Þjóðviljinn - 30.10.1981, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.10.1981, Síða 2
4* 't*-> t , ■ \ t , r , • t .« .*•« ; t i » ? » í é •* 2 StÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Föstudagur 30. október 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið £. Sjáðu! Nýjugallabuxurnar mínar eru með nafla. Frá Klúbbi NEFS: / Astir samlyndra hjóna Tómas Þurs meö Þey iifangi. Ljósm <T-Þeyr) Sævar Guöbjörns- son. ,/Helstu tón-dónar lands- ins, þursar og þeysarar, gera 'hitt' f klúbbi NEFS helgina 30. og 31. okt." Yfirskrift þessara tónleika — fengu aö láni úr samnefndri bók Guðbergs Bergssonar — á eink-' ar vel viö aö þessu sinni. Þótt tiltölulega fáir mánuöir séu liönir frá þvi aö leiöir þessara hljómsveita lágu fyrst saman hafa tekist meö þeim miklir kærleikar og veröur ávöxtur þessa sambands opinberaöur á tónleikum i NEFS. Leiöir þursa og þeysara hafa legiö alloft skemmtilega saman undanfarna mánuöi og nægir þar aö nefna ’rafmagnsdUlliö’ eftirminnilega meö BARA- FLOKKNUM á Akureyri. Er þvi ekkert eölilegra en þessar hljómsveitir haldi sameiginlega tónleika og þá ekki slika tón- leika aö hvor hljómsveitin um sig haldi sig i sinu horni og spili sitt prógram og bUIÖ. NEI, ástir samlyndra hjóna eru ekki meö slikum hætti og munu hljóm- sveitirnar sýna þaö I verki. Auk hins sérstaka prógrams sem hvor hljómsveit um sig veröur meö munu þær leika, syngja og kveöa saman undir einni sæng siöasta hluta tónleik- anna. Og er viö bUiö aö Utkoman veröi eitthvaö sem hvorki sést né heyrist á hverjum degi. Er þvi vissara aö mæta og þaö tim- anlega.... Rætt við Guðbjörgu s Arnadóttur formann Skagaleikflokksins Uppselt á allar sýningar „Við erupi öll mjög ánægð með þær undirtektir, sem við höfum fengið. Ég held að það sé einsdæmi hér að það hafi selst upp miðar á allar þrjár fyrstu sýningarnar, eins og gerist nú,” sagði Guðbjörg Arnadóttir for- maður Skagaleikklúbbsins er blaðamaður hafði samband við hana i gær. Skagaleikflokkurinn er nú aö sýna barnaleikritið Litla Kláus og Stóra Klaus. Herdis Þor- valdsdóttir hefur annast leik- stjórnina. ,,Vegna þessara ágætu við-• taka ætlum viðað halda sýning- um áfram af fullum krafti, við veröum með sýningar annað kvöld og á laugardag og sunnu- dag. Þá stendur til aö bjóöa Fyrstu landamæri Reykja- víkur Það var i febrúarmánuði 1787 sem kaupstaðarlóð Reykjavikur var fastákveöin. Var þaö gert samkvæmt mælingum Rasmus- ar Lievog stjörnumeistara á Lambastöðum. Takmörk lóðar- innar voru ákveðin þannig: Aö vestan: Grjótabrekka frá UllarstofutUni og til sjávar. Að sunnan: Norðurendi Tjarnar- innar. Að austan: Vikurlækur frá Tjörn til sjávar. Stærö þess- arar lóðar var alls 30.462 fer- faðmar. En auk þessa var svo 12.600 ferfaðma spilda af landi Arnarhóls, norðan og norðaust- an Arnarhólstraöar, lögð til kaupstaðarins. Þá var og Eff- ersey afhent kaupstaðnum. Var sú ákvörðun byggð á þremur megin forsendum: Að eyjan hentaði vel til fiskverkunar, lægi vel við uppskipun og loks hversu auðvelt væri að reisa þar virki til varnar Reykjavikur- höfn, ef til þess þyrfti að taka á ófriðartimum. Effersey var tal- in vera 13 þús. ferfaðmar. Gefið var i skyn að kaupstaðnum yrði lagt til meira land ef nauðsyn krefði en ekki var búist við að þörf yrði á þvi i bráð. Utmælingu þessa undirskrif- uðu þeir VigfUs Thorarensen, sýslumaður i Brautarholti, Guðmundur Jónsson, hrepp- stjóri i Skildinganesi og Pétur Bárðarson vefari. mhg Frá sýningu Skagaleikflokksins. skólunum hér i nágrenninu upp á skólasýningar á næstunni. Lika er ætlunin að bjóða eldra fólki hér á sýningu.” Hve lengi hefur Skagaleik- flokkurinn starfað? „Hann var stofnaður árið 1974. NU eru um 130 manns i félaginu. Þeir eru náttúrulega misjafnlega virkir, það hafa veriö mikil skipti á leikendum, fólk er meö einn vetur, en tekur sérsvo fri og kemur siðan aftur til starfa. Aö æfa upp leikrit er eins og að vera i sild, allir eru á fullu meðan á þessu stendur. Þetta er sex vikna törn, og svo eru sýningarnar.” „Við byrjum þannig á haust- in,að þaðer haldinn félagsfund- ur, þar sem verkefni eru rædd og kynnt, siðan er fólk fengið til að taka að sér hlutverkin.” Hvar hafið þið sýningarað- stöðu? „Við höfum afnot af Bióhöll- inni, við fáum hana viku fyrir frumsýningu og siðan um helg- ar. Við tökum hana á leigu og borgum 60 biómiðaverð fyrir hvert kvöld. Styrkur frá bænum nemur kr. 10.000,- og hann nægir ekki fyrirleigunni á Bióhöllinni. Iþróttafélögin fá styrk frá bæn- um I formi ókeypis afnota af iþróttahúsinu og okkur þætti gott, ef við fengjum fyrir leig- unni.” ,,Annars er aðstaðan i hUsinu afar erfið, við verðum að taka allt niður á milli sýninga, og búningsaðstaðan er léleg, t.d. eru engin böð.” Hvernig hefur reksturinn bor- ið sig? „Þetta hefur verið slétt, þeg- ar allt er talið. Við vorum i fyrra ihæsta styrkskala, af þvi að viö sýndum þá innlend verk, Storm- inn eftir Sigurð Róbertsson og Atómstöðina eftir Halldór Lax- ness. Siöan bættust við aðgangs- eyrir og félagsgjöld og þá var staðan á siéttu. Aðsjálfsögðu er öll vinna unnin i sjálfboða- vinnu.” Eruð þið farin að hugsa um verkefni eftir áramót? ,,Nei, viö munum gera það um miðjan nóvember, þannig að hægt veröi að hefja sýningar sem fyrst eftir áramót,” sagði Guðbjörg Arnadóttir að lokum. Svkr. Fjölbrautaskólanemar á Suðurnesjum: Rokk, klassík, djass Nemendafélag Fjölbrautarskóla Suðurnesja gengst fyrir tónleik- um i Félagsbiói i Keflavik kl. 20,30 I kvöld. Margir listamenn koma þarna fram. Má þar nefna hljómsveitirnar Mezzoforte, Box, Jonee-* Jonee, Vébandið og danshljómsveit Kristjáns Logasonar. Ýmsir fleiri listamenn munu einnig koma þar fram og sýna snilld sína. Miöaverð mun vera 50 kr. á mann. A myndinni er keflviska hljóm- sveitin Box. ■< Q O Skritiö! Þaö er alveg sama hvaö ég held fast utan um sandinn hann bara rennur strax á milli / fingranna. Þetta gengur ekki, — hann bara hverfur! \ Ekkert eftir nema smá korn! HÆTTUM Þú minn-' ir mig á kaupið mitt!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.