 29. september 1981 ÞJóÐVlLJINN — SIÐA 7
Minning
Þórleifur Bjarnason
rithöfundur og námsstjóri
Fæddur 30. janúar 1908
Dáinn 22. sept. 1981
,,Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfr it sama,
en orðstlrr
deyr aldregi
hveim sér góðan getur”.
Rithöfundurinn og skáldið Þór-
leifur Bjarnason, fyrrverandi
námsstjóri er látinn.
t dag verður hann jarðsunginn
frá Akraneskirkju, og jaröaöur
viö hlið konu sinnar Sigriöar
Hjartar i kirkjugarðinum á
Görðum.
Þórleifur var Hornstrendingur,
fæddur i Hælavik á Hornströnd-
um 30. janúar 1908.
Eftir þvi sem hann sjálfur segir
i bók sinni Hjá afa og ömmu, mun
ekki hafa rikt mikill fögnuður yfir
komu hans i þennan heim. Móðir
hans Ingibjörg Guðnadóttir varð
fyrir þvi óláni eins og það var
nefnt, að eiga hann meö kvæntum
manni. Hún var þá i fööurgaröi
aðeins tvitug að aldri, og á Þorr-
anum i einangrun vetrarins tók
afi hans á móti honum. Hann var
yfirsetumaður, hafði hug til lækn-
inga og las allt sem hann náði i
um þau fræði.
Hjá afa slnum og ömmu, þeim
Guðna Kjartanssyni og Hjálm-
friöi tsleifsdóttur ólst hann svo
upp.
Fljótt hefur ólán dótturinnar
vikið fyrir gleöinni yfir nýrri
manneskju i Hælavikurbaðstofu,
og hjá afa og ömmu nýtur hann
ástrikis bernskuáranna og verður
smámsaman þátttakandi i llfi og
starfi fólksins.
Lifsbaráttan er hörð og það er
annaðhvort að duga eða drepast,
baráttan er upp á lif og dauöa við
náttúruöflin, björgin, hafið,
hreggbarinn fjöll.
Það voraði oft seint á þessum
árum I Hælavlk, og stundum virt-
ist að ekkert sumar mundi verða,
eins og þegar f jórar vikur voru að
sumri og ekki sást i dökkan dil,
oftast blindbylur og snjótröppum
upp frá bæjardyrunum fjölgaði
dag frá degi, i bænum alltaf hálf-
rokkið og gaddurinn leitaði um
helaða veggi. Það gekk á heyja-
foröann, svo draga varð úr gjöf
handa fénu, sem bar auðsæ merki
harðindanna.”
Einhvernveginn er þraukaö af
og svo skeður undrið. Voriö
kemur. „Skin á himni skir og
fagur hinn skæri hvitasunnu-
dagur” er sungið I baöstoíunni.
Jörðin bræðir af sér snjóinn og
amma segir aö lifsteinn sé
kominn i jörðina. Grasið kemur
grænt undan fönninni og lækir
spretta upp úr hjarnbreiðunni.
Hrognkelsanetum er komiö I
sjóinn og strax er góð veiöi og
undir bjargi er kominn færafiskur
og það er róið nætur og daga.
Það kveða við þungir dynkir,
drunur og óhlóö, sveimur fugla er
á lofti sem ský beri fyrir. Moldar-
og aurmökkur hylja bergstalla.
Bjargið er að ryðja sig.
Það er eins og dimmur rómur
Hallvarðar Hallssonar á Horni
kveði: „Hornbjarg undir harðast
stynur, þá Hælavikurbjargið
hrynur.”
Nú munu mestu viðburöir vors-
ins gerast. Skarar karla og
kvenna koma aö austan og vestan
og breyta hljóöum húsum vor-
harðindanna i glaum annrikis og
umsvifa. Timi eggsiga er kominn.
Þannig lýsir Þórleifur lifi Horn-
strendinga. Annarsvegar er hinn
langi vetur, þegar þurfti ekki að-
eins að þreyja þorrann og Góuna
heldur lika einmánuð og jafnvel
hörpu, en hinsvegar hið yndislega
stutta sumar, með öllum sinum
fjölbreytileika.
1 Hælavik var talsverður bóka-
kostur, þá fyrst og fremst tslend-
ingasögurnar og sú bók sem Þór-
leifur nam sina lestrarkunnáttu á
var Njála, enda kunni hann utan-
bókar mikiö úr Njálu.
A löngum vetrarkvöldum voru
lesnar eða sagðar sögur, kveðnar
rimur, og rætt um atburöi sögu
eða rimna. Fölkið lifði sig inn i
heim sagnanna. „Þegar myrkrið
hneig að stafni og stéttum,
stormur geigvænn kvein”.
Lestrarfélag var i hreppnum og
voru allflestar bækurnar lesnar.
Lestrar og fróðleiksþrá fólksins
var mikil. Sem dæmi um hana
segir Þórleifur frá þvi er frændi
hans fór til Hesteyrar og keypti
Góöa stofna eftir Jón Trausta,
sem hann las á hestbaki á heim-
leiðinni.
Það veganesti, sem sambúðin
við náttúruna og mannlifið á
Hornströndum veitti Þórleifi
dugði honum vel, er hann lagði
frá landi, frá afa og ömmu i
Hælavik.
Hann hafði næga undirstöðu-
menntun að heiman til þess að
fara i Kennaraskólann og þaöan
Grímur S. Norðdahl:
Verðbólgan
Veröbólgan vinnur eins og
eilifðarvél, sem gengur fyrir
þrýstihópaorku.
1. Kaupgjaldsvisitalan upp.
2. Landbúnaðarvörur upp.
3. Fiskvcrðupp.
4. Gengið niður.
Svona hefur hún malaö i
áratugi. Og þykir mörgum nóg
um. Aöferöin til að stöðva.'
verðbólguna er þessi:
Færa alla hækkunarþættina á
einn og sama dag. Þegar sá dagur
rennur upp, hækka þá ekki neitt.
Festa gengið. Koma rentum niður
i lágmark.
Fjármunir sem
launagreiðendum sparast með
þessu móti, komi fram sem
afsláttur á vörur og þjónustu.
Hagfræöingar geta reiknaö þetta
nokkuð rétt út.
Það ranglæti sem eftir yrði,
væri aldrei nema brot af þvi, sem
verðbólgan skapar.
Veröstöðvunarafslátturinn er
kaupmáttarauki:
Grimur S. Norðdahl.
Engin sularól. Engin fórn.
Greiöari leið til almenns
velfarnaðar.
Vilji er allt sem þarf.
18. sept. 1981.
lauk hann kennaraprófi. Siðan
aflaði hann sér framhaldsmennt-
unar i Danmörku. Hann var lengi
kennari á Isafirði, en siðan gerð-
ist hann námsstjóri á Vesturlandi
með búsetu á Akranesi.
Þórleifur var kvæntur Sigriði
Hjartar, dóttur Þóru Jónsdóttur
og Friðriks Hjartar, sem lengi
var skólastjóri Barnaskólans á
Akranesi.
Sigriður var vestfirsku bergi
brotin eins og Þórleifur. Með
þeim hjónum var mikið jafnræði
og oftast nefnum við vinir þeirra
þau saman. Þórleif og Siggu.
Sigriður var glæsiieg kona,
gáfuö( skemmtileg, og svo gest-
risin, góö við alla aö heimili
þeirra stóð jafnan sem i þjóð-
braut. Sigriður var ein sú ágæt-
asta manneskja sem ég hef
kynnst. Hún lést árið 1972, langt
um aldur fram, eftir langa og
þunga sjúkdómsþraut, sem Þór-
leifur bar með henni. Umhyggja
hans og barátta fyrir lifi hennar,
sýndu best manndóm hans og
þrek. Sigriöur var öllum mikill
harmdauði og vinir þeirra ætluðu
seint að sætta sig við þessi mála-
lok.
Þótt Þórleifur væri Horn-
strendingur i húð og hár, og öll
gerð hans bæri þess merki, festi
hann ótrúlega djúpar rætur hér á
Akranesi. Hér dvaldi hann hluta
af sinum manndómsárum. Hér
héldu þau áfram að byggja upp
heimili sitt. Börnin uxu úr grasi,
flugu burt út i veröldina. Börn
þeirra eru fjögur:
Þóra, bókasafnsfræðingur, bú-
sett i Noregi gift norskum lækni,
Kristjáni Mötes. Þau eiga fimm
börn. Hörður tannlæknir á Akur-
eyri. Hans kona er Svanfriður
Larsen, kennari. Þeirra börn eru
fjögur. Friðrik Guðni, tónlistar-
kennari og söngstjóri á Hvols-
velli, giftur Sigriði Sigurðar-
dóttur, söngkennara. Þau eiga
eina dóttur. Björn, skólastjóri
Húsabakkaskóla i Svarfaðardal,
giftur Júliönu Lárusdóttur. Júli-
ana á eina dóttur, sem Björn
gengur i föðurstaö auk þess á
Bjöín tvo drengi með fyrri konu
sinni Sigrúnu Stefánsdóttur,
fréttamanni.
011 eru börn þeirra Þórleifs og
Siggu vel menntuð og gjörfuleg á
allan hátt. Barnabörnin, sem eru
komin misjafnlega á legg eru öll
hin mannvænlegustu.
Þórleifur og Sigga voru miklir
aflgjafar i menningarlifi okkar
Akurnesinga. Sigriður i kirkju-
kórnum, þau bæði félagar i stúk-
unni Akurblóm og i einnig I Odd-
fellowstúku. Þórleifur var auk
þess frábær leikari, svo aö öllum
þeim er til muna, verður persónu-
sköpun hans ógleymanleg. Hann
lék meö leikfélagi Akraness um
árabil, fyrst lék hann séra Sig-
valda i Manni og konu, þá nýkom-
inn á Akranes, siðan þá Jónana i
Gullna Hliöinu Islandsklukkunni.
Túlkun hans á þessum persónum
var slik að ég hygg að fáir eða
engir hafi gert þeim betri skil.
Það var mikil gróska I leik-
listarstarfsemi á Akranesi á
þessum árum og þar átti Þór-
leifur stóran hlut að máli bæði
meö leik sinum og uppsetningu á
leikritum.
A þjóðhátiðarárinu 1974 samdi
Þórleifur leikrit, um landnám
Akraness, sem sýnt var á hátiða-
höldum hér. Þar kom söguþekk-
ing hans vel fram einnig hugur
hans til byggöarinnar, sem hann
haföi valið sér til búsetu um tima
og hann vildi sýna sóma. Hann
nefndi leikritiö „Ljós I Holti”.
Garðar er landnámsjörðin, Land-
námsmennirnir þeir Bresasynir
voru kristnir komnir frá írlandi.
Jörundur hin kristni sá ljósi i
Holtinu, hann var friðarins
maður, ljósberin. Þetta var þaö
sem Þórleifur vildi flytja með
leikriti þessu. Honum þótti vænt
um Garða og þaö er ekki að
ófyrirsynju at hann hefur kosið
sér legstað einmitt þar.
Þórleifur var frábær kennari,
vel menntaður og haföi vald á
viðfangsefninu, enda naut hann
virðingar nemenda sinna. Hann
var einnig farsæll i starfi sem
námstjóri, en þvi starfi varð hann
að hætta, fyrr en hann ætlaði,
vegna þess að hann þoldi ekki
lengur hin erfiðu ferðalög sem þvi
fylgdu. En það heföi ég fyrir satt
að margir hafi saknað komu
hans, þegar þessum þætti I lifs-
starfi hans var lokið.
Viö vorum lengst af nágrannar
meðan þau bjuggu á Akranesi,
lóðir húsa okkur lágu saman. Þau
höfbu ræktaðupp fallegan trjá- og
blómagarð fyrir utan húsið, og
þar undu þau mörgum stundum.
Milli fjölskyldna okkar bundust
vináttubönd, sem ekki hafa slitn-
aö. Við nutum þess i rikum mæli
að eiga svo góða nágranna. Allur
heimilisbragur bar merki is-
lenskrar menningar eins og hún
verður best. Þar voru sagðar
sögur, talað um bækur og lesib
upp úr þeim, kannski úr bók, sem
ekki var komin út. Hversu gott
var að sitja inni á skrifstofu Þór-
leifs, sjá hann sýsla um bækur
sinar, næstum tala við þær eins og
lifandi verur, en hjálpi þeim sem
heföi fært þær úr staö.
Oftkomu skáld og rithöfundar á
heimili þeirra, og nutum við þess
oft, en alltaf fannst mér Þórleifur
bera af i frásögn og samræðum.
Einn var sá þáttur i menn-
ingarlifi þessa tima, sem Þór-
leifur stóð að. Hann stofnaöi bók-
menntaklúbb, ásamt fleira fólki
sem áhuga haföi á bókmenntum.
Þessi starfsemi er ennþá viö liði,
án þess nokkur virðist stjórna
henni, en allir hafa lagt sitt að
mörkum. Við höldum þessa fundi
inn á heimilum okkar, þeir eru
skemmtilegir, og við höldum
alltaf þeim sið, aðekki mega vera
aðrar veitingar á borðum en
kleinur og pönnukökur eða vöflur.
Það má með sanni segja að oft
var góðra vina fundur á heimili
þeirra. Þar voru fagrar veislur,
eins og sagt var I fornsögunum,
þó aldrei væri mjöður á boröum.
En þá er það eftir sem mestu
máli skiptir, og lengst mun halda
nafni hans á lofti. Þaö eru ritstörf
hans.
Eftir Þórleif hafa komiö út niu
bækur auk smásagna i timaritum
og annara greina ásamt kennslu-
bók i Islandssögu. Hornstrend-
ingabók kom út 1943, og er það
fyrsta bók hans. Hún var þegar
svo vinsæl aö hún seldist upp á
skömmum tima og var gefin út
aftur 1976 i þrem bindum. Mjög
fallegri útgáfu.
Ef til vill er hún bók bóka hans,
skrifuð af mikilli tryggð við átt-
hagana, og með henni er bjargað
til komandi kynslóöa sögu
byggöar, sem komin er i eyöi.
Bókin geymir minningar um
lifsbaráttu fólksins, hvernig það
lifði og starfaði. Baráttan við
björgin,sagnir sem lifðu á vörum
fólksins, náttúrulýsingar og um
staðhætti alla. Hann skráði einnig
sögu Grunnavikurshrepps, mjög
nákvæmt verk, sem hann lagði
mikla innu i.
Bækur Þórleifs bera merki
uppruna hans. Hann skrifar um
það fólk sem hann þekkir, lif þess
og starf.
Svo kom voriö, kom út 1946.
Hvaö sagöi tröllið? 1948. Þrettán
spor 1955. Tröllib sagði 1958, en
þaö er framhald af, Hvaö sagöi
Trölliö? en hann ætlaði sér að
skrifa áframhald af þeirri sögu,
en nú er hennar ekki lengur aö
vænta, þvi miður. Hjá afa og
ömmu kemur út 1960. Hrein og
tær frásögn frá sjónarhóli
bernskunnar. Afi og amma eru
hans lifsakkeri á þessum árum.
Margar af smásögum Þórleifs
eru mér eftirminnilegar, eins og
„Ósköp” i Þrettán spor og
„Fylgdarmaöur” i Hreggbarinn
fjöll, sem var gefin út 1974. Þá
kom llka út bók hans Aldahvörf,
Land og saga, ellefta öldin.
Þórleifur var mikill sögumað-
ur. Hann bjó yfir leiftrandi frá-
sagnargleði, og þegar hann sagöi
sögu, þá fylgdi hann eftir meö lát-
bragði. Hann hreif mann um-
yrðalaust inn I heim sögunnar og
siöan þekkti maður persónurnar
og umhverfi þeirra eins og maður
hefði sjálfur veriö þátttakandi I
atburðinum. Þannig finnst mér
ritverk hans vera. Hvort sem þaö
er skáldsaga, þjóðsögur, sannir
þættir, eöa endurminningar hans
sjálfs, ég heyri hann sjálfan segja
fram söguna.
Siðustu æviárin stóð heimili
hans á Akureyri, I skjóli Haröar
sonar hans og Svanfriðar. Þar
liföi hann i friði og ró með bókun-
um sinum, en farinn að heilsu.
Það var gaman að koma til hans i
sumar og horfa á hann eins og
fyrr taka á bókunum sinum, sýna
bækur sem voru hans stolt, hans
heimur. Ég held aö þrátt fyrir
þverrandi þrótt og önnur áföll,
hafi þetta siöasta sumar fært hon-
um þó nokkra gleði. Dóttir hans
Þóra og tengdasonur, ásamt dótt-
urdóttur komu frá Noregi, og
hann gat komist hingað suöur á
Akranes og hitt venslafólk sitt og
vini. Og þegar hann kom aftur
noröur, var stutt i þaö að Sigga
litla, yndi afa og eftirlæti hlypi
aftur um létt og kát eins og áður.
Þórleifur, vinur minn. Nú er
þessu öllu lokið, eða hvað?
Ég held um minningarbandiö,
sem ér eins og talnaband, meö
perlum sem ég tek fram eina eftir
aðra, hverja með sina merkingu.
Hafðu þökk fyrir þær allar.
Fjölskylda min færir þér hjart-
ans þakkir fyrir allt sem þú og
þitt heimili var okkur.
Þér og ástvinum þinum öllum
biðjum við blessunar guös og
manna.
Reyniviöurinn sem þú gróöur-
settir á lóðarmörkunum okkar,
skartar nú sinu fegursta með
rauðum berjaklössum, einmitt
rétt áöur en hann fellur fyrir
haustvindunum. Ég minnist þess,
að þú sagðir mér þá sögu eitt
sinn, að foröum hefði verið
átrúnaður á reynivið. Ég horfi út
um gluggann minn á reyniviöinn,
og trúi þvi að eins og hann hefur
laufgast hver vor, siðan þú gróð-
ursettir hann, haldi það annað
sem þú hefur gróðursett áfram að
laufgast, þótt haustvindar næöi
nú um.
„Orðstirr deyr aldregi,
hveim sér góðan getur”
Bjarnfriöur Leósdóttir,
Akranesi.
AÐ
LYNGHÁLS11
SKRIFSTOFAN
ER FLUTT
832 33
SIMI
HANS PETERSEN HF