Þjóðviljinn - 12.12.1981, Blaðsíða 17
ekki ætlaö aö gera grein fyrir öll-
um rökum málsins, heldur þeim
aöstæöum einum sem á augljósan
hátt móta lif og geröir leiötogans
fyrstu 5 mánuöi byltingarskeiös-
ins.
Þetta er jafnframt þroskasaga
Walesa sjálfs: hann hefst upp úr
þvi aö vera óþekktur hvatvis
verkamaöur meö þroskaöa rétt-
lætiskennd og upp I aöstööu hins
dáöa stjórnmálamanns sem á
hraðfleygri stund veröur aö leika
á fleiri strengi en eigin sann-
færingu. Til þess aö dýpka þessa
mynd gerir bókarhöfundur dálitla
grein fyrir uppruna söguhetju
sinnar, ferli og fjölskylduaðstæð-
um. Aö ööru leyti er þetta sögu-
laus bók og samhengisrýr, for-
tiöin kemur ekki viö sögu, og les-
andinn gripur ekki upp fróðleik
um þann þjóöfélagsveruleik sem
elur af sér byltingarástand.
Þeim mun meira fær lesandinn
aö vita um baráttuaöferöir leiö-
togans I daglegum vanda
byltingarólgunnar, hvernig hann
eflir gagnkvæmt trúnaöartraust
gagnvart almenningi og hvernig
hann styrkir sina sveigjanlegu
auömýkt á eintali viö guö sinn.
Ég hóf þetta greinarkorn með
tilvitnun I Lenin, en vist er um
þaö aö þessi pólska bylting geng-
ur ekki leiö neins leninisma held-
ur þvert á þá leiö. Hér risa öreig-
arnir upp gegn flokksvaldi, rikis-
valdi og efnahagsvaldi hins sov-
éska leninisma, gegn „einstein-
ungnum” (mónoliþisma) sem
samkvæmt sovérkum rétttrúnaöi
stýrir öllum málum til hins eina
rétta vegar, og hver sá sem ekki
er ánægöur meö þaö, er annaö
hvort haldinn misskilningi elleg-
ar skemmdarfýsn.
Nemahvað: veröa þessir öreig-
ar Póllands i borg og I sveit sak-
aöir um það aö misskilja aöstæö-
ur sinar og vilja spilla eigin hög-
um? Sá sem heldur aö Flokkurinn
vaki yfir velferö allra, hann skal
einnig trúa þvi. En meinið er aö
þaö gerir enginn Pólverji. Þess
vegna hrundi pólitisk valdabygg-
ing pólska „alþýöulýðveldisins”
til grunna á þeim vikum þegar
Solidarnosc þeirra Walesa og fé-
laga komust á laggir og söfnuöu
um sig 10 miljónum verkamanna,
auk þeirra miljóna sem gengu i
Sveita-Einingu.
Hins vegar leyfist valdhöfum
Póllands ekki aö viðurkenna
þetta pólitiska hrun, viðurkenna
þaö i reynd meö þvi að leita leiöa
til aö koma á fjölþátta samspili
allra þeirra margvislegu hags-
muna sem mynda þjóöfélag siö-
aöra manna. Áfram er haldiö i
„leiöandi hlutverk” Kommún-
istaflokksins, — þaö skal vera
grundvöllur pólska rikisins, rétt-
læting þess og viömiö — þótt ein-
mitt þessi valdaeinokun sé orsök
ófarnaöarins. Augljóst er hverj-
um þeim sem skoðar málin opn-
um huga, aö þessi „statsreson”
hvilir ekki á pólskum stoöum
heldur utanaökomandi valdi:
„Pólland getur þvi aðeins veriö
frjálst og óháö riki innan traustra
landamæra, aö þaö sé sósialiskt”
(ræöa Giereks 18. ágúst 1980, siöu
35). Þaö er Kreml sem kallar til
valda, þótt öörum skuli þau falin
aö nafninu ti’.
Þaö er oröhengilsháttur einn aö
deila um þaö, hvort Solidarnosc,
Eining, sé stjórnmálaafl eöa ekki,
stjórnarandstaöa eöa ekki. Rök
málsins sjálfs taka af öll tvimæli.
t Solidarnosc verkamanna og
sveitafólks, svo og I skyldum
samtökum kennara, listamanna,
handverksmanna og náms-
manna, er samankomiö þaö eina
lýövald sem finnanlegt er i land-
inu. Fulltrúar þessara samtaka
eru meö umboösvald lýösins,
enginn annar aöilji I landinu hefir
neitt slikt umboösvald, allra slst
Kommúnistaflokkurinn og stofn-
anir rikisins. Þetta þýöir þó ekki
aö vaidþurrö sé oröin hjá Flokki
og riki, — vitaskuld er þar vald,
en það byggir einungis á valda-
tækjum, kúgunartækjum eins og
lögreglunni, svo og á valdstofnun-
um efnahagslifs og félagsmála.
Og á bakviö glyttir allsstaöar i
vigvélar sovéska hersins.
Auövitaö er þaö ekkert nýtt aö
Flokkurinn hafi ekkert raunveru-
legt lýövald á bakviö sig, en hitt
er nýtt aö lýövaldiö skuli vera til
og skuli vera máttugt.
Þvi aöeins hefir pólska bylting-
in sótt fram I meira en heilt ár, aö
handfastur árangur náöist, sem
Eining gat skilaö áfram til um-
bjóöenda sinna og annarra lands-
manna. Þar ber hæst hinn ein-
falda og sjálfsagða rétt fólks, og
þaö ekki haföi áöur, til að móta
kröfur og halda þeim á lofti, en
þaö er fyrsti visirinn til almenns
skoöanafreisis og tjáningarfrels-
is. Samtökin hafa eignast eigin
málgögn, og opinberu fjölmiðl-
arnir eru ekki eins rigbundnir á
klafa ritskoðunar og fyrr. Brydd-
aö hefir á sjálfstæðri afstööumót-
un og umræöu i pólska þinginu (i
haustþegar fjaliaö var um starfs-
mannaráö I fyrirtækjum), og
dæmi eru um aö dómstólar sýni
lágmarks sjálfstæöi gagnvart
flokksvaldinu (mér er i hug, þeg-
ar Sveita-Eining var lýst iöglegur
félagsskapur). Þessar umbætur
og réttarbætur eru þó i stöðugri
hættu nema samtökin vaki yfir
þeim og verji þær, meö verkföll-
um ef ekki vill betur.
Hér er einmitt komiö aö hinum
þættinum sem stendur undir
áframhaidandi byltingu: þvi aö
Flokkur og riki hafa ekki staöiö
viö sinn hlut itrekaörar sáttar-
geröar. Solidarnosc hafa marg-
sinnis knúiö fram samninga um
þjóöfélagssátt milli lýövaldsins
og flokksvaldsins og þannig aö
slnu leyti boöiö þaö fram aö bylt-
ingin stöövaðist viö tilteknar um-
bætur. Griöin hefir Flokkurinn
rofiö á margvislegan hátt, bæöi
meö þvi aö efna ekki gefin fyrir-
heit og meö þvi aö beita félaga
Solidarnosc höröu (barsmiöarnar
i Bydgoszcz 19. mars og aöförin
aö skóla slökkviliösins 2. desem-
ber).
Þegar þetta er skrifaö, magn-
ast árásir Hins Opinbera á Soli-
darnosc um allan helming, Wal-
esa er kailaöur lygari og forvigis-
maöur óeiröaseggja (útvarps-
fregnir 8. des.), og eftir harölinu-
manninum Olszowski er haft eft-
irfarandi: „Nú yröi ekki unaö
frekara niöurrifi rlkisvaldsins.
Flokksforystan heföi ákveöiö aö
skerast i leikinn af hörku og ein-
beitni. Ekki yröi lengur um und-
anslátt aö ræöa. Hér komi fram
fullveldi Póllands aö beitt sé valdi
til að jafna árekstra. Þetta væri i
samræmi viö anda pólsk-sovéskr-
ar vináttu og bandalagsins viö
Moskvu” (fregnritarinn Bogdan
Osadcuk 5. des.). Meö þessu
viröist vera horfiö af þeirri braut
er Jagielski mótaöi i fyrra: aö
jafna allan ágreining meö samn-
ingum (sjá siöu 103 og þar áöur).
Jafnframt þvi sem starfsfólk æ
fleiri verksmiöja samþykkir nú
meö atkvæöagreiöslu aö starf-
semi flokksdeilda sé óæskileg á
vinnustað, lætur flokksforystan æ
betur I þaö skina aö hún ætli þing-
inu aö samþykkja bannlög á
verkföil til aö kipppa fótunum
undan Einingu. Pólski eldurinn
heldur þvi áfram aö brenna enn
um sinn, engin hætta á ööru.
Vel fer á þvi aö bókin „Sam-
staða nú” minni góöfúsa lesendur
á söfnun til handa Pólverjum sem
nú er aö fara af staö fyrir atbeina
kirkjudeilda og alþýöusamtaka.
Einmitt Solidarnosc hafa gert
grein fyrir hinni brýnu þörf og
heitið fyrirgreiöslu sinni viö aö
koma aöstoöinni til skila og deila
henni réttlátlega. Minnumst þess
aö nauö Póiverja er ekki sök Soii-
darnosc heldur þess sovéska
kerfis sem kemur öllum efna-
hagsmálum i hnút og leyfir ekki
aö menn taki höndum saman um
aö höggva á þann hnút.
Hjalti Kristgeirsson.
Helgin 12.— 13. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Ný ljóðabók
eftir Kristján
Karlsson
Bókaútgáfan Skuggsjá,
Hafnarfiröi, hefur gefið út bókina
Kvæöi 81, nýja ljóöabók eftir
Kristján Karlsson.
Þessi nýja ljóðabók Kristjáns
Karlssonar er 75 bls. aö stærö og
skiptist i fimm kafla. í fyrsta
kaflanum eru bæöi ljóö frá
Bandarikjunum og héöan aö
heiman. I öðrum kaflanum eru
m.a. ljóö um Stefán frá Hvitadal,
Stein Steinarr, Grim Thomsen,
afmæliskveöja til Ragnars Jóns-
sonar og Vormorgunn á Húsavik,
hugsaö til Karls Kristjánssonar,
auk fleiri ljóöa.
Þriöji kaflinn er ljóðaflokkur i 7
köflum og nefnist hann Viö Við-
eyjarsund I-VII. I fjóröa kaflan-
um, sem nefnist Anecdota
Pastoralia, yrkir skáldið m.a. um
ferð breska ljóðskáldsins W.H.
Auden til Islands 1936 auk annars
efnis úr islensku umhverfi, en i
fimmta og síðasta kaflanum, sem
heitir New York (úr kvæöaflokki)
eru sjö kvæöi.
Kristján Karlsson.
m
JSLENSK
BOKAMENNltáG
ER VERÐMÆTI
Œ
m
BÆKUR MENNINGARSJOÐS ■UiIliilliH"
ÞÆTTIR UM NÝJA TESTAMENTIÐ
29 ritgeröir um Nýja testamentiö og Kristfræöi eftir dr. Jakob Jónsson.
ÞRÍR LEIKIR UM HETJUR
Þrjú sígild forngrísk leikrit í þýöingu dr. Jóns Gíslasonar.
LITLI PRINSINN
Hin sígilda bók fyrir unga sem aldna, ein vinsælasta saga sem þýdd hefur
verið úr frönsku.
FERÐIR UM ÍSLAND Á FYRRI TÍÐ
Fróölegir og skemmtilegir feröaþættir sem lýsa vel muninum á ferðalögum
fyrr og nú.
ANDVARI
Aöalgrein í Andvara er æviþáttur um Þórberg Þórðarson eftir
Sigfús Daðason skáld.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 — Reykjavík