Þjóðviljinn - 07.10.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 07.10.1981, Qupperneq 7
Miövikudagur 7. október 1981 þjöÐVILJINN — SÍÐA 7 Kvennaframboð - tfl hvers? Sunnudaginn 4. október boóa&i Félagsmálanefnd Aiþýöubanda- lagsins til fundar undir undir- skriftinni „Hugmyndir um kvennaframboð”. Fundinn sóttu um 40—50 manns, að miklum meirihluta konur. Fundarstjóri var Álfheiður Steinþórsdóttir, en framsögumenn þau Soffia Guð- mundsdóttir, Vilborg Harðar- dóttir og Þorbjörn Broddason. Hér á eftir fer útdráttur úr ræðum framsögumanna svo og annarra er tjáðu sig um málið. Soffia Guðmundsdóttir taldi vera ærna ástæðu fyrir þvi, að konur hugleiddu sérframboö. Konur væru komnar út á vinnu- markaðinn i stórum stil, en réðu engu um gang mála. Svo einfalt væri það. Þá ræddi Soffla nokkuð þá þætti er skapa samstöðu manna I mill- um. Samstaða skapast þegar mönnum finnast sömu hlutirnir mikilvægir. Nokkur væru þau mál er snertu konur sérstaklega sem væru liklegri en önnur til að vekja með þeim samstöðu: mál- efni barna og aðstæður ungra for- eldra, stefnan I dagvistunar- málum, skólamál, fjölskyldan og atvinnu- og kjaramál. Þegar kæmi að þessum málum sýndu karlarnir engan áhuga eða brygð- ust algjörlega. Vitnaði Soffia þar til verkfalls verkakvenna á Akra- nesi, er konunum fannst stéttar- bræöur þeirra bregðast hrapal- lega. tJt frá þessu mætti e.t.v. staðhæfa, aö „kvennamál” væru þau mál er karlmenn vanræktu. Soffia taldi, aö ein kona i karla- hópi fengi litlu áorkað — þær þyrftu alls staðar að vera fleiri. Það væri timaskekkja að stilla si- fellt upp karlalistum. Soffia taldi, að konur yrðu að fara að öllu meö gát varðandi sér- framboð. Forysta Ab yrði að læra eitthvað af þessum umræðum, og heppilegast væri að mætast á miöri leið. Hugmyndirnar um ■ sérframboð kvenna væri merki um veikleika stjórnmálaflokk- anna i dag — flokkana skorti lif- rænt yfirbragð og ýmsum hópum fyndist þeir litt fýsilegir inn- göngu. Þessi upplausn flokkanna gæti haft hættur I för meö sér: e.t.v. færu að heyrast raddir um „sterka manninn”. Flokkarnir yrðu að bregðast við þessari þróun með þvl að laga sig að breyttum timum og aðstæðum. „Konur eiga að koma inn i stjórnmálin með ný viðhorf og ný mál, byggð á sinni reynslu og ég hvet þær til þess,” sagði Soffia aö lokum. Vilborg Harðardóttir sagðist engan veginn hafa gert upp hug sinn gagnvart kvennafram- boöunum. Hún sagðist skilja sjónarmið kvennaframboðs- kvenna en einnig ótta flokkssyst- kina sinna: kvennaframboð myndi bitna harðast á Alþýöu- bandalaginu. Varnarstaöa borgarfulltrúa ABR væri að sinu mati óskiljan- leg. Enginn hefði ráðist á þá, þvert á móti. Þegar formaður flokksins hefði komið inn á þessi mál i ræðu sinni I miðstjórninni, heföu menn ýmist fussaö eða hlegið. Framboð kvenna yrði uppreisn gegn óþolandi ástandi I stjórn- málaflokkunum og þjóðfélaginu, sagöi Vilborg. Þaö væri einnig i takt viö timann: þær hreyfingar sem nú spryttu upp i V-Evrópu, svo sem friðarhreyfingin og umhverfisverndarhreyfingar, sýndu að fólki fyndist orðið tima- bært að breyta til. Vegna þess að hugtakiö kvennamenning hefur verið mikið á oddi i umræðum um kvennaframboðiö hafa sumir taliö, aö hafnaö hafi verið stefn- unni kvennabarátta — stéttabar- átta, en svo sannarlega væri þarna enn um stéttabaráttu að ræða og þyrfti ekki annaö en lita á þá staðreynd að mikill; meirihluti lægst launuðu stéttanna og miðl- ungs launuðu stéttanna eru konur. „Ég vona, að flokkurinn rati út úr þessum ógöngum,” sagði Vil- borg að lokum. „Það gerir hann auövitað best með umræðum og stefnumótandi starfi.” Þorbjörn Broddason rakti nokkuö I upphafi ræðu sinnar hvernig konur gripu fyrsta tæki- færi til þess að karlkenna kvenna- störf, sbr. að hjúkrunarkona heitir núna hjúkrunarfræðingur (kk-orð). Lita bæri á þessa þróun sem dæmi um vanmáttarkennd kvenna — þeim fyndist nauðsyn- legt að tileinka sér hugmynda- heim karlmanna til þess aö standa þeim jafnfætis. Þá ræddi Þorbjörn helstu möguleika þess að breyta hlut- föllum kvenna og karla á listum stjórnmálaflokkanna: bjóöá mætti fram kvennalista innan AB Soffia Guðmundsdóttir karla), þvi vinnumarkaöurinn væri vettvangur valdanna. Næst tók til máls Bjarnfriður Leósdóttir. Sagöi hún fáa karla skilja alvöru þessarar umræðu meðal kvenna og vitnaði til þess að karla vantaöi svo til alveg á fundinn. „Konur geta sameinast um öll mál,” sagði Bjarnfriður. Hins vegar skorti konur traust til hverrar annarrar og úr þvi þyrfti að bæta. Hitt væri hins vegar aug- ljóst, að konur yröu að gripa til einhverra ráða til að knýja fram breytingar. Bjarnfriður nefndi dæmi: þegar Jónas Arnason hætti Þorbjörn Broddason þrautar 1 þessum efnum,” sagöi Gúðfinna. Margrét Sigurðardóttir sagði undarlegt af Þorbirni að halda þvi fram, aö þaö þyrfti að um- breyta öllu þjóðfélaginu áður en konur kæmust til áhrifa. Hún, taldi að flokksmenn hefðugóöa reynslu af starfi kvenna I bæjar- stjórn Reykjavikur og að það þyrfti ekki sfst að breyta til i valdastööunum. „Konur verða að krefjast aðstöðu til að móta heiminn jafnt og karlar og nota til þess öll tiltæk vopn,” sagöi Margrét. Ekki kvaðst hún neinu vilja spá um Vilborg Harðardóttir Einar Karl taldi augljóst, að skoöanir kvenna væri mis- munandi á þvl, hvað ætti aö hafa forgang og nefndi þar búsetu sem einn áhrifaþátt. „Konur eru ekki endilega sammála um konur, ekki fremur en karlar eru sam- mála um karla,” sagði Einar. Þá minnti hann á forval Alþýðu- bandalagsins og að þar væri möguleiki kvenna mikill. „Flokkurinn verður betra baráttutæki ef konum fjölgar I honum.” Steinunn Jóhannsdóttir taldi, aö ekki væri búið aö fullreyna stjórnmálaflokkana. Hún sagöist vilja hvetja konur til aö halda áfram á þeim vettvangi: störf þeirra kvenna sem brautina ruddu hefðu gert hana greið- færari. Þá taldi hún baráttuvett- vang kvenna vera á heimilum, I stéttarfélögum og i stjórnmálum og konur mættu hvergi láta deig- an siga. Steinunn kvaðst leiöinlegt að finna ætlð ólund og fýlu meðal sumra kvenna, en aldrei gleði yfir vel unnu starfi. Konur yrðu aö vera jákvæöari. — Þannig styrktu þær sitt baráttuþrek og löngun til að halda áfram. Ernu Arngrlmsdóttur fannst skrýtið aö á sama tima og karlar töluðu fjálglega um jafnréttisbar- áttuna, létu þeir sig algjörlega vanta á fund sem þennan og ýttu þessum málum alveg frá sér. Ef til vill væri ástandinu best lýst með orðum Karls Marx er hann Forvitnilegur fundur félagsmálanefndar AB og aö stjórnmálaflokkarnir leit- uðust við aö fá fleiri konur inn I flokkana. Þorbjörn sagðist ekki sjá hvert gagn yröi aö óháðum kvennalista. Hann taldi slikan lista ekki geta unnið það gagn sem réttlætti sérframboö og þvl væri þessi hugmynd timaskekkja. „Breyting á þjóðfélaginu verður ekki með þvi aö stilla upp til helminga á listum”, sagði Þor- björn. Róttækar breytingar koma ekki að ofan — ekki frá Alþingi eða bæjarstjórnum, þvl völdin eru ekki þar. Breytinga væri helst að vænta meðal verkakvenna (og þingmennsku, kom engum til hugar, að Bjarnfriöur ætti að fiytjast í annað sætiö: það hefði kostað mikil læti og valdið gremju meöal karlanna. Guðfinna Eydal Sagöi I sinni ræðu, að umræðan um kvenna- framboðin væri vottur þess, að fólkialmenntfyndist ganga allt of hægt. Meöal almennings væri að skapast samstaða um, að hin svo- kölluðu „kvennamál”, þ.e. mál heimilanna, vinnuaöstæður og laun kvenna, ættu aö fá forgang. „En ég tel, að ekki sé búiö að reyna Alþýðubandalagið til framtið stjórnmálaflokka, en augljóst væri að þeir kynnu ekki að hlusta á kall tlmans. Ef konum dygöi ekki að berjast innan flokk- anna, yrðu þær bara að fara einar. Kristin Guðbjörnsdóttir kvaöst fyrst hafa efast um gildi kvenna- framboöa, en væri nú komin á þá skoöun aö. þau hefðu fullt gildi. „Alþýöubandalagið er afskaplega litiö áhugavekjandi,” sagöi Krist- in. Hún taldi ekki skipta höfuð- máli hvort maöur væri kona innan AB, heldur hitt hvort háskólapróf væri I vasanum. „Ef þessi umræða veröur til þess, að konur fara aö meta störf sin meira en áður, þá er vel,” sagði Kristin að lokum og lýsti eftir fleiri konum til starfa innan verkalýðshreyfingarinnar. Unnur Kritjánsdóttir sagðist skilja hugtakið kvennamenningu svo, að átt væri viö ólikan reynsluheim kynjanna. Taldi frá- leitt af Þorbirni að halda þvl fram, aö konur væru aö berjast skv. skilyrðum karlaveldisins: kvennaframboð byggt á kvenna- menningu væri fyrsta skrefiö I átt til öðru vlsi jafnréttis- eða kvennabaráttu en hingað til hefði viögengist. Einar Karl Haraldsson kvaðst fagna þeirri umræðu er hér færi fram. „Við Alþýðubandalags- menn litum á flokkinn sem baráttutæki og dæmum hann eftir þvi hvernig hann dugir i þeirrí baráttu”, sagði Einar. Ekki kvaðst hann ætla aö svara þvi, hvort flokkurinn dygði konum — þvi yrðu þær að svara sjálfar. Umræðan um kvennaframboö væri ógnun viö karlveldiö I flokknum, en einnig tákn um að lengi mætti flokkinn reyna. Að minnsta kosti virtist sér sem ýmsar konur hugsuöu þannig. Þá rakti Einar Karl hvað konur gætu gert innan flokksins: flokks- ráðsfundur væri á döfinni I nóv- ember og þar ættu konur að láta til sln taka. Fjölskyldupólitik hefði mikið veriö til umræðu á siðasta flokksráðsfundi, en hefði koönaö niöur. Konur þyrftu að taka upp þráðinn að nýju. var eitt sinn spuröur að þvl hvert væri helst einkenni kvenna: „Veikleiki þeirra.” Þórhildur Þorleifsdóttir taldi ekki skorta málefnin fyrir kvennaframboð, og vitnaði þar til orða Soffiu og Bjarnfrlðar. Hún sagöi stjórnmálaflokkana ekki aölaöandi, hvort heldur væri fyrir konur eða karla. Kvennaframboð myndi ná fram þvl afli sem byggi I konum — flokkarnir berðust ekki fyrir þeim málum sem brynnu á þeim, eins og greinilega hefði komiö fram I tali margra ræðumanna. Þórhildur kvað konur halda gangandi þjóöfélagi sem enginn kærði sig um að vita af. Þaö yrði aö ná þessu þjóöfélagi upp á yfir- boröiö og gefa þvi forgang. I þess- um málum heföi allt of litið miöaö og þvl ætti allt rétt á sér sem miðaði þeim áleiðis. Þá kvaöst hún ekki skilja hræðslu Alþýðu- bandalagsmanna viö kvenna- framboð — hún sæi ekkert þvi til fyrirstööu að konur af kvennalist- anum gætu gengiö til samstarfs við AB eftir kosningar. Elsa Kristjánsdóttir kvað konur eiga að hella sér út I félagsmálin — það væri eina leiðin til aö ná einhverju fram, þótt vissulega væri þaö erfitt. Hún taldi slæmt, ef kvennaframboð yröi til þess að AB tapaði I Reykjavlk. Það væri hins vegar að slnu mati spurning hvort ekki væri rétt að fórna ein- hverju I eitt kjörtimabil. Guðrún Helgadóttir kvaðst al- farið vera á móti kvennafram- boðum, og þá ekki sist þverpóli- tiskum framboöum kvenna. Hún sagöi, að konur yrðu aö vera al- gjörlega vonlausar um að nokkuð annað gæti borið árangur til þess aö grlpa til þessa úrræðis. Sér fyndist konur býsna ósanngjarn- ar I garð flokksins. Hlutirnir heföu mjakast áleiðis meö til- komu nýja meirihlutans I Reykjavlk. Með kvennaframboöi væri hins vegar verið að afhenda Ihaldinu stjórnina aftur. Alþýðubandalagið hefði að slnu mati ekki staðiö sig nógu illa til að réttlætanlegt væri að grlpa til þessa ráða. Konurnar ættu leik- inn og nú ættu þær aö flykkjast I flokkinn. „I stað þess aö brjóta niður eina flokkinn, sem berst fyrir þessum málum, eiga konur að flykkjast I hann og láta til sin taka,” sagði Guðrún að endingu. Að lokum tók til máls Þorbjörn Broddason og kvað hafa gætt nokkurs misskilnings á mál- flutningi slnum og rakti þann misskilning. Slðan var fundi slitið. Að mati margra fundar- manna voru umræðurnar mjög gagnlegar og er vonandi að fram- hald verði á. —ast

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.