Þjóðviljinn - 10.11.1981, Síða 8

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 1 ÞriBjudagur 10. ndvember 1981 „A islandi eru i dag yfir tuttugu þiisund einstaklingar sem eru 67 ára og eldri. A næstu árum mun þessum þjóðféiagshóp fjölga mikið. Megnið af þessu fullorðna fólki er komið úr röðum verkalýöshreyfingarinnar.” Hrafn Sæmundsson prentarí: Verkalýðshreyfingin og málefni aldraðra NU liður aö því að athygli þjóð- anna verði beint að málefnum aldraðra. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið tóninn og vlöa um lönd er nU mikill undirbUningur I gangi sem beinist að auknum og vlðtækum athöfnum á þessu sviði. Arið 1982 verður helgað þessu verkefni. Hér á tslandi veröa á dagskrá margvislegar aögerðir á næsta ári. Hið opinbera hefur þegar hafið undirbúning að ári aldraðra sem kominn er i fullan gang og mörg félagssamtök hafa fullan hug á að leggja þarna lið eins og þau hafa gert áður. Margirsem til þekkja teija aö á áratugunum eftir heimsstyrjöld- ina siðari hafi málefni aldraðra verið laus í reipunum. Þegar litið er yfir ýmsar heimildir um þá þróunarsögu sést að engu er líkara en að þessi málaflokkur hafi losnað úr tengslum við aðra félagslega þróun i þjóöfélaginu á þessum tima. Vinnubrögð voru oft á tiðum handahófskennd og skipulagslitil og á þessum tima voru margir hlutir framkvæmdir sem ekki eru i samræmi við það sem nú er best vitað. Á allra siðustu árum hefur þó tekið að rofa til hér á landi i mál- efnum aldraðra. Smám saman hefur veriö byrjaö að byggja upp skipulega og markvissa þjónustu fyrir aldraða og i stað handahófs- kenndrar uppbyggingar á stofn- unum og dvalarstöðum fyrir aldraða er nú fariö að hafa meiri yfirsýn og skipulag á fram- kvæmdum. öll þessi mál eru nú I örri þróun og stefna i rétta átt. Eins og áður segir hafa menn nú fullan hug á að gera stórfelld átök i málefnum aldraðra á næsta ári. Fyrir utan starfsemi hins opinbera og þeirra félagssam- taka sem láta sig þessi mál varða, hefur verkalýðshreyfingin lýst þvi yfir að hún muni nú leggjast á árarnar I þessum málaflokki. Þetta eru mjög gleðileg tiöindi. A undanförnum árum hefur verkalýðshreyfingin ekki látið sig málefni aldraðra nógu mfldu skipta, þegar frá er talinn líf- eyrisþátturinn. Nú mun vérka- lýðshreyfingin væntanlega leggja fullan þunga á þetta málefni. A íslandi eru i dag yfir tuttugu þúsund einstaklingar sem eru 67 ára eða eldri. A næstu árum mun þessum þjóðfélagshóp fjölga mikið. Megnið af þessu fullorðna fólki er komiö Ur röðum verka- lýðshreyfingarinnar. A næstu árum munu koma til ný félagsleg verkefni vegna röskunar þjóðfélagsins af völdum nýrrar tækni. Vegna þessara staðreynda er nú mikiö félagslegt verkefni að vinna fyrir verkalýðshreyfing- una. Vedcalýðshreyfingin verður að hafa forustu i þessum málefnum og sýna sjáífstæðan vilja og hika ekki við að leita samstarfs við aöra. Ég hygg að rikisvaldið sé reiðubúið að vinna með verkalýðshreyfingunni að þessu verkefni. Oflangtyrðiuppaðteljaöll þau verkefni sem framundan eru. Verkefni verkalýðshreyfingar- innar hljóta þó fyrst og fremst að vera félagslegs eölis. Kannski er þaö verkefni brýnast að verkalýðshreyfingin standi vörð um þau mannréttindi að aldrað fólk geti haft hlutverk meðan geta þess leyfir. 1 nútlma- þjóMélagi eru veður öll válynd hvaö þetta snertir. Eitt mesta böl manna er þegar kippt er grund- vellinum undan og fólk stendur einn dag án verkefna og þeirrar llfsfyllingar sem amstur daganna gefur. Þau örlög mega ekki koma i hlut þeirrar kynslóðar sem byggði aö stærstum hluta upp vel- ferðarþjóöfélagið okkar. í þessu sambandi má einnig hafa i huga nauösynina á fyrir- byggjandi aðgerðum. UndirbUn- ingur ellinnar verður að hefjast að minnsta kosti áratug áður en kemur að lifeyrisaldri. Þaö verður að búa fólk undir ellina bæöi hvað varöar heilsufar og félagslega möguleika. Þegar ein- staklingurinn að lokum hættir endanlega þátttöku i framleiðsl- unni verður hann aö eiga vist gott og frjótt ævikvöld. Ég tel að þessi mál séu eitt stærsta verkefni verkalýðshreyf- ingarinnar á næstu árum. Og ég tel að verkalýðshreyfingin eigi að taka sjálfstæða og afgerandi forustu I þessum málaflokki. Hrafn Sæmundsson ; Æskulýðs- ! ráð Reykja- I vikur hejur vetrarstarftð Æskulýðsráð Reykjavíkur er nú að hef ja vetrarstarf sitt Iog verður flest með svipuðu sniði og áður. Ýmiss konar samtök og hópar fá aðstöðu að Frikirkjuvegi 11 til Ifundarhalda, námskeiða o.þ.h. og geta menn bókað slíka aðstöðu á skrifstofu ráðsins. ISmærri hópar úr æsku- lýösfélögum fá inni I Saltvik á Kjalarnesi fyrir „úti- legur” tómstundastarf fyrir 17. 8. og 9. bekk grunnskóla er einnig aö hefjast og vetrar- dagskrá félagsmiöstöðvanna t Fellahellis, Bústaða, Þrótt- Iheima, Arsels og Tónabæjar tóku gildi um mánaðamótin. Gefnir hafa veriö út bæk- , lingar um hina fjölbreyttu Istarfsemi sem fer fram á vegum Æskulýðsráðs, og eru forráðamenn samtaka, svo t og foreldrar hvattir til að Ikynna sér efni bæklinganna. Skrifstofa Æskulýðsráðs er að Frikirkjuvegi 11, simi , 15937 og hún veitir allar Inánari upplýsingar um starfsemi ráðsins og annast hvers konar fyrirgreiðslu, t sem ráðið getur veitt. Breytingar á töxtum Pósts og súna Frá og með 2. nóvember urðu breytingar á gjöldum fyrir tal- sima, telex og simskeyti til út- landa hjá Póst- og símamála- stofnuninni. Segir stofnunin það vera vegna þess að verulegur hluti þessara gjalda renni til er- lendra aðila og verða þau að fylgja gengisskráningu gull- frankans. Samhliða þessu hafi orðið nokkrar breytingar á um- sömdum töxtum við aðrar sima- stjórnir. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um breytingar á gjaldskránni: gjöld fyrir sjálfvirk simtöl til Noröurlanda lækka um 6—15%, gjaldið til Bretlands hækkar um 10%, til V-Þýskalands um 12% og til Frakklands, írlands og Luxemborgar hækkar gjaldið um 18%. Gjaldið fyrir sjálfvirk simtöl verður hins vegar óbreytt til Bandarikjanna. Svölurnar gef a tjáningartæki Á föstudag afhentu Svölurnar, félag fyrrver- andi og núverandi flug- freyja, Endurhæfingar- deild Borgarsjúkrahúss- ins að gjöf tjáningatækja- búnað til notkunar fyrir mikið hreyfihamlað og talskert fólk. Það var Helga Hjálmtýs- dóttir, sem afhenti tækjasam- stæðuna fyrir hönd flugfreýja, að viðstöddum læknum, starfs- liði og nokkrum sjúklingum Grensásdeildar Borgarsjúkra- hússins, en Sigurður E. Guð- mundsson veitti tækjunum viö- töku fyrir hönd stjórnar Borgar- spltalans. Guðrún Arnadóttir iðjuþjálfi sýndi siðan viðstödd- um hvernig tæki þessi virka, en i stuttu máli gerist það þannig að þrýstinemi tekur við boðum og breytir þeim I ritmál sem birtist á skermi eöa prentað á strimli. Hægt er að bæta við tækið búnaði til umhverfis- stjórnunar. Þetta er fyrsta tæki sinnar tegundar, sem kemur hingað til landsins, og verður það fyrst og fremst notað til prófunar á talskertum og fjöl- fötluöum sjúklingum. —ól.G. 0 Guðrún Arnadóttir iðjuþjálfari sýnir viðstöddum hvernig tján- ingartækið, sem Svölurnar gáfu Endurhæfingardeild Borgar- spitalans, virkar. Ljósm. —eik. -

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.