Þjóðviljinn - 07.10.1981, Page 12

Þjóðviljinn - 07.10.1981, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. október 1981 Herstöðvaandstæðingar! Liðsmannafundur verður haldinn að Hótel Borg (gyllta salnum) laugardaginn 10. október kl. 2. Dagskrá: 1. Kynning á landsráðstefnu. Framsögumaður Pétur Reimarsson. 2. Friðarhreyfingar og stefna SHA. Framsögumaður Jón Ásgeir Sigurðs- son. 3. önnur mál. Miðnefnd SHA FÉL AGSMÁLAST OFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - Sími 25500 Lausar stöður Ritari: i fullt starf Vonarstræti 4. Ritari: i hálft starf Siðumúla 34. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknarfrestur er til 27. október n.k. , Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Upplýsingar um starfið gefur skrifstofu- stjóri i sima 25500, fyrir hádegi. 1X2 1X2 1X2 6. leikvika — leikir 3. október 1981 Vinningsröð: XIX —Xll —11X —112 1. vinningur: 12 réttir — kr. 55.465.00 34.481(4/11) 36.207(4/11) 2. vinningur: 11 réttir—kr. 1.440.00 1515 5464 26875 30060 33365 41111 2086+ 11359 27016+ 30582 34885+ 58219 4697+ 19381+ 27458 31216 40069 58342 5070 26578 28299 32632+ 40872 31214(2/11) Kærufrestur er til 26. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. j GETRAUN IR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Áskrift - | kynning _ I VCTTYA^iIIK LAIJNAFOLKS vió bjódum nýjum lesendum okkar 0KEYPIS ASKRIFT til næstu mánadamóta. Kynnist bladinu af eigin raun, látid ekki aóra segja ykkur hvaó stendur í Þjóöviljanum. sími 81333 UOÐVIUINN Blikkiðjan Ásgarði 7. Garöabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetníngu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö. SÍMI53468 Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Margvíslegar ályktanir Á nýafstöðnum aðalfundi Stéttarsambands bænda sem að þessu sinni var haldinn I Lauga- skóla i' S-Þingeyjarsýslu, voru fjölmargar ályktanir afgreiddar, sem allar snerta bændastéttina á einn eða annan hátt. En þær koma yfirleitt ekki bændum ein- um við heldur, aö meira eða_ minna leyti þjóðinni allri. Blaða- maður Þjoðviljans á fundinum mun þvi freista þess að birta smám saman Iblaðinu sem flest- ar þeirra, eftirþvi sem rúm leyfir og honum endist lif og heilsa. Starfsréttindi bænda Aðalfundurinn telur timabært að mótaðar séu reglur um starfs- réttindi, sem búnaðamám veitir. Störf að landbdnaði eru um margt vandasöm og ábyrgðar- mikilog er þvi eðlilegt að gerðar séu tilteknar kröfur um menntun og/eða starfsreynslu til þeirra, sem þau störf stunda, líkt og gert er í flestum öðrum starfsgrein- um. Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambands bænda að vinna að stefnumótun i þessum efnum i samvinnu við Búnaðarfélag Is- lands og verði tillögur um þetta kynntar á aðalfundinum 1982. Skólahald á Hólum Aðalfundurinn fagnar þvl, að reglubundið skólahald er að hef j- ast að nýju við Bændaskólann á Hdlum. Fundurinn lýstir einnig ánægju sinni með þá nýbreytni, að verknám fer fram á bændabýl- um, sem hluti af almennu bií- i fræðinámi. — Fundurinn beinir þvi til BUfræðsIunefndar og bændaskólanna, að gert verði átak i' simenntun bænda með ; námskeiðahaldi við bændaskól- ana. Lifeyrisréttur aldraðra Aðalfundurinn Itrekar fyrri ábendingar aðalfunda um að enn er allmargt aldrað fólk I landinu, sem ekki nýtur llfeyrissjóðsrétt- inda. —Fundurinn skorar á rlkis- stjóm að standa við fyrri fyrirheit um að bæta réttarstöðu þessa fólks og leggur áherslu á að það j verði gert sem fyrst. Aukin hagræðing Fundurinn bendir á að nú, þeg- ar dregið hefur verið úr búvöru- framleiðslunni, er stóraukin þörf á að fyllsta hagræðis sé gætt við framleiðslu og viimslu búvara. Fundurinn beinirþvi til Búnaðar- félags Islands og búnaðarsam- bandanna að starfsemi ráðu- nautaþjónustunnar verði I rlkari mæli beint að hagfræðilegum leiðbeiningum fyrir bændur. Afley singa menn Aðalfundurinn itrekar sam- þykkt fyrri aðalfunda um nauð- syn þess að bændum sér gert kleiftað njóta reglulegra fridaga. — Fundurinn felur stjórn Stétta- sambandsins i'samvinnu við Bún- aöarfélag Islands og búnaðar- samböndin að leita leiða til að bændur, sem þess óska, eigi kost á að ráða til sin afleysingamenn vegna töku orlofs. Þá andmælir fundurinn hugmyndum um að taka orlofsliðinn út úr verðlags- grundvelli landbúnaðarvara. Hámarksstærð búa Aðalfundurinn. telur brýnt að settar verði reglur um hámarks- stærð búa á öllum sviðum bú- rekstrar I landinu. — Fundurinn telur að æskilegast og hagkvæm- asta búrekstrarform sé fjöl- skyldubú, einnar eða fleiri fjöl- skyldna. — Benda má á, að i öll- um nálægum löndum er þessi skoðun viðurkennd, bæði af stjórnvöidum og samtökum bænda. — Felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að leita sam- starfs við Búnaðarfélag Islands um gerð tillagna að Iagasetningu á þessu sviði. Þakkaður fjárstuðning- ur Fundurinn þakkar fjárstuðn- ing, sem ríkisstjómin hefur veitt vegna vöntunar á afurðaverði siðustu ára. — Fundurinn treystir þvl að stjómvöld sjái sér fært að verða við erindi stjómar Stéttar- sambandsins um aukaframlag fyrir verðlagsárið 1980—1981. Rekstrar- ogafurðalán Aðalfundurinn leggur áherslu á að rekstrarlán vegna sauðfjár- framleiðslu verði hækkuð þannig, að þau verði i það minnsta 50% af væntanlegu haustgrundvallar- verði. Ennfremur verði afurða- lán vegna nautgripa- og sauðfjár- afurða hækkuð að þvl marki, að unnt sé að greiða bændum 90% af grundvallarverði eigi síðar en mánuöi eftir innlegg. Ullarmat- og -flokkun bandsins að beita sér fyrir því að löginum flokkun og mat ullar frá 21. apríl 1976 verði nú þegar framkvæmd að fullu þannig, að bændur fái ullina mrtna við af- ‘ hendingu. — Einnig skorar fund- urinn á söluaðila að hraða upp- gjöri á ullarinnleggi bænda svo að full greiðsla berist til þeirra eigi siðar en í næsta mánuði eftir inn- legg. Sláturfeyfi Fundurinn felur stjórn sam- bandsins að vinna að þvi að lög- um verði breytt þannig, að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins veiti öll sláturleyfi sauðf jár, stór- gripa , svina og alifugla. Flokkun á graskögglum Fundurinn beinir þvi til stjórn- ar sambandsins að hún hlutist til um að framleiðsa grasköggla- verksmiðjanna séflokkuð, merkt og verðlög eftir gæðum. Verðlag á ull og gærum Fundurinn telur ull og gærur mikilsvert hráefni fyrir islenskan iðnað og ætti að verðleggjast hærra en nú er. — Fundurinn hvetur fulltrúa framleiðenda i 6- manna nefnd að vinna að þvi', þó innan þeirra marka, að tryggt sé, að framleiðendur fái skráð verð fyrir þessar afurðir. Bjargráðasjóður Fundurinn telur að i haust verði þörf mikillar fjárhagsaðstoðar vegna uppskerubrests af völdum kalsog óþurrka. — Fundurinn fel- ur stjórn sambandsins að vinna að þvi við rikisstjórnina, að Bjargráðasjóður verði efldur svo að hann geti gegnt hlutverki sínu. — Jafnframt leggur fundurinn rika áherslu á, að rikisstjóður Ieggi Bjargráöasjóði til það fé, sem honum ber samkvæmt lögum og gefnum fyrirheitum við af- greiðslu rikisábyrgðarlána, sem sjóðurinn hefur tekið. Æðarvarp Aðalfundurinn óskar eftir að stjórn sambandsins beiti sér fyrir þvi I samvinnu við Búnaðarfélag tslands að athugað verði sérstak- lega á hvaða jörðum séu skilyrði til þess að koma upp æðarvarpi, — að lokinni athugun verði þeir bændur, sem þess óska, styrktir fjárhagslega til þeirra fram- kvæmda, sem nauðsynlegar kunna að verða i þessu skyni. — Þá veröi auknar rannsóknir og leiðbeiningar i þessari búgrein. — mhg © Frá Rauðsokkahreyfingunni Siðasta innritun i áður auglýst námskeið um kvennréttindabaráttuna fer fram i dag og á morgun i sima 28798 milli kl. 5 og 7. Fyrsti fundur verður i Sokkholti, Skóla- vörðustig 12, 3ju hæð, á morgun fimmtu- dag 8. október kl. 8.30. Mætið vel og stundvislega. Fundurinn felur stjóm sam- „Aöalfundurinn fagnar þvi að reglubundið skólahald er að hefjast að nýju við Bændaskólann á Hólum”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.