Þjóðviljinn - 10.11.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Qupperneq 7
Þriöjudagur 10. nóvember 1981 ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 Leiktækjastofan fær ekki leyfi Nýlega hafnaði borgarráð um- sókn um leyfi til að reka leik- tækjastofu á Bankastræti 9 (á horni Ingólfsstrætis.) Þarna hef- 'ur verið rekin leiktækjasalur en nokkuð er siðan hann lokaði. Stóðu eigendaskipti fyrir dyrum og þvi var sótt um rekstrarleyfi að nýju. Að fenginni umsögn barnaverndarnefndar og úti- deildar hafnaði .borgarráð um- sókninni sem fyrr segir, — með öllum greiddum atkvæðum. Vildu ekki skoða umsókn frá Aiþýðuleikhúsinu Þegar félagasamtök og stofn- anir sækja til borgarinnar um fjárstuðning er venja að umsókn- irnar séu settar i bunka og geymdar þar til fjallað er um fjárhagsáætlun næsta árs. A borgarráðsfundi fyrir skömmu greiddi Albert Guðmundsson hins vegar atkvæði gegn þvi að litið yrði á umsókn um styrk frá Al- þýðuleikhúsinu og þegar i borgar- stjórn kom bættist honum liðs- auki, skátahöfðinginn Páll Gisla- son læknir greiddi lika atkvæði gegn þessari afgreiðslu málsins. Engu að siður var hún samþykkt með 12 atkvæðum. Fræðsluráð vill ekki auglýsingar í skólana A fundi fræðsluráðs 26. október s. l. var samþykkt með 6 atkvæð- um að ekki skuli framvegis dreift i grunnskólum borgarinnar aug- lýsingum eða kynningu á starf- semi og þjónustu frá félögum eða fyrirtækjum eins og tiðkast hefur t. d. i formi eyðublaða undir stundaskrár. Er öll fyrirgreiðsla i sambandi við kynningu á starf- semi félaga eða fyrirtækja i skól- unum hér eftir bundin þvi að samþykki fræðsluráðs liggi fyrir. Bragi Jósepsson sat hjá við þessa afgreiðsluog telur hann að skóla- stjórar eigi sjálfir að taka ákvörðun um það hvort gögnum af þessu tagi sé dreift til nem- enda. Eræðsluráð hefur áður svo og einstaka skólastjórar leyft dreifingu slikra gagna m.a. frá Sambandi isl. samvinnufélaga en hafnaði á þessum sama fundi er- indi frá Bandalagi islenskra skáta. Sérakrein fyrir Strætó? I stjórn Strætisvagna Reykja- vikururðu nýlega miklar umræð- ur um tafir sem vagnarnir verða fyrir á mestu umferðargötum bæjarins, einkum á Laugavegi. Á fundinum kom m.a. fram að um- ferð um Laugaveg hefur litið breyst siðustu 20 ár, þar fara " 7—8000 bilar um á hverjum sólar- hring. Þá kom fram hjá fulltrúa lögreglunnar, Óskari Ólasyni, að brýnt væri að fá heimild til að flytja burtu bfla sem væri lagt ólöglega 'svo og efla löggæsluna m.a. með þvi að létta af lögreglu ýmsum smærri skyldustörfum, svo sem i sambandi við smá- árekstra. Starfsmenn SVR sem sátu fundinn töldu að mikið hag- ræði yrðu af þvi að afnema bila- stæði frá Helmmi niður að Bankastræti og gera sérstaka akrein fyrir SVR á þeim kafla Laugavegar. 5 manna nefnd var kosin til að fjalla nánar um þessi mál. —AI HEIMSMEISTARAEINVÍGID 14. einvigisskákin i gær: Karpov er með gjörunna biðskák Kortsnoj manni undir i biöstööunni Það verður ekki betur séð enn að áskorandinn sé að vonast eft- ir kraftaverki, þvi aí óskiljan- legum ástæðum setti hann 14. einvigisskákina i bið með kol- tapað tafl. Heimsmeistarinn tók sér fri á laugardaginn, eftir tapiö i 13. skákinni á fimmtudag, en mætti hress i gær i nýjum fötum, enda hermir sagan að það sé vani hans að mæta ávallt i nýjum fötum eftir tapskákir. Eins gott fyrir buddu hans að þær eru sárafáar! Karpov hvildi nú italska leik-, inn sem hann notaði með hvitu i 8. og 10. skákinni og sneri sér aftur að hinni fræðilegu baráttu þeirra félaga i opna afbrigði leiksins. Hvitt: Anatoly Karopv Svart: Viktor Kortsnoj Spænskur leikur, opna af- brigðið. 1. e4-e5 3. Bb5 2. Rf3-Rc6 (Karpov er þess albúinn að tefla spænska leikinn á ný, en hann hefur legið i láginni frá þvi i 6. skák, sem Kortsnoj vann). 3. ,..-a6 7. Bb3-d5 4. Ba4-Rf6 8. dxe5-Be6 5. 0-0-Rxe4(!) 9- Rbd2 6. d4-b5 (1 6. skákinni lék Karpov 9. c3, en nú velur hann framhald sem varð uppi á teningnum i Baguio fyrir þremur árum i tveimur skákum þeirra, en út úr þeim náði heimsmeistarinn einum og hálfum vinningi.) 9...-RC5 u- Bxe6 10. c3-d4 (1 10. einvigisskákinni i Baguio lék Karpov dúndurleik, sem margir töldu ættaðan frá Tal, nefnilega 11. Rg5. Þá hugsaði Kortsnoj sig um i 40 minútur, en siðan þá hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og haldbærar varnir fundist fyrir svartan). 11. ..-Rxe6 13. Re4 12. cxd4-Rcxd4 (Vikur frá troðnum slóðum. Aður hefur verið leikið 13. Rxd4-Dxd4 14. Df3 eða 14. Dc2). 13. ..-Be7 14. Be3-Rxf3+? (Betra var 14. — c5, en e.t.v. hefur Kortsnoj óttast 15. b4). abcdefgh 17. Rf6+!-Bxf6 (17. — gxf6 strandar á 18. exf6-Bd6 19. Hd4-Kh8 20. Hh4 og . svartur er varnarlaus. T.d. 20. — Hg8 21. Hxh7+! og mát i næsta leik). 18. exf6-Dc8 20. Ö4-C5 19. fxg7-Hd8 21. Hacl (?) (21. Hxd8-Dxd8. 22. Hdl-De8 23. Hd5 leiðir beint til vinnings, þannig að 21. Hacl virkar nokk- uð máttleysislegt. Varnarleysi Kortsnojs á áttundu reitaröðinni hlýtur þó fyrr eða siðar að leiða til ósigurs hans). 21. — Dc7 22. h5 De5 23. h6-Dxb2 24. Hd7-Hxd7 25. Dxa8+-Hd8 26. Dxa6-De2 (Karpov hefur vinningsstöðu). 27. Hfl-Hdl 28. Da8+-Hd8 29. Dc6-b4 30. Da4-Dd3 31. Hcl-Dd5 32. Db3 nú tryggt sér 32. — De4 35. Í4-KÍ7 33. Dc2-Dxc2 36. g4!-Hd5 34. Hxc2-f5 (36. — fxg4. 37. f5 er vonlaust framhald). 37. gxf5-Hxf5 40. f5!-Hxf5 38. Hd2 Hf6 41. He7 39. Hd7 + -Kg8 (Hér hefði Kortsnoj átt að gefast upp!). 41. — Rxg7 44. Bxc5-Hg5+ 42. Hxg7 + -Kh8 45. Kf2-Hg6 43. Hc7-Kg8 46. Be3 Hér fór skákin i bið. Staða Kortsnojs er auövitaö gjörtöpuð og furöu vekur að hann skuli halda þessu áfram. Öiþróttamannslegt? —eik—/hól 15. Dxf3-0-0 16. Hfdl-De8 Allt úttit er nú fyrir að Karpov hafi náð fimmta vinningnum gegn (Til greina kom 16. — Dc8) aðeins tveimur vinningum Kortsnojs. Norðurlandamót framhaldsskóla X ---_ Hamrahlíð sigraði Sveit Menntaskólans við Hamrahlið sigraði á Norður- landamóti framhaldsskóla i skák, sem fram fór i Reykjavik um helgina. A fyrsta borði fyrir Hamrahlið tefldi Jóhann Hjart- arson, fyrrum islandsmeistari þótt ungur sé, og vann hann all- ar sinar skákir, fimm að tölu. Hamrahliðarskólinn var reyndar B-sveit íslands þar sem Menntaskólinn i Reykjavik hafði sigrað framhaldsskóla- keppnina hér heima á sinum tima. Lokastaðan á mótinu varð þessi: Sveil: 1. Hamrahliðarskóla ... 13.5 vin. 2. Noregs............12.0 vin. 3. Finnlands.........11.0 vin. 4. Mcnntaskólans i Reykjavik.......... 9.0 vin. 5. Sviþjóðar......... 9.0 vin. 6. Danmerkur......... 5.5 vin. Fjögurra manna sveitir tefldu fyrir hvern skóla. Fyrir siðustu umferð stóð keppnin um fyrsta sætið á milli sveita Hamrahliðar og norsku strákanna, sem áttust við i sið- ustu umferö. Þá viðureign sigr- uðu þeir úr Hamrahliöinni með 3.5 vin. gegn 0.5, og innsigluðu þar meö fimmta sigur Hamra- hliðarskóla i keppni þessari, sem fram hefur farið alls átta sinnum, en islensku sveitina vantaði i eina af þessum átta keppnum. Sigursveitina skipuðu þeir Jó- hann Hjartarson, Róbert Harð- arson, Arni A. Arnason, Stefán G. Þórisson og Páll Þórhallsson. -eik- Kvenna- meistaramót / Islands Þremur umferðum af niu er lokið á Kvennameistaramóti Is- lands i skák, sem teflt er þessa dagana i húsnæði Skáksam- bands Islands við Laugaveg. Svana Samúelsdóttir hefur unn- iðallarsinar skákir til þessa, en næstar koma þær ólöf Þráins- dóttir, Birna Nordal og Sigur- laug Friðþjófsdóttir, allar með tvo vinninga. Alls eru þátttak- endur á mótinu 9, þar af þrjár yngismeyjar að norðan. Tvær af sterkustu skákkonum okkar i dag gátu ekki verið með, Aslaug Kristinsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdottir. — eik — Reyklaust haustmót Góðír lelklr í góðu lofti Um siðustu helgi lauk sam- eiginlegu haustmóti Taflfélag- anna i Kópavogi, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi, sem að þessu sinni var haldið i Valhúsarskóla á Seltjarnarnesi. Eins og vera ber, þegar teflt er i húsnæði þar sem æskan er uppfrædd, var þegar i upphafi tekin sú ákvörðun að leyfa ekki reyk- ingar yfir reitunum 64. Þegar upp var staðið reyndust allir ánægðir með þetta fyrirkomu- lag, þrátt fyrir nokkurn óróleika ýmissa keppenda i upphafi! Úrslit mótsins komu nokkuð á óvart, þar sem kempan Óli Valdimarsson sigraði mótið naumlega, hlaut 6,5 v. af 9. Jafnir honum að vinningum i 2. og 3. sæti urðu þeir Jón A. Hall- dórsson og ögmundur Kristins- son. Efstu menn frá hverju félagi um sig hlutu titilinn haust- meistari viökomandi félags. Þannig varð ögmundur Krist- insson haustmeistari taflfélags Seltjarnarness, Einar Karlsson varð haustmeistari Taflfélags Kópavogs og Grimur Arsælsson varö haustmeistari skákfélags Hafnarfjarðar. Hraðskák mótsins og verð- launaafhending verður i Val- húsarskóla á fimmtudagskvöld n.k. Stórbmgó Skáksambands ✓ * Islands A fimmtudaginn kemur verð- ur Skáksamband Islands með stórbingó i Sigtúni, við Suður- landsbraut. Margt stórglæsi- legra vinninga er á boðstólum, og má til nefna utanlandsferðir með meiru.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.