Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriftjudagur i0. nóvember 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Égætlaði ekki að lemja hann. Hendin á mér rann bara! Útileguþjófur gerður að kristindómsfræðara Þar sem nú hafði verið ákveðið að hin væntaniega dóm- kirkja i Reykjavík skyldi byggð úr steini en ekki timbri eins og fyrirhugað var i fyrstu, þá þurfti að afla grjótsins. Hefur það löngum verið nærtækt byggingarefni á landi hér, við- ast hvar. Til þess aö sjá um upptöku grjótsins var sendur hingað tii Meiri mjólk Til ágústloka 1981 hafði mjólk á framleiðslusvæði Mjólkur- samlags KEA minnkað um 3,25% miðað við ágUstlok 1980. Til septemberloka 1981 er minnkunin hinsvegar 2,95% miðað við septemberlok 1980, þannig að mjólkurframleiðsla fer nú vaxandi miðað viö sömu mánuöi á siðasta ári. Þróunin virðist þvi stefna i þá átt á framleiðslusvæði Mjólkursam- lags KEA að framleiðslan i ár verði svipuö og á siðasta ári, en þó gæti orðiö um smávægilega minnkun aö ræða. lands danskur steinsmiður áriö 1788, Johan Larsen að nafni. Dómkirkjugr jótið var svo mestan part tekið upp i Grjóta- túni, fyrir vestan kaupstaðinn, en nokkuð þó i holtinu austan Lækjarins. Um veturinn var svo grjótinu ekið á sleðum niður á Austurvöll. Það gerðist og þetta ár, að ákveðið var með kansellibréfi aö ibúar Reykjavikur skyldu hafa ókeypis bithaga fyrir skepnur sinar, — sem þá voru hreint ekki svo fáar, — á beit- landi Reykjavikur og hjáleigna hennar. En svo kemur rúsinan i pylsu- endanum: Lewetzov stiftamt- manni þóknaðist að skjpa Arnes Utileguþjóf dyravörð við tugt- húsið og ekki nóg með það, heldur skyldi hann einnig ann- ast kristindómsfræðslu fang- anna. Þegar Hannes biskup Finns- son frétti um þetta nýja guð- fræðikennaraembætti Arnesar karlsins brá hann hart við og fékkafstýrt þessari sékennilegu embættisveitingu. — mhg Spakmæli Franpois de La Rochefouc- auld var spakvitur bölsýnis- maður af aðalsættum er lifði i Frakklandi á 17.höld. Eftir hon- um eru höfð eftirfarandí spak- mæli: — Dyggðir okkar eru ekki annað en dulbúnir lestir. — Við höfum öll sálarstyrk til þess aö umbera ógæfu annarra með þolinmæði. — Það er með hina sönnu ást einsogmeð draugana: allirtala um hana en fáir hafa séð hana. — Græögin er verri óvinur sparseminnar en örlætið. — Það er einungis stórum mönnum gefið aö hafa stóra“á- galla. — Ástæðan fyrir þvi að fordild annarra vekur okkur óhug er sú að hún særir okkar eigin. — Ekkert hindrar okkur jafn mikið i þvi aö vera eðlileg eins og löngunin til þess að vera það. — Við getum hvorki horfst stöðugt i augu viö sólina né dauðann. Nýtt á Islandi: Föt fyrir þær stóru! NU geta konur sem átt hafa i vandræðum meðað finna sér föt við hæfi vegna þess hve stórar eðamiklar þær eru, varpaö önd- inni léttar. Það hefur nefniiega verið opnuð fyrsta sérverslunin á Islandi með yfirstærðir i kven- fatnaði en erlendis eru slikar verslanir algengar. Það er verslunin ísull, Aðal- stræti 8 (Fjalakettinum) sem fitjar upp á þessari nýbreytni en verslunin hefur nýlega opnað eftir gagngerar breytingar. Rætt við Jón Loftsson skógarvörð á Hallormsstað: Okkur líður alltaf vel hér í skóginum Við náðum tali af Jóni Lofts- syni skógarverði á Hallorms- stað og inntum eftir þvi hvernig skóginum hefði vegnað eftir stutt sumar og kalt haust. — „Skógurinn hefur dafnaö ótrúlega vel miðaö við þessa veðráttu. Það var reyndar mjög óvenjulegt hvað skógurinn hélst laufgaður i haust, þrátt fyrir þaö aö veturinn hafi komið a.m.k. mánuði fyrr en venja er. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann standa laufgaöan svpna lengi, hann fékk aldrei á sig rauða haustlitinn, heldur slitu hausthretin þetta af honum. Snjórinn hefur iþyngt grein- unum meira en ella þar sem þær hafa veriö laufgaðar, og ég tók eftir þvi um daginn, að talsvert var brotið Uti i Eyjólfsstaða- skógi, en það ber minna á þvi hér”. — Hvernig hefur vöxturinn verið I ár? — „Ég er ekki óánægður með vöxtinn, hann hefur verið betri en i fyrra, en þá var hann lé- „Skógurinn hefur dafnað ótrúlega vel”, segir Jón legur vegna kalsins frá 1979. Sprotar voru heilir i vor, og hausthretin virðast ekki hafa skemmt brumhnappa komandi vors”. — Hvað hafið þið fyrir stafni þessa dagana? — „Við erum að taka upp plöntur og ganga frá gróðrar- stöðinni, en förum brátt að hyggja að jólatrjánum”. — Verður einhver viöartekja úr skóginum I ár? — „Já, hún er orðin árleg, skógarhöggiö hefst I febrúar og stendur fram á vor. Viö höfum nú orðið sæmilegan tækjakost til þess að vinna að þessu.” — Hvað starfa margir i skóg- ræktinni hjá ykkur? — „Hér eru um 10 manns yfir veturinn, en á vorin og sumrin vinna hér 20—30 manns.” — Þið hafiö veriö að gera til- raunir með sauöfjárbeit i skóg- inum. Eru komnar einhverjar niðurstöður af þeim? — „Niðurstöður eru ekki komnar enn, það er veriö að vinna Ur þessu hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Hins vegar höfum við séð, að beitin gefur ekki eins mikið af sér eins og viö höfðum haldið. Það er viðkvæmur gróður i skógar- botninum, og hann treðst auð- veldlega niður. Þettaerþó alveg sambærilegt við beitiland eins og það gerist best á skóglausu landi að ég held. Hins vegar hefur tilraunin staðfest, aö beitin kemur hart niður á ung- skóginum. Það er víöirinn sem hverfur fyrst, en sfðan fara þær i birkið. Hins vegar hafa þær litiö snert við ungum greni- plöntum, sem eru i einum reitn- um. Þvi hefur stundum verið haldiö fram, að það hafi veriö vetrarbeitin, sem drap skóginn hér á landi, en mér virðist þessi tilraun sýna, að það þarf enga vetrarbeit til. Ungviðið hverfur Ur skógarbotninum við beitina, og þá deyr skógurinn með eldri trjánum”. — Hvað er að frétta af mann- lifi á Héraði? — „Menn eru aö vonum óhressir með tiöarfarið, göngur hafa gengið erfiðlega og fjár- skaöar veriö óvenju miklir. Menn hafa þó haldiö gleði sinni aö ég heid, aö minnsta kosti var Bændahátiðin haldin I Vala- skjálf með pompi og pragt. Og okkur liöur alltaf vel hérna I skóginum”. — ól.g. s Hjúkrunarskóli Islands 50 ára Hjúkrunarskóli tslands er 50 ára um þessar mundir 13.30. Aðalumræðuefni fundar- ins verður hjúkrunarmenntun- in. Hátiöahöldunum lýkur með kvöldfagnaði á Hótel Sögu — SUlnasal, og hefjast þau kl. 19. Er vonast til þess að hjúkrunar- Hjúkrunarskóli Islands held- ur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. Af þessu tilefni gengst skólinn m.a. fyrir há- tiðafundi i skólanum hinn 12. nóvember n.k. og hefst hann kl. fræðingar eldri sem yngri, starfsfólk, nemendur og velunn- arar skólans sjái sér fært að mæta. Nemendur HjUkrunar- skóla lslands eru nú um 300 og skólastjóri er Þorbjörg Jóns- dóttir. < Q O CL, I Stærstu ár landsins. Hvers vegna I fjáranum þurfum við að kunna þær utanað? j Það er bara fiflalegt að láta ' vatn heita eitthvað. Allan gærdaginn var ég á kafi og af hverju? Jú, maður verður vist að læra eitthvaðj’ 31 En þegar ég er oröinn stór: Hvernig kemur það mér að gagniaö vita að Hvitá er ekki skipgeng?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.