Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.11.1981, Blaðsíða 16
UOÐVIUINN Abalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn Aðalsími . Kvöldsími Helgarsími hlaðsins I þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot afgreiðslu 81663 8i285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaösins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og ’ eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld 81333 81348 Guftmundur J. Þröstur Ólafsson Alþýðubandalagið í Reykjavik Félagsfundun um efnahags- og kjaramál Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur um efnahags- og kjaramál Alþýöubandalagið i Reykja- vik boðar til félagsfundar á Hótel Esju, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Kjör fulltrúa á flokksráðs- fund. 2) Efnahags og kjaramál. Krummælendur: Guðmund- ur J. Guðmundsson, og Þröstur Ólafsson. Felagar fjölmennið. ABR. Þorskaflinn 20 þúsund lestum meiri Sýning Þórðar Ben að Kjarvals' stöðum Þórður Ben Sveinsson mynd- listarmaður hefur opnað sýningu að Kjarvalsstöðum þar sem hann fjallar um skipulagsmál og fram- tiðarmöguleika byggðar á Reykjavikursvæðinu. Hér er um óvenjulegt framtak af myndlist- armanni að ræða. A sýningunni er bæði lesmál og teikningar, þar sem bórður Ben setur fram hugmyndir sinar um yfirbyggð „ylstræti” og nýtingu jarðvarmans til upphitunar garö- húsa undir gleri á þaki ibúðar- húsa. Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst að vekja umræöu um þessi mikilvægu mál, en einn- ig eru myndir á sýningunni til sölu. Myndin sýnir hugmynd Þórðar aö tvilyftu stöðluðu raðhúsi meö hvolfþaki úr gleri er myndar garðhýsi með fjölbreyttum gróðri. Sýningin veröur opin alla daga frá 14 til 22 og stendur hún i tvær vikur. Nánar verður fjallað um sýninguna hér i blaðinu siöar. Húsnæðismál geðdeildar Hvitabandsins leyst: Dagspítaliim flyst í TemplarahöUlna t siðustu viku var undirritaður leigusamningur um nýtt húsnæði fyrir dagdeild geödeildar Borgar- spítalans sem veriö hefur i Hvita- bandinu við Skólavörðustig. Flyst dagspitalinn cinhvern næstu daga á 1. hæð I Templarahöllina á Skólavörðuholti þar sem skrif- stofur rikisspitalanna voru áöur til húsa. Hvitabandið verður sið- an tekið undir langlegudeild aldr- aðra. Þegar borgarstjórn samþykkti i haust að nýta Hvitabandið fyrir aldraða sjúklinga var það skilyðri sett aö gott húsnæði fyndist fyrir dagspitalann sem verið hefur i Hvitabandinu. Páll Eiriksson yf- irlæknir geðdeildarinnar sagði i gær að um þetta nýja húsnæði væri allt gott að segja, það væri minna en það sem deildin er i nú, en mestu skipti að öruggt húsnæði hefði fengist. Sagði Páll að óviss- an i húsnæðismálum deildarinnar heföi valdið miklum erfiöleikum og m.a. hefði deildin misst fólk úr starfsliðinu þess vegna. Það er strax bót að búið er að festa nýtt húsnæði, sagði Páll, og grundvöll- ur að áframhaldandi starfsemi lagður. Haukur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspitalans sagði að ekki yrðu geröar miklar breytingar á Templarahöllinni áður en geödeildin flytti inn. Hins vegar þyrfti nokkru að breyta I Hvitabandinu svo og þyrfti að panta tæki og búnað. Það yrði þvi nokkur biö á aö langlegudeild fyr- ir aldraða yrði opnuð þar en menn gerðu sér samt vonir um að þaö yröi fyrir áramótin. A Hvitaband- inu verður rúm fyrir 19 langlegu- sjúklinga svo og göngudeild fyrir aldraða. — AI Þorskaflinn fyrstu 10 mánuði ársins varð411.036 lestir, en var á sama tima i fyrra 389.959 lestir. Hætt cr þvi við að þorskaflinn fari eitthvað yfir þau mörk sem sett voru fyrir árið 1981, en það voru 450 þúsund lestir. Heildaraflinn fyrstu 10 mánuði ársins varð 1.093.208 lestir, en var á sama tima i fyrra 1.254.580 lest- ir og liggur munurinn eingöngu i minni loðnuveiði þaö sem af er þessuári. —S.dór Netavelði- bann? Sjávarútvegsráöherra, Stein- grimur Ilermannsson sagði i ræöu á Fiskiþingi I gær, að ein- ungis 50% af vertiðarafla sunnan og suö-vestanlands færi I 1. gæða- flokk. Mest væri þetta áberandí þegar gæftir væru slæmar. Siöan sagði hann: Mér sýnist þvi koma til greina að leyfa ekki netaveiöar i janúar og e.t.v. byrjun febrúar, enda verði netavertiöin lengd i mai i staöinn. Einnig mun ég leggja áherslu á að enn veröi reynt eins og til stóð i fyrra aö svipta þá báta veiðileyfi, sem endurtekið koma meöléleganaflailand. —S.dór. Steingrímur Hermannsson í Ræðu á Fiskiþingi: Miklir aimmaikar eru á kvótakerfi í ræðu sem Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráðhcrra flutti við upphaf 40. Fiskiþings I gær kom hann m.a. inná hið við- kvæma og umdeilda mál, fisk- veiðistefnuna. Ljóst er af skýrsl- um frá Fjóröungsþingum fiski- deilda sem fréttamenn fengu á þinginu i gær, að allir, nema Vestfirðingar eru nú fylgjandi einhverskonar kvótakerfi á þorskveiðum. Vestfirðingar vilja aftur á móti hafa sama fyrir- komulag á takmörkun þorskvciða og verið hefur i ár, skrapdaga- kerfið. Steingrimur Hermannsson sagði i ræðu sinni að hann teldi mörgu ábótavant i stjórnun fisk- veiða og að við séum viðsfjarri þvi að ná settum markmiðum. Taldi hann þá hugmvnd að hafa Allir nema Vestfirðingar vilja nú einhverskonar kvóta á þorskveiðar aflahámark á löndunarsvæði með heimastjórn veiða athyglisverða. Siðan kom hann inná kvótakerfið °g taldi á þvi mjög mikla ann- marka. Hann taldi kvótakerfinu flest til lasts og sagði siðan orð- rétt: „Eins og þið heyrið sé ég mikla annmarka á þvi, að setja kvóta, eins og sagt er, á þorSkveiðiflot- ann, hvort sem um er að ræða togarana eina eða flotann i heild. Eg vil þvi taka fram, að ég mun ekki taka upp kvótakerfi við þorskveiðar, nema um það sé við- tæk samstaða og útgerðarmenn komi sér saman um skiptingu. Minniðurstaðaerþvisú.að rétt sé enn að leita leiða til þess að lagfæra núverandi kerfi”. Fastlega má gera ráð fyrir þvi að fiskveiðistefnan og þá um leið hugmyndin að kvótakerfinu, verði eitt aðal mál þess Fiski- þings sem nú stendur og veröur fróðlegt aö sjá hver niðurstaðan verður. Patreks- firðíngar fá togara í fyrrakvöld kom til Patreksfjarðar 493 rúm- lesta skuttogari/ Sigurey/ smíðaöur i Frakkalndi árið 1973. Var áður i eigu Tog- skips hf. á Siglufirði. Núverandi eigandi er Hraðf rystihús Patreks- f jarðar. Hraðfrystihúsið er að visu ekki alveg undir þaö búið að taka á móti fiski en þess vænst, að svo verði seinnipartinn i þessum mánuði eða um þaö leyti, sem togarinn kemur úr sinni fyrstu veiðiför, sagði Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóri á Patreksfirði okk- ur. Úlfar sagði atvinnuástand hjá fiskvinnslufólki á Patreksfirði hafa veriö fremur erfitt i haust. Nokkuð bætti þó úr skák vinna i nýju sláturhúsi á Patreksfirði, sem Kaupfélagið hefur komið þar upp. A Patreksfirði fór sauðfjár- slátrun nú fram i fyrsta sinn en áður var slátrað bæði i Barða- strandar- og Rauöasands- hreppum. Nú hefur svæðið sam- einast um eitt sláturhús á Patreksfirði. Með komu togarans er þess að vænta að birta taki yfir atvinnu- lifinu á Patreksfirði. —mhg VBorgara- fundur ' íbúa ! Breið- ! holtsJII j j Framfarafélag Breiðholts I III gengst fyrir almennum I borgarafundi i Hólabrekku- | skóla i kvöld þriðjudag, 10. ■ nóvember, kl. 20.30. Borgar- I I fulltrúum og borgarverk- I fræðingi hefur verið boðið I J sérstaklega á þennan fund. ■ Eftirfarandi mál veröa á I dagskrá: ' 1. Skipulagsmál Guðrún Jónsdóttir, arki- I I tekt og forstöðumaður | borgarskipulags Reykja- ' , vikur flytur framsöguerindi. i í fréttatilkynningu Fram- I farafélagsins segir, að rætt I verði um veginn, sem tengja , mun hið nýja Seláshverfi við ■ Breiðholt III og félagið spyr: I Hvaö hefur þessi tenging i I för með sér? — aukna , umferð? — meiri slysa- i hættu? — meiri ásókn i þjón- I ustustofnanir hverfisins? — I Hverra hagur er þessi teng- . ing? I 2. Heilsugæslustöðin I Leifur Dungal, læknir * Heilsugæslustöðvarinnar I flytur framsöguerindi. I Framfarafélagið bendir á, I að húsnæði stöðvarinnar að ■ Asparfelli 12 sé allt of litið og I ekki sé ljóst hver verði fram- | tiöarþróun heilsugæslumála I hverfisins. • Fundarstjóri verður Vil- I helm G. Kristinsson, og I fundurinn er að sjálfsögðu I opinn öllu áhugafólki. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.