Þjóðviljinn - 16.10.1981, Side 8

Þjóðviljinn - 16.10.1981, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1981 Föstudagur 16. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 Þegar lögin um aðstoð við þroskahefta ttíku gildi i ársbyrjun 1980 má segja aö þáttaskil hafi oröið i málefnum þroskaheftra hér á landi. Með gildistöku þess- ara laga var mörkuð ný stefna i þessum málum, þar sem mark- miðið er, eins og fram kemur í 1. gr. laganna, aö tryggja þroska- heftum jafnrétti við aðra þjóðfé- lagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lifi i samfélaginu. Uppbygging laganna hvað varðar framkvæmda vald og stjómun tekur rækilega mið af þeim markmiðum, sem sett eru meö lögunum, þ.e. að tryggja þroskaheftum jafnrétti á við aðra þjóðfélagsþegna þar sem þjtín- ustan við hina þroskaheftu skipt- ist eftir svæðum og meö lögunum eru sett á fót 8 starfssvæöi með sérstakri svæöisstjórn. Með þvi að dreifa framkvæmdavaldinu, eins og þannig er gert i lögunum, er kominn grundvöllur til að byggja upp þjónustuna svæðis- bundið i samræmi við þarfir hinna þroskaheftu i heimabyggð- inni, eða á hverju svæði fyrir sig. Mikilvægur þáttur jafnréttis er einmitt fólginn i þvi að þroska- heftir og aðstandendur þeirra fái notiö þjónustu á heimaslóðum og lifa þar sæmilegu iifi þrátt fyrir fötlun hvers eölis sem hún er. Þannig er að minnsta kosti að einhverju leyti komið i veg fyrir aö ftílk þurfi aö flytja búferlum til að fá þjónustu fyrir þroskaheft börn sfn. Samkvæmtlögunum um aðstoð við þroskahefta fer sérstök stjórnardeild i félagsmálaráðu- neytinu með yfirstjtírn málefna þroskaheftra. Þessi deild tók til starfa i marsmánuði 1980 og var Margrét Margeirsdóttir ráðin deildarstjóri hennar. Deildin starfar i náinni samvinnu við stjórnar nefnd um málefni þroskaheftra sem er ætlað að samhæfa og samræma, ásamt ráðuneytinu þá þrjá meginmála- flokka sem snerta fatlaða, eink- um félagsmál, heilbrigðismál og merntamál. Stjórnardeildin i fé- lagsmálaráðuneytinu hefur frá upphafi ieitast við aö stuðla að virku og góöu samstarfiviðsvæð- isstjórnimarog hefur alla tið ver- ið litiðsvo á að það sé mjög mikil- vægt hlutverk deildarinnar að veita þessum svæðisstjórnum faglega aðstoð, upplýsingar og leiöbeiningar i þeirra starfi. Kannanir Samkvæmt lögum og reglugerð fyrir svæöisstjórnir er eitt megin- verkefni þeirra aö gera áætlanir um uppbyggingu á þjónustu fyrir þroskahefta hver á sínu svæði. Á siðasta ári óskaði ráðuneytið eftir slikum áætlunum frá svæöis- stórnunum enda þótt fyrirfram væri vitaö aö slikt yrði þeim erf- itt, a.m.k. fyrst um sinn að gera langtimaáætlanir, þar sem ekki var Hðinn lengri timi frá stofnun þeirra. Fyrstu skrefin sem stigin hafa verið til að gera svæðis- stjórnunum kleift aö gera slikar langtimaáætlanir hefur verið vinnsla félagsfræðilegra kannana á svæðunum. Þegar hefur verið lokiö við að gera kannanir á hög- Framkvæmd á lögum um aðstoð við þroskahefta Jafnrétti til þess að leggja sitt af mörkum um þroskaheftra og öryrkja á Suðurlandi og Noröurlandi vestra, verið er að ljúka gerð könnunar á högum fatlaðra á Stór-Reykjavikursvæöinu og i undirbúningi er gerð kannana fyrir svæðisstjórnir á Vestfjörð- um og Vesturiandi. Ráðuneytiö hefur samið við félagsvisinda- deild Háskóla tslands um gerð þessara kannana og hefur hún annast þær hingaö til. Þess verð- ur þó að geta að i sambandi viö þá könnun sem fram fer á iiögum fatlaðraá Stór-Reykjavikursvæð- inu þá er þeirri könnun upphaf- lega hleypt af stokkunum af hálfu framkvæmdanefndar árs fatl- aðra, ALFA-nefndarinnar, en i nánu samstarfi viö ráðunevtið. Annað skrefið sem stigið hefur verið til aö átta sig betur á þörf'- inni fyrir þjónustu og á þvi hvaða rekstrarfyrirkomulag er æskileg- ast á stofnunum fyrir þroskahefta og aðra fatlaða, eru úttektir sem gerðar hafa veriö nú þegar á tveimur vistheimilum, þ.e. Skálatúni i Mosfellssveit og vist- heimilinu Sólheimum i Grims- nesi. Brýnt er að gera slfkar út- tektir á fleiri stofnunum þar sem vera kann að æskilegt sé að breyta einhverjuum rekstrarfyr- irkomulag þessara stofnana frá þvi sem verið hefur. Aður var sú stefna rikjandi h já stjtírnvöldum varðandi uppbygg- ingu þjónustu fyrir þroskahefta og fatlaða, að takmarka þjónust- una fyrst og fremst við Stór- Reykjavikursvæðið og Akureyri. Aðrir landshlutar og svæöi hafa þvf verið mjög illa sett og ftílk ut- an af landi hefur þurft aö sækja þessa þjónustu um langan veg. Með lögunum um aðstoð við þroskahefta eru boðaðir gjör- breyttír timari' þessum efnum. Á þessu ári hefur verið úthlutað eða veitt fé til framkvæmda i þágu þroskaheftra á öllum svæðunum 8, þóað þær séu aö vísu mismun- andi stórar I sniðum en engu að siður spor i rétta át. A Vcsturlandier veriö aö koma upp ieiktækjasafni. A Vestfjörö- um er áformað að byrja á bygg- ingu þjónustumiðstöðvar fyrir þroskahefta á Isafirði og hefur þegar verið lokið við hönnun. A Norðurlaudi vestra er áform- að að koma upp vfsi að ráðgjafa- þjónustu sem verður staösett á Blönduósi. A Akureyri hefur nýtt sambýli tekið til starfa og nýr vemdaður vinnustaður veriðtekinn inotkun, en fjármögnun til þessarar starf- semi var sótt i framkvæmdasjóð- inn, en reksturinn greiðir félags- málaráðuneytið. Á Austurlandihefur verið tekið i notkun vistheimilið eða þjón- ustumiðstööin að Vonarlandi. . Áformað eraö koma þar upp leik- tækjaþjónustu. A Suðurlandi er gert ráð fyrir að nýtt sambýli taki til starfa á þessu ári sem verður staðsett á Selfossi auk þess sem hafin er bygging verndaðs vinnustaðar i Vestmannaeyjum. 1 Keflavik er fyrirhugað að hefja framkvæmdir i tengslum við sjúkraþjálfun og leiktækja- safn. 1 Reykjavikeru þegar rekin tvö sambýli á vegum Styrktarfélags vangefinna sem kostuð eru af op- inberum aðilum og i þessum mánuði verður hafinn rekstur af- þreyingarheimilis við Stjörnugróf auk litils verndaðs vinnustaðar, hvort tveggja er á vegum Styrkt- semhlýturaö vera æskileg þróun, en þó verður að fjölga sambýlum að sama skapi. Greiningarstöð rikisins A næsta ári er gert ráð fyrir að hægt verði aö bjóöa út fyrsta áfanga við Greiningarstöð rikis- ins en verið er að teikna þá bygg- ingu nú. Starfandi er sérstök byggingarnefnd og hefur Grein- ingarstöðin fengið lóð sem er við Dalbraut i Reykjavik. Gert er ráð fyriraö sú starfsemi sem þegar á sérstað i Kjarvalshúsi muni flytj- ast alfarið yfir á Greiningarstöð rikisins. Greiningarstöðin er mið- punktur i framkvæmd laganna um aöstoð við þroskahefta og ber að leggja áherslu á að flýta þar framkværridum svo sem frekast er kostur. A siðastliðnu ári var keypt 15. gEeinin Erindi félagsmálaráðherra á aðalfundi Þroskahjálpar arfélags vangefinna, en fármagn- að af framkvæmdasjóöi og rekst- urinn greiddur af félagsmála- ráðuneytinu. Þá er í byggingu skólabygging við Lyngás, viðbót við öskjuhltðarskólann, skóla- dagheimili, kennsluhúsnæði við Dalbraut o.fl. Auk þess er veriö að bæta húsakost sólarhrings- stofnananna án þess þó að fjölga vistfólki, en frekar er gert ráð fyrir að fækka vistmönnum þar, tveggja hæða ófullgert hús i Breiðholti, þar sem ætlunin er að koma á fót heimili fyrir einhverf börn. Innrétting þessa húsnæðis er langt komin og væntanlega verðurhægt að opna þetta heimili i byrjun næsta árs. Þetta verður fyrsta heimiliö hér á landi sem eingöngu er ætlað einhverfum börnum og mun það leysa úr mfldum vanda þeirra einstakl- inga sem hér er um að ræða. Verulegur kostnáðarþáttur i sambandi við framkvæmd á lög- unum um aðstoð við þroskahefta er greiðsla framfærslustyrks samkvæmt 15. gr. þeirra laga. 1 dag njóta um 40 einstaklingar þessa framfærslustyrks sem nemur hálfu daggjalctí á meðal- stofnun og er gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna þessarar framfærslu sé tæpar 2 milj. á ári. í sjálfu sér er þetta mun ódýrara fyrirhið opinbera að greiða þenn- an framfærslustyrk, en þessir einstaklingar dveljast á stofnun- um. Engu að siður má teljast nokk- uð óeðlilegt að núverandi fyrir- komulag skuli vera við lýði, þ.e. að félagsmálaráðuneytið annist þessar graðslur af fjárveitingu til framkvæmda á lögum um að- stoð við þroskahefta. Eðlilegasta fyrirkomulagið á þessu hlýtur að vera að Tryggingastofnunin ann- ist þessar greiðslur af almanna- tryggingafé, en til þess að svo megi verða, þurfa að koma til ýmsar breytingar á almanna- tryggingalögunum. Hugsanleg leið i þessum efnum væri að lög- festa barnaörorkuna og hækka hana til móts við þarfirna.r, Mál þetta er nú til athugunar á vegum þeirra ráöuneyta sem ég sinnj, félagsmála- og heilbrigðis- málaráðuneytis, en þetta tengist einnig hinni fyrirhuguðu laga- setningu í sambandi við málefni fatlaðra. Rekstrarkostnaður Á fjárlögum ársins 1981 var gert ráð fyrir tæpum 3.7 milj. kr. til framkvæmda á lögum um að- stoð við þroskahefta. Þessu fé hefur verið varið til að greiða kostnað vegna starfa allra svæð- isstjómanna, stjórnarnefndar- innar.rekstrar tveggja sambýla i Reykjavik, auk tveggja sambýla á Akureyri. Þá er um að ræða vinnustaö á Akureyri, nokkur leiktækjasöfn, þjónustumiðstöð þroskaheftra á Egilsstöðum auk kostnaðar við framfærslu 35 - 40 einstaklinga skv. 15. grein laga um aðstoð viö þroskahefta. 30 verkefni í ár A næsta ári munu bætast við sambýli I Reykjavík og á Selfossi, verndaður vinnustaður á Selfossi og i Reykjavik, leiktækjasöfn, auk heimilis einhverfra barna við Trönuhóla. A f járlögum þessa árs var gert Menntunarmál efst á baugi „Tryggt verði, að þroskaheft börn undir skólaaldri fái viðhlítandi kennslu og þjálfun, strax og fötlunar verður vart, og sú kennsla og þjálfun fari fram í eða sem næst heim- kynnum þeirra, enda eru það sjáifsögð mannrétt- indi." Þannig ályktaði lands- þing Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem kom saman á Hótel Loftleiðum um síðustu helgi. Aðalum- ræðuefni þingsins voru menntunarmál þroska- heftra og nauðsynlegar að- qerðir stjórnvalda til úr- bóta. Hér á eftir fara þær á- lyktanir, sem þingheimur sendi frá sér, en auk menntunarmálanna var einnig fjallað um frum- varp það um málefni fatl- aðra sem nú er í undirbún- ingi, svo og byggingu or- lofsbúða fyrir þroska- hefta. Þannig ályktaði landsþing Landssamtakanna Þroskahjálp- ar, sem kom saman á Hótel Loft- leiðum um siöustu helgi. Aðalum- ræðuefni þingsins voru menntun- armál þroskaheftra og nauðsyn- legar aðgerðir stjórnvalda til úr- bóta. Hér á eftir fara þær ályktanir, sem þingheimur sendí frá sér, en auk menntunarmálanna var einnig fjallað um frumvarp þaö um málefni fatlaðra sem nú er I undirbúningi, svo og byggingu or- lofsbúða fyrir þroskahefta: • Samtökin leggja áherslu á að Greiningarstöð rikisins veröi komið á fót hið fyrsta. • 1 sérkennslumálum skal fylgt þeirri meginstefnu, að sem flestir nemendur er þurfa á sérkennslu að halda, njóti hennar I heima- byggð án veruiegrar röskunar á tengslum við fjölskyldu og ná- grenni. • Gerð verði könnun á sér- kennsiuþörf og úttekt á þvi hvern- ig best verði að framkvæmd sér- kennslunnar staðið í hinum ýnsu fræðsluumdæmum landsins og hún felld að ákveðnu skipulagi. • Landsþingið leggur rika á- herslu á að frumvarp til laga um framhaldsskóla verði að lögum hið fyrsta og að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð reglugerðar um sérkennslu i framhaldsskólum skv. frumvarp- inu. • Landsþingið feiur stjórn samtakanna að ieita eftir viðræð- um við yfirvöld KHÍ, Þroska- þjálfaskólans, Fósturskólans og H1 um lausn á þeim vanda, er skorturinn á sérmenntuðu fóiki skapar i kennslu og þjálfun þroskaheftra. • Landsþingið feiur stjórn samtakanna aöhefja undirbúning að byggingu orlofshcim ilis þroskaheftra hið fyrsta. Á þinginu var Eggert Jóhann- esson endurkjörinn formaður Landssamtakanna. Aörir i stjórn voru kjörin: Jóhann Guömunds- son, Garðabæ, Dúfa Sylvia Ein- arsdóttir, Kópavogi, Svanhvit Pálsdóttir, Stykkishólmi, Þór- hildurSvanbergsdóttir, Akureyri, Sylvia Guömundsdóttir, Reykja- vík og Kristján J. Jónsson, Isa- firöi. ráð fyriru.þ.b. 21 milj. kr. i fram- kvæmdasjóð þroskaheftra og ör- yrkja. Stjórnarnefnd hefur á þessu ári úthlutaö til yfir 30 verk- efna úr þessum sjóði. Þar má nefna afþreyingarheimili i Reykjavik, vinnustofú við það af- þreyingarheimili, sambýli i Reykjavik, endurhæfingarstöð við Háaleitisbraut, vinnustofur á vegum öryrkjabandalagsins, verndaðan vinnustaö á vegum Múlalundar, vinnu- og dvalar- heimili Sjálfsbjargar, iðjuhús við Kópa vogshæli, gistiheimili Þroskahjálpar, leiktækja- og sjúkraþjálfunarstöð Þroska- hjálpar á Suðurnesjum, leik- tækjaþjónustu á Vesturlandi, visthimili á Vestfjöðrum, framlög til Sólheimaog Tjaldanessheimil- isins, Blindrafélagsins, þjónustu- miðstöðvar á Isafirði, tengibygg- ingar við Sólborg á Akureyri, framlag vegna sambýlis á Akur- eyri auk verndaðs vinnustaðar þar, ennfremur má nefna endur- hæfingarstöð Sjálfsbjargar á Ak- ureyri, Plastiöjuna Bjarg á Akur- eyri, þjónustumiðstöð á Vonar- landi, leiktækjaþjónustu á Aust- fjörðum, verndaðan vinnustað i Vestmannaeyjum, sambýli á Sel- fossi, leiktækjaþjónustu og þjón- ustumiðstöð á Blönduósi, nýtt visthús við Skálatún, heimili ein- hverfra barna i Reykjavik, Greiningarstöð rikisins, skóla- byggingar við Lyngás og öskju- hliðarskóla, lausar kennslustofur við geðdeild Barnaspitala Hringsinsog skóladagheimili, svo helstu verkefnin séu nefnd. Endurskoðun laga 1 tiiefni af ári fatlaðra óskaði ég eftir þvi' á siðastliðnu ári við framkvæmdanefnd árs fatlaðra, ALFA-nefndina, að kannað yrði hvort ekki væri nauðsynlegt aö taka til endurskoðunar og endur- bóta gildandi lög og reglugerðir i málefnum fatlaöra. 1 framhaldi af þvi skipaði ég þrjá menn til þess verkefnis að gera tillögur um endurskoðun, samræmingu og endurbætur gildandi laga og reglugerða er lúta að málefnum fatlaðra.með það fyrir augum að athuga sérstaklega hvort ekki væri æskilegt að koma skipulagi félagslegrar þjónustu við fatlaða saman ieinum lagabálki án tillits til þess hver fötlunin væri. 1 dag er til meðferðar i rikisstjórninni frumvarp til laga um málefni fatlaðra sem unnið var af þessum þremur mönnum, ALFA-nefnd- inni auk fulltrúa frá stjórnar- nefnd um málefni þroskaheftra, félagsmálaráðuneytinu, Lands- samtökunum Þroskahjáip, ör- yrkjabandalagi Islands, Sjálfs- björg og Endurhæfingarráði. Þá var haft samráð við Samband ísl. sveitarfélaga, Sálfræðingafélag Islands og fleiri. Tilgangur þessa frumvarps er að sameina i' einum lagabálki þrenn gildandi lög. 1 fyrsta lagi löginum aðstoðvið þroskahefta, i öðru lagi lögin um endurhæfingu, sem eru frá 1970 og 2. og 3. gr. laga um ráðstöfun erfðafjár- skatts og og Erfðafjársjóðs rikis- instil vinnuheimilafrá 1952.Þó svo að ýmsum þætti þaö e.t.v. hæpin ráðstöfun að fella úr gildi svo ný lög sem lögin um aðstoð við þroskahefta eru, þá ber að hafa það i huga, að það er i anda jafn- réttishugsjónarinnar sem fram kemur i' þeim lögum, að veita öll- um föthiðum sömuþjónustu alveg án tillits til þess hver fötlunin er. Þess ber einnig að geta aö i frum- varpinu til laga um málefni fatl- aðra haldast öll ákvæði laganna um aðstoð við þroskahefta og er reyndar uppbygging þessa frum- varps alfariö hliðstæð viö þá upp- byggingu þjónustukerfis sem gert er ráð fyrir að sett verði á ftít samkvæmt lögunum um aðstoð við þroskahefta með nokkrum viðbtítum. Með frumvarpi þessu er ætlunin að koma á heildar- skipulagi félagslegrar þjónustu hins opinbera við alla fatlaöa i landinu og má telja þetta mjög mikilvægt skref til að tryggja fullkomnari þátttöku og aukið jafnrétti fatlaöra i þessu þjóöfé- lagi. Af hverju sérlög? Ef til vill mætti færa þau rök gegn lagasetningu af þessari gerð, að æskilegra væri að koma ákvæðum slikra laga fyrir i al- mennum lögum um félagslega aðstoð rikis og sveitarfélaga viö almenning i landinu. Hafa ber hins vegar i huga aö þörfin er ákaflega brýn til að leysa úr stærstu vandamálum fatlaðra hér á landi þannig að neyðin raun- verulega kallar á setningu sér- laga. Hins vegar verður áfram unnið á vegum félagsmálaráðuneytis- ins að skoða það mál hvort ekki sé nauðsynlegt að semja félags- málalöggjöf á hliðstæöan hátt og gert hefur veriö i Danmörku og Sviþjóð, en ég vil minna á að þar tók það 10 og allt upp i 13 ár að ná samkomulagi um efnisatriði slikrar löggjafar. Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki beöið svo lengi hér á landi. Þess vegna þurfum viö nú að leggja áherslu á afgreiðslu þessa máls. Frumvarpið verður lagt fram nú við lok árs fatlaðra og vonandi tekur alþingi þvi vel. Jafnréttishugsjónin Lögin um aðstoð við þroska- hefta og framkvæmd þeirra byggjast á hugsjónum samvinnu og samhjálpar; engin leið er aö tryggja fötluðum jafnrétti nema skapa viðtækan skilning meðal landsmanna allra á nauðsyn samstöðu og samstarfs. Jafnrétti verður aldrei náð nema samstað- an sé leiðarljós þeirra sem jafn- réttivilja ná. Jafnréttishugsjónin á að vera grundvallarþáttur okk- ar þjóðfélags — hún snertir öll svið þess,alla meginþættiþess, ef vel á að vera. Þannig verður jafn- réttisbaráttan snar þáttur þjóð- lifsins, megineinkenni allra fé- lagslegra athafna og þar með hornsteinn okkar samfélags. Arangur i baráttu fyrir jafn- rétti fatlaðra næst ekki nema þessi viðhorf eigi lýðhylli i orði og einnig i athöfnum. Það er ekki unnt að ná árangri fyrir jafnrétti fatlaðra á sama tima og krafist er minnkandi samneyslu. Þeir sem hraustir eru og ófatlaðir eiga og geta lagt af mörkum vinnu og fjármuni i þágu heildarinnar allr- ar og þannig á það að vera. En jafnframt er ljóst að aukin þátt- taka fatlaðra i þjóðlffinu bætir samfélagið á alla lund, jafnréttis- hugsjónin verður þá þáttur þjóð- menningarinnar. tslendingar eiga að hafa betri forsendur en allir aðrir til þess að ná jafnrétti einfaldlega vegna þess að við er- um fáir, við þekkjumst og hlut- verk einstaklingsins verður stærra en i miljónasamfélögun- um. Við gerum okkur ljóst að bar- áttan fyrir jafnrétti fatlaöra byggist áþvi meginatriði að þeir fái að njóta fullrar virðingar; viö viljum styðja og styrkja sjálfs- viröingu hvers einstaklings. Bar- átta fatlaðra fyrir jafnrétti er ekki barátta fyrir þvi að þeim hlotnist molar af borðum góð- gerðarstarfseminnar; þvert á móti vilja fatlaðir leggja sitt af mörkum til þróunar þjtíðfélagsins ekki siður en aðrir. Þeir vilja jafnrétti til þess að fá aö leggja sitt af mörkum. Jafn- ljóst er okkur öllum aö brautin verðuraldrei brotiná enda;sifelli munu ný verkefni krefjast úr- lausnar. 1 þeim efnum verðum við að vera I senn framsækin og raunsæ. Það er raunsæi að gera sér ljóst hvaða fjárhagslegar for- sendur er við að búa. Það er raun- sæi að gera sér ljóst að kreppu- boðar hrannast upp viða og koma fram i atvinnuleysi miljónanna i grannlöndum okkar, þar sem fé- lagsleg þjónusta er skorin niður með markvissum hætti í þágu markaðsaflanna. En hagvextin- um eru takmörk settog við verð- um að nýta vel þá fjármuni sem okkur er trúað fyrir að ávaxta, jafnframt þvi sem við berum fram eðlilegar og sanngjarnar óskir um mannréttindi. Ég óska Þroskahjálp til ham- ingju með afmælið. Ég læt i ljós þá ósk að samtökin megi starfa sem best, að þau megi dafna og blómstra vegna þess að öflug starfsemi slikra samtaka skapar betri möguleika en ella til árang- ursrfks starfs. Ég tel að stofnun Þroskahjálpar hafi valdið mfldu um setningu laganna um aðstoð við þroskahefta og að fram- kvæmd slikrar löggjafar hafi orð- ið auðveldari vegna þess aö gott samstarf hefur tekist með stjórn- völdum og samtökum ykkar. Kristján J. Jónsson um málefni þroskaheftra: „Algjört svartnætti ríktl áður” Einn þeirra er sóttu þing Landssamtakanna Þroska- hjálpar um síðustu heigi, var Kristjan J. Jóns- son, hafnsögumaður á ísa- firði. Hann hefur verið ötull i baráttunni fyrir bættri aðstöðu þroska- heftra og var kjörinn i stjórn Landssamtakanna á þinginu. Við spurðum hann fyrst hver hefðu verið efstu mál á baugi. ,,A þinginu var sérstaklega fjallaö um menntunarmál þroskaheftra, Einnig var fjailað um ýmis mál önnur, sem beinast að þvi að þetta fólk geti lifað sem eöliiegustu lifi.” — Hverjar eru helstu breyt- ingarnar sem orðiö hafa á stöðu þroskaheftra undanfarin ár? „Sumir vilja kalla þetta bylt- ingu — ég veit ekki hvort mér er óhætt að taka svo sterkt til oröa, en hitt er vist að gifurlegar fram- farir hafa átt sér stað undanfarin 10 ár eða svo. Hér áður fyrr rikti algjört svartnætti i þessum efn- um og likja mátti ástandinu hér á landi við ástandið eins og þaö er nú i vanþróuöum löndum. Islend- ingar voru alveg skilningslausir. Við fórum mjög seint af staö I þessum efnum. Einmitt þess vegna verða ráöamenn þessarar þjóðar aö skilja að ekki tjóar að horfa i kostnaðinn. Margt þetta fólk getur lifað góðu lifi og orðið liötækt á ýmsum sviöum, — ef við horfum slfellt i kostnaðinn má alveg eins leggja allt þetta starf niður og gera aðrar ráöstafanir þessu fólki til handa. Ég þakka þessar breytingr þvi fólki, sem að þessum málum hef- ur starfað, en það eru sjáifboöa- liöarupp til hópa. Landssamtökin voru stofnuö 1976 og með tilkomu þeirra fórum viö aö geta skiptst á skoðunum og borið saman bækur okkar. Brautryðjendur þessa starfs eiga miklar þakkir skildar.” Kristján er formaöur Styrktar- félags vangefinna á Vestfjörðum, en á Isafirði er áformað aö reisa byggingu fyrir þroskahefta á Vestfjöröum. Styrktarfélagið hef- ur fengið land hjá Isafjaröar- kaupstað og látiö hanna hús. Kristján kvaðst finna eindreginn vilja i sinu byggöarlagi til að vinna að málefnum þroskaheftra, og ýmis félög biöu hreinlega eftir þvi að geta lagt þessum málum lið. „Ég er mjög þakklátur öllu þessu fólki og vil að það komi skýrt fram. A þinginu kom fram eindreginn vilji um aö heildarlög- gjöf sú um byggingar fyrir þroskahefta, sem nú er unniö aö, nái fram að ganga. Hins vegar munum við fyrir vestan, a.m.k., ekki una þvi aö þessi löggjöf skeröi þann rétt sem við nú höfum. Við teljum þessum málum best borgið heima i héraöi. Lögin um aðstoð við þroskahefta frá 1980 opnuðu gif- urlega möguleika um aðstoð þessu fólki til handa — við megum ekki stiga nein skref aftur á bak. Til þess eru þessi mál of viðkvæm” Kristján J. Jónsson, hafnsögu- maður tsafirbi. — Ef þú berð saman stöðu þess unga fólks sem i dag stendur frammi fyrir þvi, að eiga þroska- heft barn og þina stöðu þegar þú stóðst frammi fyrir hínu sama, hvað kemur þér þá helst i hug? „Staða fólks i dag er ekki að neinu leyti sambærileg viö það sem áður var. Ég á i rauninni engin orö yfir stöðuna þá. Það stóð bara allt fast og viö sáum ekki fram á annað en svartnætti. Allir læknar sögðu að þótt viö kæmum barninu frá okkur, myndi þaö ekki vega upp á móti þvi tilfinningatjóni, sem aðskiln- aðurinn myndi valda bæöi þvi og okkur. En ég dreg eftirfarandi lærdóm af minni reynslu til handa ungu fólki meö þennan vanda: leitiö til læknis um leið og þið áttiö ykkur á aö eitthvaö er aö barninu. Þaö er eina leiðin, ef þessi börn eiga að'fá einhverja möguleika i lifinu.” Eggert Jóhannesson, formaöur Þroskahjálpar: „Við höfum aðeins bjartsýnina” A þingi Landssamtak- anna Þroskahjálpar um síöustu helgi var Eggert Jóhannesson, Selfossi, endurkjörinn formaður samtakanna, en hann var fyrst kjörinn formaður ár- ið 1979. Hann hef ur starfað með samtökunum allt frá stofnun þeirra árið 1976 og verið virkur í starfi Þroskahjálpar á Suður- landi, en það var stofnað 1974. Við inntum Eggert eftir starfi hans á suður- landi. „Fyrsta verkefni Þroskahjálp- arinnar á suöurlandi var að koma á fót skóladagheimili fyrir þroskahefta, en þörfin fyrir slikt heimili var ákaflega mikil. Við tókum okkur saman 6 - 7 foreldrar og komumst yfir hús, og siöan komu riki og bær smám saman til liös viö okkur. 1 Við höföum I rauninni ekkert annaö en bjartsýnina framan af. Grunnskólalögin gerðu alls ekki ráð fyrir stofnunum af þessu tagi, þótt andi þessara laga sé auðvitaö i þá átt að allir fái að njóta sin innan skólakerfisins. — Hvaö er framundan hjá ykk- ur núna? „Þaö er að fara af stað nokkur uppbygging hér. Bæjarstjórnin er að koma upp húsi fyrir fullorðna sem ráðgert er að opni um ára- mótin. Einnig eru ráðageröir uppi um skammtima fósturheimili fyrir börn, en það er auövitað einnig að þjóna sveitunum hér I kring. Þá hefur svæðisstjórnin samþykkt að hefja viöræöur viö Fjölbrautaskóla Selfoss um að skipuleggja kennslu fyrir þroska- hefta unglinga, þannig að þau fái aðgang að skólakerfinu eftir grunnskóla. Viö höfum rætt þetta viö skólameistárann, og hann tók vel I okkar málaleitan.” — Hvað finnst þér um viðhorfin til þessara mála nú miöað við það sem áöur var? „Þaö eru allt önnur viðhorf núna á öllum sviöum. Viðhorf al- mennings er allt annað og upp- bygging er hafin um alit land. Staöa þessa fólks, svo og aðstand- enda, gjörbreyttist við setningu laganna um aðstoð við þroska- hefta — áður var ekkert til að heita mátti.annaö en þaö sem aö- standendur höfðu lagt á sig við misjöfn efni. Nú er það menntun- armálin sem viö leggjum höfuö- áherslu á — þau hafa ekki fylgt þróuninni. Lögin eru fyrir hendi, en það vantar kraftinn til að fylgja þeim eftir. Og nú berjumst við fyrir menntunarmálunum fyrst og fremst.” — Hvernig finnst þér staðan vera I dag? „Ég er ákaflega bjartsýnn á framtiöina. Miðað við þá þróun sem átt hefur sér stað undanfariö get ég ekki annað. Þessum mál- um þokar áleiðis, þótt hægt gangi á ýmsum sviöum, en þaö hafa óneitanlega verið stigin stór skref. Uppbygging er hafin um allt land, og þaö er mikiis virði. Börnunum og foreldrum þeirra er ómetanlegt aö hafa þessa þjón- ustu i sinu byggðarlagi en þurfa Eggert Jóhannesson, formaður Landssamtakanna Þroskahjáip- ar. ekki að feröast til Reykjavikur með allt. Við treystum okkur t.d. ekki til að senda son okkar til Reykjavikur i vetur eins og und- anfarið, þvi þegar hann sér bróð- ur sinn ganga yfir götuna i skóla finnst honum auövitað óréttlátt aö verða að fara suður á hverjum mánudegi og koma ekki heim fyrr en á föstudegi. Það er þvi nauö- synlegt aö menntunarmálin séu skipulögö i hverju byggöarlagi fyrir sig, o'g að þvi er unnið núna Ég er þvi bjartsýnn um framtiö- ina.”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.