Þjóðviljinn - 03.03.1982, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. mars 1982
1X2 1X2 1X2
25. leikvika — leikir 27. feb. 1982.
Vinningsröð :21X — X2X — X12 — X12
1. VINNINGUR: 12 réttir — kr. 154.790.-
85553 (4/11)
2. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 8.292.-
22807+ 43865 66956 85000
Kærufrestur er til 22. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og aðalskrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta
lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa
stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — iþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK
FRAMLEIÐUM BRAUÐKÆLA
ÖL- OG GOSDRYKKJAKÆLA
og önnur frysti- og kælitæki
sími 50473
araBlvarh
Reykjavíkurvegi 25 Hafnarfirði
Forstöðu-
maður
Starf f'orstöðumanns við sambýli félagsins
i Sigluvogi og Auðarstræti er hér með aug-
lýst laust til umsóknar.
Á sambýlunum dvelja 17 einstaklingar.
Umsóknarfrestur er til 20. mars n.k. Laun
skv. launakerfi B.S.R.B.
Umsóknareýðublöð liggja frammi á stofn-
unum félagsins og á skrifstofunni Háteigs-
vegi 6#en þar eru veittar nánari upplýsing-
ar um starfið.
Styrktarfélag vangefinna.
Aðalfundur
Útgáfufélags Þjóðvlljans
verður haldinn fimmtudaginn 11. mars
n.k. að Grettisgötu 3 kl. 20.
Dagskrá: *
1. Skýrsla stjórnar og reikningar félags-
ins.
2. Yfirlit um rekstur Þjóðviljans og reikn-
ingar blaðsins fyrir árið 1981.
3. Ákvörðun um árgjald til félagsins fyrir
árið 1982.
4. Málefni Blaðaprents og ný viðhorf í út-
gáfumáium.
5. Kosning stjórnar, varastjórnar, endur-
skoðenda og fulltrúa á aðalfund Blaða-
prents h.f.
Lagðar fram niðurstöður frá Þjóðvilja-
ráðstefnunni 16. janúar s.l.
Stjórnin
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Minning:
Valgelr Guðjónsson
Fæddur 17. jan. 1929 -
Brotsárgróa misfljótt. Sum eru
lengi að jafna sig. Svo hygg ég að
verði þegar litið er yfir þau
óleystu verkefni, sem framundan
voru og eru í störfum Valgeirs
heitins á Daufá, er hann lést
óvænt rétt fyrir jólin siðustu,
tæpra 53 ára að aldri. Skamm-
degið hefur þvi áreiðanlega verið
sumum óvenjulega dimmt.
Ég kynntist Valgeiri fyrir 35
árum, en þá unnum við saman að
búargerð i heimasveit hans og
seinna vorum við samtimis á
vetrarvertiðinni i Vestmanna-
eyjum, en þar var Valgeir á bát
alllengi. Grunar mig að þar hafi
að einhverju leyti verið lagður
grunnur að þeirri bila- og vélaút-
gerð, sem hann stóð siðan fyrir á
heimaslóðum.
Frá þessum gömlu dögum hafa
kynnin haldist, með mismiklum
samskiptum, eins og gengur, þar
til siðustu árin að þau hafa orðið
náin, einkum i sambandi við
laxaræktarmál, en Valgeir var
aðalbrautryðjandi að stofnun
Hólalaxhf. og i stjórn þess félags-
skapar. Einnig var hann for-
maður og aðaldriffjöður i Veiði-
félagi Skagaíjarðar, en það félag
er enn á þróunarstigi og missir nú
mikils þvi að verkefni i þeim
ræktunarmálum eru óþrjótandi.
Framsyni Valgeirs og sá hæfi-
leiki, að meta hlutina rétt urðu
þess valdandi, að hann var kjör-
inn i forsvar og stjórnir ýmissa
félaga annara en hér hafa verið
nefnd. Mig furðar á þvi hvað
Dáinn 21. des. 1981
maðurinn komst yfir að sinna
mörgum verkefnum samtimis.
Og þó að enginn hafi illt af vinnu
þá má öllu ofgera og grunur minn
er sá, að hann hafi ekki ætlað sér
af.
Daufá keypti Valgeir og
byggði hana upp eins og best
gerist hvað húsakost og ræktun
snerti. Sundlaug var komið fyrir
sunnan hússins en hitaveita var
lögð um nokkurn veg að heima-
húsum og borað eftir vatni i þvi
sambandi. Trjálundir voru i góðri
framför og það sem er óvenjulegt
á sveitabæjum, — heimreiðin var
upplýst með ljóskösturum. Þetta
segir e.t.v. meira en ýmislegt
annað og lýsir hinum innra manni
vel: að hafa hlýtt og bjart á
heimaslóðum.
Ekki efast ég um að hans góða
kona, Guðbjörg Felixdóttir,
(Bubba), hafi átt stóran þátt i
umsvifunum heimafyrir og bú-
skapurinn hefur hlotið að hvila
mikið á henni og börnunum, þar
sem Valgeir stundaði vörubila-
akstur langtimum saman utan
heimilis og i þvi starfi var hann til
hinstu stundar i þess orðs fyllstu
merkingu. Sjón missti hann á
öðruaugafyrir nokkrum árum en
ekki varð maður þó var við annað
i daglegri umgengni en að hann
gengi heill til skógar.
Það var alltaf gott að koma að
Daufá — gestrisni mikil og hús-
ráðendur samvaldir i að gera
manni dvölina sem ánægjuleg-
asta.
Það var alltaf gott að koma að
Daufá,
Hér hefur aðeins verið drepið á
nokkra þætti i umsvifaferli Val-
geirs heitins, — margt er ótalið.
Við samstarfsmenn söknum
hans, — höfum misst eljusaman
forystumann. Og ef ég ætti að
minnast Valgeirs i einni setningu,
látlausri en sannri, gæti hún
hljóðað á þessa leið:
Hann var hagsýnn dugnaðar-
maður og drengur góður.
Samúðarkveðjur til allra
þeirra, sem um sárt eiga að binda
vegna hins óvænta fráfalls Val-
geirs. Ég vona að brautryðjanda-
störí hans geisli sem lengst eins
og ljósin gera svo vinalega við
heimreiðina að Daufá.
GisliS.Gislason
m w m m wm
•wm m m r?"M >mmii
KAUPFÉLAG ÞINGEYING A 100 ARA ■ 1882 1982
ÍSLAND 1000
JJU
Fjölbreytt
frímerkja-
útgáfa
Póst- og simamálastofnunin
hefur gert áætlun um útgáfu
frimerkja á þessu ári, og er stefnt
að útgáfu þessara merkja:
a) Almenn frimerki meö mynd-
um af hörpudiski og beitukóngi i
verðgildunum 20 aurar og 600
aurar ogmeðmyndum af kú, kind
og ketti i verðgildunum 300, 400 og
500 aurar.
b) Evrópufrimerki i verðgild-
unum 350og 450aurar. Myndefnið
verður að þessu sinni annars
vegar landnám Islands og hins
vegar fundur Vinlands.
c) Frimerki að verðgildi 10
krónur i tilefni af aldarafmæli
elsta kaupfélags á landinu,
Kaupfélags Þingeyinga.
d) Frimerki að verðgildi 15
krónur i tilefni af aldarafmæii
bændaskólans á Hólum.
e) Frimerki með mynd af
islenska hestinum, helgaö hesta-
mennsku, að verðgildi 7 krónur.
f) Frimerki i tilefni af „Ári
aldraðra” með málerk eftir Isleif
Konráðsson að myndefni og i
verðgildinu 8 krónur. ísleifur hóf
sem kunnugt er ekki að leggja
stund á málaralist fyrr en hann
var sestur i helgan stein.
Kaupír
plastverk-
smíðju
Kaupfclag Skagfiröinga gerði
nýlega samning við Braga Þ. Sig-
urðsson á Sauðárkróki um að fé-
lagið keypti plastverksmiðju
hans, bæði húsnæði, véiar og tæki.
Yfirtók félagið vcrksmiðjuna og
hóf rekstur hennar frá og með
siðustu áramótum.
Þessi plastverksmiðja hefur
starfað lengi og framleitt allar
gerðir af einangrunarplasti. Hún
er eina verksmiðjan sinnar teg-
undar á Norðurlandi vestra og
hefur selt framleiðslu sina að
mestu á svæðinu frá Siglufirði og
vestur i Hrútafjörð. —mhg
g) Frimerki i flokknum „Merk-
ir Islendingar” með mynd Þor-
bjargar Sveinsdóttur, ljósmóður
(1828—1903) og að verðgildi 9
krónur.
h) Jólafrimerki i tveimur
verðgildum, sem enn hafa ekki
verið ákveðin. Samkeppni um út-
lit þeirra hefur verið boðin út.
i) Smáörkeða „blokk” á „Degi
frimerkisins” með yfirverði til
fjáröflunar fyrir norræna
frimerkjasýningu „Nordia 84”
sem haldin verður hér á landi 1984
á vegum Landssambands
islenskra frimerkjasafnara.
Verðgildi hefur ekki verið
ákveðið. Fyrirhugað er að gefa út
smáörk af sama tilefni á árunum
1983 og 1984.
■Neytendablaðið um "*
auglýsingar sjónvarps
Fyrsta tölublað „Neyt-
endablaðsins" 1982 er
komið út og kennir þar
margra grasa að venju.
Otgefandi er Neytenda-
samtökin, en þau hafa
skrifstofu að Austur-
stræti 6 og er þar opið alla
virka daga frá kl. 15.00 til
17.00. Síminn er 91-
2166.
Eitt af þvi sem vert er
að benda á i blaðinu . snýr
að sjónvarpsauglýsingum. Nú-
gildandi reglur sjónvarpsins um
auglýsingar eru undirritaðar
árið 1976. Neytendablaðið rekur
nokkur dæmi þess, hvernig aug-
lýsendur — og sjónvarpið —
þverbrjóta þessar reglur. Eitt
dæmi er bókaauglýsing frá
bókaútgáfunni Samhjálp, þar
sem sýndur er hörku eltinga-
leikur i auglýsingunni sem end-
ar með dauða eins manns. Aug-
ljóst er, að hér er brotin 5. gr.
reglugerðarinnar, sem kveður á
um, að auglýsingar megi ekki
vekja ótta hjá áhorfendum, svo
og 9. gr. sem segir, að auglýs-
ingar skuli miðaðar við að börn
sjái þær, og megi á engan hátt
misbjóða þeirra viðkvæmu sál.
Og þá er það 7. grein reglu-
gerðarinnar, en hún segir, „ekki
má flytja fleiri en 52 auglýsing-
ar á ári um sömu vörutegund
eða sáma vörumerki.” Neyt-
endablaðið upplýsir, að ekkert
eftirlit sé haft með þessu hjá
auglýsingadeild sjónvarpsins og
engar upplýsingar liggi fyrir
um hversu oft kók er auglýst á
ári, svo dæmi sé nefnt.
Það er viða pottur brotinn hjá
sjónvarpinu, virðist vera.